Morgunblaðið - 09.10.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.10.1997, Qupperneq 24
vpor q'iínYrsm p HnruriMTMMVfl 24 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Torfi sýnir í Safnahúsinu Ilúsavík. Mor^unblaðið. TORFI Asgeirsson listamaður opnaði um síðustu helgi myndlist- arsýningu með 47 verkum í Safna- húsinu á Húsavík. Sýningin hefur verið vel sótt og margar myndir seldar. Listamaðurinn er af þingeyskum ættum, fæddur á Húsavík, en ólst upp fyrstu árin í Laxárdal. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan. Hann lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1988 og hefur starfað nær ein- göngu við listmálun síðan. Þetta er þriðja einkasýning Torfa, en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, meðal annars í Safnahúsinu á Húsavík. TORFI Ásgeirsson við eitt verka sinna. Morgunblaðið/Silli Nýjar bækur • SATYRIKON er eftir Petróníus í þýðingu Erlings E. Halldórssonar. Satýrikon er rituð á latínu á ár- unum 50-60 e. Kr. Talið er að Gajus (Títus) Petróníus, einn af hirðmönnum Ne- rós keisara, hafí ritað söguna sem nú er varðveitt í brotum. Sagan segir frá flakki félaganna Enkolpíusar og Askýltosar um íburðarmikla veis- lusali og aumustu Erlingur E. Halldórsson hreysi Rómveija. Gildi bókarinnar felst m.a. í því að öfugt við aðrar sögur frá þessum tíma lýsir höfund- ur ekki aðeins lífi yfirstéttarinnar, heldur dregur upp mynd af venju- legu fólki, málfari þess og hátterni. Hvernig börnunum okkar? Jákvæð umfjöllun um okkur sjálf LANDSSflFNUhl HEFST Á MORGUN í SÍMA 5351035 10. október 1997 ALÞJÓÐLEGUR GEÐHEILBRIGÐISDAGUR D A G S K R A 14,00 Opið hús: Barna- og unglingageðdeild, Dalbraut Félagsmiðstöð Geðhjálpar, Hafnarbúðum 14,00 Myndlistarsýning gesta í athvarfinu Uin, Rauða Krosshúsinu, Efstaleiti 16,00 Ganga frá Hafnarbúðum í Háskólabíó 16,30 Hátíðardagsskrá í Háskólabíói Áuörp: Pétur Hauksson, formaður Geðhjálpar Ingibjörg Pálmadóttir, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Eydís Sveinbjarnardóttir, Barna- og unglingageðdeild Tónlist: Unglingar frá Barna- og unglingageðdeild Kynning: Hvað er Fjölskyldulínan 800 5090? Hvað er klúbburinn Geysir? Kynning: Heimasíða Geðhjálpar Tónlist: Súrefni Kynning: Geisladiskurinn "lA/ho is stealing my mind?" Óuæntur endir! Tónlist: UUiseguys, gestahljómsueit frá Englandi 18,00 Dagskrárlok Aðstandendur hátíðarinnar: Geðhjálp í samstarfi við Barna- og unglingageðdeild, Geðverndarfélag íslands og Rauða Kross íslands. Styrktaraðilar: Heilbrigðisráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið, Dagskráin, Lyfjaverslun íslands, Morgunblaðið. „ Alvara og gamansemi togast á í litríkum og ísmeygilegum lýsing- um á háum og lágum í þessu sí- gilda bókmenntaverki sem er fullt af ástríðum og afbrýði, græðgi og grimmd, spillingu oggöfgi," segir í kynningu. Erlingur E. Halldórsson þýðir verkið og ritar eftirmála. Margir minnast þýðingar hans á skáld- verkinu Gargantúa og Pantagrúl eftir Rabelais, en fyrir þá þýðingu hlaut Erlingur verðlaun frönsku akademíunnar. Útgefandi er Mál og menning. Satýrikon er 222 bls., prentuð í Svíþjóð. Kápuna gerði Robert Gu- illemette. Bókin kom útíHeims- bókmenntaklúbbi Máls og menn- ingar í síðasta mánuði en ernú komin á almennan markað. Verð: 3.480 kr. Jarl Kulle látinn EINN fremsti leikari Svía, Jarl Kulle, lést sl. föstudag, sjötugur að aldri. Kulle naut óvenjumikilla vinsælda í heimalandi sínu og syrgja Svíar hann sárt. Utan heimalandsins varð hann líklega þekktastur fýrir hlutverk sitt í „Fanny og Alexander", kvikmynd og sjónvarpsmynd Ingmars Berg- mans en þeir áttu Iangt og gott samstarf. Kulle lék í miklum fjölda kvikmynda og leikrita og var þekktastur fyrir gaman- og söng- leikjahlutverk sín. Jarl Kulle steig fyrst á svið árið 1943 en sló í gegn í gamanleikjum og -kvikmyndum á sjötta áratugn- um, m.a. í „Englar, eru þeir til?“ þar sem hann lék á móti Christinu Schollin. Kulle þótti afar vinnusam- ur og eitt árið lék hann þijú aðal- hlutverk á sviði auk nokkurra kvik- myndahlutverka. Svo árum skipti stóð Kulle nserri því hvert kvöld á svið Óskarsleik- hússins í Stokkhólmi og söng hlut- verk prófessors Higgins í „My Fair Lady“. Er talið að áttundi hver Svíi, um ein milljón manna, hafi séð uppfærsluna, svo mikilla vin- sælda naut hún. Kulle kom fram í miklum fjölda söngleikja og óperettna, kvaðst hafa sungið I um 2.400 sýningum í Óskarsleikhúsinu. En hann fór einnig með mörg af stærstu hlut- verkum leikbókmenntanna, m.a. í verkum Williams Shakespeares og Eugenes O’Neill á Dramaten, þjóð- arleiksviði Svía. Fékk hann í tví- gang sænsku Guldbagge-leiklistar- verðlaunin, í seinna skiptið fyrir hlutverk sitt í „Fanny og Alexand- er“. Árið 1979 kom út sjálfsævisaga Kulles, „Jag, Kulle“. Hann var tví- kvæntur, fyrri kona hans var Lou- ise Hermelin en seinni eiginkona hans er Anne Nord.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.