Morgunblaðið - 09.10.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 09.10.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 25 LISTIR Morgunblaðið/Kristinn BRYNJA Benediktsdóttir og Tristan Gribbin eru á leið til írlands til að vinna að leiksýningu um Guðríði Þorbjarnardóttur. Ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur BRYNJU Benediktsdóttur leikstjóra og Tristan Gribbin leikkonu hefur verið boðið til nokkurra vikna dvalar í Tyrone Guthrie listamiðstöðinni á Irlandi. Þar munu þær ljúka við fyrsta áfanga að leiksýningu sem þær eru að vinna að um ferðir Guð- ríðar Þorbjarnardóttur á elleftu öld. Brynja byggir verkið á Græn- lendinga sögu og Eiríks sögu rauða, en spunnið verður inn í verkið sögu leikkonunnar sem flytur það hveiju sinni. Þó að verkið sé samið á ís- lensku verður fyrsti flutningur aðallega á ensku. Tristan nam leik- list í Bandaríkjunum, er írsk að uppruna og hefur nú sest að á ís- landi. Margrét Örnólfsdóttir tónlistar- maður mun semja hljóðmynd og myndlistarmaðurinn Rebekka Samper býr til grímur og leik- muni. Frumsýning er áætluð á næsta ári en fyrsti áfangi verður forsýndur í vinnustofum leikaranna Brynju og Erlings í Skemmtihúsinu að Laufásvegi 22 í lok desember. í janúar verður verkið svo þróað áfram með leikkonunni Ragnhildi Rúriksdóttur í öllum hlutverkum og leikmynda- og búningahönnuð- um ef fjármagn fæst til glæsilegri umbúnaðar og leiksviðs. Leituðu fyrir sér á Irlandi Brynja og Tristan leituðu fyrir sér um ijármagn á írlandi til leik- sýningarinnar og sendu gögn um hana og fengu þá óvænt tilboð um að vinna að sýningunni í Guthrie listamiðstöðinni, en það þykir mik- ill heiður. Guðríður Þorbjarnardóttir var víðförul. Hún ól son þeirra Þorfinns karlsefnis, Snorra, á Vínlandi, en þegar hún var búin að koma honum á legg uppi á íslandi fór hún í suðurgöngu til Róms, heimkomin lét hún reisa kirkju í Skagafirði og tók síðan nunnuvígslu. Til eru margar ritgerðir og nokkrar skáldsögur um Guðríði og landafundina. Heyrst hefur að Jón- as Kristjánsson sé með skáldsögu í smíðum og væntanleg er bók Páls Bergþórssonar veðurfræðings um landafundina skoðaða frá nýju sjónarhorni. „Beinagrindin að sýn- ingu okkar er til en kjötinu ætlum við að bæta við á Irlandi og von- andi fer svo blóðið að streyma þeg- ar við komum aftur heim,“ segir Brynja. Breskur frumkvöðull Sir Tyrone Guthrie var frum- kvöðull meðal leikhúsmanna á Bretlandi hvað snerti nýja leik- stjórnaraðferð við leikrit Shakespe- ars. Hann fetaði í fótspor rússneska leikstjórans Komisarjevsky sem kom til Bretlands 1919 og umbylti hefðbundnum leikmáta þar með nýrri aðferð við uppsetningu sí- gildra verka eða eins og Brynja orðar það: „Að túlka öðruvísi en áður, hvað sem það kostaði." Sir Tyrone gaf landsetur sitt, Annaghmakerrig í Monaghan-hér- aði, írskum skáldum og listamönn- um. Þar fá nú Brynja og Tristan góða vinnuaðstöðu og næði þar sem Guðríður Þorbjarnardóttir mun leika aðalhlutverkið. Norræna Kvikmyndahátíðin Fjórar íslenskar kvikmyndir NORRÆNA kvikmyndahátíðin verður nú haldin í ellefta skipti og hefst hún í Þrándheimi í Noregi í dag, fimmtudag. Hátíðin er sam- starfsverkefni kvikmyndastofnana á Norðurlöndum og hefur verið haldin annað hvert ár, til skiptis í löndunum fimm. Hún var haldin á íslandi árið 1993 og var metaðsókn á myndir hennar þá. Á hátíðinni verða sýndar nýlegar kvikmyndir frá Norðurlöndunum, þijár frá hveiju landi í aðalhluta hennar, auk ýmissa sérsýninga. Fulltrúar íslands í aðalhluta hátíð- arinnar eru Agnes, Blossi/810551 og Tár úr steini en einnig verður sérstök sýning á Djöflaeyjunni und- ir titlinum Besta mynd Norðurland- anna 1997 en þann titil vann mynd- in á kvikmyndahátíðinni í Hauga- sun3i í Ágúst. Á hátíðinni verður einnig sýnd íslenska stuttmyndin Siggi Valli á mótórhjóli. A Norrænu kvikmyndahátíðina koma á þriðja hundrað manna úr kvikmyndaheimi Norðurlandanna, svo sem framleiðendur, leikstjórar, leikarar, blaðamenn, dreifingar- aðilar, kvikmyndahúsaeigendur, fulltrúar kvikmyndastofnana og fleiri. SNYRTISTOFAN GUERLAIN IÓdingata 1 • 101 • Reykjavik I Sími 562 3220 « Fax 552 2320| ©SHIMmialÚSB®) KRINGLUKNI S: 588 99H Cosí fan tutte kynnt í Operu- kjallaranum ÞORSTEINN Gylfason, heimspek- ingur og prófessor við Háskóla ís- lands, og Margrét Bóasdóttir kynn- ingarfulltrúi kynna óperuna Cosí fan tutte eftir Mozart í Óperukjallaran- um í dag, fimmtudag kl. 20.30. En Islenska óperan frumsýnir óperuna á morgun, föstudag. Það er Stofnun Dante Alighieri á Islandi sem stend- ur fyrir kynningunni. -----♦ ♦ ♦----- Lýðskólinn leik- ur með Dönum LÝÐSKÓLINN, í samvinnu við danskan lýðskóla, Brandbjerg Hoj- skole, býður til leiksýningar í Nor- ræna húsinu á morgun, föstudag. Sýningar verða tvær, kl. 16 og 20. Leikritið er nútíma túlkun á Völu- spá og heitir Völvu-tölvu-Völuspá eða Óðinn á „Ircinu“. Rektor Brandbjerg Hojskole, Soren Juhl, mun kynna danska lýðskóla að lokn- um_ sýningum. Ókeypis aðgangur og veitingar. Ný frímerki ÍSLENSKIR ÁRABÁTAR 12 . 35a! Q 10000 ÍSLAND 05f •; 3 Kk 3 CO jjjP* s/rj./ ?:/\ rZr, njur ■ fcif icxttrinj*' Fmji m$$ "Vt*; DAGUR FRÍMERKISINS 9. OKTÓBER 1997 • VERÐ KR. 250 í dag koma út nýfrímerki tileinkuð degi frímerkisins. Myndefnið er íslenskir árabátar. Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. F R I M E RKJASAIAN Slmi 550 6054 PCJSTUR OG SÍMI HF Pósthólf 8445, 128Reykjavik Heimasíða Frímerkjasölunnar er: http://www.simi.is/postphil/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.