Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ TVIRÆÐNI V Jí - T’ ..... GUNNAR Kristinsson: Málverk. MYNPLIST II n f n a r b o r £ MÁLVERK GUNNAR KRISTINSSON Opið alla daga frá kl. 12-16. Lokað þriðjudaga. Til 13. október. Aðgang- ur 200 krónur. ÞAÐ er borðleggjandi skyldleiki milli tónlistar og myndlistar, eink- um hvað sértækan tjáningarhátt snertir. Tónlistin er óáþreifanleg, en skilar sér á margan og mótaðan hátt til skoðandans og hugsæi myndlistarmannsins er einnig óá- þreifalegur heimur sem sér stað I öllu sem hann skapar. Því dýpra og þjálfaðra innsæi og margræðari lifanir, þeim mun magnaðara tjá- ferli í báðum tilvikum. Gunnar Kristinsson er tónlistar- maður sem nam myndlist í Vínar- borg, eða getum við sagt, myndlist- armaður sem nam tónlist í háborg valsanna. Borg Habsborgaranna, þar sem gleðin og léttleikinn réðu ríkjum og nafnkenndustu kaffíhús og konditori heimsins seldu og selja sitt vínarbrauð með meiru. Inn- gangurinn er ekki út í hött, því það er líkast sem pentskúfur lista- mannsins valsi létt um dúkana í upphafinni stemmningu á milli þess sem hann sest niður og fær sér kaffí og vínirbrauð, ens og Laxness nefndi mungátið. Gunnar er ekki tiltakanlega þekktur á heimaslóðum, er mennt- aður í myndlist og tónlist í Vínar- borg Basel og Reykjavík. Hefur starfað á báðum sviðum í tvo ára- tugi og haldið fjölda sýninga og tónleika víða um álfuna. Um ára- bil hefur starfsvettvangurinn verið Sviss og Frakkland, og hann hafði að auk um tveggja áratuga skeið vinnustofu í Skriðufelli í Þjórsár- dal. Hefur lítið sýnt hér heima undanfarin ár utan einu sinni í list- húsi Ofeigs 1995, eða var það kannski heldur í listhúsinu, einn einn, (Antlitzj, en þar áður í Ný- listasafninu, Asmundarsal og list- húsinu Borg. Það er sem áður dijúgur spuni heilabrota að baki vinnubragðanna með pentskúfín og það lýsir sér sennilega best í eftirfarandi hug- leiðingum gerandans; „Spennan er einkenni hins lífræna. Það hreyfíst í og kringum formin sem sjálf eru afstæðulaus, aðeins spuming. Hvað er hið stóra? Hvað er hið litla? Hvar byijar lífíð og hvar endar það?. Hvað er náttúrulegt? hvað leyfílegt og hvað óleyfilegt? Hvað er vitund?“ I heimspekinni felst ákveðið óþol tvíræðni og óvissa, og eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefur Gunnar farið offari með pentskúfinn á undanfömum misserum og áram, lætur sér ekki nægja minna en samanlagt rými Hafnarborgar. Vinnubrögðin sækja skyldleika til nýbylgjumál- verks níunda áratugsins, en Gunn- ar er mun óhlutbundnari í túlkun sinni og hugnist honum að koma að frásögn í dúkum sínum eru vís- anirnar einkum tónrænar, jafnvel einstök tákn af nótnablöðum sbr. björtu samstæðuna á endavegg í aðalsal, sem grípur skoðandann sýnu mest. Hvort það sé gert af ásettu ráði eða ekki, virka mörg málverk- anna helst sem upphaf að ein- hveiju, sem gerandinn vill höndla, brotabrot tónverks eða einhvers í umhverfinu sem hefur leitað á, í þá og þá stundina. Síður sem full- gerð og mótuð verk sem legið hefur verið yfir, þótt spurningin hvenær verk sé fullgert sé í raun afstæð. En svo eru það nokkrar myndir þar sem vinnsluferlið er mun þróaðra svipað og í fyrr- nefndu myndunum, einkum á það við um „Tjöld“ (21) í Sverrissal og rauðleitu myndinni nr. 23, svo og 13 í aðalsal... Bragi Ásgeirsson Tímarit • ÚT er komið 1. hefti 67. ár- gangs Náttúrufræðingsins, tíma- rits Hins íslenska náttúrufræðifé- lags, sem gefið er út í samvinnu félagsins við Náttúrufræðistofnun íslands. Meðal efnis í heftinu er m.a. eftirfarandi: Ný kenning um myndun Vatns- dalshóla. Árið 1936 ritaði Jakob H. Líndal grein í Náttúrafræðinginn og setti fram kenningu sína um myndun Vatnsdalshóla. Jakob taldi hólana myndaða við berghlaup, þ.e. að bergskriða hafi hlaupið fram úr Vatnsdalsfjalli og hefur sú kenning hingað til þótt fullnægjandi. Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur setur fram nýja kenningu um myndun þeirra. Mykjuflugan. Dr. Hrefna Sigur- jónsdóttir, dósent við Kennarahá- skóla íslands, gerir grein fyrir rann- sóknum sínum á hegðun flugnanna. Tijábolaför frá tertíer. Jarðfræð- ingarnir Magnús Á. Sigurgeirsson og dr. Sveinn P. Jakobsson gera grein fyrir athugunum sínum á sjö tijábolaafsteypum og fimm tijá- bolaförum sem fundust árið 1987 í hraunlagi efst í fjallinu Skriðna- fellsnúpi á Barðaströnd. Gróður í íslenskum túnum. Guðni Þorvaldsson Ph.D., ráðunautur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, gerir grein fyrir úttekt sem gerð var á gróðri í íslenskum túnum á árunum 1990-1993. Ennfremur eru m.a. greinar eftir Guðmund Guðmundsson, Jónbjörn Pálsson, Sólmund Tr. Einarsson, Huga Ólafssonar, Helga Hallgríms- son og minningarorð um Óskar Ingimarsson, fyrrum ritstjóra Nátt- úrfræðingsins. Náttúrufræðingurinn er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags og'kemur út fjórum sinnum á ári. Argjald ársins 1997 er 3.300 kr. en nemendafélagsgjald erkr. 2.200. I. hefti 1997 er64 bls. aðstærð. Það fæst á skrifstofum félagsins og Náttúrufræðistofnunar við Hlemm 3 íReykjavík ogHafnar- stræti 97, Akureyri. Ritstjóri Nátt- úrufræðingsins er Álfheiður Inga- dðttir. ------»■ »-»----- Óróar í Hnossi GALLERÍ Hnoss, Skólavörðustíg 22, sem rekið er af sjö ólíkum lista- mönnum, stendur fyrir sýningu á óróum í októbermánuði. Listamenn- irnir sýna þar ýmsar útfærslur á óróum úr mismunandi efnum, allt frá gleri og roði til brúðarslörs og grænmetis. Opið er á opnunartíma verslunarinnar, alla daga nema sunnudaga frá kl. 12-18. Woody Allen syngur um ástina KVIKMYNDIR Rcgnboginn ALLIR SEGJA AÐ ÉG ELSKI ÞIG „Everyone Says ILove You“ ★ ★ ★ Leikstjóm og handrit: Woody Allen. Kvikmyndatökustjóri: Gordon Willis. Aðalhlutverk: Woody Allen, Alan Alda, Goldie Hawn, Drew Barry- more, Julia Roberts, Edward Norton, Lucas Haas, Tim Roth, Natalie Port- man. Miramax. 1996. RÓMANTÍSKA gamanmyndin Allir segja að ég elski þig eftir Woody Allen er líka söngva- og dansamynd, sú fyrsta frá hendi höfundarins. Inn á milli leikinna atriða skýtur hann ljúfum söng- og dansatriðum sem minna á Fred Astair-myndirnar eða samskonar myndir frá fjórða áratugnum; þær eru næstum í jafnmiklu uppáhaldi hjá Allen og myndir Groucho Marx og bræðra hans. Formið minnir einnig á nýlegri söngva- myndahöfund, Bretann Dennis Potter, sem blandaði með frábær- um árangri raunsæi og söngleikja- hefð. Allen tekst vel upp. Hann fær leikara sem þekktir era fyrir allt annað en söng til þess að hefja upp raust sína og fellir það skemmtilega saman við frásögn- ina. Að öðru leyti er Allir segja að ég elski þig dæmigerð mynd fyrir Allen nú í seinni tíð, fyndin og skemmtileg, ákaflega róman- tísk, kaldhæðin og full af snjöllum tilsvörum og athugasemdum, sem aðeins Allen gæti hafa samið. Yrkisefnin eru þau sömu og í öllum myndum leikstjórans en ein- hvern veginn tekst honum sífellt að finna nýtt sjónarhorn. Hann fjallar um dauðann að sjálfsögðu, hjónabandið og hjónaskilnað en fyrst og fremst ástina í sögu um ríkisbubbafjölskyldu í New York. Allen sjálfur leikur sama gamla taugabúntið við það að fara yfir- um. Nú er hann fráskilinn rithöf- undur og fyrrum eiginmaður Goldie Hawn. Nýi eiginmaður hennar er Alan Alda. Drew Barry- more er dóttir hans við það að giftast Edward Norton og Julia Roberts er nýja konan í lífi Al- Iens. Hann fær ómetanlegar upp- lýsingar um hana frá dóttur sinni, sem er í aðstöðu til þess að hlera tíma hennar hjá sálfræðingi, og gerir sér far um að láta drauma Roberts rætast - og vinnur hana á sitt band. Allen skapar ljúft og rómantískt andrúmsloft sem söngurinn ýtir undir þótt taki tíma að venjast því að sjá t.d. Alan Alda halda lagi í mansöng. Eða Goldie Hawn, Roberts og Tim Roth (hugsa sér!). Roth er stórkostlegur í litlu hlut- verki sakamanns sem látinn hefur verið laus og duflar við Barrymore en yfirleitt er leikurinn með mikl- um ágætum undir stjórn Allens og leikarasamsetningin hin at- hyglisverðasta. Fyrir Allen-aðdá- endur er myndin hin besta skemmtun. Arnaldur Indriðason V.P W-V f/U Aí^ Fyrirlestlr í Norræna húsinu í DAG KL. 17.15 Sjötti fyrirlestur „Laxnessársins“ í Norrœna húsinu í dag \l. /7. /5: / ISLENSKA AKADEMÍAN - Viðar Hreinsson rœðir um andófsmenn í torfkofum í verfjum Halldórs Laxness Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur heldur í dag fyrirlestur á vegum Laxnessklúbbsins og Vöku-Helgafells í Norræna húsinu sem nefnist: íslenska akademían. Um andófsmenn í torfkofum í verkum Halldórs Laxness. Erindið hefst klukkan 17.15, er öllum opið og aðgangur ókeypis. í erindi sínu mun Viðar ræða um það lífsviðhorf í bókum Nóbelsskáldsins sem kenna má við uppreisnargjörn heilindi og birtist m.a. í smásögunni Fugl á garðstaurnum. Viðar Hreinsson lauk mag. art. prófi í bókmenntafræði frá Kaupmannahafnar- háskóla og hefur m.a. skrifað. um íslenskar fornbókmenntir í íslenskan söguatlas. Þá var hann meðal ritstjóra á enskri útgáfu íslendingasagnanna sem nýlega kom á markað. * VAKA HELCAFELL Laxncssklúbburinn Upplestrarkvöld á Súfistanum FYRIR réttu ári var bókakaffihús- ið Súfistinn opnað í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18. Síðastliðið haust efndu Mál og menning og Forlagið til vikulegra bókmennta- og tónlistarkvölda á Súfistanum. Þar var lesið úr nýút- komnum bókum og flutt tónlist af nýjum hljómdiskum. Nú verður þráðurinn tekinn upp á ný og frá og með næsta fimmtudegi og fram til jóla verða haldin upplestrar- og kynningarkvöld á Súfístanum þar sem fólk getur hlýtt á kafla úr spánnýjum bókum, þýddum eða framsömdum, í lausu máli eða bundnu. Auk þess kemur Súfístinn til með að standa fyrir léttklassísk- um tónleikum á löngum laugardög- um í haust. Klassískar heimsbókmenntir í kvöld, fimmtudag, verður les- ið úr þremur klassískum heims- bókmenntaverkum, nýrri íslenskri skáldsögu og nýrri íslenskri ljóða- bók. Björn Th. Björnsson les úr heimildaskáldsögunni Solka, Ingi- björg Haraldsdóttir les úr þýðingu sinni á skáldsögunni Minnisblöð úr undirdjúpunum eftir rússneska skáldjöfurinn Fjodor Dostojevskí, Erlingur E. Halldórsson les úr þýðingu sinni á fornrómversku skáldsögunni Satrýrikon eftir Petróníus, Árni Bergmann les úr þýðingu sinni á ígorskviðu og seg- ir frá henni og Kristján Þórður Hrafnsson les úr nýrri ljóðabók sinni, Jóhann vill öllum í húsinu vel. Upplestrarkvöldið hefst klukk- an 20.30 og stendur til 22. Að- gangur er ókeypis. Nánari upp- lýsingar fást hjá Birgi Finnboga- syni og Friðriki Rafnssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.