Morgunblaðið - 09.10.1997, Side 27

Morgunblaðið - 09.10.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 27 Vefirjörð LIST OG HÖNNUN Listhús 39 MYNDVEFNAÐUR Auður Vésteinsdóttir Opið virka dagafrá 10-18. Laugardaga 12-18. Sunnudag 14-18. Til 13 október. Aðgangur ókeypis. AUÐUR Vésteinsdóttir er ein okkar metnaðargjörnu myndvef- ara og er ekki langt síðan hún sýndi í aðalsölum Hafnar- borgar. Nú hefur hún fært sig yfir Strandgötuna og sýnir átta ný verk í litla vinalega listhúsinu sem nokkrir hafnfirskir mynd- listarmenn reka. Var upp- runalega tímabundin til- raun sem enn lifir! Auður hefur verið virk í myndvefnaði í nær tvo áratugi og hefur haldið fjórar einkasýningar áður, jafnframt tekið þátt í fjölda samsýninga heima sem erlendis. í samræmi við hið tak- markaða rými sýnir lista- konan frekar smá verk og þau yfirleitt aflöng á hvorn veginn sem er. Nú er viðfangsefnið eins kon- ar framhald af sýningunni 1995, túnið í sveitinni í öllum sínum margbreyti- leik ræktað sem óræktað, safaríkt sem sólþurrkað. Það er þannig móðir jörð í næsta nágrenni sem föngin eru sótt til, og mið- að við form sumra mynd- anna, er líkast sem Auður sæki á stundum hug- myndir sínar út um gluggann og/eða hafi hann sem viðmið í útfærslunni. Leiti að skýrt afmörkuðum sjónar- hornum á svipaðan hátt og Hring- ur Jóhannesson gerði en þó á sinn eigin hátt. Þannig hafa raunar margir listamenn farið að og kannski ekki alveg rétt að vísa til eins frek- ar en annars og auðsjáanlega eru það fleiri listamenn sem hafa haft áhrif á listakonuna, sem er góður vefari. Auði er gjarnt að gera til- raunir til ýmissa átta, en vefurinn felur einnig í sér ríkdóm í hefð- bundnu formi og þar er sviðið jafn opið til átaka og mætti hún minn- ast þess að jafnvel hinir fram- sæknustu gleyma ei heldur þeim sannindum. Við gætum nefnt þessa litlu vefi vefljóð eða jafnvel ljóðvefi og frá þeim stafar hug- þekkur andblær, vitundin um gró- mögn jarðar og forgengileikann samfara þeim ... Bragi Ásgeirsson AUÐUR Vésteinsdóttir; Myndvefnaður. Jafnvel tímum síðar nýtur þú enn áhrifanna af CELLULAR TIME RELEASE — INTENSIVE hinum fullkomna rakagjafa. Lagfærir það sem aflaga fór í gær. Vörn á nýjum degi. Húð þín geislar af heilbrigði við hverja notkun. Ef þú ættir kost á aðeins einu kremi veldir þú þetta. lapra B swrr; ine swrrzemANO KYNNING í dag og á morgun, föstudag. 10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki. UtttttO H Y G E A jnyrtivöruverdlun Kringlunni Eg weit ekMert hvaé éii aBtia aé mrii pamatl S»eaar éq viar WiíiUT nar éq m* m* aiitaf að sysia i iáritarusii cg veráfærum mwffmnjm? íslensku lífeyrissjóðirnir eru alþjóðleg fyrirmynd Fólki á eftirlaunaaldri fjölgar f framtfðinni. Færri munu vinna störfin. Af þessum sökum hefur Alþjóðabankinn hvatt iðnríki heims til að byggja fjárhagslegt öryggi lífeyrisþega næstu aldar á þremur meginstoðum: • í fyrsta lagi almannatryggingum, sem þarf að fjármagna með sköttum. • I öðru lagi lífeyrissjóðum með sjóðsöfnun, skylduaðild og samtryggingu. • í þriðja lagi einstaklingsbundnum sparnaði. LÍFEYRISSJÓÐIRNIR Það sem sérfræðingar Alþjóðabankans telja mikilvægast er skylduaðild, lifðu vel og lengi sjóðsöfnun og samtrygging. Einmitt þau atriði einkenna almennu lífeyrissjóðina. Innistæður einstaklinga í bönkum og séreignarsjóðum koma aldrei í stað lífeyrissjóðanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.