Morgunblaðið - 09.10.1997, Side 28

Morgunblaðið - 09.10.1997, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Eldgos í beinni LEIKARAEFNIN átta. Leikárið hafið í Nemenda- leikhúsinu KVIKMYNPIR Iláskólabíó/ Sa m bíó i n , Álfabakka/ Borgarbíó, Akureyri „VOLCANO" ★ ★ Leikstjóri: Mick Jackson. Handrit: Jerome Armstrong og Billy Ray. Tæknibrellun Digital Magic Comp- any/ Light Matter/ Video Image/ P.O.P Film/ Digiscope. Aðalhlut- verk: Tommy Lee Jones, Anne Heche, Gaby Hoffman, og Don Cheadle. 102 min. Bandarísk. Donn- er Production/ Fox 2000 Pictures/ Moritz Original. 1997. ELDGOS, flóð, hvirfilbylir, jarð- skjálftar. „Volcano" er enn ein kvikmyndin þar sem náttúruhamf- arir eru í aðalhlutverkinu. Fyrir utan eldgosið eru nokkrar persón- ur kynntar til sögunnar eins og venja er í svona myndum. Hetjan (Tommy Lee Jones) sem er nýskil- inn og 13 ára dóttir hans (Gaby Hoffman) er að sjálfsögðu í heim- sókn, jarðskjálftafræðingurinn (Anne Heche) sem grunar að ein- hver ósköp séu að fara dynja yfir en getur ekki sannað það, læknir- inn (Jacqui Kim) sem leggur allt í sölurnar fyrir sjúklingana og leið- inlegur eiginmaður hennar (John Corbett) sem vill að hún hætti að leggja sig í hættu og hugsi ein- göngu um ríka sjúklinga. Jones er stórfínn sem hetjan, karlmannlegur og traustvekjandi með sitt krumpaða andlit, Heche er kannski aðeins of glaðleg miðað við kringumstæður en annars al- veg slarkfær kvenhetja, aðrir í myndinni gleymast um leið og þeir hverfa út úr rammanum. Við þetta má reyndar bæta að „Volc- Bruna- slöngu- hjól MARGAR STÆRÐIR OG GERÐIR. EINNIG í SKÁPUM. 1/2", 3/4", 1" 15-20-25-30-35-40-45-50 Mtr slöngur Allar gerðir eldvarnatækja. Pjónustum slökkvitæki, HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA. □ HDVARNAMIÐSTttfllN I ÓLAFUR GÍSLASON & CO. HF. SUNDABORG 3 SÍMI 568 4800 ano“ svíkur áhorfandann um einn af föstu þáttum hamfaramynda með því að gleyma því að láta leið- inlega persónu eins og eiginmann- inn verða eldgosinu að bráð. Hvar er gamla góða réttlætið? í staðinn er áhorfendum drekkt í boðskapn- um: menn leggja kynþáttahatur og misklíð á hilluna til þess að takast á við sameiginlegan óvin, hraunelfina. Það dregur úr ógn eldgossins í „Volcano“ að frásögnin af því er síuð í gegnum umfjöllun fjölmiðla. I stað þess að auka raunsæi mynd- arinnar dregur þessi frásagnarað- ferð úr því og gerir gosið að íþróttaviðburði. Alvöru sjónvarp- skynnar leika sjálfa sig og fjalla á sinn glaðlega og flata hátt um þennan fréttaviðburð, eldgos í miðborg Los Angeles. Maður fær á tilfinninguna að enginn sé í raun í hættu nema kannski þessar nokkru hræður sem ösnuðust til þess að taka nýja neðanjarðarlest en almenningssamgöngur í Los Angeles eru þekktar fyrir að vera sérstaklega slappar. Annars er „Volcano“ sæmileg- asta hamfaramynd. Hún er á köfl- um fyndin (stundum óviljandi) 0g flott en sjaldan sérlega ógnvekj- andi eða skelfileg. Hundi 0g lista- söfnum er ógnað, útstillingargín- ur í brúðarklæðum bráðna og auglýsingaskilti með mynd af ít- urvaxinni konu verður fyrir sprengju. Tækniliðið Ieggur sig allt fram við að skapa ógnar- ástand með því að dúndra sprengjukögglum yfir skelfdan leikarahópinn og hraunelfurin eyðir öllu sem á vegi hennar verð- ur. Hún er eins og upphitað „Blob“ úr gömlu hryllingsmynd- inni með sama nafni. Anna Sveinbjarnardóttir Fyrirlestur í Þjóðminja- safni Islands HJÖRLEIFUR Stefánsson, arkitekt og minjastjóri Þjóðminjasafns ís- lands, flytur fyrirlestur í anddyri safnsins í dag kl. 17 um fyrstu kirkj- ur og kirkjubyggingar á íslandi. Erindið nefnist Islenskar miðalda- kirkju og er hið síðasta þriggja sem efnt er til í tilefni sýningarinnar Kirkja og kirkjuskrúð. Miðaldakirkj- an í Noregi og á íslandi sem stendur yfir í safninu. Hjörleifur skýrir gerð lítilla kirkna eða bænahúsa eins og talið er að tíðkast hafi fyrst eftir að kristni var lögtekin hér á landi en jafnframt mun hann Ijalla um hinar gríðar- stóru dómkirkjur sem vitað er að stóðu í Skálholti og á Hólum. Á sýningunni Kirkja og kirkju- skrúð er líkan af lítilli timburkirkju í fullri stærð en jafnframt er líkan af íslenskri dómkirkju í hlutfallinu 1:20. „Bæði þessi líkön sem og önn- ur sem þar eru af norskum kirkjum og af Stóru-Núpskirkju eins og hún var á 18. öld hafa vakið mikla at- hygli sýningargesta og er á sýning- unni gott tækifæri til þess að kynn- ast því hvernig kirkjubyggingar voru í Noregi og á íslandi á miðöldum þegar tengsl þessara þjóða voru mjög náin á mörgum sviðum", segir í fréttatilkynningu. Síðasti dagur sýningarinnar Kirkja 0g kirkjuskrúð er 18. október en eftir það verða allir munirnir fluttir til Noregs þar sem þeim verð- ur komið fyrir í sýningarsölum Norsk Folkemuseum á Bygdoy við Ósló þar sem hún verður opnuð á nýjan leik um miðjan nóvember. LEIKÁR Nemendaleikhúss Leik- listarskóla íslands 1997-98 er haf- ið. Þetta er fjórða og síðasta ár átta nemenda sem hófu nám við skólann haustið 1994 og munu þeir ljúka leikaranámi í maí á næsta ári. Samningar hafa tekist við Ríkis- útvarpið um framleiðslu sjónvarps- myndar sem sýnd verður nk. vor. Það er Óskar Jónasson sem mun stýra verkinu en Einar Kárason skrifar handrit í samvinnu við Ósk- ar og leikhópinn. Upptökur eru hafnar en aðaltökutími er ekki fyrr en í janúar. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðist er í samstarfsverkefni af þessu tagi milli Leiklistarskóla Islands og ríkissjónvarpsins og eru vonir bundnar við að þetta geti orðið fastur liður í framtíðinni. TONLIST Digrancskirkja ORGELTÓNLEIKAR Kjartan Sigurjónsson lék verk eftir A. Garbrieli, Zipoli, Buxtehude, J.S. Bach, Þorkel Sigurbjömsson, Cle- rambault, Rerger og Franck. Sunnu- dagurinn 5. október 1997. KJARTAN Sigurjónsson orgelleik- ari innsiglaði ráðningu sína sem oregl- leikari við Digraneskirkju, með tón- leikum sl. sunnudagskvöld og lék á smíðisgrip Björgvins Tómassonar orgelsmiðs, 18 radda orgel, sem er hin besta smíð í alla staði. Kjartan hóf tónleikana með Kansónu eftir Andrea Gabrieli (1520-1586), er lærði hjá Adrian Willaert (1490- 1562) flæmsku tónskáldi er lærði hjá Josquin des Prés (1440-1521). Willa- ert flutti til Ítalíu tækni þeirra Niður- lendinga og var það upphaf þess að Italir komust í fremstu röð tónskálda og urðu mikils ráðandi í þeirri grein um 200 ára skeið. Kansónan er skemmtileg endurreisnar tónsmíð og notaði Kjartan raddskipan er hæfir mjög vel stíl þeim sem mótaður var af gerðum hljóðfæra þeirra endur- reisnarmanna. Annað verkefni Kjartans var Pa- storale (Hjarðljóð) eftir Domenico Zi- poli ( 1688-1726) ítalskan orgelleik- ara er lærði bæði hjá Alessandro Scarlatti (1660-1725) og Bemando Pasquini (1637-1710). Hjarðljóðið Um miðjan september hófust æfingar á Börnum sóiarinnar eftir Maxim Gorki, í þýðingu Eyvindar Erlendssonar undir stjórn Guðjóns Pedersen. Leikmynd er í höndum Helgu Stefánsdóttur og sér Ragna Fróðadóttir um búninga. Lýsing verður í höndum Lárusar Björns- sonar. Frumsýning verður í byijun nóvember. Lokaverkefni Nemendaleikhúss- ins er enn óákveðið en leikstjóri verður Baltasar Kormákur og hefst sú vinna í febrúarbyijun. Leikaraefnin að þessu sinni eru: Agnar Jón Egilsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Helga Vala Helgadóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Ólafur Darri Ólafs- son og Sjöfn Everts. var samkvæmt venju registerað sem næst hjarðpípuleik, er vakti þá hug- mynd að Kjartani þætti mikilsvert að nota sem best raddblæbrigði orgels- ins. Nokkur munur er á formskipan prelúdíunnar og fúgunnar hjá Buxte- hude og Bach. Hjá Buxtehude eru slík verk oft í mörgum köflum, þar sem skiptast á fijálsir kaflar og fú- gatóþættir, svipað því sem gjaman átti sér stað í formskipan fantasíunn- ar. Hjá Bach eru prelúdían og fúgan tveir aðgreindir þættir og hver þeirra mjög þéttir að formi til. Þennan mun mátti heyra á prelúdíu og fúgu í g- moll eftir Buxtehude og fantasíu og fúgu í c-moll eftir Bach. Sálmforleikur eftir Þorkel Sigur- björnsson, sem hann byggir á sálmi eftir Pétur Guðjohnsen er ekki sérlega sannfærandi tónsmíð, ákaflega laus í formi og samanstendur mikið af þrásteíja endurtekningum. Tvíleikur fyrir bassa og háan trompett, eftir Clerambault var næst á efnisskránni og þar eftir Benedictus, eftir Reger en lokaverk tónleikanna var Choral í a-moll, eftir Cesar Franck. Kjartan er traustur orgelleikari. Leikur hans í heild er nokkuð þungur en skýrlega mótaður. Helst reyndi á í verkinu eftir Bach, sérstaklega í fúgunni, sem er löng og nokkuð snú- in, en einnig í verkunum eftir Reger og Franck, sem hann flutti ágætlega, sérstaklega Choralinn eftir Franck og með þeirri fallegu raddskipan, sem er aðall hins ágæta orgels Digranes- kirkju. Jón Ásgeirsson Sýning'um að ljúka Kjarvalsstaðir Á KJARVALSSTÖÐUM standa yfir sýningar á verkum listmál- arans Kristjáns Davíðssonar, samtímalist frá Litháen og sýn- ing um Sigurð Guðmundsson arkitekt. Þessum sýningum lýk- ur nú á sunnudag. Leiðsögn verður um sýningarnar á sunnudag kl. 16, en einnig er boðið upp á sérstaka leiðsögn um byggingarlistasýninguna kl. 17 á föstudag. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga vikunnar frá kl. 10-18. Listhúsið Hafnarfirði Sýningu á myndvefnaðar- verkum Auðar Vésteinsdóttur, sem staðið hefur frá 27. sept- ember, lýkur mánudaginn 13. október nk. Listhúsið er opið virka daga frá kl. 10-18. Laugardag kl. 12-18 og sunnudag kl. 14-18. Nýlistasafnið Sýningum Hjartar Marteins- sonar, Ásrúnar Tryggvadóttur, Berit Lindfeldt og Eyjólfs Ein- arssonar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b í Reykjavík lýkur á sunnudag. Sýningarnar eru opnar frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeyp- is. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Sýningunni „Að skapa í og með náttúrunni", ljósmynda- sýning af listsköpun barna frá Norðurlöndum, lýkur nú um helgina. Djass í Múlanum DJASSKLÚBBURINN Múlinn hefur göngu sína að nýju eftir sumarfrí með vikulegum djass- kvöldum á Jómfrúnni, Lækjar- götu 4. Þetta er önnur tónleika- röð Múlans en klúbburinn hóf starfsemi á vormánuðum. Næstkomandi föstudagskvöld munu gítarleikararnir Guð- mundur Pétursson og Eðvarð Lárusson bjóða upp á djass- kokteil ásamt bassaleikaranum Þórði Högnasyni og trommuleik- aranum Birgi Baldurssyni. Tón- listin er úr ýmsum áttum og verður spuninn í fyrirrúmi. Tónleikarnir hefjast stundvís- lega kl. 21. Myndlistar- sýning- í tilefni geðheilbrigð- isdags f TILEFNI 10. október, sern er alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur, halda gestir Vinjar myndlistar- sýningu í húsnæði Rauða kross Islands, Efstaleiti 9. Sýningin verður opnuð kl. 14 á morgun, föstudag, og verður opin á skrifstofutíma til og með 17. október. Ljóðalestur í Gerðarsafni TVÖ ung skáld, Sigtryggur Magnason og Ása Marin Haf- steinsdóttir, munu lesa úr ný- útkomnum ljóðabókum sínum í kvöld, fimmtudag, á vegum Rit- listarhóps Kópavogs. Ljóðin verða lesin í Kaffístofu Gerð- arsafns, Listasafni Kópavogs. Dagskráin stendur frá kl. 17-18 og er aðgangur ókeypis. Traustur orgelleikari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.