Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 29 AÐSENDAR GREINAR „Reykjaneshraðbrautin" REYKJANES- BRAUTIN sem hluti af þjóðvegi nr. 41 hefur lengstum verið í hugum landsmanna skilgreind sem leiðin frá Hafnar- fírði til Keflavíkurflug- vallar og umræðan oft- ast snúist um hættur samfara akstri á þeirri leið. Reykjanesbrautin er þó miklum mun lengri og nær allt frá mörkum Miklubrautar og Sæ- brautar í Reykjavík, þaðan tii Kópavogs, Garðabæjar, Hafnar- fjarðar og til Reykjanes- bæjar og Keflavíkur- flugvallar. Þessi braut nær því að vera einn umferðarþyngsti innanbæj- arvegur landsins, einn umferðar- þyngsti tengivegur landsins frá Breiðholtsbraut til Hafnarfjarðar og umferðarþyngsti landsbyggðarþjóð- vegur landsins frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar og Keflavíkurflug- vallar. Nauðsynlegar vegaframkvæmdir Þegar rætt er um Reykjanesbraut- ina er því nauðsynlegt að átta sig á því hvaða kafla brautarinnar er verið að ræða um. Þessi braut er eins og flestir vita þreföld og jafnvel fjórföld í gegnum Reykjavík en einföld eftir að komið er út úr Reykjavík. Mikilla úrbóta er þörf á Reykjanesbrautinni og ljóst að ekki verður undan því vikist við afgreiðslu næstu vegaáætl- unar á Alþingi að framkvæmdir á þessari leið fái forgang. I þessari umfjöllun um Reykjanes- brautina ætla ég til hægðarauka að skipta henni í þrjá hluta, 1. hluti frá Kristján Pálsson mótum Miklubrautar og Sæbrautar að Breiðholtsbraut, 2. hluti frá mörkum Breiðholtsbrautar og Kópavogs að Hvamma- braut í Hafnarfírði og 3. hluti frá Hvamma- braut til Keflavíkur- fiugvallar. Vegakerfinu á allri þessari leið þarf að gjörbreyta vegna gríð- arlegs umferðarálags þótt aðgerðir til úrbóta séu mismunandi eftir aðstæðum. Á 1. hluta þarf fyrst og fremst að byggja upp mislæg gatnamót við Bústaðaveg, Stekkjar- hvamm og Breiðholtsbraut til að losna við þær miklu tafir sem verða á umferðinni vegna umferðarljósa. Á 2. kafla er umferðin orðin 15-20 þús. bílar á dag sem er miklu meiri umferð en vegurinn ber og því nauð- synlegt að tvöfalda hann ásamt byggingu mislægra gatnamóta. Á 3. kafla er umferðarþunginn og umferðarhraðinn svo mikill að fram- úrakstur er mjög áhættusamur. Mik- il hætta skapast einnig á þessum kafla þar sem venjubundið viðhald dugir ekki til að halda uppi þeim öryggiskröfum sem eru nauðsynleg- ar. SV-hornið eitt atvinnusvæði Þegar rætt er um úrbætur á Reykjanesbrautinni þarf að átta sig á atvinnuuppbyggingu svæðisins og framtíðinni á því sviði. Atvinnuhagsmunir íbúa á Reykja- víkur- og Reykjanessvæðinu hafa um langan tíma verið sameiginlegir og höfuðborgarbúar sótt vinnu til Suð- Viðurkenn- um Tævan ALMENNINGUR á Islandi hefur síðustu daga fengið að fylgjast með furðulegri uppá- komu.. Ríkisstjórn alræðisins í kínverska „alþýðu"-lýðveldinu hefur í hótunum við íslendinga fyrir að hingað skuli koma fyr- irsvarsmaður frá Tævan og eiga orðastað við íslenska for- sætisráðherrann. Með fram- ferði sínu hefur kínverska ríkis- stjórnin sýnt íslensku þjóðinni forkastanlegan yfirgang og óvirðingu. Svo sem við mátti búast lét forsætisráðherrann ekki beygja sig til hlýðni. Þessir atburðir gera ekkert annað en að beina sjónum okk- ar að stöðu fólksins sem býr á Tævan. Hvers vegna nýtur það ekki viðurkenningar í heimin- um sem sjálfstætt ríki? Það mun að vísu vera tilfellið, að báðar ríkisstjórnirnar hafa kall- að til viðurkenningar sem stjórnir beggja hluta hinnar kínversku þjóðar. Þannig get- um við hvoruga viðurkennt. Ef stjórnvöld á Tævan óska hins vegar eftir viðurkenningu fyrir sjálfstætt ríki á Tævan eigum við að veita hana. Við höfum ekki hikað við að veita t.d. Eystrasaltsrikjunum slíkar við- urkenningar í óþökk voldugs nágranna þeirra. Það hlýtur að vekja óhug hjá hverjum ærlegum manni að fylgjast með því, hvernig svo- kallaðar frjálsar þjóðir heims- ins láta kínversku ógnarstjórn- ina beygja sig til hlýðni af ótta við að missa viðskipti á þeim stóra markaði sem menn sjá fyrir sér að sé að myndast í Kína. Þannig hefur hún komið í veg fyrir að ályktað væri á alþjóðavettvangi gegn glæpum hennar á eigin borgurum. Margur verður af aurum api. Við Islendingar njótum þess, svo litlir sem við erum, að þurfa ekki á þessum markaði að halda fyrir framleiðslu okkar. Það eru nægir markaðir annars staðar. Við þurfum því ekki að missa litla íslendingshjartað ofan í buxur vegna þessarar hótunar. Við eigum því að ganga fram fyrir skjöldu og veita Tævan-stjórninni fulla viðurkenningu óski hún þess. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. S m i ð j u v e g i sœtir sófar. HUSG AGN ALAGERINN Sími 564 1475« Mikilla úrbóta er þörf á Reykjanesbrautinni. Kristján Pálsson telur ljóst að ekki verði undan þeim vanda vikist við afgreiðslu næstu vega- áætlunar á Alþingi. urnesja og Suðurnesjamenn sótt vinnu í borgina. Um 600 höfuðborg- arbúar starfa á Keflavíkurflugvelli; hjá varnarliðinu, viðhaldsskýli Flug- leiða, í Leifsstöð og hjá verktökunum og keyra á milli daglega. Umsvifín á Keflavíkurflugvelli eru mikil og til marks um það þá fór rúmlega 1 milljón farþega á síðasta ári um flugvöllinn. Vöruflutningar voru um 23.300 tonn á sl. ári, þar af voru 14.100 tonn flutt úr landi, mest fiskur og er vöxturinn í þessum þætti starfseminnar á vellinum um 40% á síðustu tveim árum. Eins og þessar tölur bera með sér þá eru borgaraleg umsvif á Keflavík- urflugvelli veruleg og hafa verið vax- andi á síðustu árum. Ef áform Flug- leiða um stóraukin umsvif í flug- rekstri ganga eftir eykst starfsemin á Keflavíkurflugvelli enn hraðar en áður. Umferð um Reykjanesbrautina hefur aukist um 10% á sl. þremur árum samkvæmt úrtakskönnun. Þeir sem hafa kynnt sér kosti Reykjanes- kjördæmis til uppbyggingar á at- vinnurekstri vita að möguleikar svæðisins eru stórlega vannýttir og vil ég nefna hér nokkur dæmi þar um. Nýting Keflavíkurflugvallar hefur verið sáralítil miðað við þá möguleika sem þar eru til staðar. Orkunýting á orkusvæði Hitaveitu Suðurnesja gæti verið miklu meiri bæði í gufu- og rafmagnsöflun. Stóriðjumöguleik- ar eru á Keilisnesi og í Höfnum og liggur þar fyrir hönnun á álveri og magnesíumverksmiðju, möguleikar á salt- og efnaframleiðslu í Saltverk- smiðjunni á Reykjanesi eru einnig mjög miklir. Allir þessir möguleikar verða nýttir fyrr en síðar enda býr stærstur hluti þjóðarinnar á SV- horni landsins. Sameiginlegir at- vinnuhagsmunir höfuðborgarbúa og Suðurnesjamanna verða því enn meiri á komandi árum. Tvöföldun réttlætanleg Umferðin um Reykjanesbrautina frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvall- ar (3. kafli) er í dag um 6 þús. bílar á sólarhring að meðaltali allt árið. Að sumra mati er það ekki nægjan- lega mikil umferð til að réttlæta tvö- földun kaflans. Samkvæmt stöðlum frá Bandaríkjunum þarf umferðin að vera um 8-14 þús. bílar til þess. Umferðarþunginn er mjög mikil á þessari leið og álagspunktarnir mikl- ir á vinnutíma, allt upp í 15.000 bíl- ar miðað við heilan sólarhring. Um- ferðin er einnig mjög hröð og því ekkert sem má útaf bregða svo ekki fari illa og má segja að lýsing braut- arinnar hafi bjargað því að ekki hafa orðið alvarlegri óhöpp á brautinni en raun ber vitni síðasta ár. Fyrir fólk sem ekur varlega þá getur þessi leið þó verið hrein martröð, stöðugur fra- múrakstur, sem skapar einnig mikla hættu fyrir mótumferðina, bílar klessa sig alveg að næsta bíl og lang- ar bílalestir myndast. Þessi mikla og hraða umferð er jafnt að vetrinum sem sumrinu og veldur það mjög miklu sliti á brautinni eftir nagla- dekkin. Þetta veldur því að ekki hefst undan að endurnýja malbikið eins og þeir sjá sem keyra brautina í votviðri, vatnsrásir myndast mjög fljótt í nýlagt malbikið og því stöðug hætta á því að bílarnir fari á flot. I bandarískum stöðlum er ekki gert ráð fyrir nagladekkjum né þeim mi- sjöfnu veðurskilyrðum sem hér eru. Áf öryggisástæðum og vegna um- ferðarþungans eru því full rök fyrir tvöföldun brautarinnar á kafla 3 strax. Hraðbraut með „skuggagjaldi" Þær framkvæmdir sem hér hafa verið nefndar á 1., 2. og 3. kafla Reykjanesbrautarinnar kosta um 5,2 milljarða króna, sem skiptast þannig, að 1. kafli er áætlaður kosta 1,3 milljarða kr., 2. kafli 2,1 milljarð og 3. kafli 1,8 milljarða króna sam- kvæmt áætlun Vegagerðar ríkisins. Það er ljóst að svo kostnaðarsöm framkvæmd verður ekki fjármögnuð á einni vegaáætlun, sem er aðeins til fjögurra ára. Til að dreifa þessum kostnaði svo hægt sé að vinna allt verkið í einum áfanga, má nota að- ferð sem þekkt er erlendis frá, þ.e. að semja við verktaka um byggingu og fjármögnun framkvæmdanna, sem yrðu endurgreiddar á næstu 20 árum af vegaáætlun með svonefndu „skuggagjaldi". Það felur í sér að endurgreiðslur til verktakans verði miðaðar við fjölda bíla sem fara um hvern kafla brautarinnar á ári. Með þessu móti má gera ráð fyrir því að 1. kafli greiðist á 5-10 árum, 2. kafli á 10-15 árum og 3. kafli á 15-20 árum. Þessi aðferð raskar ekki vega- framkvæmdum í öðrum kjördæmum. Þar verður komin hin eiginlega hrað- braut íslendinga inn í 21. öldina, „Reykjaneshraðbrautin". Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbjördæmi. ALVORU LAGERUTSALA Komdu og gramsaðu á lagernum okkar. YEROIVIODA dömufatnaður i barnafatnaður ON-LY JEANS WEAR dömufatnaður LIMITED ^V herrafatnaður ÆVINTÝRALEG VERO aðeins í 1 daga lau. 10-16 sun. 12-18 Laqer LAUGAVEGUR 95 97 BAKATIL S. 552 1444. S. 552 1844.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.