Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Skipulagsyfirvöld lítils- virða ferðaþjónustuna „FERÐAMALARAÐ telur að tillaga að skipulagi Miðhálendis Íslands sem kynnt hef- ur verið í greinargerð- inni „Miðhálendi - ís- land svæðisskipulag 2015“ taki ekki tillit til stefnumótunar í ferða- málum sem unnið hefur verið að og ólokið er. Því leggur ráðið þunga áherslu á að afgreiðslu tillögunnar verði frest- að uns hægt er að taka á málinu með tilliti til hagsmuna ferðaþjón- ustunnar." Þannig hljómar fyrri hluti ályktunar sem samþykkt var samhljóða á fundi í Ferðamálaráði hinn 15. september síðastliðinn. Fréttir herma að nú hafi frestur til að koma athugasemd- um á framfæri verið lengdur um tvo mánuði. Nú kann einhver að segja, að með þessari tveggja mánaða frestun hafi verið orðið við tilmælum Ferðamála- ráðs, en fjarri fer því að svo sé. Þórhallur Jósepsson Raunar aldeilis þveröf- ugt. Sennilega hefur Ferðamálaráði sjaldan eða aldrei í ríflega þriggja áratuga sögu sinni verið sýnd þvílík lítilsvirðing. Ferðamálaráð ís- lands er eini sameigin- legi vettvangur heillar atvinnugreinar, ferða- þjónustunnar, sem orð- in er næststærsta gjald- eyrisaflandi atvinnu- grein þjóðarinnar og hefur haft þann sess um nokkurra ára skeið. Atvinnugreinin teygir sig um allar byggðir landsins og það liggur í eðli hennar að þjónusta við t.d. hóp ferðamanna er veitt á fleiri svæðum en einu. Þá liggur fyrir og er óum- deilt, að Miðhálendið er einn helsti vettvangur ferðaþjónustu á Islandi og þar af leiðandi ein helsta tekju- uppspretta hennar. Þar liggja því feiknamiklir hagsmunir ferðaþjón- ustunnar og þá um leið allra íslend- inga. Fyrir þremur árum skipaði um- hverfísráðherra samvinnunefnd um skipulag Miðhálendisins. Athyglis- verðast við þá nefnd er samsetning hennar, en samkvæmt henni er ætl- unin að þau sveitarfélög, sem liggja að Miðhálendinu skipti því á milli sín með framlengingu stjórnsýslu- Heita má, segir Þór- hallur Jósepsson, að algjörlega skorti á, að leitað hafí verið til ferðaþjónustunnar við gerð skipulagstillög- unnar, marka sinna inn að miðju. Þessi mörk eru ekki til í dag og þarf því að ákveða þau með lögum, ef tillag- an á að verða framkvæmd. Þá verð- ur Miðhálendinu skipt í 40-50 skipu- lagssvæði. Enginn fulltrúi er í nefndinni frá öðrum byggðum, þar á meðal höfuð- borgarsvæðinu og Vestfjörðum. 96% þjóðarinnar eiga ekki, samkvæmt nefndarskipaninni og samkvæmt tii- lögum nefndarinnar, annan rétt en þann, að koma á framfæri athuga- semdum við auglýstar tillögur og eiga ekki að koma að ákvörðunum um nýtingu Miðhálendisins í fram- tíðinni. Heita má, að algjörlega skorti á, að leitað hafi verið til ferðaþjón- ustunnar við gerð skipulagstillög- unnar og verulega er ábótavant vinnubrögðum við það litla sem var, t.d. notaðar gamlar upplýsingar þeg- ar nýjar voru fyrirliggjandi. Ekki hafa komið fram upplýsingar um nafngreinda aðila innan ferðaþjón- ustu, sem leitað hafi verið til um samráð eða samvinnu af einhveiju tagi á meðan tillagan var í mótun. Við blasir, að mikil óánægja verð- ur innan ferðaþjónustunnar með skipulag Miðhálendisins fái tillagan -gildi og augljóst að miklir hags- munaárekstrar og átök í framhaldi af þeim verða. Skýrt dæmi um þetta hefur þegar komið fram, þar sem eru áform um uppbyggingu á Hvera- völlum. Það er aðeins forsmekkur þess sem koma skal. Á fyrrnefndum fundi ferðamála- ráðs voru fulltrúar samdóma um, að fias væri ekki til fagnaðar í þessu máli og mikil hætta væri á að boð- uðu skipulagi fylgdi óvissa, hags- munaárekstrar, átök, allt til skaða fyrir þessa atvinnugrein og allt eins aðrar atvinnugreinar líka, nefna má þar orkuframleiðslu og landbúnað. Þess vegna þótti ráðinu skynsam- legt að mælast til þess að stjórnvöld athuguðu sinn gang og gæfu sér betri tíma til þess að yfírfara hug- myndir um skipulag Miðhálendisins og ná sátt um framtíðarskipulag, áður en reynt yrði að þröngva því fram í flýti með offorsi og valdi. En, eins og á vinnslustiginu þótti ekki ástæða til að gefa gaum að næststærstu tekjulind þjóðarinnar eða taka tillit til þeirrar atvinnu- greinar sem hana annast. í stað þess að taka lengri tíma (kannski eitt, tvö ár í viðbót) til að ná víð- tækri sátt um vandaða stefnumótun um nýtingu Miðhálendisins eins og Ferðamálaráð fór fram á, og vinna hana í samvinnu við hagsmunaaðila kusu skipulagsyfirvöld að hunsa þessa miklu hagsmuni, en gefa kost á að senda inn athugasemdir í tvo mánuði í viðbót. Ferðamálaráð, og Ferðamálaráð- stefnan sem haldin er á Blönduósi 9. og 10. þ.m. hljóta að taka til umræðu hvernig bregðast skuli við þessari lítilsvirðingu greinarinnar. Kannski það veiti mönnum aukinn innblástur, að ráðstefnan er haldin í næsta nágrenni við helsta vígi þeirra, sem vilja skipta Miðhálendinu milli fámennustu byggðarlaga lands- ins? Höfundur er fulltrúi í Ferðamálaráði íslands. TÓNLISTARHÚSIÐ eins og það var hannað af Guðmundi Jónssyni að undangenginni samnorrænni samkeppni 1985. _ * Tónlistarhús á Islandi FYRIR skömmu var eg í fímmtugsafmæli góðborgara og þar tók mig tali forsætisráð- herra okkar Davíð Oddsson. Honum var efst í huga hvort það væri nú ekki farið að ganga betur hjá mér. Eg hefði verið að ræða um það að eg sæi ekki góðærið sem hann hefði verið að tala um und- anfarin ár. Eg játaði umsvifa- laust að nú væri einnig merki um góðæri í byggingariðnaði þó það hefði komið seinna og hægar en hann hefði rætt um í almennum efnahagsbata. Við tókum tal saman og fljótt spurði eg um tónlistarhús, sem eg hef margoft rætt við forsætisráðherra áður, einkum þegar hann var borg- arstjóri á síðasta áratug. Á þeim tíma var gjarnan borið við einkum tvennu þegar kom að byggingu og fjármögnun tónlistarhúss. Annars vegar að það væri svo mikil kreppa í iandinu og hins vegar væri fjár- mögnun tónlistarhúss fyrst og fremst verkefni ríkisins auk einstakl- inga. Forsætisráðherra í fyrr tilvitnuðu samtali var mér sammála um að staðsetning hússins væri best í Laugardal, eins og hann ákvað jú upphaflega sjálfur. Eg hef undanfar- in ár fylgst úr fjarlægð með umræðu áhugamanna um tónlistarhús og séð hvað mikil orka fer enn og aftur í að ræða gamlar lummur eins og staðsetningu og óperuaðstöðu. í fyrmefndu afmæli ræddi eg einnig við Jónas Ingi- mundarson og við bár- um saman bækur okkar um reynslu af tónleika- húsum erlendis. Jónas sagði mér frá sinni lífs- reynslu þegar hann fyrst kynntist Musik- verein í Vín og eg sagði honum frá minni fyrstu reynslu í Concertgebo- uw í Amsterdam. Okk- ur kom saman um að einn af tefjandi þáttum í að hér hafi ekki þegar verið reist tónlistarhúss væri sennilega það að ráðamenn þessarar þjóðar hefðu sennilega engir notið tónlistar í tónlistarsal. ísland hefði í raun ekki átt menntamálaráðherra síðan Gylfi Þ. Gíslason var, en hann hafði verið Það er vel hægt að vera búinn að byggja tónlist- arhús fyrír áríð 2000, segir Ármann Ö. Ár- mannsson, ef menn bara vilja. að setja saman lög og haft lifandi áhuga á tónlist. Eg var nú ekki sam- mála Jónasi því eg tel að Björn Bjarnason geri það sem hann getur til þess að gera hlut menningar á Islandi sem mestan og ekki síst tón- listar, en því miður, menntamálaráð- herra ræður ekki miklu um ráðstöf- un fjármuna á íslandi hvorki nú né áður. Reykjavík þó hún sé ein af tíu heitustu borgum Evrópu, að sögn erlendra blaða, er í raun aðeins lítið þorp og staðsetning tónlistarhúss í Reykjavík skiptir í raun engu máli. Slík þröngsýni að vera eilíft að velta sér uppúr möguleikum á hótelná- lægð eða ráðstefnuaðstöðu er mikið undrunarefni og stöðugt. Nú er Kópavogur að byggja sitt tónlistarhús með góðum 300 manna kammersal, en Reykjavík gerir ekki neitt og við erum að sækjast eftir því að vera ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Það er vel hægt að vera búinn að byggja tónlistarhús fyrir árið 2000 ef menn bara vilja. Enda þótt skoðanir mínar og for- sætisráðherra fari ekki alltaf saman þá tel eg að hann sé maðurinn, sem geti skorið á þann hnút, sem verið hefur í þessu máli um margra ára skeið og ákveðið að byggja tónlist- arhús fyrir ísland. Forsætisráðherra minnir mig um margt á mann úr öðrum flokki, sem hét Vilhjálmur Þór. Hann var maður sem bara gerði hlutina, þ.e. lét framkvæma það sem hann ætlaði á meðan aðrir töluðu um það. Hér með skora eg á forsætisráð- herra að sýna í verki að góðærið komi einnig tii tónlistarinnar og tón- listarunnenda með því að ákveða nú þegar að tónlistarhús verði byggt á næstu misserum. Við í byggingar- iðnaðinum erum tilbúnir að styðja hann í því máli og svo er öll þjóðin. Höfundur er framkvæmdasljóri Ármannsfells hf., einn af stofnendum ogfyrsti formaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss 1983-1989. Ármann Ö. Armannsson Af hverju Steingrímur? Af hverju núna? Á UNDANFÖRNUM misserum hefur Stein- grímur Hermannsson seðlabankastjóri marg- sinnis lýst skoðunum sínum á umhverfísmál- um, bæði ástandi þeirra mála hér á landi og greint frá þróun um- ræðu um umhverfismál á erlendum vettvangi. Trúlega ber engan málaflokk hærra í al- mennri umræðu erlend- is og fjöldi heimþekktra stjórnmálamanna, vís- indamanna og lista- manna hefur í mörg ár reynt að fá þjóðir heims til þess að vakna af Þyrnirósarsvefni. Hægt og bítandi hefur verið þrengt að spellvirkjum með alþjóðalöggjöf: mengandi iðnaði, gríðarlegu jarðraski, breytingum á Trúlega ber engan málaflokk hærra í al- mennri umræðu erlend- is en umhverfismál. Helgi Pétursson telur að bankamálaráðherra og utanríkisráðherra ættu að fagna þátttöku Steingríms Hermanns- sonar í umræðu á al- þjóðavettvangi. árfarvegum vegna virkjana, sem t.d. leiddu af sér eitt mesta mengunarslys sögunnar við Aral vatn, hvers konar rányrkju og spillingu umhverfisins. Oftar en ekki hefur hvatinn til þess að gripið er í taumana verið sá, að ráðamenn hafa áttað sig á gríðarleg- um efnahagslegum hagsmunum, sem felast í umhverfísmálum. Steingrímur Hermannsson hefur margbent á, að við íslendingar erum ekki undanskildir ábyrgð í umhverfis- málum. Hann hefur líka margbent á, að við erum aðilar að margvíslegum alþjóðasamþykktum um umhverfísmál og hann hefur margbent á, að innan eins til tveggja ára erum við með stefnu okkar í stóriðjumálum orðnir brotlegir við sam- þykktir í Evrópu og munum verða sóttir til ábyrgðar fari svo fram sem horfír með stórauk- inni mengandi stóriðju hér á landi. Hann hefur með öðrum orðum sett veruleg spumingamerki við fleiri álver og aðra mengandi stóriðju hér á landi og varað við þess- ari þróun. Þessi skoðun Stein- gríms Hermannssonar hefur gleymst í fjargviðrinu um það, hvort hann hafí mátt sækja umhverfisráðstefnur á kostnað Seðlabankans og kannski var það tilgangurinn með því að þeyta upp þessu moldviðri. Sem fyirum forsætisráðherra og fyrram formaður Framsóknarflokks- ins hefur Steingrímur mikil sambönd við ráðamenn og vísindamenn um all- an heim og hefur undanfarin misseri einbeitt sér að umhverfismálum. Það vita allir, sem til þekkja, bæði innan Seðlabankans og innan Framsóknar- flokksins. Auðvitað hefur hann fýrir löngu sett umhverfismál í sitt rétta samhengi við efnahagsmál og allir sem fylgjast með umræðum um um- hverfísmál sjá samhengið. Bankamálaráðherra, sem einnig er iðnaðarráðherra, er því í lófa lagið að fagna þessu framtaki Steingríms Hermannssonar. Utanríkisráðherra ætti einnig að fagna þátttöku Stein- gríms í umræðu á alþjóðavettvangi og báðir ættu þeir að eiga auðvelt með að lýsa því yfír, til þess að slá á fádæma þröngsýna afstöðu banka- ráðs Seðlabankans og aðra umræðu í fjþlmiðlum. Á meðan þeir gera það ekki, hljóta það að vera nöturleg skilaboð til Steingríms Hermannssonar frá mönnum, sem eiga allan sinn frama í stjórnmálum honum að þakka. Höfundur er fyrrum framsóknar maður og starfar að ferðamálum. Helgi Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.