Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 31 AÐSENDAR GREINAR Kjarasamningar kennara í framhalds- og grunnskólum KENNARAFÉLÖG- IN gerðu 7. júní síðast- liðinn kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs um kjör kennara, aðstoðar- skólastjórnenda og námsráðgjafa í fram- haldsskólum. Kjara- samningurinn gildir til 31. október árið 2000 og tekur til um 1.000 félagsmanna Hins ís- lenska kennarafélags. Samningurinn var bor- inn undir atkvæði þeirra 12.-25. júní. Rúmlega 55% félags- manna tóku þátt í leyni- legri atkvæðagreiðslu og samþykkti tæpt 81% þeirra samninginn. Samningaviðræður tóku langan tíma eða á áttunda mánuð. Kennara- félögin lögðu megináherslu á hækk- un grunnlauna og viðurkenningu á áhrifum nýrra laga um framhalds- skóla á vinnutíma og kjör kennara. Vinnutímakafla kjarasamninganna var breytt á þann veg að skilið var á milli kennslu- og prófatíma auk þess sem önnur störf kennara eru skýrar skiigreind nú en áður. Sam- eiginleg skoðun samningsaðila á fyr- irkomulagi vinnutímasamninga framhaldsskólakennara í Noregi og Það skiptir höfuð- máli, segir Elna Katrín Jónsdóttir, að sveitarfélögin svari afdráttarlaust, hve mikla launahækkun þau bjóða kennurum. í Danmörku leiddi m.a. í ljós að skipt- ing og skilgreining vinnunnar og mæling vinnutíma er þar nákvæmari og hefur það fyrirkomulag tíðkast í þessum nágrannalöndum um alllangt skeið. Breytingar á vinnutíinakafla kjarasamninga Það varð úr í viðræðum kennara- félaganna og samninganefndar rík- isins að breyta verulega vinnutíma- kafla kjarasamninganna sem að stofninum til var orðinn nær aldar- fjórðungsgamall. Störf kennara hafa tekið miklum breytingum á þessum tíma og hafa kennarafélögin í kjara- baráttu sinni á undanfömum árum jöfnum höndum lagt áherslu á nauð- syn breytinga á starfskjörum og launakjörum. Þannig er það ljóst að kennari í nútímaframhaldsskóla sinnir auk kennslu sinnar og prófa eða annars námsmats ýmsum störf- um er lúta að faglegri stefnumótun, samvinnuverkefnum, þróunarstörf- um og samskiptum við aðila innan og utan skóla. Agreiningur hefur oft og tíðum verið uppi um mat á vinnu kennara. Hinum nýju kjarasamning- um er ætlað að draga skýrar línur utan um störf kennara m.a. með nákvæmari skilgreiningu verkþátta og með tímamælingu. Ný lög um framhaldsskóla voru hvati breytinga Þegar farið var í samningaviðræð- ur þessu sinni var samninganefnd kennarafélaganna ljóst að ný lög um framhaldsskóla er sett voru 1996 kölluðu ein og sér á breytingar á kjarasamningum þar sem kennslu- dögum var fjölgað um 10-12 og prófatími styttist vegna þess að eftir sem áður er starfstími framhalds- skóla skilgreindur 9 mánuðir. Meðal annars af þessu tilefni var samið um breytingu á vikulegri kennsluskyldu kennara annarra en þeirra sem mest- an aldursafslátt höfðu fyrir af kennsluskyldu sinni. Kennsluskylda breyttist síðast 1995 þannig að segja má að tvö skref hafi verið stigin í rétta átt í því efni að gera kennurum betur kleift að sinna starfi sínu mið- að við þær kröfur sem til þess eru gerðar í dag. Árleg vinnuskylda kennara í framhalds- skólum er eftir sem áður 1.800 stundir á ári eins og flestra annarra launamanna. Prófavinna í fram- haldsskólum var skil- greind sérstaklega í hin- um nýja samningi og verður tímamæld. Aðil- ar töldu þetta nauðsyn- legt m.a. vegna stytt- ingar á árlegum prófa- tíma og vegna mismun- Elna Katrín andi vinnuálags í próf- Jónsdóttir um. Samningsaðilar voru sammála um að ný framsetning kjarasamnings með þessum hætti væri tilraun sem tíma- bært væri að gera en voru jafnframt sammála um að endurskoða vinnu- tímasamninginn árlega. Verður það gert samkvæmt sérstakri bókun þannig að áhrif breytinganna á vin- nutíma og launakjör verða rannsökuð og samningurinn lagfærður fyrir 1. ágúst ár hvert á samningstímanum reynist slíkt nauðsynlegt að mati samningsaðila. Launahækkanir í kjarasamningunum Breytingar á launum framhalds- skólakennara og annarra faglegra starfsmanna framhaldsskóla hefðu sannarlega mátt endurspegla ákveðnari vilja stjómvalda til þess að endurmeta störf í framhaldsskól- um. Launatafla hækkar líkt og hjá svo mörgum um tæplega 17% á samningstímanum. Umsjónarkenn- arar fá sín störf betur metin til launa, greiðslur vegna heimavinnu skila sér nú í sérstökum launafiokki auk greiðslna úr svokölluðum heima- vinnupotti, skerðing yfirvinnu- greiðslna vegna svonefnds yfírvinnu- þaks hverfur og greiðslur fyrir yfir- vinnu í kennslu hækka. Engin leið er hins vegar að fella neinn lokaúrskurð um breytingar á launum vegna þessara kjarasamn- inga fyrr en áhrif breytingar á kennsluskyldu og áhrif breytinga á launagreiðslum á prófatíma eru kom- in fram. Af lygilegum blaðaskrifum Ekki verður hjá því komist að leið- rétta nokkrar þeirra rangfærslna er fram koma í grein Gísla Ólafs Péturs- sonar framhaldsskólakennara er birtist í Morgunblaðinu 30. septem- ber síðastliðinn. Gísli heldur því fram í grein sinni að vinna kennara við önnur störf en kennsiu og próf sé nýtilkomin og er þar að vísa til svo- kaliaðrar 130 tíma vinnu undir stjóm skólameistara skv. kjarasamningun- um. Hann gengur svo langt að gefa í skyn að slík störf hafi kennarar aldrei átt að vinna áður og talar um „þrettánda mánuðinn" i því sam- hengi. Staðreyndir málsins em þessar: Kennarar höfðu samkvæmt eldri kjarasamningi innan vinnuskyldu sinnar tiltekinn tímaíjölda við svo- kölluð önnur störf þ.e. annað en kennslu og próf. Þessi störf sam- kvæmt eldri samningi voru t.d. við- talstími, umsjón með nemendum, námsmat, kennarafundir, foreldra- fundir og samstarf kennara. Kenn- arafélögin hafa um árabil krafist þess í kjarasamningum að kennslu- skylda lækkaði m.a. til þess að kenn- arar gætu betur sinnt ýmsum fagleg- um störfum sem kröfur eru gerðar um t.d. samkvæmt lögum um fram- haldsskóla og vegna breytinga á starfsemi framhaldsskóla og þar með á kennarastarfinu. Ef borin eru saman eldri og nýrri kjarasamningsákvæði um önnur störf er því meginmunurinn sá að skýrar er tilgreint í hinum nýja kjara- samningi um verkstjórn skólameist- ara yfir þessum verkþætti. Og um þá hlið málsins geta verið uppi skipt- ar skoðanir. Varla er hins vegar orð- um eyðandi á þann málflutning Gísla Ólafs að vinna kennara við önnur störf skv. nýjum kjarasamningi séu ritarastörf. Þau störf er hér um ræð- ir eru t.d. kennarafundir, þátttaka í gerð skólanámskrár og innra mati skóla, þróunarstörf og samstarf kennara svo eitthvað sé nefnt. Ef þessi störf eru ekki í verkahring kennara þá er ég hrædd um að end- urrita þurfi bæði lög og reglugerðir um framhaldsskóla. Hins vegar verður því ekki í móti mælt að þeir kennarar sem mests afsláttar af kennsluskyldu nutu fyrir kjarasamninginn bera minna úr být- um en hinir vegna þess að 55 ára kennarar fá aðeins smávægilega lækkun kennsluskyldu og 60 ára kennarar hafa óbreytta kennslu- skyldu. Kennarafélögin álíta að end- urskoðunar sé þörf á vinnuskyldu þessara félagsmanna á prófatíma og hafa þegar hafið athugun á málinu. Áður en ég fjalla um yfirstand- andi kjaradeilu vegna grunnskólans kemst ég ekki hjá því að benda á augljósan blekkingarleik í skrifum Gísla Ólafs og skilaboðum hans til grunnskólakennara. Grunnskóla- kennarar hafa í núverandi kjara- samningi sínum hámarkskennslu- skyldu 28 stundir á viku og vinnu- skyldu við önnur störf í um 8 klukku- stundir á viku. Þessar átta stundir, segir í kjarasamningi, eru notaðar í störf í þágu skóla svo sem viðtals- tíma, umsjón með bekk, skýrslugerð, kennarafundi, foreldrafundi, sam- starf kennara o.fl. skv. ákvörðun skólastjóra og kennararáðs. Af þess- um viðverutíma er heimilt að binda 3 klukkustundir á viku á stundaskrá vegna kennarafunda og viðtalstíma. Hafi Gísli Ólafur því ætlað sér að bjarga grunnskólakennurum frá því að vinna nokkuð annað en að kenna og prófa kemur hjálpin fullseint því þessi ákvæði hafa staðið árum saman í kjarasamningum þeirra - eins og reyndar framhaldsskólakennara. Um kjaradeiluna við sveitarfélögin Samninganefnd kennarafélag- anna álítur að í þessari alvarlegu kjaradeilu skipti nú höfuðmáli að samninganefnd launanefndar sveit- arfélaganna svari grunnskólakenn- urum afdráttarlaust hversu miklar launahækkanir sveitarfélögin bjóða þeim. Kennarafélögin telja að öll frekari umræða um breytingar á vin- nutíma og starfsskipulagi grunn- skólakennara verði að bíða þar til það skýrist hvort sveitarfélögin hafa ráð á að bæta skólastarf t.d. með því að tryggja kennurum í einsetnum skólum fullt starf við kennslu og umsjón með einni bekkjardeild ásamt öðrum störfum samkvæmt kjara- samningi. Höfundur er formaður HÍK. SIEMENS Svo sannarlega handa þér: Nýjar uppþvottavélar á kynningarverði! Nú kynnum við nýjar uppþvottavélar frá Siemens sem eru fleytifullar af nýjungum. Það er svo sannarlega kominn tími til að þú rammir inn uppþvottaburstann og látir vélina sjá um verkið. Meðal nýjunga: • Nýjar og betri síur • Nýtt þvotta- og gljáefnishólf • Nýir öldulaga úðarar • Gegnumstreymishitari í öllum vélum • Glæsilegt útlit. o SE 34200 Fjögurra kerfa uppþvottavél sem þvær og þværog þvær. Hún slær í gegn þessi enda er verðiðfrábært. 59.800 kr. stgr. ■.'.ptcO siisSx' SE 35260 Fimm kerfi, vatnsskynjari, varmaskiptir tryggir frábæra þurrkun, rafeindastýrð í bak og fyrir, eins og hugur manns. 74.300kr. stgr. SE 64530 Alklæðanleg fjögurra kerfa vél semereins og sniðin fyrir nýju innréttinguna þína. Ekki galinn kostur. 78.800kr. stgr. SR 23215EU Nokkuð mjóslegin þessi en kná.45 sm breið. Góð í lítil eldhús. Þrjú kerfi, einföld í notkun. Já, auðvitað. 55.700 .•yjí, —n. SE 54230 Klæðanleg vél með hvítu stjórnborði, fjögur þvottakerfi, á að sjálfsögðu heima í eldhúsinu þínu. 69.800 kr. stgr. Umboðsmenn oUUar á landsbyggöinni: Akranos: Egllsstaölr: Rafþjónusta Sigurdórs Sveinn Guömundsson Borgarnos: Brolödalsvlk: Glitnlr Stefán N. Stefánsson SnsBfellsbser: Blómsturveilir Grundarfjörður: Guöni Hallgrlmsson Höfn 1 Hornaflröi: Króm og hvltt Vlk i Mýrdal: Klakkur Stvkklshólmur: Skipavlk Vostmannaoyjar: Tréverk Búöardalur: Ásubúö Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Isafjörður: Holla: Póllinn Gilsé Hvammstangl: Skjanni Solfoss: Arvirkinn Sauðérkrókur: Grlndavik: Rafsjá Rafborg Siglufjörður: GarÖur: Torgiö Raftœkjav. Sig Akureyri: Ljósgjafinn Ingvarss. Keflavik: Húsavik: Öryggi Ljósboginn Hafnarfiöröur: Rafbúö Skúla, Alfaskeiöi Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. Noskaupstaður: Rafalda Royðarfjörður: Rafvélaverkst. Ama E. kr. stgr. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.