Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Utanríkisráðherra segir kröfur Kínverja vegna heimsóknar varafors< 3H*y$tiiiÞ(*ttfe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI: FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VIÐSKIPTIVIÐ KÍNVERJA ÞRÁTT FYRIR misjöfn stjórnmálaleg viðhorf milli íslands og Kína, sem fram hafa komið í sambandi við einkaheimsókn varaforseta Tævans hingað til lands, hafa viðskipti landanna aukizt mjög hin síðari ár. Raun- ar hafa viðskipti við Tævan einnig aukizt mikið. Við kaupum meira af kínverska alþýðulýðveldinu en við höfum selt þangað en hins vegar hefur andvirði útflutn- ings til Tævan verið mun meira en innflutningur þaðan. Kínverjar hafa undanfarin ár verið mesta fiskveiði- þjóð heims, sem framleiðir um fjórðung allra sjávaraf- urða í heiminum. Fiskneyzla þar hefur aukizt stórum og er nú svo komið að flytja verður inn fisk til þessa mannmarga ríkis. Þessi staðreynd gefur okkur íslend- ingum sem framleiðendum sjávarafurða mikla mögu- leika og í framtíðinni er sem næst óþrjótandi markað- ur fyrir fisk í þessu stærsta ríki heims. Það er því mikils um vert að menn haldi góðu vinfengi við Kín- verja, en virðing tveggja þjóða sem eiga viðskiptaleg samskipti verður að vera gagnkvæm. Þjóðir verða að sýna hver annarri umburðarlyndi og virða sjónarmið hver annarrar. Nýlega voru fulltrúar íslenzks sjávarútvegs á kynnis- ferð um Kína. Þar kynntu þeir sér m.a. kínverskar skipa- smíðar og leizt vel á. í ljós kom að Kínverjar geta smíðað og afhent mjög vönduð fiskiskip á verði, sem er mjög hagtætt. Kína er að opnazt. Þar er gríðarleg efnahagsleg uppbygging. íslendingar eiga að nýta sér þennan stærsta einstaka markað heims til fullnustu. En við látum ekki beita okkur skoðanakúgun vegna viðskiptalegra hagsmuna. VÍNVEITINGALEYFI KRAFA borgarráðs um að útgáfa vínveitingaleyfa verði í höndum borgaryfirvalda en ekki dómsmála- ráðuneytis er að öllu leyti eðlileg. Hefur borgarráð skor- að á dómsmálaráðuneytið að hið fyrsta verði lagt fram frumvarp á Alþingi sem feli sveitarstjórnum það verk- efni að úthluta vínveitingaleyfum jafnframt því sem hægt verði að ákveða sveigjanlegri afgreiðslutíma vín- veitingahúsa. Vínveitingahúsum hefur fjölgað hratt síðustu árin, ekki síst í miðborg Reykjavíkur. Um tvö hundruð vín- veitingastaði er að finna í höfuðborginni og um helming þeirra í miðborginni. Þessi fjölgun veitingastaða hefur að vissu leyti stuðlað að því að gera Reykjavík líflegri og fjölga kostum neytenda, jafnt íbúa sem þeirra tugþús- unda ferðamanna sem hana sækja heim ár hvert. Nær stjórnlaus fjölgun vínveitingastaða hlýtur hins vegar sömuleiðis að geta af sér vandræði. Það er ekki endalaust hægt að hlaða niður vínveitingahúsum í mið- borginni á kostnað annarra þjónustufyrirtækja og íbúa. Slíkt raskar því eðlilega jafnvægi er ríkja verður í þess- um efnum og getur verið íbúum einstakra borgarhluta til mikils ama. Ástandið í miðborginni um helgar er skýrt dæmi þess að margt mætti betur fara. Sá vandi sem af þessu leiðir mæðir mest á borgaryfir- völdum og því er eðlilegt að þau hafi þau tæki sem nauðsynleg eru til að reyna að viðhalda góðu jafnvægi í borgarlífinu. Einna verst er ástandið líklega í Grjóta- þorpi og víðar í miðbænum þar sem íbúar verða nokkr- um sinnum í viku að sætta sig við að drukkin mann- mergð leggi undir sig þeirra nánasta umhverfi. Þrátt fyrir að jafnt borgar- sem lögregluyfirvöld mæltu ný- lega gegn því að veitingahúsi í Grjótaþorpi yrði veitt vínveitingaleyfi var leyfinu engu að síður úthlutað. Það verður að vera hægt að sía út þá staði sem ekki standast eðlilegar kröfur, standa ekki skil á opinberum gjöldum eða trufla sitt nánasta umhverfi. Sveigjanlegri afgreiðslutími gæti sömuleiðis stuðlað að því að jafna út þann vanda er myndast um hverja helgi er öllum vínveitingastöðum er lokað á sama tíma. Fulltrúar ein- stakra sveitarfélaga hljóta að vera betur til þess fallnir að meta stöðu mála í þessum efnum en embættismenn í ráðuneytum. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra efndi til fundar með íslenskum og erlendum blaðamönnum í Ráðherrabú: Efnt var til fundarins í kjölfar ákafra mótmæla Kínverja vegna heimsóknar Liens Chans, varaforseta Tævans, 1 íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta mótmælin ekki hafa áhrif á þá ákvörðun að leyfa heimsókn Liens hingað á fundinum að vildi forseti Tævans, Lee Teng-hui, koma í einkaheimsókn hingað með sama hætti væri ekkert þ1 D AVIÐ Oddsson forsætis- ráðherra sagði á blaða- mannafundi í gær að hann mundi ekki standa í vegi fyrir því að Lee Teng-hui, forseti Tævans, kæmi hingað til lands færi hann fram á það. Blaða- mannafundurinn var haldinn vegna fimm daga heimsóknar Liens Chans, varaforseta Tævans, sem Kínverjar hafa krafist að verði vísað úr Iandi. Þetta mál var rætt á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun og var niðurstað- an sú að láta mótmæli Kínverja ekki hafa áhrif á þá ákvörðun að leyfa varaforseta Tævans að koma hingað til lands. Forsætisráðherra átti í gærkvöldi fund, sem hann kaus að kalla „kvöldstund" af diplómatískum ástæðum, með varaforseta Tævans. Davíð sagði að fundinum loknum að þar hefðu aðallega verið rædd viðskiptamál, þar á meðal ferðamál og möguleikar Tævana á að opna hér viðskiptaskrifstofu. Sendiherra Kína á íslandi, Wang Jiangxing, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem skorað var á stjórnina að binda enda á heimsókn Liens og athafnir hans á íslandi og til vara að banna íslenskum embættismönn- um að hitta hann. Sagði í yfirlýsing- unni að ella mundi heimsóknin hafa alvarlegar afleiðingar. Stjórnvöld í Peking líta svo á að Tævan sé upp- reisnarhérað í Kína. Sendiherra íslam aður á ný í kínv< utanríkisráðun Davíð Oddsson forsætisráðherra segist mundu sa forseta Tævans hingað til lands. Karl Blöndal f ________mála varðandi samskipti íslands, Tævai Ákveðum sjálf hverjir koma til landsins Davíð ítrekaði á blaðamannafund- inum að samstarf íslendinga við stjórn Kínverska alþýðulýðveldisins hefði um langt skeið verið gott. „Við hyggjumst halda því góða sam- starfi við Kínverska alþýðulýðveldið áfram," sagði Davíð. „Það hefur engin breyting orðið á þeirri stefnu. Sendiherra Kínverska alþýðulýð- veldisins hefur farið fram á fundi með fulltrúum mínum og ----------- utanríkisráðuneytisins og ég ræddi við sendiherrann í gær. Kínversk yfirvöld virð- ast líta á þessa heimsókn og óformlega kvöldverð- ,-.•¦¦ inn á Þingvöllum sem ógnun eða afskipti af málefnum Kínverska al- þýðulýðveldisins. Það var ekki ætlun okkar, en auðvitað myndi okkur aldrei dreyma um að hafa áhrif á ákvarðanir um það hverjir heimsæki Kínverska alþýðulýðveldið eða hverjum leiðtogar þess mikla Iands kjósi að borða^með kvöldverð eða ræða við. Þótt ísland sé lítið er það sjálfstætt land og við ákveðum sjálf hvaða fólk kemur til íslands og við hverja íslenskir embættismenn og jafnvel ég sjálfur ræða." Davíð lýsti yfir því að hann harm- aði að þetta mundi leiða til þess að samskipti íslendinga og Kínverja yrðu ekki jafnvinsamleg og þau hefðu verið. Hins vegar vonaðist hann til þess að stjórn Kína skildi að ákvörðun ríkisstjórnar sjálfstæðs lands um það hverjir kæmu þangað væri innanríkismál, jafnvel þótt landið væri lítið. „Vitaskuld hef ég áhyggjur af afstöðu kínversku stjórnarinnar og að þetta muni hafa áhrif á góð og vinsamleg samskipti við Kína," sagði Davíð. „Við viljum ekki að þetta hafi áhrif á samskiptin og telj- um að það eigi ekki að hafa áhrif. Við teljum ekki að þetta sé svo alvar- legt mál að stjórnvöld í Peking eigi að bregðast við með þessum hætti. Og auðvitað vonum við að samskipt- in verði eðlileg að nýju, þótt það geti tekið tíma." Forsætisráðherra sagði að við- skipti íslands við Kína og Tævan væru mikilvæg og bætti við að sennilega myndu viðskiptin við Kína ------------------------ aukast stórlega á næstu Heimsóknin árum- "En bað getur ekki haft áhrif á ákvarðanir okkar í þessu máli," sagði Davíð. „Þetta er ekki að- eins spurning um við- skipti, fyrsta f rétt í kínverska útvarpinu um heldur grundvall- aratriði, um það hver ákveði hverjir komi hingað til lands og hverjir ekki." Stuðningur við viðurkenningu Tævans? Fjöldi tævanskra blaðamanna var á blaðamannafundinum í Ráðherra- bústaðnum og var greinilegt að þeim þótti fréttnæmt að Davíð skyldi ætla að hitta Lien í gærkvöldi. Hann var meðal annars spurður hvort líta mætti á fundinn á Þingvöllum sem táknræna athöfn og stuðning við viðurkenningu Tævans. „Ég er aðeins að hugsa um ís- land," sagði Davíð. „Ég er aðeiris að hugsa fyrir sjálfan mig og ís- land, ekki einhver skref inn í fram- tíðina. Þetta er okkar ákvörð- un ... hann vildi hitta mig og ég taldi að það væri rétt." Einn blaðamaður frá Tævan sagði að margir litu nú upp til Davíðs þar sem hann hefði ákveðið að eiga fund með Lien og aðrir stjórnmálaleiðtog- ar ættu að taka hann til fyrirmynd- ar. Davíð vildi ekki taka undir það. „Ég er ekki fyrimynd alþjóðlegra Ieiðtoga," svaraði hann. „Þeir verða sjálfir að ákveða örlög sín. Við tók- um þessa ákvörðun og stöndum við hana og teljum að Kínverska alþýðu- lýðveldið eigi að virða það." Davíð sagði að Kínverska alþýðu- lýðveldið hefði ekki verið látið vita af þeirri ákvörðun að veita Lien vegabréfsáritun, enda hefði ekki verið talin ástæða til þess. Að auki hefði hann sérstaklega rætt tengsl íslands og Tævans í ferðamálum við kínverska ráðamenn og þá hefðu engar athugasemdir komið fram: „Eftir að hafa fengið það svar er ekki hægt að draga íbúa Tævans í dilka og gera lista yfir þá, sem ekki megi koma sem ferðamenn til ís- lands. Það væri undarlegt að segja að sumir geti komið til íslands og ekki aðrir ... Það var því engin ástæða til að tilkynna Kínverska alþýðulýðveldinu að þetta fólk væri á leiðinni hingað, en það var heldur ekkert leyndarmál." Davíð var spurður hvort það sama mundi eiga við ef Lee Teng-hui vildi koma til íslands. „Ég mundi sam- þykkja það," sagði forsætisráðherra. Þegar Davíð var inntur eftir því hvort hann teldi að viðbrögð Kín- vei vit SVi stj. un til sti he un vei Hj un ísl da he E\ að ra' vit í i he he íf U be vi( ko gr ur sk sa fy en va og þa ne ek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.