Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 33
forseta Tævans afskipti af innanlandsmálum
Morgunblaðið/Rax
errabústaðnum í gær.
:vans, hingað til lands.
hingað og sagði Davíð
ikert því til fyrirstöðu.
Morgunblaðið/Jim Smart
LIEN Chan, varaforseti Tævans, með eigin-
konu sinni og fylgdarliði á leið út úr Lista-
safni íslands sem var einn viðkomustaða á
skoðunarferð hans um borgina í gær.
nds kall-
Lverska
ineytið
iu samþykkja heimsókn
dal fylgdist með þróun
ævan og Kína.________
verja væru svo hörð, sem raun bæri
vitni, vegna þess að hann hitti Lien
svaraði hann að í upphafi hefðu
stjórnvöld í Peking aðeins kvartað
undan því að hann fengi að koma
til íslands, en síðan hefðu mótmælin
stigmagnast þar til farið var fram
á að honum yrði vísað úr landi.
Sendiherra íslands á fund
varautanríkisráðherra Kína
Hjálmar W. Hannesson, sendi-
herra íslands í Kína, fór í gærmorg-
un til viðræðna um þetta mál í kín-
verska utanríkisráðuneytinu. Sagði
Hjálmar í gær að hann hefði beðið
um fund til að koma sjónarmiðum
íslendinga á framfæri og á þriðju-
dagskvöld hefði hann verið boðaður
á fund varautanríkisráðherra Kína.
Hjálmar sagði að á mánudag
hefði hann rætt við deildarstjóra í
Evrópudeild ráðuneytisins og það
að hann skyldi kallaður á fund va-
rautanríkisráðherra í gær bæri því
vitni að „aukinn þungi" væri kominn
í mótmæli Kínverja.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra, sem kom til landsins eftir
heimsókn til Frakklands ----------
í gær, lagði áherslu á að
Lien væri ekki hér í opin-
berum erindum.
„Það er alveg ljóst að
við meinum fólki ekki að
koma hingað til lands á ¦"""""
grundvelli stöðu þeirra og kröfur
um að við breytum þar til eru af-
skipti af okkar innanlandsmálum,"
sagði Halldór. „Okkar viðbrögð eru
fyrst og fremst þau að það hefur
engin stefnubreyting átt sér stað
varðandi samskipti okkar við Kína
og það eru engar fyrirætlanir um
það."
Hann bætti við að utanríkisráðu-
neytið hefði ekki haft og mundi
ekki hafa nein afskipti af ferðalög-
Vilja banna
embættis-
mönnum að
tala við Lien
um ráðherrans á íslandi. Kvaðst
hann ekki hafa heyrt á það minnst
að Tævanar hefðu hug á því að
opna viðskiptaskrifstofu á Islandi
og engin slík erindi hefðu komið til
ráðuneytisins.
Viðskiptaskrifstofa
Tævans á íslandi?
Davíð kvaðst á blaðamannafund-
inum ekki hafa heyrt opinberlega
talað um að Tævanar opnuðu við-
skiptaskrifstofu hér. Slíkar skrif-
stofur væru hins vegar reknar á
Norðurlöndunum og víðar í Evrópu
og gert gagn þannig að spyrja
mætti hvers vegna slík skrifstofa
ætti ekki rétt á sér á íslandi.
Mikið hefur verið fjallað um heim-
sókn Liens í kínverskum fjölmiðlum.
Málið hefur verið fyrsta frétt í
fréttatímum kínverska útvarpsins.
Einnig var fjallað um það í Dag-
blaði alþýðunnar og China Daily,
sem kemur út á ensku. Blöð í Hong
Kong fjölluðu einnig um málið í
gær. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er mikið um þetta mál
talað meðal vestrænna stjórnarerin-
dreka í Peking.
Keðjuverkun í öðrum
Evrópuríkjum
Lien er á 12 daga ferð um Evr-
ópu. Hann kom hingað á mánudag
og fer á morgun. Ekki hefur verið
sagt hvert för hans er heitið, en í
dagblöðum á Tævan hefur komið
fram að hann fari einnig til Spánar
og sennilega Frakklands og Belgíu.
Þá muni hann fara um Holland,
Austurríki og Singapore. Tævan
hefur ekki stjórnmálasamband við
neitt þessara ríkja, fremur en ísland.
Hermt var að sendiherrar Austur-
ríkis og Spánar í Kína hefðu einnig
verið kallaðir á fund í kínverska
utanríkisráðuneytinu í Peking af því
tilefni að Lien væri á leið til ríkja
þeirra, en það fékkst ekki staðfest
----------- í utanríkisráðuneytum
Austurríkis og Spánar.
Dagblað á Tævan,
China Times, sagði í upp-
hafi vikunnar að Lien
kæmi til Spánar 12. októ-
"~"^~ ber og þar mundi hann
hitta embættismann, sem væri jafn-
háttsettur og hann sjálfur. í fjölmiðl-
um í Hong Kong var í gær leitt að
því getum að Spánverjar væru að
heykjast á því að leyfa varaforsetan-
um að koma til Spánar. Eva Mart-
inez, talsmaður spænska utanríkis-
ráðuneytisins, kvaðst í gær ekki
geta sagt með vissu að Lien væri á
leið til Spánar. Sagði hún að Kínverj-
ar hefðu engin viðbrögð sýnt vegna
málsins.
Dómur Hæstaréttar um makalífeyri
Samningsfrelsi
um skilmála
lífeyristryggingar
ÞAÐ málefni sem kom til
kasta Hæstaréttar í dómi
2. október síðastliðinn um
rétt til makalífeyris úr líf-
eyrissjóði er athyglisvert. Málavext-
ir voru þeir í stuttu máli að kona
missti mann sinn og naut þá maka-
lífeyris úr Lífeyrissjóði starfsmanna
Húsavíkurbæjar, sem maðurinn
hafði greitt til. Konan byrjaði svo
að búa með öðrum manni og felldi
þá lífeyrissjóðurinn niður greiðslur
til hennar. Byggðist það á reglum
sjóðsins um að réttur til makalífeyr-
is félli niður ef viðkomandi gengi í
hjónaband eða hæfi sambúð á ný.
Konan vildi ekki una þessu og
taldi þessa ákvörðun stríða gegn
jafnræðisreglum og eignarnámsá-
kvæði stjórnarskrárinnar auk þess
sem viðkomandi reglur hefðu ekki
hlotið staðfestingu ráðherra eins og
lög gerðu ráð fyrir. Ennfremur hélt
hún því fram að sambúð hennar
væri ekki þess eðlis að jafna mætti
til hjúskapar. Meirihluti
Hæstaréttar hafnaði kröfu
konunnar en lýsti þó sam-
úð með sjónarmiðum
hennar. Einn dómari, Pét-
ur Kr. Hafstein, vildi hins
vegar dæma konunni í vil.
Jafnræði
í máli konu sem missti
makalífeyri við það að
hefja sambúð lét
Hæstiréttur þess getið
að spyrja mætti hvort
þetta væri sanngjarnt og
í takt við tímann. Hins
vegar varð, að mati Páls
Þórhallssonar, ekki
fram hjá því litið að
samningsfrelsi ríkir um
skilmála lífeyristrygg-
ingar og dómstólar geta
vart gripið þar inn í.
Sú hlið málsins sem
helst hefur almenna þýð-
ingu snýr að grundvall-
arreglum um jafnræði
borgaranna og vernd
eignarréttarins. Margir
lífeyrissjóðir hafa ákvæði
af þessu sama tagi í sam-
þykktum sínum og gildir
það einnig um lögbundinn
lífeyrissjóð eins og lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins. Það er samt
eðlilegt að spurt sé hvort það stand-
ist gagnvart jafnræðisreglum stjórn-
skipunar okkar að gera þann grein-
armun á fólki að það fái makalífeyr-
inn ef það býr eitt en missi rétt til
hans ef það tekur upp sambúð að
nýju eða gengur í hjónaband.
Má ekki ennfremur, frá sjónar-
hóli eignarréttarverndar, líta svo á
að greiðsla í lífeyrissjóð sé nokkurs
konar kaup á tryggingu sem menn
ætli sér eða maka sínum að njóta á
efri árum? Er líklegt að menn telji
það skipta máli þegar þeir kaupa
sér þessa tryggingu hvort eftiriif-
andi maki hefji sambúð að nýju eða
ekki?
Vísað til venju
Hæstiréttur leysir þannig úr
vandanum að slík hefð sé fyrir regl-
um af þessu tagi hjá lífeyrissjóðum
landsins að ekki verði við þeim hrófl-
að. Önnur rök og meira sannfær-
andi eru þó í bakgrunni. Eins og
fram kemur í dómnum var lífeyris-
sjóðurinn stofnaður á samnings-
grundvelli. Reglur hans voru settar
með samþykki Starfsmannafélags
Húsavíkurbæjar og má þvi líta svo
á að samningur hafi verið gerður
fyrir hönd lífeyrisgreiðanda með
fyrrgreindum skilmálum. Sam-
kvæmt því var rétturinn til makalíf-
eyris bundinn því skilorði að viðkom-
andi væri ekki í sambúð. Fram kem-
ur að reglurnar voru komnar í þetta
horf þegar viðkomandi byrjaði að
greiða í sjóðinn.
Álit umboðsmanns Alþingis
Fróðlegar hugleiðingar um eðli
lífeyrisréttinda er að finna í skýrslu
umboðsmanns Alþingis fyrir árið
1992 á bls. 92 til 93. Þar segir að
í lögum nr. 55/1980 um starfskjör
launafólks og skyldutryggingu líf-
eyrisréttinda sé ekki að finna nein
fyrirmæli um, með hvaða hætti líf-
eyrisréttindi sjóðfélaga skuli
ákvörðuð:
„Samkvæmt því hafa launþegar
og atvinnurekendur allmikið svig-
rúm til að kveða nánar á um slíkt
í samningum sín á milli. Svigrúm
samningsaðila hlýtur þó jafnan að
takmarkast við það, að náð verði
því meginmarkmiði lífeyrissjóða, að
tryggja mönnum, í samræmi við ið-
gjaldagreiðslur þeirra, ákveðinn líf-
eyri vegna elli, örorku eða and-
láts ... Nánari ákvörðun þessara
réttinda ræðst af samningum at-
vinnurekenda og launþega. Hljóta
slíkir samningar að taka mið af
mati á því meðal annars, hvaða rétt-
indi unnt er að tryggja, miðað við
tekjur viðkomandi sjóðs og mögu-
lega ávöxtun eigna þeirra, og af
mati samningsaðila á því, hvað sé
eðlileg og sanngjörn skipting í því
efni milli sjóðfélaga innbyrðis ann-
ars vegar og maka þeirra og barna
hins vegar," segir umboðsmaður
Alþingis.
í því tiltekna máli lagði umboðs-
maður blessun sína yfir reglur Líf-
eyrissjóðs starfsmanna Aburðar-
verksmiðju ríkisins sem skertu
makalífeyri eftir aldri eftirlifandi
maka. „Byggir þessi regla meðal
annars á því sjónarmiði, að því yngri
sem eftirlifandi maki er þeim mun
meiri líkur séu á að aflahæfi hans
sé óskert og þörf hans fyrir makalif-
eyri þess vegna minni en ella. Ég
tel, að þetta sé ekki óeðlilegt sjónar-
mið og sé samrýmanlegt megin-
markmiði lífeyrissjóðsins," segir
þar.
Ekki verður betur séð en svipuð
rök eigi við um regluna sem reyndi
á í dómi Hæstaréttar. Ekki sé sama
þörfin fyrir framfærslueyri þegar
viðkomandi er kominn í sambúð. Þau
rök eru vissulega nokkuð gamaldags
en málefnaleg eigi að síður. Erfitt
er að sjá að dómstólarnir hafi heim-
ild til að víkja slíkum samnings-"
bundnum ákvæðum til hliðar. Til
þess þyrfti að túlka jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar með glannalega
áræðnum hætti og þannig að hún
hefði bein áhrif á samskipti einkaað-
ila. Önnur hugsanleg leið framhjá
reglunum er á grundvelli eignarrétt-
arsjónarmiða eins og nú verður nán-
ar vikið að.
Sératkvæði
Péturs Kr. Hafstein
í sératkvæði Péturs Kr. Hafstein
segir að eiginmaðurinn hafi áunnið
sér og eiginkonu sinni rétt til lífeyr-
is síðar á ævinni „í réttu hlutfalli
við framlag sitt". Þetta framlag var>
tekið af launum hans og um leið
skertust þá ráðstöfunartekjur þeirra
hjóna á líðandi stundu. „Á móti
sköpuðust mikilvæg rétt-
indi fyrir þau bæði og er
ekki vafi á því, að áfrýj-
andi eigi á grundvelli hjú-
skaparstöðu sinnar að
njóta þeirra eftir fráfall
eiginmanns síns. Hún
verður ekki svipt réttind-
unum nema með heimild
í settum lögum og að full-
nægðum ákveðnum skil-
yrðum," segir Pétur.
Þetta er vissulega sjón-
armið og kemur að sumu
leyti í framhaldi af sérat-
kvæði Péturs í öðru líf-
eyrissjóðsmáli, sem dæmt
var í Hæstarétti síðastlið-
inn vetur, en þá taldi hann
skylduaðild ekki standast. Samt
vakna tvær spurningar við lestur
sératkvæðisins. I fyrsta lagi hvort
það sé rétt að lífeyrisgreiðendur
ávinni sér rétt til lífeyris í réttu
hlutfalli við framlag sitt því lífeyris-
sjóðir hafa almennt ýmsa skilmála
sem raskað geta þessu hlutfalli eins
og vikið hefur verið að. Má nefna'
reglur um að eftir að greitt hefur
verið í 30 ár í lífeyrissjóð reiknist
umframár einungis að hálfu. í öðru
lagi hvort reglur lífeyrissjóðsins séu
ekki samningsígildi sem konan var
bundin af?
Hins vegar er rétt að árétta að
ágreiningur Péturs við aðra dómend-
ur snýst væntanlega ekki um hvort
lífeyrisréttindin séu eignarréttindi
yfírleitt eða ekki. Það er almennt
viðurkennt að þau séu eignarréttindi
(sbr. Gaukur Jörundsson: Um eign-
arnám, bls. 76). Ágreiningurinn
snýst fremur um það hvort einhvern
tíma varð til tilkall til óskerts maka-
lífeyris. * -
Ýmsar spurningar
í dómi Hæstaréttar er ábending
um að reglan um missi réttar við
það að hefja sambúð sé hvorki sann-
gjörn né í takt við tímann. Taka
má undir það og spyrja hvort rétt-
lætanlegt sé að hjúskapar- eða sam-
búðarstaða ein og sér skipti hér
sköpum? Hvernig samrýmist það
viðurkenndum markmiðum um að
styrkja hjónabandið? Er þetta ekki
í raun kynbundin mismunun því hún
kemur helst niður á konum? Er þetta
ekki úr takt við þjóðfélagsaðstæður
þar sem hver einstaklingur, jafnt
karlar sem konur, er fær um að sjá
um sig sjálfur? Og þegar öllu er á
botninn hvolft, er þetta ekki fullmik-
il forræðishyggja? Þetta eru spurn-
ingar sem löggjafinn og aðilar
vinnumarkaðarins verða að svara.