Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FISKVEIÐISTJORNUN OG AUÐLINDARLEIGA HÖFUNDUR þeirra skrifa, sem hér eru hafin, hefur tekið sér fyrir " ðiendur að freista þess að greina, skýra og skilja umræðuefnið. Greiningunni er ætlað að leiða af sér rökstuddar skoðanir höfundar- ins um aðferðir til að finna lausnir á viðfangsefninu, sem völ er á og verið gætu viðunandi. Höfundurinn hefur áður skrifað og mælt fyrir auðlindarleigu, sem þá var kölluð veiðileyfagjald eða auðlindarskatt- ur. Orðið auðlindarleiga verður hér notað, því að það er þjálla og felur betur í sér eðli þess endurgjalds, sem um er rætt. í þessum fyrri skrifum var auðlindarleigan fyrst og fremst rædd sem iðnaðarmál, - aðferð til að tryggja, að útflutn- jngs- og samkeppnisiðnaður gæti 'átt löng og samfelld vaxtar- og blómaskeið, þrátt fyrir misjafna afkomu útvegsins. Auðlindarleigan átti samkvæmt þessum málflutn- ingi að tryggja, að bætt afkoma útvegsins á hverjum tíma, bærist ekki inn í hagkerfið sem of hátt skráð raungengi, sem umsvifalaust dræpi niður útflutnings- og sam- keppnisiðnað og fullvinnslu sjávar- afurða ásamt með ferðaþjónustu og fleiri greinum. Afraksturinn bærist fremur inn í hagkerfið um •h'kissjóð með hækkaðri auðlindar- leigu þegar vel áraði til sjávarins. Með þeim hætti væru hagsveiflur deyfðar og jarðvegur tryggður fyr- ir samfelldan og ótruflaðan vöxt útflutnings- og samkeppnisgreina iðnaðar, þ.m.t. fullvinnslu sjávar- fangs. Það hefur alltaf verið hug- mynd höfundar, að auðlindarleigan yrði ákveðin á uppboðsmarkaði, en ekki með stjórnmálaákvörðun. Nú hefur verið uppgangstími í þessum greinum iðnaðar og það er kaldhæðnisleg staðreynd, að sá vöxtur skuli ekki vera árangur af stefnu nokkurs aðila, heldur tilvilj- unarafleiðing þess, hversu lengi -flestar greinar útvegsins hafa átt érfitt uppdráttar, samhliða raunar vitlegri kjarasamningum á vinnu- markaði frá upphafi árs 1990 en áður höfðu tíðkast. Afleiðingin hef- ur verið lágt raungengi krónunnar í sögulegum samanburði og vöxtur greinanna, sem það skiptir máli. Verði ekki mörkuð stefna, sem tryggir eðlilegt mótvægi við næstu uppsveiflu til sjávarins, er það eins víst og nótt fylgir degi, að nýgræð- ingur og vöxtur þessara ára visnar á skömmum tíma. Það hefur gerst aftur og aftur undangengna ára- tugi og mun gerast enn að óbreyttu. En þetta áttu ekki að vera skrif vum auðlindarleigu sem iðnaðarmál, heldur sem málefni sjáyarútvegs og fískveiðistjórnunar. I þessum skrifum verður gerð tilraun til rök- réttrar greiningar á þeim vanda- málum, sem við er að fást í því efni, í því skyni að leiða fram að- ferð til að móta þá rökstuddu skoð- anakosti, sem velja mætti í milli til að ná viðunandi niðurstöðu fyrir aðila að málinu, bæði til lands og sjávar. Viðleitni höfundarins er að skerpa og koma reiðu á sína eigin hugsun, ef það kynni að verða að gagni til að leysa úr brennandi r pólitísku vandamáli, sem stjórn- málaflokkar hafa vanrækt að tak- ast á við. Helstu staðreyndir um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi Eðlilegt upphaf greiningar af því -tagi, sem hér er reynt til við, er að ná sýn yfir sem flestar af þeim stað- reyndum, sem fisk- veiðistjórnunin felur í sér eins og hún er nú. Stjórnkerfið er nú orðið byggt á framselj- anlegu aflamarki, sem eins og önnur tak- mörkuð gæði fær um- svifalaust verðmæti, sem ræðst í viðskiptum aðila, sem kaupa og selja kvótann til árs eða til frambúðar, hvort heldur sem er einan sér, í viðskiptum með skip eða samein- ingu fyrirtækja. Þetta verðmæti hefur óðara orðið veðand- lag, sem lánastofnanir hafa tekið veð í. Kvótann fá aðilar afhentan án endurgjalds árlega eftir reglum, sem upphaflega voru að grunni miðaðar við veiðireynslu áranna 1981 - 1983, en hefur síðan verið breytt með ýmsum og ógagnsæjum hætti. Aflamarki er þó úthlutað, en sömuleiðis endurgjaldslaust, til aðila, sem enga veiðireynslu hafa, sbr. veiði úr norsk-íslenska síldar- stofninum 1996. Kvótanum er jafn- vel ár eftir ár úthlutað í loðnu- stofn, þar sem ekki næst að veiða hann upp. Aðdraganda aflamarkskerfisins er óþarft að lýsa. Vert er þó að rifja upp, að það er sett í kjölfar þess, að óhaminn veiðiskapur var stundaður, þar sem aflamagnið var markmið, en síður skeytt um gæði aflans eða umgengni um fiskimiðin og auðlindina. Á öllum tímum hafa verið góðir sjómenn á íslandi, sem af hófsemi og virðingu hafa um- gengist þá auðlind, sem færir þeim lífsbjörgina, - bæði fiskinn lifandi til að gera sem minnstan skaða og dauðan til að koma honum sem verðmætustum í höfn. En svo voru líka skuldakóngar í landi og sumir aflakóngar á sjó, sem sóttu harðast og mest, án tillits til nokkurs hlut- ar nema magnsins sem náðist, án tillits til gæða aflans og jafnvel kostnaðar. Það voru þessir síðar- nefndu, sem upphaflegt aflamark verðlaunaði fyrir frammistöðuna. Aflamarkskerfið felur sjálfkrafa í sér þann höfuðgalla, að sjómaður og útvegsmaður eru settir í þá frá- leitu stöðu, að það borgar sig betur fyrir þá, svo miklu munar, að fleygja verðlitlum afla í hafi, frem- ur en að koma með hann að landi og láta hann éta upp verðmætan kvóta skipsins. Það getur hver séð sjálfan sig í sporum útgerðar- manns, eða skipstjóra og háseta á aflahlut, þegar fengist hefur afli, sem 40-50 kr. fást fyrir í landi, þegar honum þyrfti að landa upp í kvóta, sem hefur 90-100 króna verðmæti og hefur jafnvel verið keyptur fyrir það verð. Af sjálfu sér leiðir, að þeir, sem að þessum verknaði standa, segja ekki frá honum. Sjávarútvegsráðherra hef- ur þótt sér sæma að kalla ])essa menn svikara við þjóð sína. I rök- ræðunni hlýtur sú spurning að vakna hvað þeir séu þá, sem búa jafnfráleitar reglur til! Þessi ágalli á fiskveiðistjórn- unarkerfi er svo alvarlegur, að það má telja óhæft þegar af þeirri ástæðu. Fyrir utan verðmætasóun- ina, sem í þessu felst, veldur þetta því, að fiskifræðingar, sem um fiskistofnana fjalla, hafa enga áreiðanlega vissu fyrir hversu mik- ill fiskur er í raun veiddur úr hverjum stofni, hverju er fleygt og hverju lætt framhjá vigt og skráningu. Ráðgjöf fiskifræðing- anna verður af þessum sökum veitt á veikari grunni en ella. Það var eitt af upp- haflegum markmiðum fiskveiðistjórnunar- kerfisins að stuðla að hagræðingu í greininni með því að sameina aflamark á færri skip, Jón úrelda hin lakari og Sigurðsson minnka flotann, sem öllum mátti ljóst vera, að var við upphaf fiskveiðistjórnun- ar miklu stærri, en fiskistofnarnir gátu með neinum viti bornum hætti borið og greitt niður. I þessu efni er sagt, að allmikill árangur hafi náðst að því er varðar samþjöppun kvóta á skip. Hins vegar hefur fisk- Fiskveiðistjórnun er brýnasta, óleysta póli- tíska viðfangsefnið, sem blasir við stjórnmálum á Islandi um þessar mundir. Jón Sigurðs- son freistar þess að greina, skýra og skilja umræðuefnið. veiðiflotinn aldrei í sögunni vaxið eins grimmilega og eftir að kvótinn var settur á og öllum mátti ljóst vera, að hann var of stór. Gerðir útgerða, stjórnvalda og lánasjóða í þessu efni eru gagnrýnisverðar. En við hliðina á þessari þróun gerðist annað, sem höfundur þess- arar greinar hefur ekki yfirsýn yf- ir, en fylgist einungis með af fjöl- miðlum og viðræðum við menn. Sumir kvótalitlir útgerðarmenn freista þess að halda útgerð áfram með því móti að kaupa sér kvóta á markaði. Svo margir þeirra finna sig í þessari neyð, að það sprengir upp verð kvótans. Þess eru dæmi undanfarið, að kvótaieiga til eins árs sé jafnhá fyrir hvert kíló þorsks eins og fæst fyrir þorskinn á mark- aði. Oft er neyð útgerðarmannsins, sem kaupir, í því fólgin, að hann á aðrar fisktegundir en þorsk óveidd- ar og þarf því að kaupa þorskkvót- ann, þó svo hann fái ekkert fyrir að draga hann, gera að honum, ísa og flytja í land, til að geta veitt upp kvótann af öðrum tegundum. Nærri má geta við þessar aðstæð- ur, hversu miklum fiski er hent, ef uppfinningasamir menn hafa þá ekki komið sér upp leiðum til að koma fiskinum undan skráningu. Þarna er auðlindarleigan raunar lifandi komin. Hún er einungis ekki greidd þeim, sem auðlindina á, heldur einhverjum, sem hefur feng- ið aðgang að henni gefins. Það er mikill ljóður á aflamarks- kerfinu, að það í raun lokar leiðum fyrir unga menn, sem vilja verða sjálfs sín herrar og geta hafið út- gerð. Þessi árátta á sumum dugnaðarsjómönnum hefur verið uppspretta kjarnans í stétt út- gerðarmanna alla tíð. Þar fengu menn færi á að reyna sig og árang- urinn vinsaði atgerfismenn í útgerð úr hinum breiða hópi sjómanna. Það stílbrot í aflamarkskerfinu, sem meðferð smábáta hefur verið, ber í sér viðurkenningu á þessari þörf fyrir opnun fyrir sjómanninn, sem ekki hefur fullar hendur fjár, en mikinn dugnað, áræði og út- sjónarsemi. Sú leið er nú líka að lokast, eins og kunnugt er. Eins og fram kemur fyrr í þess- um skrifum, hafa útgerðamenn sjálfir verðlagt kvóta sína í við- skiptum sín í milli. Vegna neyðar sumra þeirra, sem finna sig knúna til að kaupa, er þetta verðmæti örugglega ofmetið. Engu að síður er líklegt, að markaðsverð alls kvótans á uppboðsmarkaði gæti orðið á annan tug milljarða á ári. Það var ætlun stórs hluta alþing- ismanna, þegar aflamarkskerfið var innleitt að ráðstafa kvótanum endurgjaldslaust og án nokkurra kvaða til frambúðar. Það verður að þakka þingmönnum Alþýðu- flokks, að þeir komu í veg fyrir þetta og fengu því til leiðar komið, að fyrsta grein fískveiðistjórnar- laga kveður á um það, að auðlind- irnar í hafinu séu sameign þjóðar- innar. Ætla má, að þróun um meðferð og ráðstöfun aflamarks hafi orðið með ýmsum hætti önnur en höfund- ar fyrirkomulagsins gerðu ráð fyr- ir. Opinber yfirlit þar um hafa eng- in verið birt, en milli manna ganga sögurnar. Sumir seldu bát og kvóta fyrir tugi milljóna króna umfram eðlilegt verð, vegna kvótans, og gátu þar með sest í helgan stein og lifað á þessari óvæntu eign sinni. Aðrir gátu látið bát sinn liggja við bryggju eða grotna uppi á landi og lifað áhyggjulausu iðjuleysislífí í suðurlöndum fyrir árlega leigu af kvótaeigninni. Og svo eru þeir, sem höfðu burði til að kaupa upp og eyðileggja báta í stórum stíl til að komast yfir kvóta bátanna og bæta í sarp sinn. Enn voru þeir, sem einbeittu sínum veiðum út fyr- ir landhelgina og nota kvótaand- virðið til að niðurgreiða þann veiði- skap (til viðbótar niðurgreiðslum úr ríkissjóði með skattaívilnunum til sjómanna) og til að búa til af þeim hagnað, sem kannski ekki var. Hinum megin í dæminu eru svo þeir ógæfusömu menn, sem í leiðinni urðu leiguliðar kvótaeig- endanna og fyrr var getið. Þeir gátu ekki, eða vildu ekki spila á kerfið sér í hag, heldur vildu halda ærlega áfram að stunda sína at- vinnugrein og sjá nágrönnum sín- um fyrir atvinnu og enduðu sem leiguliðar lénsherranna og greiddu þeim ótæpilega auðlindarleigu til að fá að halda áfram að fiska. Loks er vert að minna á atriði, sem Markús Möller mun hafa bent á fyrstur manna. Fái núverandi kvótakerfi að halda áfram óbreytt í einhverja áratugi, kemur að því, að engin útgerð er í raun stunduð í landinu án þess að þær hafi greitt upphaflegum kvótaþegum eða erf- ingjum þeirra fullt markaðsverð fyrir kvótann, - annaðhvort með beinum kvótakaupum eða með því að greiða hlutafjáreigendum verð hlutabréfa, sem felur í sér andvirði kvótans á fullu verði. Þannig liggur Ijóst fyrir hvernig hin viðskiptalega sæaðalstign mundi ganga að erfð- um. Nær allt það, sem hér að framan hefur verið talið er frásögn af og greining á staðreyndum. Það er sömuleiðis staðreynd í þessu sam- bandi, að óheft sókn með þeim flota og þeirri tækni, sem við búum yfir, er óhugsandi. Fæstir stofnar fiska gætu staðist slíkt veiðiálag og skil- að hámarks afrakstri. Um það má deila, hversu góð sú þekking er, sem nú er til og beitt er til að kom- ast að niðurstöðum íim hagkvæm aflahámörk, en það ber ekki að flækja umræðu um fískveiðistjórn- arkerfí með umræðum um það efni. Það er sjálfstætt deilumál og ber að fjalla um sérstaklega. Umræðan sem hér er leidd fram mun þess vegna byggja á forsendu um ein- hver leyfileg aflahámörk án tillits til þess, hvernig komist er að niður- stöðum um þau. Skoðanir um réttlæti og ranglæti Eftir að þannig hafa verið leidd- ar fram staðreyndir um fískveiði- stjórnunina og afleiðingar hennar, er tímabært að ræða skoðanir, rétt- læti og sanngirni, sem það varða, - m.ö.o. þau stjórnmálalegu við- horf, sem þarna eru uppi. Viðhorf hinna áhrifamiklu sam- taka útvegsmanna mótast af ein- skærri og þröngsýnni hagsmuna- gæslu að mestu leyti. Útgerðar- menn hafa að þeirra mati unnið til þess, að þeim séu rétt þessi miklu verðmæti án endurgjalds og allt annað væri skattlagning á þennan undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar, sem útgerðin hefur ekki burði til að taka á sig. Það er alþjóðlegt fyrirbæri í atvinnurekstri, að fyrir- tæki bæta sjaldnast rekstur sinn að marki nema þegar að þeim þrengir. Og forréttindi gefa menn aldrei eftir nema nauðugir. í út- gerð, eins og öðrum rekstri, er eflaust mikið rými a.m.k. í mörgum fyrirtækjum til hagkvæmari rekstr- ar. Mörg gætu gert miklu betur, fengju þau að veiða meira. Auðlind- arleiga, sem ákveðin væri með út- boðum á markaði, mundi ekki skylda neinn til að greiða meir en hann telur sig hafa burði til, en þeir, sem minnsta hefðu burðina, mundu sjálfkrafa grisjast út, með sama hætti og sjálfsagt þykir al- mennt í atvinnurekstri. Þeir, sem ekki eru samkeppnishæfir verða undir. Með því verður atvinnugrein- in smám saman sterk. Til að svo geti orðið þurfa nýir aðilar líka að geta reynt sig á jafnréttisgrund- velli. Stundum hefur þeirri röksemd brugðið fyrir, að auðlindarleiga væri sérstakur skattur á lands- byggðina, án þess að hönd sé fest- andi á rök að baki þeirri skoðun. Leiga, sem þeir greiddu, sem sæju sér hag í því og að heilmiklu leyti væri greidd af fyrirtækjum eins og Granda, HB, ÚÁ, Þormóði ramma, Skagfirðingi og öðrum slíkum stór- fyrirtækjum, væri varla nein sér- stök byrði á landsbyggðina. Hún gæti um sinn dregið úr verðhækkun hlutabréfa í þessum fyrirtækjum og jafnvel lækkað þau í verði. Raunar er vert að spyrja sig, hvort smáútvegsmenn úti um land, sem gera út með tiltölulega litlum til- kostnaði væru ekki mjög sam- keppnishæfir við að bjóða í kvóta, jafnvel í samkeppni við þá stóru. Þeir eru meira að segja margir orðnir því vanir að þurfa að greiða mjög háa auðlindarleigu og gætu hæglega greitt einhverja hóflegri leigu til frambúðar. I hópi forystumanna í útvegi hafa heyrst raddir, sem bera í sér raunsæi gagnvart því, að þess er ekki að vænta, að þjóðin sætti sig við það til frambúðar, að þessi mikla auðlind verði gefin útgerðar- mönnum. Þar fór fyrir stjórnar- formaður Granda hf., sem í ræðu á aðalfundi ræddi þetta mál. Efnis- lega var þar að vísu einungis á ferðinni klókindaleg hugmynd hagsmunaaðila til að komast yfir aðganginn að auðlindinni til fram- búðar fyrir næstum ekki neitt frem- ur en endurgjaldslaust og ganga þannig frá málinu. Raunsærri sjón- armið hafa síðar heyrst, þótt menn séu margir hverjir farnir að veigra sér við að hafa skoðun á málinu, ekki síst eftir ræðu formanns Sjálf- stæðisflokks á síðasta landsfundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.