Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 37 SKOÐUN Margir hafa tjáð sig um þetta efni á undanförnum árum. Bjarni Bragi Jónsson, síðast aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, mun eiga af því heiðurinn að hafa fyrst ritað um auðlindarskatt í 2. hefti Fjármálat- íðinda 1975, en síðan hafa margir tjáð sig. Þar hafa ýmsir kennarar Háskóla íslands farið fyrir og hlot- ið fyrir litlar þakkir útvegsmanna og engar undirtektir stjórnmála- flokka, nema Alþýðuflokks og nú um síðir Þjóðvaka, Alþýðubanda- lags og Samtaka um kvennalista. Morgunblaðið hefur haft skýra stefnu um árabil, að auðlindarleiga af einhverju tagi sé nauðsynleg til að sátt þjóðarinnar náist um þessi mál. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós, að 60-75% þjóðarinnar eru á svip- aðri skoðun. Viðhorf þjóðarinnar er þess vegna skýrt, en í beinni andstöðu við stefnu stærstu stjórn- málaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. í þeim her- búðum hefur svo sem ekki alls kostar verið friðsælt að því er þetta varðar, bæði á landsfundum og svo fyrir einhverjum misserum vegna tilraunar sjávarútvegsráðherra til að koma böndum á óheftar króka- veiðar smábáta. Svo leit út á tíma- bili sem samkomulag hans við smá- bátaeigendur mundi valda vinslit- um hans við aðra útvegsmenn, sem hann hefur annars þjónað dyggi- lega. Þetta var síðan leyst með mútu, sem útvegsmenn tóku við á kostnað svokallaðrar línutvöföldun- ar. Þessa mútu má eflaust meta til hundruða milljóna króna á ári, og útvegsmenn létu sér vel líka. Hvað sem öllum skoðunum líður um sanngirni og réttlæti að því er varðar leigu til þjóðarinnar af auð- lindinni, sem hún á samkvæmt lög- um, verður að viðurkenna, að spurningin um að innleiða auðlind- arleigu hefur aldrei verið sett fram í neinu því formi, sem telja má ákvörðunarhæft fyrir stjórnmála- menn. Ýmsir háskólamenn hafa rætt málið á ýmsum stöðum sem fyrr er getið, bæði munnlega og í rituðu máli og Þjóðvaki hefur með merkum tillöguflutningi á Alþingi undirstrikað, að málið er ekki þróað í þann farveg, að það megi teljast ákvörðunarhæft. Þannig má segja, að andstæðingar auðlindarleigunn- ar hafí getað skákað í því skjólinu, að hugmyndin hafí í raun aldrei verið mótuð þannig að til ákvörðun- ar um hana gæti komið. Athygli er einmitt vakin á þessari staðreynd í íhugulli grein Hjálmars Árnasonar alþingismanns í Mbl. 23. ág. '96. Með tilliti til eindreginnar stefnu Alþýðuflokks í þessu máli um ára- bil, er það honum til vansa, að stað- an skuli vera þessi. Það, sem hér var rakið, eru skoðanir á því sem gerst hefur og nú er tímabært að snúa sér aftur að greiningu og stað- reyndum. Eiginleikar fiskveiðistj órnunarkerfis Hvaða skilyrðum þarf nýtt fisk- veiðistjórnunarkerfi að fullnægja til að það sé ásættanlegt fyrir þorra íslendinga og skila þeim árangri í hagþróun, sem gera verður kröfu til, svo að hagsmunir sjávarútvegs- ins og þjóðarinnar hans vegna og sambýli sjávarútvegsins við aðrar greinar atvinnulífsins sé tryggt? Að tryggja með óyggjandi og staðreynanlegum hætti, að sett aflamörk í hverri fisktegund séu haldin, - kannski ekki nákvæmlega hvert ár, en í heild yfir tíma. Að tryggja þá sömuleiðis, að all- ur afli, sem veiddur er, komi án undanbragða í land til skráningar. M.ö.o., það verða að vera hagsmun- ir sjómanna og útvegsmanna, að aflinn komi allur í land. Að á fáum árum náist fyllsta nýting afkasta- getu flotans með lægsta möguleg- um tilkostnaði á hvert tonn, sem aflað er. Að útdeiling réttar til að veiða eigi sér sta'ð með þeim hætti, að þeir fái réttinn, sem í verki, með bestu tilboðum í hann, sýna best afköst miðað við tilkostnað. Með þeim hætti væri fiskveiðiarðurinn markvisst aukinn og honum skipt milli góðra útgerðarmanna og ríkis- sjóðs. Að tryggja, að eðlileg end- urnýjun og grisjun eigi sér stað í hópi útgerðaraðila, þannig að þeir, sem á hverjum tíma best geta, - þeir geri, en hinir missi til þess tækifærið. M.ö.o. verði markaðs- lausnir látnar um að gera það, sem þær gera best. Að núverandi fiskveiðistjórnun- arkerfí fái aðlögunartíma til að hverfa á hæfilegum árafjölda, svo að útgerðamenn og lánastofnanir geti á 4-6 árum lagað sig að nýju umhverfi. Að núverandi fyrirkomu- lag gjafakvóta til útvalinna, - sem er sambærilegt við forgangsrétt valinna innflutningsfyrirtækja til gjaldeyris á skömmtunartímunum, verði þannig á hæfilegum tíma lagt af. Slík breyting mun leiða til nýrr- ar og jákvæðrar þróunar, eins og gerðist í vöruinnflutningum, þegar gjaldeyrishöftunum var aflétt. Að sú stefna verði aftur leidd til öndvegis, að ákvörðun um leyfileg árleg mörk afla í öllum fisktegund- um er pólitísk ákvörðun, sem ekki Byltingarkennd riýjung í háreyðingu Vatnsleysanlegt vaxfyrir örbylgjuofn: Hitunartími um 20 sekúndur! Hitaskynjari á vaxfyllingunni! Vaxrestar og rúlluhausinn þrifinn með vatni! Þægileg, langtíma háreyðing! Kynning í Borgarapóteki, Álftamýri 1-3, í dag og á morgun kÍ. 13-18. 20% kynningarafsláttur. fœst íjlestum apótekum. Paiis Dreifing: íslenska innflutningsfélagið, sími 588 5508 sé njörvuð niður í ákveðið hlutfall af því, sem fiskifræðingar reikna sig fram til með aðferðum sínum. Að stjórnunar- og eftirlitskerfið sé eins einfalt og öruggt í fram- kvæmd og frekast er kostur og nútímatækni nýtt til hins ítrasta, við útboð, úthlutun, skráningu og eftirlit með framkvæmd. Mjög hörð viðurlög verða að vera við brotum, bæði fjárhagsleg og réttindamissir gagnvart skipstjórnarmönnum, út- gerðar- og eftirlitsmönnum. Að fískveiðistjórnunarkerfið verði svo mikil nýjung á heimsvísu, að það og hugbúnaðurinn, sem það kallar eftir, verði verðmæt söluvara til annarra landa til lausnar á því alþjóðlega vandamáli sem fískveiði- stjórnun er. Til að vinna þetta verk má ekki velja neinar opinberar nefndir, full- ar af slagsmálahundum hagsmuna- gæslunnar. Verkefnið þarf að leysa sem tæknilegt og „akademískt" viðfangsefni snjöllustu manna, sem við eigum til verksins og enga hagsmuni hafa í því aðra en þá að skila góðri og framkvæmanlegri lausn. Að því leyti sem við getur átt þarf lausnin að fela í sér mis- munandi pólitíska kosti, sem hver um sig væri glögglega skilgreindur. Höfuðatriðið er, að vinnsluferlið skili málefninu í ákvörðunarhæfu formi, sem hægt er að útlista bæði fyrir stjórnmálamönnum og al- menningi, þannig að niðurstaðan verði öllum þorra fólks skiljanleg og ásættanleg, þegar upp er stað- ið. Með slíka tillögugerð á borðinu gætu stóru stjórnmálaflokkarnir ekki lengur látið eins og þetta póli- tíska þrætumál sé ekki til, því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinn- ar gerir kröfu til, að það verði leyst. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdasijóri. Við rýmiim fyrir jólabókunum! til 12. október MMm mú í legfep m§ i Sértilboð fimmtudag: Sértilboð föstudag: Cöngurogréttírl-V Upphaflegt verð: 12.250,- VERÐ DAGSINS: 2.950,- Pclli sigursæli i-IV Upphaflegt verð: 7.990,- VERÐ DAGSINS: Vlrkadagaki.9-18 laúgardag 11. okt. kl. 10-18 sunnudag 12. okt kl. 12-16/ BOKALAGÉRÍNN Skjatdborgamúsinu Ármúla 23 Sími: 568-2400 • Fax: 588-8994 <<¦ $ Met þratlaefoi í,S ttg eaiar/Mwe 589 Mtt 1 Mr mM cofer/febare 359 McA tycwmuf poKfunn ðf Pafitpw* fjfejl iWylHMln
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.