Morgunblaðið - 09.10.1997, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.10.1997, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkær eiginkona mín, móöir, tengdamóðir, systir og amma, MARGRÉT EYRÚN HJÖRLEIFSDÓTTIR, Grettisgötu 20a, andaðist á Landspítalanum að kvöldi mánu- dagsins 6. október. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 13. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Bernharð Guðnason, Hjörleifur Guðni Bernharðsson, Hugrún Þorsteinsdóttir, Ágústa Guðrún Bernharðsdóttir, Hákon Arnar Sigurbergsson, Bernharð Margeir Bernharðsson, Hrönn Bernharðsdóttir, Gunnar Haraldsson, Guðmundur Hjörleifsson og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, VIKTOR BJÖRNSSON frá Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju, á morg- un, föstudaginn 10. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Jóna Viktorsdóttir, Ólafur Elíasson, Sigríður Pétursdóttir, Þóra Viktorsdóttir, Úlfar Kristmundsson, Alfreð Viktorsson, Erla Karlsdóttir, Guðmundur Einarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, STEFANÍA JÓHANNSDÓTTIR, Lönguhlíð 21, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánu- daginn 6. október. Aðalsteinn Indriðason, Jóhanna G. Sigurðardóttir, Leifur Á. Aðalsteinsson, Margrét Valgerðardóttir, Aðalsteinn Ó. Aðalsteinsson, Ásdís Elín Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir minn og móðurbróðir okkar, JÓNATAN STEFÁNSSON, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 1. október, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. október kl. 14.00. Hólmfríður Stefánsdóttir, Guðsteinn Þengilsson, Rannveig Þormóðsdóttir, Ingólfur Þormóðsson, Eiríkur Þormóðsson. + GUNNLAUGUR STEFÁNSSON fyrrv. fulltrúi frá Ærlækjarseli, Öxarfirði, Dalbraut 20, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 7. október sl. Vandamenn. + TRAUSTI RUNÓLFSSON fyrrv. framreiðslumaður, andaðist þriðjudaginn 22. seþtember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Hofland Traustadóttir. OLOF GESTSDÓTTIR + Ólöf Gestsdóttir fæddist á Hafn- arhólmi í Stein- grímsfirði 22. ágúst 1907. Hún lést á Landspítalanum 1. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Gestur Kristjánsson og Guðrún Árnadóttir. Ólöf átti tíu systkini en aðeins eitt þeirra, Magndís, lif- ir. Hinn 25. mars 1926 giftist Ólöf Sigurgeiri Áskelssyni, f. 22.5. 1901, d. 26.5.1975. Þau eignuð- ust fimm börn: 1) Jóhanna Guð- rún, f. 7.1. 1926. 2) Guðmundur Marz, f. 14.3. 1980, d. 30.4. 1960. 3) Helena Hólm, f. 17.4. 1935, d. 9.2. 1997. Maki, Bær- ingur Guðvarðarson, f. 9.6. Elsku mamma og tengda- mamma. Þegar við vorum saman í Kristiansund í Noregi fyrir fjórtán dögum, grunaði ekkert okkar að kveðjustundina bæri svona brátt að. Yfirleitt sagðir þú þegar þú varst á förum heim eftir að hafa heim- sótt okkar: „Ætli þetta sé nú ekki í síðasta sinn sem ég kem. Ég er nú orðin svo gömul.“ í þetta sinn sagðir þú hins vegar: „Hver veit, kannski ég komi nú bara næsta sumar.“ Við tókum öll undir það, því okkur fannst þú vera svo ungleg og hress. En svo dundu ósköpin yfir og þú varðst fyrir þessu hræði- lega slysi sem kostaði þig lífið. Nú sitjum við hér eftir með minning- arnar margar og ljúfar. Þú varst alltaf léttlynd og gam- ansemi þín kom okkur alltaf í gott skap. Jafnvel á banalegunni gerðir þú að gamni þínu við þá sem voru nærri þér. Guðstrúin og grínið blandaðist vel hjá þér. Guð gaf þér létta lund í vöggugjöf. Þessa gjöf notaðir þú til að strá gleði í kringum þig. Ógleymanlegt er ferðalag okk- ar til Þrándheims þegar þér var gefið sælgæti með því sérstæða nafni „máfaskítur". Þér þótti þetta víst bara gott, elsku mamma. Þá kom glettnin upp í þér og þú ortir þessa stöku: Nú ég Ioksins neita hlýt og næstum við ég ekki lít ekki meiri „máfaskít" mína í gotteríis hít! Líf þitt var þó ekki bara glens og gaman. Pabbi vildi alltaf vinna sjálfstætt og þú tókst jafn mikinn þátt í því með honum, hvort sem um var að ræða sjómennsku, gúmmískógerð eða búskap. Þar fyr- ir utan sinntir þú heimili þínu vel, saumaðir og pijónaðir allt á okkur börnin þín. Alla tíð umvafðir þú okkur ást og umhyggju. Þess vegna 1928. Börn þeirra: Guðný, f. 12.6. 1963 og Áslaug, f. 8.6. 1964, maki hennar Jóhann Halldórs- son, f. 7.10. 1951. Börn þeirra: Rósa, f. 9.9. 1983, Helena, f. 18.9.1985, Eyrún, f. 18.3. 1990. Ólöf Jóhanna, f. 11.5. 1970. Börn hennar: Anna Lilja Sigurð- ardóttir, f. 20.5. 1989 og María Lena Sigurðardóttir, f. 1.10. 1990. 4) Garð- ar Hólm, f. 24.4. 1940, d. 13.2. 1946. 5) Garðar, f. 11.6. 1948, maki: Anne Marie Antonsen, f. 29.12. 1945. Börn þeirra: Guð- mundur Marz, f. 24.6. 1969 og Berit Nanna, f. 25.11. 1975. Útför Ólafar fór fram frá Fíladelfíukirkjunni 6. október. finnst okkur missirinn svo mikill og söknuðurinn sár. Samt vorum það ekki bara við sem nutum umhyggju þinnar. Hjarta þitt var alltaf hjá þeim sem áttu erfitt í lífinu. Þín mesta gleði var að geta gefið og glatt aðra. Oft heyrðum við þig biðja á kvöldin og nefna okkur öll ástvini þína með nafni. Við vitum að bæn- ir þínar voru heyrðar. Þegar sorgin barði að dyrum við missi ástvina þinna fannst þú styrk í trúnni á frelsara þinn. Þetta bar þig í gegnum alla erfiðleika. Nú ber þessi sama trú okkur, sem eftir lif- um, í sannfæringunni um að við munum hittast á himnum og gleðj- ast saman þar. Með þessum orðum kveðjum við þig, elsku mamma okkar. Þú hefur alltaf elskað okkur og við höfum alltaf elskað þig. Jóhanna, Garðar og Anne. Okkur langar að minnast elsku ömmu okkar. Þú varst okkur svo mikils virði. Við erum svo þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Séstaklega eru minningarnar kærar frá í sumar, þegar þú heim- sóttir okkur í Noregi og við fengum að halda upp á níutíu ára afmæli þitt með þér. Alltaf varst þú svo léttlynd og skemmtileg og okkur fannst svo gaman að vera með þér, elsku amma. Við erum svo þakklát Guði fyrir að við skyldum ná að komast til þín og vera með þér síðustu stund- irnar sem þú lifðir. Við munum sakna umhyggju þinnar og kær- leika sem þú gafst okkur svo fús- lega. Betri ömmu hefur enginn átt. Það er okkur huggun að vita að þú varst reiðubúin að fara og að þú hefur það gott heima hjá Guði. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, LÁRUS ÁGÚST LÁRUSSON, Aflagranda 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 10. október kl. 15.00. Valgerður Ragnarsdóttir, Eiríkur Ingi Lárusson, Jakob Lárusson, Andri Þór Lárusson, Lárus Ó. Þorvaldsson, Sveinbjörg Eiríksdóttir, Ragnar Ingi Hálfdánsson, Sigríður Þ. Jakobsdóttir og systikini. Við geymum þig í hjarta okkar, elsku amma. Guðmundur og Berit Nanna. Ólöfu Gestsdóttur kynntist ég fyrst sem mömmu hans Gæja, Garð- ars Sigurgeirssonar, en hann var einn helsti gleði- óg söngfrömuður á meðal unga fóíksins í Fíladelfíu þegar ég kynntist þeim ágæta hópi í lok sjöunda áratugarins. Garðar var þá búinn að stofna heimili með konu sinni, Anne Marie Antonsen, og bjuggu þau í kjallaraíbúð í föður- húsum Garðars að Ægissíðu við Kleppsveg. íbúð þeirra hjóna var vinsæll samkomustaður unga fólks- ins á þessum árum, þar var löngum setið við gítarspil og söng, bæna- hald og biblíulestur, að ógleymdu spaugi sem Garðar átti oftar en ekki upptök að. Fengu ýmsir, skyld- ir og óskyldir, að kenna á sprellinu. Þegar ég stofnaði heimili með Guðfínnu, konu minni, 1976 feng- um við inni undir þaki Ölafar Gests- dóttur í Miðtúni 88. Við leigðum af henni rishæð og í kjallaranum bjuggu önnur ung hjón, Steinunn Þorvaldsdóttir og Hafliði Kristins- son. Þegar við fluttum í Miðtúnið var Ólöf nýlega orðin ekkja og hélt heimili með Jóhönnu, dóttur sinni. Ólöf reyndist okkur ungu hjónun- um góður leigusali og hollur vinur. Hún var gestrisin og bauð okkur oft í kaffi og spjall. Þá barst talið gjarnan að minningum úr fortíð- inni, norðan úr Steingrímsfirði eða frá því hún kynntist fyrst Hvíta- sunnusöfnuðinum. Ólöf hafði ákveðnar skoðanir, sagði skemmti- lega frá og sá gjarnan spaugilegu hliðina á málunum. Það leyndi sér ekki hvaðan sonurinn erfði kímni- gáfuna. Hún var einlæg kristin kona og bar ávexti trúarinnar, gleði, góðvild og kærleika, í ríkum mæli. Það kom líka fyrir að Ólöf lagði okkur lífsreglurnar, ef henni þótti eitthvað öðruvísi en það átti að vera. Það gerði hún af þeirri hreinskilni' sem henni var í blóð borin. Við hjónin hittum Ólöfu síðast í vor. Þá var hún eins og hún átti að sér að vera, glöð og með gaman- yrði á vörum. Þrátt fyrir háan aldur var kjarkurinn óbugaður og hún full tilhlökkunar yfir að vera á leið til Noregs að hitta Garðar sinn, Anne og barnabörnin. Hún var komin heim úr þeirri för fyrir nokkru þegar hún varð fyrir slysinu sem leiddi hana til dauða. í hugum okkar er bjart yfir minn- ingunni um Ólöfu Gestsdóttur og við erum þakklát fyrir kynni okkar af henni. Við biðjum ástvinum Ólaf- ar blessunar Guðs og huggunar. Guðni Einarsson. „Elskan mín! ertu komin?“ sagði Ólöf þegar ég kom á sjúkrastofu hennar, þar sem hún lá á gjörgæslu- deild Landspítalans eftir hörmulegt slys, sem hún varð fyrir á heimili sínu. „Elskan mín!“ Þannig ávarp- aði hún mig oftast og kyssti mig um leið á kinnina. Vinátta okkar hjónanna við þær mæðgur Ólöfu og Jóu hafði staðið í mörg ár, einn- ig við Garðar, Anne og börnin. Ólöf var ævinlega hress og gerði oft að gamni sínu. Nú lá hún þarna á sjúkrabeði með mikil brunasár. Á þannig stundu skortir mann oft orð: „Það er gott að eiga Jesú, og geta lagt líf sitt í hans hendur," sagði ég. Já, svaraði hún með sinni ákveðnu röddu og síðan fór hún með fyrstu versin í Davíðssálmi 23. „Drottinn er minn hirðir" sagði hún með veikari röddu og svo heyrði ég aðeins hvíslið af framhaldinu, „mig mun ekkert bresta". í huga hennar hljómaði áframhaldið. „A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyr- ir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekk- ert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“ Drottinn er minn hirðir. Já, það hafði Ólöf svo sannarlega fengið að reyna. I sorg og í gleði hafði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.