Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR9.0KTÓBER1997 39 MINNINGAR hún reynt mátt Drottins, hvernig hann annaðist hana og gaf henni styrk og kraft. Hún fékk einnig að reyna hvað það er að hvílast á grænum grundum og teyga af vatn- inu sem huggari hennar gaf henni. 19 ára gömul eða n.t.t. 25. mars 1926, gekk hún að eiga lífsförunaut sinn, Sigurgeir Guðmund Áskelsson frá Bassastöðum við Steingríms- fj'örð og fyrstu árin bjuggu þau á Hafnarhólmi. Þau eignuðust fimm börn. í Reykjavík bjuggu þau Ólöf og Sigurgeir lengst af á Ægissíðu við Kleppsveg, þar sem Sundaborgin er nú. Þar stunduðu þau sjálfstæðan atvinnurekstur og framleiddu meðal annars gúmmískó, sem þau seldu víða um land. Samhliða skógerðinni ráku þau kúabú í nokkur ár og höfðu 10 kýr þegar mest var. Eftir kúabúskapinn fengu þau sér hænur og seldu egg í margar verslanir og eins í heimahús. Þau hjónin voru þekkt fyrir að hafa heiðarleikann og Guðsóttann í fyrir- rúmi. Eitt til tvö egg voru ævinlega umfram vigt. Þannig kenndu þau börnum sínum að koma fram í við- skiptum. Þegar rýma þurfti Ægisíð- una fyrir þeim byggingum sem nú standa í Sundaborginni, fluttu þau í Miðtún 88, en ráku þó hænsnabú áfram og þá úti á Seltjarnarnesi, eða þar til Sigurgeir lést árið 1975. Ólöf var afar dugleg og mikil hannyrðakona. Meðan börnin voru að alast upp, saumaði hún sjálf fötin á börnin sín. Einnig var hún dugleg við útsaum og prjónaði mik- ið. Lopapeysur hennar voru vinsæl- ar og prjónaði hún fyrir Álafoss- verksmiðjuna og seldi einnig í versl- anir hér í borg og jafnvel erlendis. Ólöf var hagyrt og orti margar tækifærisvísur. Hún var jafnan létt- lynd og skemmtilegur félagi og gerði oft að gamni sínu og átti létt með að koma fyrir sig orði. Jafnvel á sjúkrahúsinu gerði hún að gamni sínu og sagði meðal annars við nöfnu sína: „Þetta var nú meira baðið." Hjartahlý var Ólöf og þeir sem minna máttu sín snertu við hjarta hennar og oft gaf hún bæði til fangahjálpar og annarra líknar- stofnana. Árið 1955 urðu breytingar í lífi þeirra hjóna. Sigurgeir veiktist og var þeim bent á að láta biðja fyrir honum bæði hjá Guðrúnu í Hafnar- firði og eins hjá hvítasunnumönnum. Vegna þessa fór hún að sækja kristi- legar samkomur á þessum stððum og stundaði þær um nokkurt skeið. Trúuð hafði Olöf alltaf verið en hún fann að eitthvað vantaði í líf sitt. Boðskapurinn gekk út bæði í söng og tali og hvatningin hljómaði, „komdu til Jesú". En þrátt fyrir mikla leit fann hún hvergi þetta persónulega samfélag við Jesú. Það var ekki fyrr en einn predikarinn útskýrði fyrir henni út frá heilagri ritningu: „að hver sem ákallar nafn Drottins mun frelsast," og „öllum þeim sem tóku við honum (Kristi) gaf hann rétt til að verða Guðs börn." Þá laukst fagnaðarerindið upp fyrir henni og meðtók hún Jes- úm Krist sem sinn persónulega frels- ara. Þetta sama ár, eða 28. októ- ber, lét Ólöf skírast niðurdýfingu og gerði hvítasunnusöfnuðinn að sínu andlega heimili, og hefur hún verið einn af stólpum safnaðarins. Hlýju orðin og handtökin sem við hjónin fengum frá henni við innsetningu okkar sem forstöðuhjóna, geymum við í hjarta okkar. Ólöf Gestsdóttir fékk hinsta kall- ið að morgni 1. okt. sl., níræð og rúmum mánuði betur. Hún kveið ekki heimferðinni, því þangað lang- aði hana að fara og sjá frelsara sinn augliti til auglitis. Nú hefur hún fullnað skeiðið, varðveitt trúna og nú á hún hinn óforgengilega sigursveig, sem henni var geymdur á himnum. Um leið og við vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð, þökk- um við Guði fyrir traustan vin og kæra trúsystur í Kristi Jesú. Kveðja frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Ester K. Jacobsen og Vörður L. Traustason. SKULIJOHANN GUÐMUNDSSON + Skúli Jóhann Guðmundsson fæddist í Reykjavík 14. janúar 1950. Hann lést á heimili sínu 30. september síðastliðinn. For- eldrar hans eru Kristin Elísa Heið- veig Skúladóttir frá Hellissandi, fædd 15. október 1921, og Guðmundur Jónsson, frá Skál- um á Langanesi, fæddur 22. febrúar. 1921, dáinn 9. októ- ber 1960. Þau slitu samvistir. Seinni maður Kristínar er Jón- as G. Björnsson, fæddur 6. ág- úst 1929. Bræður Skúla voru Jón Daníel Guðmundsson, fæddur 31. ágúst 1947, dáinn 7. janúar 1980. Hann var giftur Önnu H. Auðbergs- dóttur. Þau áttu tvö börn, og Óskar E.H. Guðmundsson, fæddur 9. ágúst 1951, dáinn 3. nóv- ember 1978. Eftir- lifandi er hálfsystir þeirra bræðra, Birna G. Jónasdótt- ir, fædd 9. nóvem- ber 1956. Birna er gift Pétri Gunnar- syni, bílstjóra, og eiga þau tvö börn, Jónas Guðbjörn og Guðrúnu Elísabetu. Lengst af bjó fjðlskyldan í Vest- urbænum en síðustu 12 árin í Grafarvogi. Útför Skúla Jóhanns fer fram frá Askirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Elsku bróðir minn, mikið þakka ég þér fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman. Alltaf beiðst þú eftir okkur um helgar til að geta spjallað og hlegið. Og jólin öll sem við áttum saman þegar fjöl- skylda okkar kom saman heima hjá mér. Ég eldaði uppáhaldsmat- inn þinn og Pétur sló á létta strengi og mikið var hlegið. Sérkenni Skúla voru hvað hann var alltaf kærleiksríkur og kurteis. Hann mátti aldrei neitt aumt sjá því þá var hann boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd. Skúli var mjög glaðlyndur og honum þótti alltaf mjög gaman að fá gesti, og þá sá hann um kaffið. Skúli ferðaðist mikið á yngri árum til útlanda. Hann var mjög músíkalsk- ur, spilaði á gítar, orgel og prófaði fiðluna. Ennfremur voru útsaums- myndir hans listaverk. Skúli lifði fyrir fjölskylduna og foreldra sína sem reyndust honum mjög vel. Skúli var verkamaður hjá Eimskip í 18 ár og eignaðist hann í starfi sínum marga vini. Skúla þótti óskaplega vænt um vinnufé- laga sína sem hann talaði mikið um enda reyndust þeir honum vel í gegnum árin. í maí sl. greindist Skúli með alvarlegan sjúkdóm. Þá lá hann á krabbameinsdeild Land- spítalans í þrjár vikur en var svo heima eftir það. Innilegar þakkir sendum við læknum og hjúkrunarfólki sem stunduðu Skúla á Landspítalanum og hjúkrunarfólki í heimahjúkrun. Skúli umgekkst mikið Guðrúnu og Jónas. Guðrún var í miklu uppá- haldi hjá Skúla enda var hún perlan hans. Skúli undi sér mikið yfir knattspyrnu í sjónvarpinu og oft sátu þeir pabbi, Jónas^ og Skúli saman yfír stórleikjum. í dag kveð ég þig, Skúli minn, í hinsta sinn með miklum söknuði. Megir þú hvíla í friði. Þín systir, Birna. Nú legg ég augun aftur Ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Mig langar í fáeinum orðum að þakka Skúla jiyrir samveruna á þessari jörð. Ég á fallegar minn- ingar um góðan dreng. Eg kynnt- ist Skúla fyrir mörgum árum, og mér er minnisstætt hve hann var sérstaklega kurteis og hjartagóður við alla. Árið 1978 fluttist Birna systir hans í sama hús og ég og tókst með okkur mikill vinskapur og þá komst upp að Skúli væri bróðir Birnu. Þá fékk ég fréttir af Skúla. Minning hans er ljós í lífi okkar. Elsku Kristín, Jónas, Birna, Pét- ur og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Guðmunda. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (PJ.A.) t Það var sumarið 1987 sem við kynntumst Skúla, Kristínu og Jón- asi. Við vorum að flytja í nýtt hverfi og eignast nýja nágranna. Þótt við værum aðeins þriggja og sex ára hófst samt vinátta sem hefur staðið síðan. Þegar við fréttum af veikind- um Skúla var okkur brugðið en trúðum þó að hann myndi hressast enda varla orðið misdægurt fram að því. Okkur langar að þakka Skúla vináttuna öll þessi ár og vottum Kristínu, Jónasi og fjölskyldu sam- úð okkar. Birgir Rafn og Anita. Elsku Skúli. Fallinn er frá góður drengur á besta aldri, í blóma lífs- ins. Alltaf tókstu vel á móti okkur hjónum þegar við komum til þín í heimsókn þótt þú værir orðinn mjög veikur. Þegar við komum til þín kvöldið áður en þú lést ásamt Pétri mági þínum bauðstu okkur kaffí meðan verið var að hjúkra þér. Þú hugsaðir alltaf mikið um alla sem þú þekktir, þér var umhugað um að allir hefðu það gott. Alltaf talaðir þú mikið um mömmu þína og fósturpabba og alltaf um elsku systur þína. Það er mikið lagt á móður þína, fósturföður og systur að sjá á eftir þriðja syninum og bróður sem allir hafa fallið frá á besta aldri. Mikið þótti okkur vænt um þegar þú komst með okkur á veitingahús um daginn þótt ekki væri þrekið mikið. Þá sýndir þú hvern mann þú hafðir að geyma. Þú ætlaðir aldr- ei að þiggja matinn og vildir endi- lega borga fyrir þig sem ekki kom til greina af okkar hálfu. Kynni okkar hófust snemma í bernsku þegar föðurbróðir minn Jónas og móðir þín hófu búskap. Aldrei féll skuggi á okkar kynni. Því miður kynntist konan mín þér alltof seint. Aldrei kvartaðir þú eða talaðir um veikindi þín. Þínir nánustu ætt- ingjar hugsuðu alltaf mjög vel um þig, móðir þín, fósturfaðir, systir og mágur, og börnin þeirra, en aldr- ei vildir þú láta hafa mikið fyrir þér. Núna þegar Skúli er allur kem- ur yfir okkur söknuður en minning- in um góðan mann er björt. Við hjónin og fjölskylda okkar biðjum guð almáttugan að geyma þig og styrkja fjölskyldu þína í þess- ari miklu sorg. Elsku Skúli, hvíl þú í friði. Þínir vinir, Guðmundur og Áslaug. GUNNAR B. EINARSSON, Litlugrund, áður til heimilis í Nóatúni 26, lést aðfaranótt miðvikudagsins 8. október, Kristján Gunnarsson, Þórir Gunnarsson, Stefán Jónsson, Anný Antonsdóttir, Ragnheiður Baldursdóttir, Eva Óskarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SVERRIR BJÖRNSSON, Sólvallagötu 39, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. október. Laufey Helgadóttir, Matthías Sverrísson, Þráinn Sverrísson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AXEL EYJÓLFSSON frá Seyðisfirði, Sólvallagötu 3, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 10. október kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Jóna Jensen, Sigríður Jensen Axelsdóttir, Ingvar Hauksson, Níls Jens Axelsson, Hólmfríður Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG RUNÓLFSDÓTTIR, Efriey I, Meðallandi, verður jarðsungin frá Langholtskirkju í Meðal- landi laugardaginn 11. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Rauða kross [slands. Sætaferð verður frá BSÍ kl. 9.00. Þórir Bjarnason Guðgeir Bjarnason, Arndís Eva Bjarnadóttir, Runólfur Bjarnason, Gunnhildur Bjarnadóttir, Sigrún Sæmundsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Anna Arnardóttir, Sigurjón Einarsson, og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTÍN KARLSDÓTTIR, Brimhólabraut 6, Vestmannaeyjum, sem lést 30. september sl., verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Vestmannaeyjum föstu- daginn 10. október kl. 16.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Systrafélagið Alfa. Arnmundur Þorbjörnsson, Ásta Arnmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Gyða Arnmundsdóttir, Viðar Aðalsteinsson, og barnabörn. Lokað Vegna útfarar LÁRUSAR Á. LÁRUSSONAR, sölustjóra, verður fyrirtækiö lokað eftir hádegi á morgun, föstudaginn 10. október. Ekran ehf., Vatnagörðum 6, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.