Morgunblaðið - 09.10.1997, Page 40

Morgunblaðið - 09.10.1997, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR FREYR HALLDÓRSSON Guðmundur Freyr Halldórs- son fæddist í Reylyavik 11. júní 1941. Hann lést 1. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigrún Lína Helgadóttir og Halldór Sigurðsson matsveinn, bæði látin. Hann var næ- stelstur fimm barna þeirra. Systkini: Jó- hann, Valgeir, Sig- urjón, Helgi og Sig- urlína. Siguijón er látinn. Eiginkona Guðmundar er Aagot Emilsdóttir og eiga þau eina dóttur: Emilíu, sálfræði- nema. Synir af fyrri hjónabönd- um: Hlynur framkvæmdasljóri, kona hans Hafdis Óskarsdóttir og eiga þau þrjú börn, Hilmir kjötiðnaðarmaður, ókvæntur, á eina dóttur. Guð- mundur Freyr skip- stjóri, kona hans er Linda Magnúsdótt- ir, eiga þau eina dóttur. Guðmundur Freyr lærði ungur matreiðslu og vann við það á Keflavík- urflugvelli í nokkur ár, en síðan um ára- bil sem verslunar- stjóri í Húsgagna- versluninni Blá- skógum í Reykja- vík. Síðustu 20 árin var hann sendibílstjóri hjá Nýju sendi- bílastöðinni. Stundaði glímu hjá Ármanni um árabil og vann til verðlauna. Utför Guðmundar Freys Halldórssonar verður gerð frá Vidalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Freyr minn. Við kveðjum þig með söknuði og þakklæti fyrir allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, # vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stn'ð. Far þú í friði, V friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megi góður Guð gefa Gottu og börnum þínum styrk í sorginni. Fjölskyldan Hrísateig 23. Elsku besti frændi minn hann Guðmundur Freyr er dáinn eftir stutta en kvalafulla baráttu við krabbamein. Nú er komið að því sem við vissum öll að myndi ger- ast, en ekki svona fljótt. Bróðir föður míns var einn almennilegasti maður sem ég veit um. Hann gerði líf fjölda manna betra, bara með því að veita þeim nærveru sína. En nú er hann dáinn. Við spyijum okk- ur öll: „Af hveiju hann?“ Hann Freyr okkar sem var bæði sterk- byggður og mjög lífsglaður maður. Hann gerði aldrei flugu mein. En einhvern tíma verðum við víst öll að deyja, og Guð hefur valið þennan dag fyrir hann. Ég er fullviss um að Freyr frændi var bara alltof góður maður fyrir þennan heim. Allir sem þekktu hann eiga mjög góðar minningar um hann. Ég held að Freyr frændi hafi lokið þessu lífi svo snögglega því að hann hefur klárað allt það karma sem hann hefur átt að ljúka í þessu lífi, með öllum þeim réttlætishugs- unum og góðverkum sem hann framkvæmdi og sýndi fólkinu í kringum sig. Alltaf þegar ég hitti hann, kom hann með opinn faðminn í átt að mér og ég fékk þétt faðmlag frá honum. Hann lét mann alltaf finna fyrir því að honum þætti vænt um mann. Þegar maður var reiður og sár útaf einhveiju, réttlætti hann það alltaf og gaf mér góð ráð. Allt- af var hann að monta sig af því —1 hversu unglegur og myndarlegur hann væri miðað við bræður sína. Það geislaði alltaf af honum gleði og hamingja og oft hef ég hugsað um hvernig í ósköpunum er hægt að vera svona lífsglaður í svona grimmum heimi. Nú hvílir þú hjá ömmu Sirru og Sigga bróður þínum sem létust ekki alls fyrir löngu og þið passið uppá hvort annað. En elsku Freyr minn, ég reyni sem ég get að styðja íjölskyldu þína í þessari miklu sorg sem nú hvílir á henni. Því að ég veit að þú hefðir gert það sama fyrir okkur hin. Minningin um Guðmund Frey frænda minn mun alltaf lifa í huga okkar sem eftir lifum. Við hittumst á betri stað og betri tíma, þegar að því kemur. Ég sendi fjölskyldumeð- limum innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Sigrún Lína Helgadóttir. Aldrei kom mér það í hug að standa yfir moldum Guðmundar Freys, sem var hreystin sjálf holdi klædd, frækinn glímumaður og sjaldan, ef nokkurn tíma, aflfátt. Guðmundur háði marga glímuna og sótti vinninginn af fræknleik og drengskap. Nú hefur hann nýlokið þeirri síðustu, þar sem andstæðing- urinn mátti sín meir, enda er mað- urinn með ljáinn sá sem alla sigrar að lokum. Ekki vantaði að Guð- mundur verðist vel og hetjulega og jafnvel um tíma leit út fyrir sem hann ætlaði að hafa betur, en örlög- in voru þegar ráðin. Guðmundur Freyr kenndi þess sjúkdóms, sem leiddi hann til dauða, fyrir tæpu ári. Hann gekkst undir aðgerð, sem virtist heppnast vel, og hann tók til við að undirbúa sig til að hefja störf á ný, því hann var staðráðinn í og viss um, að hann hefði um síðir fullan sigur á vá- gesti þessum. Ég kynntist Guðmundi Frey fyrir röskum tveimur áratugúm, þegar hann hóf búskap með Gottu systur minni, en okkar kynni urðu þó ekki að marki fyrr en síðasta áratuginn, þar sem miklar vegalengdir skildu okkur að fram að þeim tíma. Guðmundur var Reykjavíkurbarn og ólst þar upp í stórum systkina- hópi og réð ég það af frásögnum hans að ekki var mulið undir fjöl- skylduna, né safnaði hún veraldleg- um auði. En í þeim ranni hafa ærsl og lífsgleði verið í fyrirrúmi og bjó Guðmundur að þeim verðmætum allar götur til hins siðasta, því ætíð var stutt í brosið. En engu síður var Guðmundur mikill alvörumaður og velti fyrir sér flóknu mannlífinu á alla kanta. Guðmundur Freyr sigldi lífsins ólgusjó ekki án ágjafa, fjarri því, hann þurfti eins og svo margir aðr- ir að takast á við hin flóknustu mál og hann gerði það með þeim hætti að ég hlaut að dást að honum. Við sem þekktum hann vel bárum ótak- markaða virðingu fyrir honum, og erum honum óendanlega þakklát fyrir það, sem hann var okkur öllum í fjölskyldunni. Guðmundur var öðru fremur duglegur og traustur og hann var ekki þeirrar gerðar að vera á ferð og flugi á milli vinnu- staða. Um árabil starfaði hann á Keflavíkurflugvelli hjá ameríska hernum sem matreiðslumaður, er hann hafði lært til. Hann sinnti starfi verslunarstjóra hjá hús- gagnaversluninni Bláskógum um nokkurra ára skeið. í fulla tvo áratugi rak Guðmund- ur sinn eigin sendiferðabíl frá Nýju sendibílastöðinni og sinnti þeim starfa alla tíð af þeim dugnaði og samviskusemi, sem var honum svo eiginleg. Traust, virðingu og vináttu eignaðist hann hjá samferðamönn- um sínum og er hans sárt saknað, því hann var einkar glaðsinna og bóngóður og vildi hvers manns vanda leysa. Viðskiptamenn hans báru honum allir eins söguna og vildu umfram allt hafa slíkt val- menni í þjónustu sinni og voru í sambandi við hann á öllum tímum að fela honum hin ýmsu verkefni til að leysa úr. Það leiðir af eðli máls að Guðmundi voru falin alls- konar trúnaðarstörf, þótt hann sæktist ekki eftir sviðsljósinu, enda var hann of mikill höfðingi til að berast á. Guðmundur Freyr setti hlutina í forgangsröð. Honum var umhugað að fjölskylda hans ætti öruggt skjól í hörðum heimi og hann var alveg sérstaklega ábyggilegur í fjármálum og kunni öllum öðrum betur, sem ég þekki, að spila úr því, sem var úr að moða. Á vettvangi íþróttar sinnar glím- unnar var Guðmundi Frey sýndur allskonar sómi, sem vert var. Hann vann titla eins og íslands- og Reykjavíkurmeistari margsinnis og 1977 hampaði hann skildi Ármanns. En titlar og verðlaunagripir eru þó ekki það, sem upp úr stendur, held- ur minningin um glímumanninn, sem glímdi öðrum mönnum betur, fimlegar og af slíkum drengskap að eftir var tekið og verður lengi i minn- um haft. Guðmundur fór í margar utanferðir til að sýna glímu. Var hann þá jafnan valinn til að vera fánaberi og athygli vakti hvern veg hann framkvæmdi fánakveðjuna á heimssýningunni í Kanada 1968, virðulega og fallega. Aðrir munu af meiri þekkingu en undirritaður gera skil þessum þætti í lífshlaupi Guð- mundar. Guðmundur var iðinn við kolann og lét vinnuna sitja fyrir og því gaf hann sjálfum sér of lítinn tíma. Á útmánuðum fórum við saman í gönguferð og gengum að hæsta fossi landsins Glym. Guðmundur blés ekki úr nös og naut þess að vera úti í náttúrunni og virða fyrir sér útsýnið yfir Hvalfjörð. Á leið- inni niður renndum við okkur niður fannirnar og skemmtum okkur kon- unglega og létum eins og smástrák- ar. Þetta ætluðum við að gera að árlegum atburði. Mér þykir vænt um þessa samverustund okkar og mun lengi minnast hennar. Dætur okkar Guðmundar, Ágústa og Emilía, eru mjög jafnaldra og nánar. Með þeim og Guðmundi var einstakt vináttusamband og þeim dýrmætt og ef til vill þau verðmæti sem verða þeim hvað óbrotgjörnust er stundir líða. Guðmundur átti fyr- ir þijá sonu Hlyn, Hilmi og Guð- mund Frey, allir glæsilegir atgerfis- menn. Þeim, flölskyldum þeirra, systkinum Guðmundar og þeirra fjölskyldum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Börnum Gottu af fýrra hjóna- bandi var Guðmundur Freyr sem besti faðir og börnum þeirra kær afí. Það er mikill sjónarsviptir að þessum glæsilega íþróttamanni og dugnaðarforki og tregt tungu að hræra, þegar hann er fallinn frá, langt um aldur fram. Við fjölskylda Gottu kveðjum kæran vin og minnumst hans ætíð er við heyrum góðs manns getið. Sjálfur er ég viss um að þegar ég hitti Guðmund handan móðunn- ar miklu verða fagnaðarfundir og hann mun óðara bjóða upp á sterkt kaffi með góðri köku og ís. Elsku Gotta og Emilía, við Þór- unn og Ágústa Rós biðjum að góð- ur guð megi styrkja ykkur og aðra ástvini Guðmundar í sorginni og efla ykkur í mótlætinu. Blessuð sé minning Guðmundar Freys Halldórssonar. Árni M. Emilsson. Heimssýning var haldin í Montreal í Kanada sumarið 1967. ísland var ein þjóðanna, sem þar komu fram. Við aðalinnganginn að sýningarsvæðinu var torg. Við það á þijár hliðar voru áhorfendasæti sem í grísku hringleikahúsi. Opin var fjórða hliðin fram að stöðu- vatni. Sýn til þess lokaðist af mjög háum fánastöngum, þar sem fánar allra þátttökuþjóða voru dregnir að húni. Hátt uppi í sætaröðum gagn- stæðrar hliðar var upphækkaður pallur með viðhafnarstólum. Torgi þjóðanna var hér lýst. Fyrsta sunnudag í júní á heimssýningunni skyldi á þessu torgi þjóðanna efna til hátíðar og minnast Norðurlanda- þjóðanna. Var vitað að frændþjóð- irnar myndu fela flotadeildum sín- um að bera fram þjóðfána sína og afhenda borgarstjóra Montreal. Hafði komið til tals að senda varð- skip vestur og láta varðskipsmenn annast að koma fram fýrir þjóðina. Við þetta var hætt og flokki glímu- manna, sem þarna skyldu sýna, falið að koma fram við hlið þjálf- aðra hermanna. Verkefnið var að bera þjóðfánann við hlið hermanna frændþjóðanna inn á torgið þvert yfir það upp háar tröppur að hátíð- arsviði þar sem fyrirmenn sátu, afhenda hann og víkja sömu leið til baka. Þetta verkefni var falið Guðmundi Frey Halldórssyni glímu- manni úr Ármanni. Blaðamaður Morgunblaðsins, Elín Pálmadóttir, skrifaði lýsingu af þessari athöfn í blað sitt. Hún rómaði fánaburð Guðmundar og kvað hann hafa meðhöndlað fánann af mikilli reisn og virðuleika, svo að athygli vakti að hann bar af öllum hinum sem voru þjálfaðir í hermennsku. Sjö árum síðar var á Þingvöllum minnst 1100 ára byggðar á Islandi. Tvisvar þurfti að bera þjóðfánann fram til kveðju. Til þess var Guðmundur valinn. Hann bar fánann fram fyrir þjóðargönguna er hún hafði tekið sér stöðu undir héraðsmerkjum á Efri-Völlum og heilsaði þingheimi. Þegar forsætisráðherra sleit þjóð- hátíðinni, var blásið í 4 lúðra af barmi Almannagjár en framan við hátíðargesti framkvæmdi Guð- mundur fánakveðju og með sér- stakri tign og virðingu fylgdu hreyf- ingar fánans tónum lúðranna. Þetta nær enginn að framkvæma, nema hann búi yfír góðum líkamsburðum og sé gæddur listrænum skilningi og færni. Fljótt eftir fermingu hóf Guð- mundur að æfa glímu og sautján ára (1958) var hann liðtækur i sýn- ingarflokki Ármenninga sem ferð- aðist úm Bretagneskaga á Frakk- landi. í nær 30 ár var Guðmundur virkur í keppni og sýningum. Sér- stæður sýningarmaður var Guð- mundur Freyr, því að auk færni í íþróttinni, kunnáttu bragða og varna, mýktar og lipurðar, var hann svo innilega leikglaður og eðlilegur leikari. Hann hleypti í sýninguna glaðværð og hreif félaga sína með, t.d. sá ég glímumenn leika landlegu í verstöð, hefði ekki Guðmundar notið við, hefði sýningin lyppast niður í selaskap og deifð en hann þreif þá fram á gólfið, !ét þá kall- ast á og mana hvern annan, svo að sýnilega tók glíman hrollinn úr vindbörðum vermönnum. Ég hygg að eigi sé það fjarri lagi hjá mér að fáir ef nokkur hef- ur frá 1960 til 1983 tekið þátt í fleiri glímumótum en Guðmundur og komið frá leiknum með verð- laun. Skoðum þetta aðeins: í Lands- flokkaglímum hefur hann unnið 7 sinnum I. verðlaun, 3 sinnum II. verðlaun; fyrir fagra glímu fær hann í Íslandsglímu 1971 I. verð- laun; í Bikarglímu íslands 1977 og 1983 varð hann annar; Skjaldar- glímu Ármanns vann Guðmundur Freyr 1977 og næstu tvö ár í öðru sæti. Telja mætti vinninga hans til viðbótar úr: Hæfniglímu, Sveita- glímu íslands, flokkaglímum Reykjavíkur og innanfélagskeppni í Ármanni. Unun var að sjá Guðmund flétta saman brögð. Þá sást hvert vald hann hafði á öllum glímubrögðum. Hann kunni frábærlega að sækja bragð, með því að raska jafnvægi viðfangsmannsins og þá bregða fýrir hann fæti eða mjöðm, svo að hann félli í völlinn án beitingar afls og líkamsþunga. Guðmundi Frey hömluðu oft og lengi meiðsli í hné. Með fráfalli Guðmundar Freys Halldórssonar er horfínn af glímu- vettvangnum drengskaparmaður, góður félagi og einn af bestu glímu- mönnum þjóðarinnar. Við sem nutum hans sem glímu- félaga söknum mæts íþróttamanns. Innilegar samúðarkveðjur til ást- vina Guðmundar Freys. Þorsteinn Einarsson. Elsku Freyr minn, frændi og uppeldisbróðir, eins og við kölluðum okkur alltaf. Með miklum söknuði kveð ég þig nú, elsku Freyr minn, eftir harða baráttu þína við erfíðan sjúkdóm. Margar minningar koma upp í hugann er ég minnist liðinna tíma. Er við áttum heima á Freyju- götu 17b, gerðum við mörg prakka- rastrik, en þá var alltaf hægt að fara til Bjössa Sigurbjörnssonar á Freyjugötu 17, og láta blessa okk- ur. Én þá gátum við byijað aftur. Það var mikil fyrirferð á okkur enda vorum við kallaðir Binni og Pinni á þessum árum. Ég gleymi því aldrei þegar amma okkar sagði okkur frá því er við tókum tennurn- ar hennar og mátuðum þær, því Freyr hafði sagt: „Svona gerir amma alltaf!" Freyr frændi var allt- af hress og kátur, það var alltaf gott að tala við hann og vera í návist hans. Freyr var glímumaður mikill og stundaði þá íþrótt í mörg ár. Nú kveð ég þig, elsku Freyr minn, með þessum fátæklegu orð- um. Góði guð blessi minninguna um góðan mann og gefi okkur og öðrum ástvinum styrk í sorginni. Eiginkonu hans, börnum, barna- börnum, systkinum og öllum þeim sem stóðu honum nærri votta ég mína dýpstu samúð. Bill. Mig setti hljóðan þegar mér var tilkynnt lát Guðmundar Freys að morgni miðvikudags í síðustu viku þó að ég hafí um nokkurt skeið vitað að hveiju stefndi og fráfall hans hefði ekki átt að koma á óvart. Guðmundur Freyr var einungis 56 ára gamall og í mínum huga var hann alltaf ímynd hins hrausta, síunga og glaðlega manns. En hinn erfiði sjúkdómur, krabbameinið, hlífir engum og leggur jafnvel að velli menn eins og Guðmund Frey. Guðmundi Frey kynntist ég í gegnum glímuíþróttina, fyrst á glímuæfingu hjá Ármanni, þegar hann var rúmlega tvítugur og ég á fermingaraldri. Hann fangaði þá athygli mína umfram aðra fyrir sérlega glæsilegt glímulag, mikla færni og drengilega framkomu. Allar götur síðan hefur Guðmundur Freyr verið ein af mínum fyrir- myndum í þessari ágætu íþrótt. Guðmundur Freyr var eftirsóttur sýningamaður. Hann hafði ein- hveija sérstaka útgeislun í glímu- sýningum, sem gerði það að verkum að áhorfendur hrifust með honum og fylltust eftirvæntingu. Hann var og ákafur og harðskeyttur keppnis- maður en umfram allt glímdi hann af drengskap og mikilli leikni. Það var alltaf mjög skemmtileg og sér- stök upplifun að glíma við Guðmund Frey, hvort sem var á æfingum, á sýningum eða í hörkukeppni. Við áttum þess kost að fara sam- an til Kanada árið 1975 með flokki glímumanna til að sýna glímu við ýmis tækifæri þarlendis í tilefni af 100 ára búsetu íslendinga þar. Þessi ferð var mjög skemmtileg og þar var Guðmundur Freyr sem oft- ar hrókur alls fagnaðar og nokkurs konar yfirprakkari þegar það átti við. Við hjónin munum ávallt minnast Guðmundar Freys sem svolítið sér- staks manns sem afar gott var að hafa nálægt sér. Aðstandendum hans vottum við okkar dýpstu sam- úð. Hjálmur Sigurðsson og Sigríður Rut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.