Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 41
+ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 4L „ MINNINGAR PALL ROSINKRANZ PÁLSSON + Páll Rósinkr- anz Pálsson fæddist á Kirkju- bóli Korpudal, On- undarfirði, 18. maí 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 21. septem- ber síðastliðinn. Páll var yngstur 14 systkina sem kom- ust á legg. Eigin- kona Páls var Sig- rún Eiríksdóttir, þeirra sonur Óskar Pálsson, eiginkona hans Hrefna N. Guðnadóttir. Börn þeirra: Páll Rósinkranz, Jóhannes, Sigrún og Erna Elísabet. Útför Páls hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kveðja frá tengdadóttur Að heilsast og kveðjast er lífsins saga stendur einhvers staðar og nú ákvað Drottinn að kveðjustund væri upprunnin. Ég skrifa þessi kveðjuorð með tár í augum og vanmegnug að lýsa tilfinningum mínum. Þú hefur alla tíð reynst okkur svo vel. Það er margs að minnast frá þeim tíma sem við höfum þekkst. Ég man þegar ég fyrst var boðin í mat á Eiríksgötuna. Þið tókuð mér yndis- lega þó að þið vissuð náttúrulega ekki hvað þið áttuð að halda um þessa stelpu sem komin var þarna til að eiga hlutdeild í einkasyni ykkar. Þú varst fallegur maður, hógvær, gestrisinn, góðviljaður og kátur ef svo bar við. Þú vildir öllum gott gera og ég veit að það eru ekki fáir sem áttu athvarf á heim- ili ykkar í gegnum árin. Við Óskar áttum okkar fyrsta heimili vestur í Sörlaskjóli og það er ekki ofsögum sagt að þið hafið stutt okkur allt frá fyrstu stundu. Ég minnist ótal margra gleðistunda. Okkar gleði var ykkar gleði. Okkar fram- gangur var ykkar líka. Þegar ég kynnist þér ertu farinn að reskjast. Þú varst kominn í land eftir 30 ára siglingu. Ekki varstu þó sestur í helgan stein. Mig minnir að þú hafir verið í fullu starfí hjá Slátur- félagi Suðurlands til 75 ára aldurs. Þegar því lauk fórstu að bera út Morgunblaðið, þér fannst alveg ómögulegt að sitja alveg aðgerða- laus. Þú varst eins og unglingur alla tíð hvað varðar áhugann á þeim verkefnum sem leysa átti. Ég man þegar við Óskar dvöld- um í „Eyjum" eitt sumarið og þið Sigrún komuð í heimsókn. Einn daginn fórstu niður á bryggju og keyptir feita lúðu. Þið Óskai1 fóruð ásamt Palla og Jóa að sækja „flykkið". Þegar heim var komið hófst þú handa við verkunina og það voru æfð handtök unnin af manni sem hafði áhuga á verkinu. Ég man að ég horfði á þig og hugs- aði: „Hann er eins og fjörugur unglingur." Þá hefur þú sennilega verið 76 ára. En nú ertu horfinn héðan. Ég á bara góðar minningar um þig. Þú lifðir lífi sem þú gast verið stoltur af. Þú hafðir góða heilsu, áttir góða konu sem þú virtir eins og við öll. Þú varst heiðarlegur maður en fyrst og fremst áttir þú trú á Drottin Jesú Krist. Jesús sagði: Sá sem lifir og trú- ir á mig skal aldrei að eilífu deyja. Hafðu þökk fyrir allt. Elsku Sigrún mín, þú hefur gert hinn Hæsta að athvarfi þínu, Hann styrkir þig. Hrefna Guðnadóttir. Komið er að kveðjustund. Að gengnum Páli R. Pálssyni er horf- inn sá þeirra systkina frá Kirkju- bóli í Korpudal í Önundarfirði, er lifði þau öll. Mikill kærleikur var með þeim systkinum öllum og fjöl- skyldubönd sterk. Ég er þessar lín- ur rita tel þó að milli móður minnar og hans hafi verið sérlega mikil vinátta. Framan af ævi fór Páll til sjós þar vestra svo sem títt var þar, enda faðir hans bóndi þar og skip- stjóri með eigin útgerð. Fljótlega lá leið Páls til Reykjavíkur, þar sem hann nam til matreiðslu og kjötiðn- aðarstarfa. Áttu þeir samleið um tíma hann og Pétur Daníelsson hótelstjóri. Að þessu námi loknu hófust störf hans á millilandaskip- um um nokkur ár. Ofarlega er mér í minni er ég sem ungur piltur hlustaði á frásagnir Páls af erlend- um höfnum er leið skipanna lá til, svo sem ítalíu, Portúgals, Englands og einnig Bandaríkjanna. Þá minn- ist ég einnig frásagnar hans af því, er hann af tilviljun hitti frænda okkar frá Vestfjörðum í New York, en sá hafði flust vestur um haf á unga aldri og með harðfylgni náð að nema vélaverkfræði og var orð- inn vel metinn maður þar. Lengstan tíma sjómennsku sirai- ar var Páll bryti á varðskipinu Ægi. Það skip gætti lögsögu ís- lands og sinnti björgunarstörfum sem kunnugt er. Ljúfar endurminn- ingar á ég frá sumrinu 1946, er ég átti þess kost að vera „messag- utti" á Ægi. Agi var mikill um borð, sem mótaði mig sterkt og hefur gagnast mér æ síðan. Þá er Pá!l átti frí frá sjómennsku sinni og dvaldi hér í Reykjavík fór hann svo til daglega í Sundhöll Reykja- víkur. Fékk ég þá stundum að fljóta með. Segja má að hann hafi kennt mér mín fyrstu sundtök. Hinn 15. maí, 1946 gekk Páll að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Sigrúnu Eiríksdóttur, mikla af- bragðskonu, var það mikii gæfa hans, enda hjónaband þeirra far- sælt. Sólargeislinn í lífi þeirra hjóna er Óskar sonur þeirra og síðar Hrefna kona hans og þá ekki síst barnabörnin fjögur. Trúmaður var Páll mikill, svo og Sigrún, voru þau hjón kirkjurækin og fundu mikla lífsfyllingu í sinni trú. Þá er Páll hætti sjómennsku og kom í land ráku þau hjón veit- ingastofuna West End á Vestur- götu um árabil. Til þeirra var gott að koma og áttu þau marga fasta viðskiptavini, má þar nefna Dieter Roth myndlistarmann, er bjó þar í nágrenninu. Þegar þau hjón hættu rekstri West End vann Páll hjá Sláturfélagi Suðurlands um árabil. Orðvar var Páll svo fátítt var, styggðaryrði til nokkurs manns voru óþekkt í huga hans. Hann var einstaklega vandaður maður að allri gerð. Minningin um þennan elskulega frænda minn er björt og fögur. Jarðarför Páls fór fram sl. mánu- dag í kyrrþey að ósk hans. Ég vil sérstaklega minnast á hinn ljúfa söng sonarsonar hans, Páls Rós- inkranz, við útförina. Ég vil að lok- um þakka margar ógleymanlegar samverustundir á heimili Páls og Sigrúnar gegnum árin. Þær lifa í minningunni. Páll Vígkonarson. Afi! Þetta er Lísa. Mamma segir að þú sért farinn til Jesú. Það líður víst öllum svo vel sem fara þangað að þá langar ekkert að koma hingað aftur. Mamma segir líka að seinna munum við hittast þar. Elsku afi! Við hin eldri sem þykj- umst vita svolítið meira en Lísa vilj- um þakka fyrir öll árin sem við höfum átt með þér. Við fundum aldrei neitt annað en kærleika og umhyggju frá þér alla tíð. Það var eiginlega alveg sama hvað á gekk í sambandi við okkur þú horfðir á það allt með gleraugum kærleikans. Það væri hægt að rifja upp svo margt. Ferðirnar austur í sumarbú- stað. Ferðina sem Palli fór með ykkur ömmu til Danmerkur, gaml- árskvöldin sem við áttum saman. Okkur fannst alltaf jafngaman að horfa á ykkur ömmu sprengja borð- sprengjurnar. Þessi læti voru eitt- hvað í svo mikilli mótsögn við hóg- værð ykkar og látleysi. Einnig munum við eftir „sunnudagsmatn- um" hjá ykkur þegar ísinn var kallaður „dís" og salatið „sósa" af sumum fjölskyldumeðlimum. Áfram væri hægt að telja upp en einhvers staðar verður punkturinn að koma svo allt hitt geymum við í minningunni sem aldrei verður frá okkur tekin. Þér þótti vænt um kirkjuna þína, Hallgrímskirkju, og við kölluðum hana aldrei annað fyrstu árin okkar* en „afakirkju". Aðalmálið við þetta allt var þó að þú hafðir gert Drott- in að leiðtoga lífs þíns. Þess vegna, þó að erfitt sé að kveðja, er það léttara af því við trúum því sem Páll postuli skrifar „Lífið er mér Kristur en dauðinn ávinningur." Afi! Þú ert farinn til Jesú. Einn daginn hittumst við öll þar. Þín barnabörn, Páll Rósinkranz, Jóhannes, Sigrún og Erna Elísabet. « « « « « 4 1 I ti i HALLBJORG BJARNADÓTTIR + Hallbjörg Bjarnadóttir fæddist í Bjallabúð í Fróðárhreppi, Snæfellsnesi, 11. apríl 1915. Hún lést á Landspítalanum hinn 28. september síðastliðinn. Útför Hallbjargar fór fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hallbjörg Bjarna- dóttir listakona lést á Landspítalanum hinn 28. september. Með Hallbjörgu Bjarnadóttur er genginn sérstæður persónuleiki, hún var fjöl- hæf, skyldurækin, og mátti aldrei vamm sitt vita, vinur vina sinna og trygg með afbrigðum. Hallbjörg fæddist í Hjallabúð á Brimisvöllum. Foreldrar hennar voru Bjarni Hallsteinsson frá Skorholti í Leirá og Meðalhreppi í Borgarfirði, sonur Hallsteins Ólafssonar og Steinunnar konu hans. Móðir hennar var Geirþrúður Kristjánsdóttir, fædd 5. apríl 1883, foreldrar hennar voru Kristján Þorsteinsson, bóndi og skip- stjóri á opnum bát í Hjallabúð, og kona hans Sigurlín Þórðardóttir, hreppstjóra á Skerðingsstöðum, en átti ættir að rekja til Breiðafjarða- reyja, þar sem allir eru skyldir hver öðrum, þó þau hjón kenndu sig við Árneyjaætt. Bæði voru hjónin skáld- mælt og lifa kvæði þeirra og rímur ennþá í hugum eyjabúa og á Snæ- fellsnesi. Bjarni Hallsteinsson lést á besta aldri, af slysförum, en hann var þá háseti á bát frá Akranesi, sem eins og í þá daga „gerðu út" frá Sandgerði. Þá var Bjarni Hall- steinsson aðeins 34 ára, árið 1925. Þá var Hallbjörg komin fyrir nokkru í fóstur að Brunnastöðum til sæmd- arhjónanna Kristínar Jónsdóttur og Jóns Ólafssonar, sem voru barnlaus og lögðu hart að Geir- þrúði að fá Hallbjörgu til uppeldis. Systur hennar voru tvær fyrir, Kristbjörg tvíburasyst- ir hennar og Steinunn, sem var nokkrum árum yngri. Þær eru báðar látnar, bjuggu að mestu leyti í Bretlandi, giftar breskum mönn- um, báðar söng- og leikkonur, sem veitti þeim þá lífsfyllingu, sem þeim var hugleik- in. Það kom engum á óvart að Hallbjörg Bjarnadóttir yrði fræg af söng sín- um og listfengi. Báðir foreldrar hennar voru söngelskir, svo af bar. Bjarni var eftirsóttur leikari á Akra- nesi, sérstaklega í erfið hlutverk hjá Leikfélagsskap Skagamanna í Báruhúsinu. Hallbjörg giftist eftirlifandi manni sínum árið 1940, Jens Fischer Niels- en, lyfjafræðingi frá Danmörku, en hann var í hlutastarfi hér á landi sem apótekari, þegar þau hjón kynntust. Fischer Nielsen er mikill mannkostamaður, prúðmenni og listfengur mjög, eða eins og eigin- kona hans sagði: „Hann er ekki að- eins eiginmaður minn, hann er besti vinur minn og félagi." Þessi um- mæli eru ef til vill skýring á heimilis- brag þeirra hjóna, sem einkenndist af góðvild og drengskap, sem þeim báðum voru eiginleg og gætu orðið til fyrirmyndar þeim sem láta tímann líða „aðeins til að vera til". Enda höfðu þau sömu áhugamál, sem er ekki ailtaf fyrir hendi. „Ungmenni nokkurt sagði við Meistarann: Ræddu við okkur um vináttuna. (Spámaðurinn, þýðing Gunnar Dal.) Og hann svaraði og sagði: Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálar- innar, þar sem samúð þinni er sáð, og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt, og arineldur. Þú kemur til hans svangur, og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar þá andmælir þú honum óttalaust, eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvort annað, því í þögulli vináttu ykkar verða all- ar hugsanir, allar langanir og vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þótti vænst um í fari hans, getur orðið þér ljós- ara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið best af slétt- unni. Þessum orðum Spámannsins má líkja við samband þeirra hjóna. Sérstakt! Hallbjörg og eiginmaður voru ekki lengi hérlendis eftir giftingu nema í stuttum heimsóknum, þá söng Hall- björg ævinlega fyrir landsmenn, en hún hafði þá haslað sér völl með söng og leik í Evrópu, og seinna í Bandaríkjunum, allstaðar við mikla hrifningu áheyrenda. Hún náði svo sannarlega til fólksins með söng sín- um og leik, enda birtu dagblöð og tímarit fjöldann allan af greinum og viðtölum, um söng hennar og hæfni. Hallbjörg var ekki aðeins sönglista- kona, hún var einnig myndlistarkona. Málverk hennar eru kunn á Norður- löndum og víðar. Þau hjónin komu alkomin heim fyrir fimm árum. Fátækleg kveðjuorð mín eiga ekki að vera í eftirmælastfl, heldur einung- is þakklætisorð og láta í ljós þá ósk til eiginmanns hennar og ættingja, að hryggðin yfir brottför hennar megi víkja fyrir voninni um hjartnæma endurfundi, ásamt gleðinni yfir því hve gott er að minnast hennar. „Dauðinn er öllum líkn, sem lifa vel. Við sem eftir lifum samfögnum henni við sólarás þess lífs sem leysir fjötur af fæti." (Matthías Jochums- son.) Ég minnist þess þegar við sem börn hlupum allan Langasandinn á enda inn að Krossi, og virtum fyrir okkur álfana í Jaðarsbökkum. Elsku frænka, ég þakka þér samfylgdina liðin ár, ég sé þig í anda syngjandi í ljósbirtu morgunroðans. Þóra Einarsdóttir. KRISTJANÞOR KRISTJÁNSSON + Kristján Þór Kristjánsson fæddist í Reykjavík 22. ág- úst 1997. Hann lést í Reykjavík 3. október síðast liðinn. Foreldr- ar hans eru Þórdis ívarsdóttir, f. 14.2. 1966, og Kristján Hlöð- versson, f. 26.10. 1963. Kristján Þór átti einn bróður, Hjalta, f. 7.7. 1989. Útför Kristjáns Þórs fer fram frá Fossvogskapeliu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Þórdís, Kristján og Hjalti. Sendum ykkur innilegustu og dýpstu samúðarkveðjur á erfiðri stundu, nú þegar litli drengurinn ykkar er far- inn í faðm Guðs, sem gætir allra sinna barna og leiðir við hlið sér. Ein er hönd svo elskurík og öllum kærleik færir. Hún er engu öðru lík, og aldrei hún sig stærir. Hún börnum býður faðminn sinn, og blessar þeirra dáð. Hún leiðir þau í himin inn, og heitir öllum náð. Af skírnarlaug þar lifnar ljós, og líf er grætt að nýju. Af henni dafnar dáin rós, og dagar fyllast hlýju. Þegar faðmur frelsarans, færir skjól og hlíf. Náðin fyrir anafnið Hans, nýtt oss býður líf. m Ó Jesús kom með kærleik þinn. Ó Kristur ver oss hjá. I sorg og gleði sértu minn, við saman stöndum þá. Og þegar dimmu dregur að á dögum eins og nú. Þá vertu hér á stund og stað, með styrk í okkar trú. (Sig. R. Ragnarsson) Með fátæklegum orðum biðjum við ljúfan lausnarann Jesú um for- sjá Kristjáns Þórs, litla drengsins ykkar. Hann þekkti hans stríð og veikan þrótt. Hann þerrar hvert tár eftir dag og nótt. Jóna, Sigrún, Ragnheiður, ^ Sigrurveig, Elín Margrét og Rannveig. í stórum og rúmgóoum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar geroir legsteina og minnisvaroa. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. SKEMMUVEGI 48, 200 KÓR, SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.