Morgunblaðið - 09.10.1997, Síða 42

Morgunblaðið - 09.10.1997, Síða 42
- 42 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ + Gunnar Einars- son var fæddur í Reykjavík 5. júní 1926. Hann lést á St. Jósefsspítala 30. september síðast- liðinn. Gunnar var sonur Einars Þórð- arsonar skósmiðs, fyrrv. bónda í Litlu- hlíð í Sogamýri, f. 6. feb. 1885, og konu hans Maríu Kristínar Jónsdótt- ur frá Stuðlakoti í Reykjavík, f. 11. maí 1888. Gunnar átti fimm systkin, og eru þau öll á lífi. Þau eru: Jón, f. 12.12. 1912, Ingibjörg, f. 9.8. 1915, Rósa, f. 4.5. 1919, Geirlaug, f. 29.3. 1923, og Þórunn, f. 9.11. 1928. Gunnar ólst upp hjá for- eldrum sínum í Reykjavík. Gunnar kvæntist hinn 28. maí 1949 Theodóru Sveinsdóttur. Þau skildu. Börn Gunnars og Theodóru eru: Einar, f. 24.11. 1949, Inga, f. 2.8. 1951, Þórunn, f. 26.4. 1956, og Gunnar Theo- » dór, f. 15.3. 1960. Gunnar eignaðist eina dóttur Leiðir okkar Gunnars Einars- sonar lágu saman þegar hann gerðist lögreglumaður í Stykkis- hólmi. Hann starfaði þar sem lög- regluþjónn í allmörg ár og við urðum góðir vinir strax og við kynntumst. Gunnar var afar þægi- legur starfsmaður og samstarfs- ^ maður. Hann var góðgjarn, sáttf- ús og einlægur í samskiptum sín- um við alla. Við fórum saman margar ferðir um Nesið í embætt- iserindum, oftast þó í Grundar- fjörð, Ólafsvík og Hellissand. Að vetrarlagi voru þetta oft strangar ferðir og erfiðleikum bundnar, þegar snjóar voru miklir. Allt fór það samt vel, einkanlega vegna snarræðis Gunnars, þrautseigju og útsjónarsemi. Þegar hann hætti sem lögregluþjónn í Stykkis- hólmi flutist hann í Hveragerði og vann þar um tíma ýmis störf. Þaðan fluttist hann- í Rangárvalla- sýslu og stundaði búskap á Brekk- um í Hvolhreppi og Lækjarbakka Landeyjum. Það var ánægjulegt að heimsækja hann á alla þessa staði. Hann var sérstaklega natinn fyrr, Árnýu Svölu, f. 23.5. 1948. Móðir Árnýjar, er Val- gerður Bjarnadótt- ir. Barnabörn Gunnars eru 16 og eitt langafabarn hafði hann eignast. Gunnar gerðist ungur lögreglu- þjónn og stundaði það starf samtals í um 18 ár, að mestu i Reykjavík, en einnig á Húsavík og í Stykkishólmi. Leigubílstjóri var Gunnar um 10 ára skeið hjá Bifreiðastöð Steindórs. Einnig var Gunnar bóndi í Þúfukoti í Kjós um miðjan sjöunda áratug- inn og starfsævinni Iauk hann sem kjúklingabóndi á Lækjar- bakka í V-Landeyjum. Tónlist var Gunnari mikilsverð. Hann söng í fjölmörgum kórum og var eftirsóttur söngmaður. Þá söng hann fyrsta tenór í kvart- ettinum Leikbræðrum. Utför Gunnars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. við skepnur. Hann var hestamaður góður og átti oftast hesta. Á Lækjarbakka rak hann kjúkl- ingabú og stundaði kjúklingarækt í nokkur ár. Þegar hann hætti búskap fór hann til Þorlákshafnar og starfaði þar við laxarækt. Gunnar var mjög góður söngvari og hafði fallega og mikla tenór- rödd, og ekki þótti lögreglukórinn fullskipaður nema Gunnar væri þar með. Þekktastur mun Gunnar þó fyrir söng sinn með kvartettin- um Leikbræðrum og eru sönglög þeirra iðulega leikin í útvarpi. Góðsemi Gunnars og tillitssemi við náungann voru þeir eiginleikar hans, sem nýttust honum einna bezt í lögreglustarfinu. Hann var barngóður og hafði gott lag á börnum, og hann átti góð sam- skipti við alla Snæfellinga, hesta- menn sem aðra. Smásaga úr Stykkishólmi lýsir því vei. Einn morgun þegar hann var á gangi um Aðalgötuna í Stykkishólmi mætti hann öldnum Hólmara, Eyjólfi Bjarnasyni, sem leit hálf vesældarlega út, gekk upp og nið- MINNINGAR ur af mæði og átti erfitt með að bera sig yfir. Gunnar fór með hann inn í lögreglubílinn og gaf honum súrefni úr súrefnisflösku, sem alltaf var til staðar í bílnum. Þegar Eyjólfur fór að hressast kvaddi hann Gunnar og um leið og hann steig út úr bílnum þakk- aði hann fyrir sig með þessari stöku: Þú á súr vilt seðja mig svo ég lengur hjari, góðu bömin gleðji þig Gunnar lögvemdari. Jón Magnússon, Stykkishólmi. Gunnar Einarsson, söngvari og lögreglumaður, er nú látinn, sjö- tugur að aldri. Þar er genginn góður vinur og félagi g skarð fyrir skildi. Mig rámar í gamalt stef: Söngfuglar hljóðir, hverfa út í blá- inn ... og sumri hallar við líkbörur góðs vinar og félaga. Gunnar fæddist í Litlu-Hlíð í Reykjavík og alinn upp í foreldra- húsum með systkinum sínum. Ein- ar Þórðarson faðir hann stofnaði býlið á þriðja áratugnum í Soga- mýrinni, en þar þróaðist smábýla- hverfi í nágrenni Reykjavíkur fyrir tilstilli bæjarins. Aðgangur að nærtækum landbúnaðarvörum þótti bjargræðismál fyrir íbúa Reykjavíkur og velferðarmál fyrir fólkið í bænum, einkum börnin. Einar þótti natinn við skepnur og allur búfénaður á hans vegum skilaði góðum afurðum. Gunnar tileinkaði sér umgengnisvenjur for- eldra sinna og var mikill dýravin- ur. í honum blundaði bóndinn en búskapur varð þó ekki hans ævi- starf. Þó bætti hann úr því er hann á efri árum náði að stunda búskap í nokkur ár. Gunnar sótti í sveitina og átti í hús að venda hjá frændfólki á Reynisvatni í Mosfellssveit. Þar bjó Olafur móðurbróðir hans. Þá varð Gunnar heimagangur og vinur Þorgeirs í Gufunesi þar sem hann var tíður gestur og starfsmaður í ígripum. Einnig var hann starfs- maður hjá Kolbeini í Kollafirði um tíma. Umgengni og samskipti hans við búfé mótaðist að verulegu leyti í samneyti við þessa ágætismenn og að því bjó hann alla tíð. Á þessum árum lágu saman sporaslóðir Gunnars og okkar Reykjabræðra í karlakórnum Stefni og áttum við saman góðar stundir. Björt rödd Gunnars naut sín vel í kór héraðsmanna. Hann varð þegar einsöngvari og flutti marga einsöngsperluna. Gunnar gerði þennan litla kór að gildandi fyrirbæri. Tekið var up á plötur sem enn eru til og eru fjársjóður. Þann tíma sem hannvar með okkur hér í Mosfellssveit, árin eftir stríð, naut hann tilsagnar í raddbeitingu hjá Gunnari Sigurgeirssyni, tón- listarkennara í Reykjavík. Kórnum okkar hélst þó ekki lengi á Gunn- ari, enda kominn upp úr því í Karlakór Reykjavíkur. Frami hans stóð opinn á söngsviðinu og brátt var hann orðinn tenór og burðarás í kvartettinum Leikbræðrum sem stofnaður var um þetta leyti. Það fer öðrum betur en mér að meta hið ágæta söngframlag hans og þeirra félaga sem allir voru þá jafn- framt virkir í Karlakór Reykjavík- ur. Gunnar ásamt Ástvaldi og Torfa Magnússonum og traustur var Friðjón Þórðarson, bassinn og skáldið. Á miðjum áratugnum sjöunda bjó Gunnar um tíma í Kjósinni og var þá strax kominn í sitt gamla sæti í karlakórnum Stefni. Árið 1965 söng Stefnir á Landsmóti UMFÍ að Laugarvatni. Þá var Gunnar með okkur og leiddi sína rödd. Brátt skildi leiðir, í tvo ára- tugi, þar til hann settist að á Brekkum í Hvolhreppi. Ég heimsótti Gunnar sem tók mér fagnandi og sýndi mér bú- stofninn í innistöðu. Fóðrun og líð- an búfjárins var eins og best varð á kosið. Gleði og velsæld í augum íjárins - öllu leið hér vel, fé, naut- gripum og glansfóðruðum gæðing- um á stalli. Þar voru heyin næg og vel um- gengin. Þrifnaður til fyrirmyndar og umgengni öll í góðu lagi þrátt fyrir nokkur þrengsli. Það hvarfl- aði að mér að í raun væri Gunnar bóndi af hugsjón og nyti þess að umgangast húsdýrin með ró og umhyggju hins raunsanna hirðis. Hestalánið fylgdi honum, enda mjög næmur á hross og allt vel tamið og spakt. Gunnar hafði viðskipti við okkur feðga og ól upp fugla. Fórst honum það vel úr hendi bæði á Brekkum og seinna á Lækjarbakka. Honum auðnaðist að reka bú sitt með ein- hveijum hagnaði, en það gekk mönnum stundum misjafnlega á þessum árum. Hann reyndist í við- skiptum hinn mesti skilamaður og er búskap lauk vegna heilsubrests skilaði hann hreinu borði og skuld- aði engum neitt. Gunnar var mað- ur sem naut þess að fást við bú- skap, en örlögin og aðstæður beindu honum til annarra starfa. GUNNAR EINARSSON ÞÓREY EYJÓLFS- DÓTTIR KOLBEINS tÞórey Eyjólfs- dóttir Kolbeins iæddist í Byggarði á Seltjarnarnesi 5. febrúar 1927. Hún lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- T>. víkur 30. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Eyjólfur Kol- beins, bóndi og verslunarmaður í Byggg'arði og á Kol- beinsstöðum á Sel- tjarnarnesi, f. 24.1. 1894 á Staðarbakka í Miðfirði, d. 11.1. 1947 á Kol- beinsstöðum, og Ásta Helga- dóttir Kolbeins, f. 9.10. 1902 í Lykkju á Akranesi, d. 18.7.1996 í Reykjavík. *' Systkini Þóreyjar eru: Lilja Kristín E. Kolbeins, f. 10.4. 1928, Eyjólfur E. Kolbeins, f. 31.5. 1929, Andrea Halla E. Kolbeins, f. 2.7. 1930, og Ásta E. Kolbeins, f. 25.1. 1933. Þórey giftist árið 1955 Ólafi Einari Ólafssyni, veðurfræð- ingi, f. 21.11. 1928 í Reykjavík, d. 16.9. 1974 I Reykjavík. For- eldrar Ólafs Einars voru Ólafur Einars- son, sjómaður, f. 8.4. 1888 í Háholti í Reykjavík, d. 5.2. 1980 í Reykjavík, og Sigrún Kristín Krisljánsdóttir, verslunarmaður, f. 19.11. 1896 í Vigur í ísafjarðardjúpi, d. 11.1. 1968 í Reykja- vík. Heimili Þóreyj- ar og Ólafs Einars var á Kolbeinsstöð- um, á Víðimel 21 og síðar Grenimel 33 í Reykjavík. Börn Þóreyjar eru: 1) Sigrún, verslunarmaður og húsfreyja í Reylqavík, f. 21.10.1956. Maður hennar er Rúnar Bergmann Sveinsson, bílstjóri, f. 9.8. 1953, og eiga þau þijú börn: Rakei, verslunarmann, f. 10.3. 1979, Þóreyju, f. 12.11. 1986, og Einar f. 6.7. 1988. 2) Ásta Kristrún Ólafsdóttir, kennari og ráðgjaFi, f. 14.12. 1958. Maður hennar er Þorgeir Jónsson, bóndi á Fremstafelli í S-Þingeyjarsýslu, f. 26.7. 1955 og 3) Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, f. 9.12. 1965. Kona hans er Edda Kristín Einarsdóttir, arkitekt, f. 1.2. 1960. Börn þeirra eru Einar Þór, f. 10.7. 1992 og Ólaf- ur Öm, f. 11.5. 1995. Þórey ólst upp í föðurhúsum. Hún gekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, Ingimarsskólann í Reylqavík, og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reylgavík árið 1947. Á árunum 1948-1954 stundaði hún nám við Háskólann í Ósló og lauk þaðan prófi í landafræði, ensku og frönsku. Að loknu námi kenndi Þórey að Skógum undir Eyja- fjöllum og í Reykjavík. Frá ár- inu 1962 til sjötugs starfaði Þórey fyrir Loftleiðir og síðar Flugleiðir. Utför Þóreyjar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. október og hefst athöfnin kl. 13.30. Vinkona okkar Þórey Kolbeins er látin um aldur fram eftir margra mánaða þungbær veikindi. Hún bar þessa byrði sem aðrar af stöku æðru- leysi. Hugurinn reikar hálfa öld aftur í tímann til menntaskólaáranna. Vorið 1947 lauk Þórey Kolbeins, lágvaxin stúlka, grönn og kvik í hreyfingum, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún var skarpgreind, eins og einkunnir bera með sér, og semidux á stúdentspróf frá mála- deild skólans þetta vor. í skóla- skýrslu má sjá að henni voru veitt verðlaun frá skólanum fyrir iðni, sið- prýði og framfarir og einnig verð- laun frá Dansk-íslenzka félaginu fyrir besta frammistöðu í dönsku á stúdentsprófi. Þórey var elst fimm systkina og móðir þeirra ekkja þegar hér var komið sögu. Lítið hefði því væntan- lega orðið úr framhaldsnámi erlend- is ef ekki hefðu komið til hinir góðu námshæfileikar og þeirra vegna fjögurra ára námsstyrkur frá Menntamálaráði. Haustið 1948 hélt Þórey því til háskólanáms í Ósló. Upp í hugann koma ljúfar minn- ingar um flugferðina til Noregs og hlýja ágúst- og septemberdaga þetta haust. Svo vildi til að í flugvélinni voru sex ungmenni að halda í fyrsta sinni til háskólanáms erlendis, fjórir piltar sem allir hugðu á veðurfræðin- ám, þar á meðal Olafur Einar Ólafs- son, sem síðar varð eiginmaður Þó- reyjar, og tvær stúlkur, Þórey og bekkjarsystir hennar Sigríður Breið- fyörð. Þarf ekki að orðlengja það að góð og traust vinátta tókst með þess- um hópi, þótt leiðir sumra hafi nokk- uð skilist síðar. Þórey stundaði nám sitt af kostgæfni og lauk cand. mag. prófi frá Háskólanum í Ósló árið 1954. Námsgreinar hennar voru landafræði, enska og franska. Margs er að minnast frá nánum samskiptum og gleðistundum með þeim Þóreyju og Ólafi Einari, ekki Þeim lífsþætti Gunnars kynntist ég ekki, enda bóndastarfið og söngurinn okkar sameiginlega áhugamál. Þessi fáu og fátæklegu orð verða ekki lengri, en minningin um drengskap og vináttu lifir. Enn kemur í huga mér minning um bóndann einhversstaðar úr gamalli tíð: „Hljómvana hlíðar, hljóðar standa, floginn er svanur til fegri landa.“ Ég færi ættingjum og öðrum ástvinum samúðarkveðjur. Jón M. Guðmundsson. „Hvar söngur ómar sestu glaður, þar syngur enginn vondur maður.“ Þessi orð þýska skáldsins Göthes koma ósjálfrátt upp í hugann þeg- ar minnst er með nokkrum orðum Gunnars Einarssonar „leikbróður“ og vinar. Af mörgu er að taka þar sem náin vinátta okkar Gunnars stóð í meira en hálfa öld. Það var góður liðsmaður sem gekk í áhöfn Breiðfirðingakórsins er Gunnar Einarsson kom í kórinn árið 1945, þá aðeins 19 ára gam- all. Þar fann hann upphafið að gylltum örlagaþræði, sagði hann sjálfur, svo tíðrætt varð honum um hvað það hefði verið mikið gæfu- spor þegar hann gekk til liðs við þann félagsskap. Innan vébanda kórsins eignaðist hann félaga sem síðar kölluðu sig kvartettinn Leik- bræður. Við sem fyrir vorum í kórnum heyrðum strax að þarna var komin glansandi rödd sem brá blátærri birtu á tenórrödd kórsins þótt ungur væri. Áður en Gunnar kom í Breið- firðingakórinn höfðum við þrír kórfélagar, allir Dalamenn, rætt það okkar í milli að gaman væri að stofna kvartett og reyna að feta í fótspor MA-kvartettsins en Ijóminn af söng þeirra félaga var ríkjandi í huga okkar. Fyrsta te- nórinn vantaði okkur og það varð Gunnar Einarsson. I söngför Breiðfirðingakórsins um byggðir Breiðafjarðarbyggðar sumarið 1945 var svo stofnaður kvartett- inn Leikbræður. Hófst nú skemmtilegur söngferill sem stóð með stuttum hléum í tíu ár, til 1955. Frá þessum árum er margs að minnast. Á félagsskapinn bar aldrei skugga og var samstaðan með eindæmum góð. Bræðralag réð þar ríkjum eins og svo oft meðal þeirra sem ganga til liðs við hina töfrandi sönggyðju. Við vorum stoltir af 1. tenór, rödd síst frá æsku- og námsárum í Nor- egi, en einnig _frá starfsárunum hér í Reykjavík. Ólafur lést því miður langt um aldur fram árið 1974 á 46. aldursári. Börn þeirra Þóreyjar þijú voru þá enn ung að árum. Umsjá þeirra ásamt störfum utan heimilis varð því hennar hlutskipti. Haraldur, yngstur barnanna, var aðeins átta ára við fráfall föður síns. Hann fetaði í fótspor foreldra sinna og stundað háskólanám í Ósló. Þar lauk hann embættisprófi í veður- fræði eins og faðir hans hafði áður gert, en síðar hefur hann stundað framhaldsnám í Frakklandi og lokið þar doktorsprófi. Þórey var ákaflega traust og heil- steypt kona, réttsýn og einkar ljúf í öllum samskiptum. Hennar verður því sárt saknað. Við kveðjum nú kæra ævilanga vinkonu okkar með trega. Börnum hennar, fjölskyldurn þeirra og systkinum hennar vottum við djúpa samúð. Blessuð sé minning Þóreyjar Kolbeins. Hulda og Flosi Hrafn. Við Þórey sáumst fyrst í Ingimars- skólanum á fímmta áratugnum. Ekki urðu kynnin mikil þá. Það var ekki fyrr en ég fór til náms í Ósló 1950, þar sem Þórey var við nám í málum, að við hittumst^ aftur, skömmu eftir að ég kom til Óslóar, þar sem fyrir voru allmargir námsmenn. íslenski stúdentahópurinn hélt mjög vel sam-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.