Morgunblaðið - 09.10.1997, Síða 43

Morgunblaðið - 09.10.1997, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 43 - Gunnars var óbrigðul og stöðug og virtist ekkert geta raskað henni. Þetta skapaði okkur hinum mikið öryggi, ekki síst þegar á söngpallinn var komið. Alltaf mátti treysta röddinni hans og við minnumst þess ekki á öllum söng- ferli kvartettsins að lag félli, sem kallað er, eða yrði óhreint en það var Gunnari að þakka öðrum fremur sem hafði frábæra radd- hæð og næmt tóneyra. Röddin var jafntær, hvort sem sungið var veikt eða sterkt. Gunnar var líkamlega sterk- byggður og segja má að söngrödd hans hafí verið það einnig. Röddin var alltaf í formi, ætíð var hann tilbúinn ef flautað var til leiks, hvernig sem á stóð, jafnvel þótt hann kæmi svefnvana af nætur- vakt í lögreglunni á æfingar. En Gunnar söng ekki bara í kvartett- inum Leikbræðrum. Hann söng í fjölmörgum kórum, svo sem Karla- kór Reykjavíkur, Karlakómum Stefni, Söngsveitinni Fflharmóníu, Þjóðleikhúskórnum og að sjálf- sögðu Lögreglukórnum, með sam- starfsmönnum sínum, svo og fleiri kórum. Hann var umsetinn af söngstjóram kóranna, allir vildu hafa í sínum röðum þessa einstöku náttúrurödd. Gunnar lærði ekki að syngja nema lítillega í einkatímum. Sönghæfni hans var meðfædd guðsgjöf. Gegnum árin söng hann einsöng við fjölmörg tækifæri, á skemmtisamkomum, við kirkjuat- hafnir og víðar og hlaut þá jafnan verðskuldað lof fyrir. Leitt er til þess að vita að lítið sem ekkert er til af upptökum með rödd hans einni. Hann tranaði sér ekki fram og upptökutæki fyrri tíma vora óvíða tiltæk. Af allri þessari söngstarfsemi eignaðist Gunnar marga góða vini og gildan sjóð góðra minninga. Mest af öllu mat hann þó Leik- bræður og þátttöku sína þar. Kvartettinn var honunj til hinstu stundar eins og angandi gróður- reitur sem aldrei fölnaði. Það gladdi hann því mjög þegar upp- tökur með söng kvartettsins voru endurútgefnar fyrir fáeinum árum. Nokkrum dögum áður en Gunn- ar lést, þá helsjúkur orðinn, hringdi hann til okkar félaganna tveggja, sem rita þessar línur, og minnti okkur á að daginn eftir yrði útvarpsþáttur með Leik- bræðrum, við skyldum muna eftir að hlusta. Svo kær var honum þessi minning. Við þökkum honum hversu mik- ils hann mat kynni okkar og þökk- an, einkum eftir að 10-15 stúdentar fluttu upp á stúdentagarðinn á Sogni, en íslendingar höfðu forgang að 10 herbergjum, vegna gjafar Guðrúnar Brunborg. Ólafur Einar Ólafsson og Þórey Kolbeins komu til Óslóar 1948. Ólafur Einar var í veðurfræðinámi. Þegar ég kom til Óslóar leit íslending- anýlendan á Ólaf Einar og Þóreyju sem par, enda giftust þau 1955. Við Ólafur Einar urðum brátt bestu vinir og stundum var Bakkus með í ferð. Að sjálfsögðu hitti ég Þóreyju oft. Fyrstu árin eftir að þau stofnuðu heimili á íslandi var ég heimagangur á heimili þeirra, þegar ég var á land- inu. Heimilisbragurinn var léttur og stutt í gamanmál og bros. Er ég kom alkominn heim 1963, þá búinn að stofna eigin Qölskyldu, fækkaði heimsóknum í amstri dag- anna. Tíminn fór í húsbyggingar o.fl. Ekki slitnaði þó sambandið. Við hittumst alltaf af og til og breyttist það ekkert eftir að Olafur Einar lést, langt um aldur fram, 1974. Þórey vann hjá Flugleiðum og vegna fyrri kynna leitaði ég stundum til hennar vegna skipulagningar á ferðum. Eftir lát konu minnar breyttist samband okkar, við hitt- umst oftar og töluðumst við í síma langar stundir, en eins og fyrr gat langur tími liðið milli funda. Þórey veiktist síðastliðið haust af þeim sjúkdómi sem dró hana til dauða. Eftir að hún var orðin veik komu tímabil þar sem við töluðumst aðeins við í síma. Eftir að hún lagð- um honum fyrir samfylgdina á vængjum söngsins um árabil. Þessi fáu minningarorð um vin okkar Gunnar Einarsson era einungis helguð söngnum sem var svo ríkur þáttur í lífi hans og gaf honum og öðram svo fjölmargar gleði- stundir. Tveir félagar úr kvartett- inum Leikbræðram era nú fallnir í valinn; Torfí Magnússon, 1. bassi, lést árið 1990, 71 árs að aldri, og nú Gunnar Einarsson, 1. tenór, einnig 71 árs að aldri. Ljúft er að minnast þeirra beggja meðan við tveir sem eftir lifum njótum minn- inganna við kvöldsólareld. Við kveojum Gunnar Einarsson með þakklæti fyrir tryggð og vináttu í meira en hálfa öld, svo og fyrir sönginn og samverastundir allar. Aöstandendum öllum sendum við innilegar _samúðarkveðjur. Ástvaldur Magnússon, Friðjón Þórðarson. Um og upp úr miðri þessari öld voru mikil umsvif í Gufunesi. Bóndinn þar, Þorgeir Jónsson, var stórtækur kúabóndi og landsfræg- ur hestamaður. Gestkvæmt var þar með afbrigðum og öllum tekið fagnandi. Einn þeirra sem oft sótti Gufunesbóndann heim var Gunnar Einarsson. Með þeim ríkti einlæg vinátta sem stóð á gömlum merg. Gunnar kom ekki bara til þéss að njóta þar vináttu og veitinga, hann kom ekki síður til þess að taka þátt í bústörfunum; gegningum, heyskap, smalamennsku og hveiju öðru sem til féll og sinna þurfti. Einkenni Gunnars voru glaðværð og góðmennska. Heimsóknir hans voru ætíð tilhlökkunarefni. Hann hafði fengið undurfagra tenórrödd í vöggugjöf og þær stundir komu sem við fengum að njóta hennar. Það eru okkur sem nutum ógleym- anlegar og þakkarverðar stundir. Það voru fleiri en þeir sem með honum voru í Gufunesi sem nutu hinnar fögru raddar hans. Hann söng í hinum landsþekkta kvartett Leikbræðrum sem hljómaði oft og hljómar enn á öldum ljósvakans og þjóðin tók ástfóstri við. Einnig söng hann einsöng með ýmsum karlakórum. Þessi fáu orð era skrifuð til þess að færa Gunnari að leiðarlokum þakkir fjölskyld- unnar í Gufunesi. Minning hans lifir með okkur og rödd hans mun halda áfram að hljóma, þökk sé nútímatækni og ný rödd hefur án efa bæst í himnakórinn og verið vel fagnað. Örlygur Hálfdanarson. ist inn á Grensásdeild heimsótti ég hana sem oftar og sagði hún þá: „Það er ekki mikið að sjá, gamla kerlingu í hjólastól." Ég mun sakna vináttu hennar og húmors, sem yfírgaf hana ekki í veikindum hennar, og sendi börnum hennar og ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Jens Tómasson. Þórey Eyjólfsdóttir Kolbeins hóf störf hjá Loftleiðum árið 1962 og starfaði síðan hjá Flugleiðum í sölu- deild þar til hún lét af störfum sakir aldurs. Samviskusemi, stundvísi og ákveðni var Þóreyjar aðalsmerki. Hún vann brautryðjendastarf við móttöku erlendra ferðamanna til ís- lands og sá til þess að þeir fengju þá þjónustu sem þeir óskuðu eftir. Einnig var hún til margra ára aðal- tengiliður okkar við farþega í leigu- flugi til Kanaríeyja. Hvem hefði grunað að Þórey ætti ekki mörg við- burðarík ferðaár framundan þegar við kvöddum hana hinn 5. febrúar síðastliðinn á sjötíu ára afmælinu hennar. Við samstarfsmenn þínir þökkum þér samfylgdina og hörmum það að geta ekki glaðst með þér á efri árum. Við sendum börnum Þóreyjar og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Samstarfsmenn söludeildar Flugleiða. ÞURÍÐUR SVAVA ÁSBJÖRNSDÓTTIR GUSTA V ADOLF BERGMANN + Þuríður Svava Ásbjörnsdóttir fæddist á Dísastöð- um í Sandvíkur- hreppi 30. mars 1933, hún lést 13. janúar 1996. For- eldrar hennar voru Ásbjörn Guðjónsson frá Dísastöðum í Sandvíkurhreppi og Sigríður Guðmunds- dóttir frá Sólheim- um í Hrunamanna- hreppi. Systkini Þur- íðar Svövu eru Hrafnhildur og Gunnar bæði búsett í Reykjavík. Gústav Adolf Bergmann fæddist á Hámund- arstöðum í Vopnafírði 19. febr- úar 1933, hann lést 11. febrúar 1997. Móðir hans var Sigríður Sveinbjömsdóttir frá Há- mundarstöðum í Vopnafirði. Systir Gústavs er Guðbjörg Ols- en búsett í Reykjavík. Þuríður Svava og Gústav gengu í hjónahand 9. október 1954 og fluttust til Suðurnesja 1958. Böra Gústavs og Þuríðar Svövu eru: 1) Sigurbjöm Svav- ar, f. 27.7. 1955; kona hans er Laufey Auður Kristjánsdóttir. Böra þeirra: Kristján Berg- mann, f. 1977, Gústav Berg- mann, f. 1983 d. 1985, Gústav Adolf Bergmann, f. 1985, Freyr Bergmann, f. 1987, og Amar Bergmann, f. 1987. 2) Hjalti, f. 30.6. 1960; kona hans er Mar- grét Þóra Einarsdóttir. Böra þeirra: Elsa Rut, f. 1985, og Helena Svava, f. 1989. 3) Ásdís, f. 6.6. 1961; eiginmaður hennar er Helgi Bragason. Böra þeirra: Sigríður Maggý, f. 1984, og Bragi, f. 1990. Uppkomin dóttir Ásdísar er Svava Ingþórsdóttir, f. 1978, eiginmaður hennar er Guðmundur Weraer Emilsson. 4y Gunnar, f. 26.11.1962; ókvæntur og barnlaus. Gústav og Þuríður Svava hefðu átt 43 ára brúðkaupsaf- mæli 9. október 1997. Við, fjöl- skylda Gústavs og Svövu, vilj- um heiðra minningu þeirra í tilefni dagsins. Gústav og Svava kynntust í Reykjavík, Gústav þá nýútskrifaður íþróttakennari frá Iþróttaskólanum á Laugarvatni, en Svava starfandi hjá Bókbandinu. Sigríði móður Svövu leist mjög vel á þennan geð- þekka pilt, þó ekki væri nema fyrir hið trausta handtak er þau heilsuð- ust í fyrsta sinn. Minntist Sigríður ætíð á þessi fyrstu kynni við tengdason sinn. Fyrstu hjúskapar- árin bjuggu þau hjá foreldram Svövu, þeim Ásbimi og Sigríði í Reykjavík. Þar fæddist þeim fram- burðurinn Sigurbjöm. Mikil og náin tengsl mynduðust á milli gömlu hjónanna og þeirra Gústavs og Svövu. Það varð því mikill söknuður þegar Svava og Gústav fluttust til Suðumesja. Gústav hafði fengið starf sem lögreglumaður á Kefla- víkurflugvelli. Þau bjuggu fyrstu árin í braggahverfí sem herinn átti og kallaðist Tumer. Þar bjuggu einnig Sigurgeir og Guðrún og Sig- urður B. og Anna, en þessum hjón- um tengdust þau óijúfanlegum vin- áttuböndum. Gústav og Svava eign- uðust tvö böm meðan þau bjuggu í Tumer, þau Hjalta og Ásdísi. Þrátt fyrir mikið annríki hjá Gústav fóra þau nokkuð reglulega í heimsóknir til Sigríðar og Ásbjöms í Reykjavík og um langt árabil vora þau þar um jól þar sem systkini Svövu og ijölskyldur þeirra komu saman. Þá var margt um manninn og margar gleðistundir sem fjölskyldumar áttu þar saman. Árið 1962 fluttu þau á Mávabraut 8d í Keflavík. Sigurður og Anna vinahjón þeirra höfðu flutt í raðhúsalengju á Faxabraut og Sigurgeir og Guðrún við hliðina á þeim eða á Mávabraut 8e. Til marks um hversu sterk vinátta þeirra var höfðum við á orði þegar árin tóku að líða og Svava átti orðið erfítt með stigana að kannski væri best að skipta um húsnæði og fara á eina hæð. Þetta þótti Svövu alveg fáranleg hugmynd, það að flytja frá Gunnu, Geira, Onnu og Sigga kæmi bara ekki til greina. Sama ár og þau fluttu inn á nýja heimilið fædd- ist yngsta bamið þeirra Gunnar. Mávabraut 8d er tveggja hæða rað- hús og fluttu þau fyrst á efri hæð- ina en Ieigðu þá neðri amerískum fjölskyldum. Gústav talaði ensku eins og innfæddur, og mynduðust oft sterk tengsl við þessar fjölskyld- ur sem héldust fram á síðasta dag. Gústav lagði sig fram við að kynna fyrir þeim íslenska siði og venjur, þó ekki væri nema að halda rétt á kaffíbolla og alltaf var stutt í gálga- húmorinn er hann sagði einhveijar tröllasögur. Það var oft glatt á hjalla hjá þeim hjónum og glaðvær- um bamahópi þeirra. Þrátt fyrir mikið annríki á þessum áram reyndu þau að ferðast um landið eins og kostur var á sumrin. Þau höfðu komið sér upp ágætum ferða- búnaði og Svava saumaði utan um allt sem hægt var að sauma svo sem svefnpoka, potta og pönnur. Þær vora margar tjaldferðimar sem famar vora á Þingvelli á sumrin. Gústav beitti á veiðistangimar fyrir alla og kom þá fram veiðimannseðl- ið sem var svo ríkt í honum en Skilafrest- ur minn- ingar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. hann fór oft með syni sína á gæsa- veiðar og kenndi þeim að bera virð- ingu fyrir náttúranni um leið og þeir lærðu að umgangast vopn á skynsamlegan hátt. Svava sá um eldamennskuna í tjaldinu og alltaf var heitt kakó og brauð eftir mikla veiði. Ein ferð var þó sérstaklega minnisstæð, þá var lagt í heilmikið ferðalag norður í land á gömlum Fíat. Vegir og farartæki vora ekki eins góð og nú enda lentu þau í miklum ævintýrum. Margsinnis sprangu dekk, ýmislegt bilaði sem lagað var á staðnum, húddið fauk upp og ýta varð skijóðnum upp sumar verstu brekkumar. Þetta var ein af þessum ferðum sem vora endurapplifaðar á hveiju ári þegar Gústav gafst tóm til að segja frá. Gústav hafði einstaka hæfíleika til að segja skemmtilega frá og hvers- dagslegir hlutir urðu að ævintýram í meðföram hans. Bömin uxu úr grasi og þá gerð- ist Svava dagmamma. Svava pass- aði böm í 20 ár og var mjög vel látið af henni í því starfi og til marks um það gaf Dagmæðrafé- lagið í Keflavík Sjúkrahúsi Kefla- víkur leikföng til minningar um Svövu. Svava var einstaklega bamgóð kona og hafði yfir að ráða ró sem bömin skynjuðu fljótt. Svava passaði líka barnabömin sín og það var því mikið áfall fyrir Svövu og Gústav er þau misstu ^ tveggja ára gamlan sonarson sinn úr heilahimnubólgu. Augasteinn- inn þeirra sem hafði verið í pössun hjá Svövu ömmu frá því hann var nokkurra mánaða og nafni afa síns. Gústav var ekki aðeins lög- reglumaður heldur veitti hann for- stöðu ökuskóla vamarliðsins, þar vann hann alla tíð í vaktafríunum sínum. Þrátt fyrir mikla vinnu og annríki vora þau stöðugt vakandi yfír velferð barna sinna, tengda- bama og bamabarna og alltaf var tekið á móti vinum og ættingjum með hlýhug og gleði. Milli hjónanna ríkti mikill kær- leikur og gagnkvæm virðing. Gústav kyssti Svövu sína alltaf eða „mömmu“ eins og hann kall- aði hana, fyrir matinn, þegar hann var að fara eða að koma. Það var mikið áfall er Svava hné niður daginn fyrir Þorláksmessu 1995, nýbúin að skila af sér börnunum í jólafrí. Hún lést þann 13. janúar 1996. Það lagðist þögn yfir Máva- braut 8d. Gústav varð aldrei sam- ur eftir þennan missi. Gömul mein tóku sig upp aftur og lést hann úr krabbameini þann 11. febrúar 1997. Innilegar þakkir viljum við senda Lögreglukórnum og lög- reglunni á Keflavíkurflugvelli fyr- ir þeirra þátt í að gera jarðarför Gústavs svo virðulega. Elsku mamma og pabbi, það er afar sárt að sjá á eftir ykkur og heyra ekki lengur hláturinn og gleðina sem var svo rík á heimili ykkar og við fengum að njóta alla tíð. Margar góðar minningar eig- um við um ykkur sem við varðveit- um í hjörtum okkar. Við kveðjum ykkur með virðingu og þakklæti. Sigurbjöm, Hjalti, Ásdís, Gunnar og fjölskyldur. Crfisdrykkjur A VeitinQohú/ld GfiPi-mn Sími 555-4477 qrmxxxxix^ H H H H H H H H H H Erfidrykkjur L A N ^ Simi 562 0200 ULX.X IIIIIIIll H H H N- H H H H H H

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.