Morgunblaðið - 09.10.1997, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 09.10.1997, Qupperneq 44
"44 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móðir okkar og fóstra, ODDNÝ JÓNA KARLSDÓTTIR frá Kollsvík, sem andaðist á Hrafnistu Reykjavík föstu- daginn 26. september sl., verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 10. október kl. 13.30. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristján Jens Guðmundsson, Benedikt Erlingur Guðmundsson, Kristín Andrésdóttir. + Útför móður okkar, ÞÓREYJAR EYJÓLFSDÓTTUR KOLBEINS, Grenimel 33, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmtu- daginn 9. október, kl. 13.30. Sigrún Ólafsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Haraldur Ólafsson. GÍSLIHANSSON WÍUM + Gísli Hansson Wíum var fæddur á Asknesi í M[jóafirði 10. mars 1941. Hann andaðist á Land- spítalanum 28. september síðast- iiðinn. Foreldrar hans voru lyónin Anna Ingigerður Jónsdóttir, f. 1. des. 1908, d. 6. sept. 1977, og Hans Guðmunds- son Wíum, f. 21. okt. 1894, d. 24. júlí 1982. Gísii var sjöundi í röðinni af ellefu systkinum, en systkini hans voru: Þórunn, f. 1928, d. 1991. Hún bjó í Danmörku. Jóna, f. 1930, Nes- kaupstað. Inga, f. 1933, d. 1996. Hún bjó í Mosfellsbæ. Þórarna, f. 1936, Keflavík. Guðmundur, f. 1938, Húsavík. Jón, f. 1938, d.,1997. Hann bjó í Reykjavík. Ólafur, f. 1943, Neskaupstað. Nanna, f. 1945, Reykjavík. Sigríður, f. 1948, Neskaupstað. Arnfríður, f. 1951, Reykjavík. Gísli kvæntist 18. nóv. 1967 eftirlif- andi konu sinni Sigurlínu Sveins- dóttur, f. 29. des. 1946. Þau bjuggu allan sinn búskap í Sandgerði. Börn þeirra eru: 1) Sveinn Hans, f. 1965. Hann er kvæntur Helgu Hrönn Óiafsdóttur og eiga þau soninn Bjarka Þór. Þau búa í Sandgerði. 2) Jón- ína Sigurlaug, f. 1969. Hún er gift Ragnari Antonssyni og eiga þau tvö börn, Gísla Frey og Thelmu Guðnýju. Þau búa á Vopna- firði. 3) Daði, f. 1977. Hann býr enn í foreldrahúsum. Gísli var lærður múrari, en varð að láta af því starfi vegna heilsubrests. Hann starfaði síðastliðin 20 ár sem hlaðmað- ur á Keflavíkurflugvelli. Útför Gísla Wíum var gerð frá Hvalsneskirkju 3. október sl., að viðstöddu fjölmenni. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, HJÖRLEIFUR SVEINSSON frá Skálholti, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, laugardaginn 11. október kl. 14.00. Sveinn Hjörleifsson, Aðalheiður Pétursdóttir, Anna Hjörleifsdóttir, Sigmundur Lárusson, Friðrik Á. Hjörleifsson, Anna J. Oddgeirs, Guðbjörg M. Hjörleifsdóttir, Egill Kristjánsson, barnabörn, langafabörn og langalangafabörn. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR JÓNASDÓTTUR frá Geysi, Vestmannaeyjum. Dóra Guðlaugsdóttir, Bjarni Sighvatsson, Jakobína Guðlaugsdóttir, Sigurgeir Jónasson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Valgarður Stefánsson, Gísli Geir Guðlaugsson, Guðlaug Arnþrúður Gunnólfsdóttir, Anna Þ. Guðlaugsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Jón Haukur Guðlaugsson, María Sigurðardóttir, barnabörn og langömmubörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR GESTSDÓTTUR, Kóngsbakka 9, Reykjavfk. Sérstakar þakkir viljum við færa Halldóru Traustadóttur og Einari Jónassyni fyrir frábæra hjálp og stuðning á erfiðum tímum. Einnig viljum við þakka læknum og hjúkrunarfólki á gjörgæsludeild Landspítalans fyrir frábæra umönnun. Jóhanna Sigurgeirsdóttir, Garðar Sigurgeirsson, Anne Marie Antonsen, Bæringur Guðvarðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Gísli Hansson Wíum andaðist 28. september síðastliðinn. Á vordög- um greindist hann með mein það, er lagði hann að velli. í veikindum sínum sýndi hann þá bjartsýni og æðruleysi sem einkenndu hann. Það eru margir, sem standa í þakkarskuld við Gísla. Best kom það í ljós á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir aðgerðina í vor, en þá fékk hann svo margar heimsóknir, að næstum horfði til vandræða. Gísli var ótrúlega fljótur að jafna sig, hress og glaður spjallaði hann við gesti sína, þakklátur og hrærður yfir þeirri vinsemd, sem honum var sýnd. En fljótt sótti í sama farið, æxlið óx aftur með ógnarhraða. Gísli sjálfur og við hin trúðum á kraftaverkið. Loks varð ekki við neitt ráðið, hans tími í þessu lífi var á enda runninn - svo alltof fljótt. Sumarið, sem leið var því aðeins frestur á því sem koma varð. Honum var hlíft við miklum þjáningum og fékk lengst af að vera heima í faðmi fjölskyldunnar, sem annaðist hann af alúð og kærleika. Gísli Wíum helgaði líf sitt því að hjálpa þeim, sem voru hjálpar- þurfí. Hann var læknamiðill og sinnti þessu hjálparstarfi í hjáverk- um, en án annarrar umbunar en gleðinnar yfir að geta látið gott af sér leiða. Hann heimsótti sjúka, tók á móti fólki á heimili sínu og sinnti ótal hjálparbeiðnum gegnum síma. Hann var ekki með stórar yfirlýsingar um hæfileika sína, né gaf loforð um árangur, heldur tók öllum vel og sagðist skyldi sjá til hvað hann gæti gert. En allur sá mikli fjöldi, er til hans leitaði um líkn og hjálp, segir allt sem segja þarf. Það gefur augaleið, að þessu fylgdi mikið álag á heimilið og það þarf mikla fómfýsi til að vera ávallt reiðubúinn fyrir aðra. Gísli var mjög næmur fyrir áhrifum um- hverfísins og tók það eflaust sinn toll af heilsu hans. Það var fyrir sex árum að ég kynntist Gísla fyrst. Þá strax tókst með okkur einlæg vinátta. Þótt samskipti okkar væru nær ein- göngu í gegnum síma, fannst mér ég þekkja hann vel. Það var svo auðvelt að þykja vænt um hann, þennan einlæga og hjartahreina mann. Ég er þakklát forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast honum. GUÐMUNDUR HÖRÐUR ÞÓRARINSSON Guðmundur Hörður Þórar- insson var fæddur í Vestmannaeyjum 10. desember 1936. Hann lést 26. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 4. október. Nú kveðjum við þig, elsku Týssi, okkar hinstu kveðju, Guð veri með þér. Þegar missir- inn er mikill er mjög erfitt að koma hugsunum sínum á blað. Við eigum svo margar minningar um þig. Þú varst sá allra besti vinur okkar krakkanna og við krakkarnir litum svo mikið upp til þín. Þú varst hann „Týssi frændi í Eyjum“. Margar sögur koma upp í hugann um það hve góður frændi þú varst okkur. Eitt sinn er við systkinin vorum inni í sportvöruverslun og skoðuðum leðurfót- bolta sem okkur lang- aði svo í, en gátum aðeins leyft okkur að skoða hann og vonast eftir honum í afmæl- isgjöf eða jólagjöf komst þú inn í búðina, varst staddur í bænum og sást okkur inn um gluggann. Þú tókst boltann og spurðir hvort okkur langaði í svona bolta og við játt- um því. Þá réttir þú Þórarni boltann og sagðir við afgreiðslumanninn: „Ég ætla að fá þennann bolta.“ Svona varst þú, vildir alltaf vera að gleðja aðra. Þegar við vorum lítil var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ykkar Systu á Brekkugötuna. Okk- ur er mjög minnisstætt að haldnar voru margar púttkeppnir í stof- unni. Alltaf var mjög skemmtilegt og keppnin hörð. Þú áttir svo gott Gísla er sárt saknað af mörgum - vinum, skjólstæðingum og fjöl- skyldu. Við sem eftir lifum þurfum að sætta okkur við hin ótímabæru vistaskipti, trúa því að hans bíði hlutverk hinum megin og hann megi áfram sinna köllun sinni á vegi kærleikans. Eg vil því fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar þakka Gísla mín- um fyrir allt, og biðja góðan guð að hugga og styrkja eiginkonu hans og börn og fjölskylduna alla. Blessuð sé minning góðs manns. Sigríður Björnsdóttir. Elsku Gísli, þú ert farinn frá okkur allt of snemma. Ég man þegar ég hitti þig fyrst þegar þú komst í heimsókn í Borgarnes með Hansa frænda. Frá þeim degi hef ég borið mikla virðingu fyrir þér og öðrum sem eru gæddir sömu hæfileikum og þú. Mig langar að þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og Qölskyldu mína. Sérstaklega fyrir allt sem þú gerðir fyrir afa Ingimund á Svanshóli. Mig langar að kveðja þig með ljóðinu sem pabbi samdi til þín fyrir nokkrum árum og á svo vel við þig. Þú öllum veitir yl og styrk sem örlög hijá og mæðir. Atorka þín er ör og virk þú allra vonir glæðir. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín. Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir. Það hlýtur að vera einhver til- gangur Skaparans með því að taka til sín á örstuttum tíma frá sömu fjölskyldu fimm kærleiksríkar manneskjur. Við trúum því að þau Tóta, Inga, Nikulás, Jón og Gísli séu kölluð á annað tilverustig, til meiri og æðri starfa. Við sendum ykkur, kæru Reykjasystkin, og öðr- um aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiðum saknaðarstundum. Minnumst þeirra allra með því að gefa lífinu hér meiri gaum og njóta betur samvista með skyld- mennum og ástvinum. „Já, sefist sorg og tregi, þér saknendur við gröf, því týnd er yður eigi hin yndislega gjöf.“ (B.H.) Blessuð sé minning þeirra. Kærar kveðjur, Guðríður og Sveinn. með að tala við og gleðja börn hvort sem það var með skemmtileg- um sögum eða ýmsum leikjum. Þér datt alltaf svo margt skemmtilegt í hug. Elsku Týssi, við munum sakna þess mjög að sjá þig ekki þegar við komum til Éyja en við vitum að þú verður alltaf með okkur þar því í Vestmannaeyjum verður alltaf til í minningunni hann Týssi frændi. í morgunskímu mættir þú á Guðsfund, máttlaus við þerruðum tár af hvörmum. Umhyggju þinnar nutum alltof stutta stund, að skilnaði vildum geta vafið þig örmum. Hvar sem verður glatt á góðri stundu, gengur þú um velli iðagræna þar. 011 þau verk sem höndum þínum fyrir fundu, faprt vitni öðrum verkum einatt bar. Við hlið þins hinsta hvílustaðar hörmum missinn einn og sérhver. Lífshlaup okkar bros þitt ávallt baðar, birtist okkur líkt og sól í desember. Elsku Systa, hugur okkar er hjá þér. Sorgin er sár og missirinn mikill. Þið voruð svo samrýnd, gerðuð alla hluti saman enda alltaf talað um Systu og Týssa í sömu andrá. Megi Guð vera þér styrkur í þinni miklu sorg. Þórarinn Jóhann, Guðbjart- ur Kristján og Vilborg Þór- anna Kristjánsbörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.