Morgunblaðið - 09.10.1997, Page 45

Morgunblaðið - 09.10.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 45 Bjartara fram- undan fyrir kappreiðar ÞÓTT ekki sé íslenski hesturinn besti stökkhestur í heimi er víst að keppni í stökki getur boðið upp á mikla spennu og vísast er stökkið sú grein kappreiða sem greiðastan aðgang á að almenningi. HESTAR Valdimar Kristinsson HESTAMÓT og hestamennska hafa hingað til átt erfitt upp- dráttar í sjónvarpi en eitthvað virðist ætla að rofa til eftir beina útsendingu sjónvarpsstöðvarinn- ar Sýnar á mótinu sem haldið var á Víðivöllum fyrir skömmu. Um ástæður þess að hestamenn hafa ekki náð athygli sjónvarps- manna hefur ýmsu verið borið við. Má þar öðru fremur nefna langdregna dagskrá og tafir milli atriða. Einnig hefur verið nefnt að atburðarásin sé of hæg og reglur of flóknar fyrir almenning að skilja án sérstakra útskýringa sem engan veginn er öruggt að komist óbrenglaðar til skila. Ef litið er yfir farinn veg má túlka atburðarásina í þróun keppnisgreina hestamennskunn- ar á þann veg að hestamenn sjálf- ir hafi hægt og sígandi úthýst sjálfum sér úr heimi sjónvarpsins með flóknum, nákvæmum regl- um í hinum huglægu greinum eins og gæðingakeppni, tölti, fjórgangi og fimmgangi svo dæmi sé tekið. Þá hafa þeir með óviturlegri ákvarðanatöku slegið það af sem greiðastan aðgang á að almenningi. Niðurstaðan hef- ur orðið sú að hestamótin hafa staðið höllum fæti í keppninni um athygli sjónvarpsmanna. Þetta á einnig við um þegar val- inn er sýningartími fyrir það litla sem sýnt er í sjónvarpi frá hesta- mennskunni. Oft hafa hestamenn verið sárir út í sjónvarpsmenn og fundist þeir ekki njóta sann- mælis því hestamennskan er jú ein þjóðlegasta íþróttin sem boð- ið er upp á og áreiðanlega sú skemmtilegasta, að mati hesta- manna. Lykillinn felst í stökkinu Nú kann að verða breyting hér á eftir vel heppnaða tilraun Sýnar á dögunum. Þetta var afar athyglisverð tilraun þar sem glögglega kom í ljós hvaða grein hestamennskunnar það er sem hentar best til sjón- varpsútsendingar. Þar kom best út stökkið sem segja má að hestamenn hafi haldið á lífi í áratug í öndunarvélum eins og gert er með lifandi lík á spítölum. Skeiðið er að sjálfsögðu mun merkilegra fyrirbæri, að mati hestamanna, og hægt að taka undir það að flestu leyti. Stökkið er hins vegar einfaldara, þar er það sá sem fyrstur kemur í mark sem sigrar. I skeiðinu er það sá sem fyrstur kemur í mark og hefur legið tilskilda vegalengd á skeiði. Öll umræða um endurreisn kappreiða hefur snúist um að byggja upp öfluga og áhugaverða veðreiðastarfsemi. Ef það á að takast þarf að vekja áhuga fleiri en hestamanna og ef almenningur þarf að læra að þekkja í sundur stökk og skeið geta hlutirnir farið að flækjast óþarflega. Stökkið er sú grein sem kemur mönnum á bragðið, einfalt og spennandi en skeiðið kemur síðar þegar áhuginn fyrir veðreiðum er vakinn. Sá kunni útvarps- og sjónvarps- maður Eiríkur Jónsson sá um hið talaða mál í þessari útsendingu og komst allþokkalega frá sínu. Hefði þó mátt vera örlítið betur að sér þótt ekki sé ástæða til að hafa einhvern sérfræðing í starf- inu sem allt vissi. Minni Eiríks á þessari stundu var hins vegar ekki í góðu lagi því hann endurtók sömu spurningarnar margsinnis til dæmis hvert væri metið í 250 metra skeiði. Til liðs við sig fékk hann Jens Einarsson og Erling Sigurðsson, kunn nöfn úr heimi hestamennskunnar, sem sátu að spjalli og kynntu það sem fyrir augun bar hveiju sinni. Kom þetta ágætlega út, bæði Jens og Erling- ur stóðu sig prýðilega enda báðir fróðir og fyndnir menn. Tókst þeim ásamt Eiríki að fylla vel í eyðurnar milli spretta svo engum, í það minnsta hestamönnum, þurfti að leiðast. Hér var að sjálf- sögðu um tilraun að ræða og virð- ist sem þetta sé vel gerlegt og ótvírætt hægt að mynda stemmn- ingu um veðreiðar með fulltingi sjónvarpsins. Vel kom í ljós hvað vantar á til að vel eða betur takist til en gerði í þessari tilraun nú. Má þar nefna beint samband við veðbankann fyrir hvert hlaup. Best væri ef hægt væri að setja breytilega stöðu veðmála upp í grafíska töflu á skjánum. Einnig fyrri árangur hrossanna sem hlaupa og annan tölulegan árang- ur. Ekki er að efa að tilkoma sjón- varps muni gerbreyta umhverfi kappreiðanna til hins betra. Erfið- lega hefur gengið til dæmis að hafa einu rásbásana sem til eru á íslandi í nothæfu ástandi. Góðir rásbásar eru grundvallaratriði til að hægt sé að halda tímaáætlun hundrað prósent. Staðla þarf þann tíma sem líður frá lokum síðasta spretts þar til þeim næsta lýkur. Vandamálið með rásbásana hér á landi er opnunarbúnaðurinn. Illa hefur gengið að láta hliðin opnast samtímis sem er að sjálfsögðu ótækt nema þá að keppa eigi með forgjöf eins og gert er í golfinu. Ef framhald verður á sjónvarps- kappreiðum á næsta ári má ætla að stökkið taki góðan kipp. Auk sjónvarpsins og veðmála má ætla að góð peningaverðlaun séu drif- krafturinn sem þarf til að menn taki við sér og fari að þjálfa stökk- hesta til afreka. Eftir framtak Fáks og Sýnar má ætla að endurreisn kappreiða sé ekki eins fjarlægur draumur og margir héldu. En það er með þetta eins og alla hluti í dag, tryggja þarf fjárhagsgrundvöllinn, ekki bara fyrir eitt eða tvö mót heldur allt keppnistímabilið. Nú þegar er hafinn undirbún- ingur að framhaldi, farið hefur verið yfir flesta þætti málsins hvað varðar framkvæmd og tæknihlið. Má því ætla á þessari stundu að kappreiðar gangi í endurnýjun líf- daga árið 1998 og er víst að það muni gleðja marga unnendur kappreiða. Hugið að haust- beit hrossanna ÞAÐ FER ekki framhjá neinum og allra síst hestamönnum að haustið er komið með sínu rysj- ótta veðurfari. Full ástæða er til að minna hestaeigendur á að huga nú að því hvar hestarnir eru niður- komnir og hvernig fer um þá. Eru þeir enn í sumarhögum sem oft eru gras- og skjóllitlir? Þótt í langflestum tilvikum hugsi hestaeigendur vel um hross sín er full ástæða til að minna hér á hvaða aðbúnað hrossin þurfa á þessum árstíma. í fyrsta lagi þurfa hrossin góða hausthaga, mikið gras og er valllendi best þótt vel loðnar mýrar gagnist ágætlega. Nauðsynlegt er að góð skjól séu fyrir hendi fyrir öllum áttum. Ef þau eru ekki til staðar frá náttúrunnar hendi þarf að byggja þau. Dugar þar veggur byggður í vinkil en best er að hafa þijá veggi með jafnri fjar- lægð í annan endann en samliggj- andi í miðju í hinn endann. Góður siður er að ormahreinsa hrossin þegar þau eru flutt úr sumarhögum í haustbeit. Tryggir það bæði betri fóðrun hrossanna og dregur úr ormasmiti í haust- beitinni. Þá er sjálfsagt að tryggja hrossunum aðgang að salti, sér í lagi þar sem hross eru fjarri sjávarsíðunni. Sjálfsagt er að líta reglulega til hrossanna til að kanna hvort ekki sé allt með felldu. Ef um langan veg er að fara í haustbeitina er ástæða til að fá einhvern til að líta til hross- anna reglulega og kasta tölu á þau. Séu ofangreind atriði í góðu lagi má telja að hrossin hafi það gott í haustbeitinni og komi í góðu ástandi í vetrarbyijun. Þegar farið er um nágrenni höfuðborgarinnar má víða sjá hross í rótnöguðum og skjóllaus- um girðingum sem að sjálfsögðu ætti ekki að sjást á þessum árs- tíma. Er því full ástæða til hvetja þá sem eiga þessi hross að bæta úr hið snarasta og koma hrossun- um í viðunandi girðingar. Einnig má hvetja þá sem vita af hrossum í slæmri umhirðu að ýta við eig- endum. Arangursríkast er að gera það á rólegan og málefnalegan hátt en ekki með hávaða eða hót- unum. Valdimar Kristinsson Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HÉR er beitin búin fyrir löngu. Hrossin farin að teygja sig stöð- ugt lengra ofan í skurðinn til að ná í eitthvað bitastætt. Hér hefði mátt fjarlægja hrossin fyrir allnokkru. KAFGRAS en ekkert skjól frá náttúrunnar hendi og því hefur verið byggt skjól sem óspart er notað. HÁIR bakkar veita gott skjól fyrir vindum og úrkomu og hrossun- um líður vel þótt vindar gnauði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.