Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir b WAM &6N BH i þ\/i f* þÆR ENO/t EINS A 'ÓlLU/u TunguaaXlu/H YES, YOUR H0N0R,THI5 IS MY CUENT, ALICE, THE INJOREP PARTY, UUHO FELL DOUIN LUE INTEND TO PROVE NE6LI6ENCE ON THE PART 0F THE PROPERTY OWNER FOR FAILIN6 T0 POST A WARNIN6 SI6N BY THE RA00IT-HOLE.. HOLUOIO tTHE JUP6E TOLP' YOUR CASE METOTAKEMY COMEOUT HATOFFINTHE TOPAY? A COURTROOM. Já, herra dómari, þetta er skjól- stæðingur minn, Lísa, hinn slas- aði aðili sem féll niður í kanínu- holuna... Við ætlum að sanna vanrækslu að hálfu eiganda landareignar- innar, sem lét undir höfuð leggj- ast að setja upp aðvörunarskilti við kanínuholuna ... Hvernig lyktaði málinu þínu í dag? Dómarinn sagði mér að taka ofan hattinn inni í réttar- salnum... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Hvað felst í starfi þroskaþjálfa? Frá Þroskaþjálfum á Lækjarási: VIÐ starfandi þroskaþjálfar á þjálf- unarstofunni Lækjarási, Stjörnu- gróf 7, lýsum yfir áhyggjum okkar á seinagangi samninganefndar rík- isins og Reykjavíkurborgar í samn- ingaviðræðum við Þroskaþjálfafé- lag Íslands. Lækjarás er þjálfunarstofnun ætluð fötluðum einstaklingum frá 17 ára aldri, sem hafa takmarkaða færni sökum aldurs og/eða mikillar fötlunar til að nýta sér aðra þjón- ustu. Markmið okkar er m.a. að veita fötluðu fullorðnu fólki sérhæfða, einstaklingsmiðaða þjálfun og umönnun sem miðast að því að efla líkamlegan og andlegan þroska, sjálfstæði og frumkvæði hjá ein- staklingum. Að viðhalda þeirri færni sem er til staðar og ennfrem- ur að mæta minnkandi færni ein- staklingsins. Þessi upptalning er langt frá því að vera tæmandi fyrir það starf sem innt er af hendi á Lækjarási, en ábyrgð þroskaþjálfa er mjög mikil gagnvart skjólstæð- ingum sínum, foreldrum/aðstand- endum, ófaglærðu starfsfólki, læknum, sjúkraþjálfurum o.s.frv. Eða eins og segir í hluta af starf- slýsingu okkar: - Þroskaþjálfi ber ábyrgð á fag- legu starfi á sinni deild. - Þroskaþjálfi hefur eftirlit og umsjón með daglegu starfi deildar- innar og veitir starfsfólki faglega ráðgjöf. - Þroskaþjálfí sér um að efla og viðhalda fæmi skjólstæðinga sinna og einnig að mæta minnkandi getu þeirra, t.d. þegar þeir veikjast/eldast. - Þroskaþjálfí hefur umsjón með samstarfí við aðstandendur, tengslastofandi og aðra fagaðila í samvinnu við forstöðumann og yfir- þroskaþjálfa. - Þroskaþjálfí ber ábyrgð á að lyf séu gefín eftir fyrirmælum læknis og á geymslu lyíja. Hér hefur verið stiklað á stóru um starfslýsingar þroskaþjálfa á Lækjarási, en störf okkar og skyld- ur gagnvart okkar skjólstæðingum eru mun viðameiri. Ekki má líta fram hjá námi þroskaþjálfa, en til að komast í Þroskaþjálfaskóla íslands er krafíst stúdentsprófi og starfsreynslu með fötluðum. Námið sjálft er 3 ár og árið 1999 útskrifast fýrstu þroska- þjálfamir með B.ed. próf í þroska- þjálfun. Að starfa með þroskaheftum ein- staklingum er mjög sérstakt, vegna þess að þroskaþjálfinn verður að þjálfa upp hjá sér ákveðið næmi og mikla eftirtekt, sem ekki er krafíst í öðrum mannlegum samskiptum. Því vegna fötlunar sinnar tjá ein- staklingarnir sig á mismunandi hátt s.s. með máli, líkamstjáningu, svipbrigðum og hljóðum. Því verð- um við að vera vakandi fyrir ýmsum smáatriðum eins og svipbrigðum, breytingum á öndun, húð og lykt. Við verðum að læra að greina á milli hvort sé verið að gefa frá sér vellíðanar- eða vanlíðanarmerki. Þolinmæði, rólegheit og glaðværð eru þeir þættir í fari þroskaþjálfa sem eru hvað nauðsynlegastir til að geta þjálfað með sér næmi og eftirtekt sem eru svo mikilvæg fyr- ir skjólstæðinga okkar. Þroskaþjálfum og starfsfólki Lækjaráss finnst sorglegt hvað það hefur dregist að endurnýja samn- inga og er það spurning hvort hér er um þekkingarleysi og/eða áhugaleysi við okkar samningsaðila að ræða. Fyrir hönd þroskaþjálfa á Lækjarási, HANNA DÓRA STEFÁNSDÓTTIR. Þroskaþjálfar á heimilum Frá þroskaþjálfum á Skálatúni: ÞROSKAÞJÁLFAR sem vinna á heimilum þroskaheftra eiga í raun tvær fjölskyldur. Það er inni á sínu eigin heimili og á heimili hinna þroskaheftu. Allir vita hvað það er að sinna fjölskyldu og hvað það er að hugsa um allar þarfir heimilismanna. Þroskaheftir hafa sömu þarfn og aðrir þjóðfélagsþegnar og þær hvorki hverfa né eru settar í bið- stöðu þegar við förum heim. Þarf- irnar eru alltaf fyrir hendi og okkar hlutverk, meðal annars, er að hjálpa þeim að uppfylla þær eftir bestu getu. Þetta gerir okkur nær ómiss- andi í starfi og því virðast launa- greiðendur okkar (ríki og sveit) gera sér grein fyrir þar sem þroska- þjálfar á heimilum geta ekki nýtt sér verkfallsleiðina í kjarabaráttu. Við sem störfum innan sambýla og sólarhringsstofnana megum ekki fara í verkfall. Hugsanlega gætum við farið í fjöldauppsagnir vegna óánægju með launakjör, en þá kem- ur í ljós að innan þessara heimila og annarra vinnustaða þroskaþjálfa eru ekki eyrnamerktar starfsstöður fyrir þroskaþjálfa. Hvorug þessara leiða hefur mikil áhrif út í þjóðfélagið að öðru leyti en því að launagreiðendur okkar verða að kosta til aukastarfsfólki. Þjóðfélagið fínnur ekki fyrir því en það gera hin þroskaheftu, sem ekki kvarta eða láta í sér heyra þannig að almenningur verði þess var. Finnst ykkur, launagreiðendum, til of mikils mælst að við förum fram á mannsæmandi laun þannig að við getum séð eigin fjölskyldu farborða og starfað þar sem þörfin fyrir okkur, þroskaþjálfa, er mikil? Fyrir hönd þroskaþjálfa á Skálatúni, JÓNÍNA ÁRNADÓTTIR, ANNA KR. GUNNLAUGSDÓTTIR, KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fróltir 569 1181, fþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.1S / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.