Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTOBER 1997 BREFTILBLAÐSINS i i 4 i € i < I I 4 1 Frá Mikael Torfasyni: ÞÚSUND ára ríkið nálgast og af því mætti álykta að Vottar Jehóva biðu í ofvæni. Allt frá því að hreyfíngin var stofnuð upp úr 1870 hafa Vott- arnir haldið því fram að heimurinn eins og við þekkj- um hann færi að enda. Samkvæmt þeirra einstöku Biblíureikningsað- ferðum hófst niður- talningin að loka- orrustunni milli góðs og ills árið 1914. Vottar Jehóva sögðu heims- styrjöldina fyrri vera stórkostlegt tákn og að Kristur myndi staðfesta konungdóm sinn áður en þeir sem urðu vitni að atburðunum 1914 myndu deyja. Fyrir ótalmarga Votta var þessi spá góð ástæða fyrir að spara ekki peninga, hefja hvorki nám né gera ráðstafanir til greftrunar. Eins og einn leiðtogi þeirra orðaði það: „Milljónir núlifandi munu aldrei deyja." Nú sýnist sem allri spámennsku um komu þúsund ára ríkisins sé lok- ið. í nýlegu hefti Varðturnsins (kennslurit Votta Jehóva) viðurkenna leiðtogar safnaðarins hljóðlega að Jesús hafí haft rétt fyrir sér þegar Heimsendi frestað hann sagði: „Enginn veit daginn né tímann." Allar fyrri tilvísanir um hvenær orrustan verði háð segir Varðturninn aðeins getgátur. Árið 1914 boðar upphaf endalokanna. En þeir sem vonuðust eftir að sjá loka- orrustuna og stofnun ríkis Guðs á jörð verða nú að bíða. Samt gæti hver sú kynslóð sem upplifir stríð og plágur eins og alnæmi orðið vitni að endalokunum. í stuttu máli er sagt að hin vaxandi stétt Votta Je- hóva gæti gert verri hluti en að kaupa sér líftryggingu. Ef þessi alvarlega endurskoðun á væntingum Votta Jehóva dregur úr opinberuninni, þá er kosturinn sá að þetta kaupir þeim tíma. Kynslóðin sem lifði 1914 fer nú óðum hverf- andi og núverandi trúarieiðtogar sýna öll tákn um að halda út í heimin- um, eins og við þekkjum hann, í lang- an tíma. A síðustu árum hafa Vottar Jehóva um allan heim verið að byggja til frambúðar og er ísland engin undantekning. Nú eru til dæmis sam- komusalir þeirra hér á landi orðnir fjórir. í Bandaríkjunum n.t.t. í New York fylki, hafa þeir nýlega lokið við byggingu 670 ekra Menntamiðstöðv- ar. A lóðinni eru 624 íbúðir, bílskúr- Mikið væri mjúkur malbikaði spottinn Frá Erni Guðmundssyni: VIÐ Kópavogsbúar höfum í gegnum tíðina átt því láni að fagna umfram marga aðra að hafa annað megin umræðuefni en veðrið, en það eru gatnamálin hér í bæ. Ár eftir ár, sumar eftir sumar hafa yfirvöld ver- ið með yfirlýsingar um að nú eigi að gera lokaátak á götum bæjar- ins. Gatan mín er ein af þeim sem allt- af hefur verið skilin eftir og aldrei neitt gert hér þar til í sumar. Um miðjan ágúst birtust hér nokkrir menn með stórvirkt vinnutæki og hófu að grafa götuna í sundur, gatan skyldi nánast endur- lögð með öllu því sem tilheyrir. Nokkuð fannst mér orðið áliðið sum- ars fyrir svo mikið verk og kom það líka á daginn, einn þriðji (V3) af götunni var grafínn upp á nánast einni viku og svo gerðist lítið meira en það. Og gerist lítið meira en það, hér mætir á hverjum degi hópur manna sem messar yfir tólum og tækjum (svo rækilega að vel má heyra það inni í stofu), vélarnir eru líka stundum settar í gang með til- heyrandi skarki og látum, helst um áttaleytið að morgni svo að við þessi heimavmnandi komum okkur nú ör- ugglega fram úr og tökum daginn snemma; „morgunstund gefur gull í mund!" Rafmagnið er líka tekið af í tíma og ótíma, án þess að látið sé vita, yfirleitt þegar maður er að vinna í tölvunni eða að baka nokkr- ar kökur í kistuna ... sérlega heppi- legt að taka rafmagnið af svona óforvarindis svo að vinnan sé nú örugglega alveg ónýt og maður geri helst ekkert næstu daga. Svo þegar farið er að afla upplýsinga um hverju þetta sæti, þá er enginn ábyrgur. Bæjaryfírvöld vísa á verktakana, verktakarnir á vatnsveituna, vatns- veitan á rafmagnsveituna og þeir aftur á bæjaryfirvöld! Auðvitað enda þetta allt með því að maður sest niður og skrifar bréf í Velvakanda til að reyna að fá útrás fyrir reiðina og vonleysið sem grípur mann við svona undirtektir. Löngu áður en byrjað var á þessum framkvæmdum, ef framkvæmdir skyldi kalla, feng- um við sent bréf heim um það hvað hver og einn ætti að borga fyrir lag- GATAN Melgerði í Kópavogi í október 1997. færingar á gotunni, það vantaði ekki. En allra best er að það virðist enginn vera ábyrgur fyrir því sem út af ber og fyrir seinaganginum, enginn sem hægt er að snúa sér til og biðja um aðstoð. Að minnsta kosti ekki bæjaryfírvöld í Kópavogi það er eitt sem víst er. Þetta er eins fyrir allar kosningar, menn krossa sig í bak og fyrir og lofa öllu fögru en daginn eftir kjördag er svo bara öxlum yppt og „þvi miður, þetta er bara svona og því verður ekki breytt." Gatan min er Melgerði í Vesturbæ Kópavogs og einhverra hluta vegna hafa yfirvöld ekki séð ástæðu til að laga hana fyrr en núna þegar allra veðra er von. Við óskuð- um eftir því að hún yrði tekin fyrir að vori og kláruð fyrir haustið því á hverju vori kemur hún eins undan vetri, eins og þvottabretti sem veldur langvarandi sjóveiki að keyra eftir allt sumarið. I dag keyrum við ekki út götuna og þeir sem eiga heima hér í fyrstu húsunum geta ekki einu sinni lagt bílunum sínum hér. Við leggjum bílunum út við sundlaug ef þar eru laus stæði, annars einhver- staðar í nágrenninu öðrum til ama og leiðinda. Ætli '/a af Melgerðinu (sem er í heildina ekki svo mjög löng gata) klárist fyrir jól? Með þessu áframhaldi megum við víst vera þakklát ef það verður búið að sama tíma að ári. Guði sé lof að það var bara 'A sem byrjað var á en ekki öll gatan! ÖRN GUÐMUNDSSON, Melgerði 1, Kópavogi. ar fyrir 800 bíla og matsalur fyrir 1.600 manns. Öldungar safnaðarins bæði hér á landi og erlendis segjast ekki vera að fara að kröfum sam- tímans. „Endalokin er enn nálæg," segir Bob Pevy, talsmaður Votta Jehóva þar ytra. „Við getum bara ekki tímasett orð Jesú." Enn sem komið er hafa þessar áherslubreytingar ekki komið niður á fjölda Votta. Þeir eru nú á fjórða hundrað á íslandi, en um 5,1 milljón í heiminum. Það sem einkennir þessa Votta er aðallega þögnin. Þeir viðra ágreiningsmál sín nánast aldrei við utanaðkomandi og er nánast ómögu- legt að fá Votta Jehóva á íslandi til að ræða þau mál við innlenda fjöl- miðla. Hér heima er söfnuðurinn með eldri sértrúarsöfnuðum íslands. Fyrsti trúboðinn var Vestur-íslend- ingurinn Georg Fjölnir Líndal og kom hann hingað upp úr 1940. Á þessum tímum voru Vqttar Jehóva ofsóttir um allan heim. I Bandaríkjunum var þeim stungið í fangelsi fyrir að neita að sýna hollustu við fánann, berjast í seinni heimsstyrjöldinni og svo hættu þeir einnig lífi sínu fyrir trúna með því að neita að þiggja blóðgjöf. Allt þetta var gert með vissu um að stutt væri í að þeir fengju að lifa í Guðs ríki. Charles Krist, 73 ára eftir- launaþegi frá Michigan, sat í þrjú ár í fangelsi með 400 öðrum Vottum fyrir að neita að gegna herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni. „Þetta var fangelsislíf, en ég notaði tímann til að nema Biblíuna og bera fagnaðar- erindið út til annarra fanga," minn- ist hann. En fyrir Charles, og sér- staklega fyrir yngri Votta (sbr. ís- lenska Votta), sem ekki kynntust ofsóknum fyrri tíða (Nasistarnir lok- uðu marga Votta inni í einangrunar- búðum), er predikun orða Guðs mikil- vægari en að verða vitni að endalok- unum. „Mig langar að lifa til að sjá það gerast," segir Charles, sem enn gengur hús úr húsi berandi út fagn- aðarerindið. „En ef það verður ekki um minn tíma, verð ég ekki fyrir vonbrigðum." Við íslendingar meg- um því eiga voti á að um ókomna framtíð munu Vottar Jehóva banka uppá hjá okkur með beiðni um að ræða fagnaðarerindið. Þeir eru' komnir til að vera. Tilvitnanir og staðreyndir um söfnuðinn í Bandaríkjunum fengnar úr Newsweek. MIKAELTORFASON, ungur rithöfundur, Asparfelli 8, Reykjavík. HJALPAR MEÐ HVERJUM RITA Myllan leggur af nverju Heimilisbrauði til hjálparstarfs. <Ot- HiÁLPARSTOFNUN \Qpl KIRKHIHHAR Gæðahirslur á besta verði. Fagleg ráðgjöf - góð þjónusta. POfnasmiðjan Þú færð varla betra verð... Hefur þú kynnt þér kosti ISDN? ISDN móiald, samnetssími, grunntenging hjá Pósti og Síma, ISDN hugbúnaður og internetáskrift frá kr. 25.825! H Þessi er frábær. ISDN mótöld Tvleiri hraöi á Internetinu Tvær símalínur - Aldrei á taiil Hagkvæmt Gott verð ASUS TX-97XE, ATX móðurborð 200 MHz MMX Intel örgjörvi 512K flýtiminni 32MB vinnsluminni SDRAM I Ons 3200MB harður diskur Ultra DMA 24 hraða geisladrif 15" ViewSonic 100 riða skjár ATi 3D skjákort Soundblaster hljóðkort Windows 95 lyklaborð Microsoft samhæfð mús Innbyggt eftirlitskerfi Windows 95 á geisladisk Mechwarrior 2 3D leikur MPEG2 spilari og fleira og fleira... kr. 159.900 stgr. TOLVUVBRSLUN ¦ ÞJÓNUSTA Mixrkm * • 108 «tytg«vik - simt SM 2M1 • Ux SM 2M2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.