Morgunblaðið - 09.10.1997, Síða 52

Morgunblaðið - 09.10.1997, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ (jarðpCöntustöcHn □iTO3iil VÍÖ veg llnr 3741 Hvammur)| í Ölfusi Garöyrkjufólk ! Stertcar víðiplöntur ípottum fyrir Haustgróðursetningar. Hagstætt verö. Sími 483 4840" Tölvuþjálun Windows • Word Internet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvailarþáttum töivuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinnil Tölvuskóli íslands BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 567 1466 ÍDAG SKÁK Umsjön Margcir Pétursson Svartur leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á Fon- tys mótinu í Tilburg, sem nú er að ljúka. Ungveij- inn Peter Leko (2.635) var með hvítt, en Hollend- ingurinn Jeroen Piket (2.630) hafði svart og átti leik. 28. - Dg4! 29. Dxd4 - Df3?? (Afleikirnir gerast ekki öllu ljótari. Eftir 29. - Hxf4! Hefði hvítur mátt gef- ast upp, því hann getur ekki forðað máti til lengdar. í staðinn verður Piket nú sjálfur leggja niður vopn) 30. Dxd7+! og Piket gaf, því eftir 30. - Kxd7 31. Bb5+ - Ke6 32. Hxf3 hefur hann tapað manni bótalaust. Slíkir hroðalegir fingurbijótar sjást líka á bestu bæjum. Norræna VISA bikar- keppnin: Onnur umferð í dag á Grand Hótel Reykjavík. Aðgangur ókeypis í boði VISA. HÖGNIHREKKVÍSI „þtiia. gefar Gosa gamUx nög ptíts iií ab rtilca. um." VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góð þjónusta hjá Sím- virkjanum „ÉG VIL senda þeim hjá Símvirkjanum í Alfabakka mínar bestu þakkir fyrir góða þjón- ustu. Ég fór til þeirra með bilaðan Panasonic- síma sem ég hafði ný- lega keypt annars stað- ar. Ekki aðeins gerðu þeir við símann endur- gjaldslaust heldur lán- uðu þeir mér síma end- urgjaldslaust í heilan mánuð. Ég tel að þetta sé alveg einstaklega góð þjónusta sem vert sé að þakka fyrir. Jóhannes. Hvenær byrjar nóvember? PATREKUR hafði sam- band við Velvakanda vegna greinar í „Bréfi til blaðsins" sl. þriðju- dag þar sem Ómar Ragnarsson skrifar um tímatal. Vill hann beina einni spurningu til Óm- ars: Byijar nóvember 31. október eða 1. nóv- ember? En báðir dagar enda á tölustafnum 1. Vantar mynd af gamla félagsheimili Fram ER einhver sem á mynd af gamla félagsheimili Fram sem var við Sjó- mannaskólann. Helst þyrfti myndin að vera af húsinu öllu. Þeir sem gætu lánað slíka mynd eru vinsamlega beðnir að hringja í Halldóru í síma 561-1911 eða Sig- rúnu í síma 557-8161 eftir kl. 18 á kvöldin. Dýrahald Læða týnd í Grafarvogi BRÚNBRÖNDÓTT læða týndist úr Rósa- rima í Grafarvogi sl. laugardag, 4. okt. Hún er eyrnamerkt R3H 230 og einnig með endur- skinsól um hálsinn sem gæti þó hafa týnst. Þeir sem gætu hafa orðið hennar varir vinsamleg- ast látið vita í síma 587-4075. Kisa er týnd BRÚN og svört, brönd- ótt kisa með gulllitaða ól og fjólubláa bjöllu týndist í byijun septem- ber. Hennar er sárt saknað. Ef einhver hef- ur upplýsingar um kisu vinsamlega hafið sam- band við Ceciliu í síma 554-2966. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynn- ingar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj- @mbl.is Einnig er hægt að skrifa: Arnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Víkveiji skrifar... AÐ verður Víkverja ógleyman- leg stund þegar síðasta haftið var sprengt í Hvalfjarðargöngunum og víst mun svo verða um alla þá sem voru viðstaddir þann merkilega atburð. Að standa undir miðjum Hvalfirði, 165 metra undir sjávar- máli, og hlýða á hljómfagra tónlist jazztríós Ólafs Stephensen verður einnig viðstöddum ógleymanlegt. Hver sagði við annan, aldrei hafði ég ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa þetta! Það kom fram í ræðuflutningi þennan dag að menn sjá ekki alveg fyrir sér hvaða áhrif göngin munu hafa í för með sér. En víst er að þau verða gríðarleg. Mest verða áhrifin fyrir íbúa Vesturlands, sem komast í miklu meiri nálægð við höfuðborgarsvæðið en áður. Frábær frammistaða bormanna og annarra sem unnu að Hvalfjarð- argöngum hlýtur að hvetja íslend- inga til frekari dáða á þessu sviði. xxx GÓÐ tónlist og traustar fréttir er það eina sem skiptir máli, auglýsir ein af frjálsu útvarpsstöðv- unum. Víkveiji vill ekki gera lítið úr tónlist og fréttum en það er svo ótalmargt annað sem skiptir máli í upplýsingamiðlun dagsins í dag. Menningarefni og frásagnir ýmiss konar úr fortíð og nútíð er ómiss- andi í fjölmiðlun ef við eigum að heita menningarþjóð. xxx KUNNINGI Víkveija segir farir sínar ekki sléttar af viðskipt- um við Póst og síma. Fyrir nokkru keypti hann tölvu á tilboði hjá Ný- heija þar boðið var upp á svokallað- an pakka sem mikið hafði "erið auglýstur. Meðal þess sem boðið var upp á var ISDN-tenging og samband við Netið. Leið nú og beið og eftir rúma viku fór kunningjann að lengja eftir tengingunni og hringdi í þjónustufulltrúa hjá Pósti og síma til að athuga hvort ekki væru væntanlegir menn til að koma tölvunni í samband við umheiminn. Hún sagði að mikið væri að gera en það hlyti að gerast fljótlega. Enn leið og beið og ekkert gerð- ist. Þegar einn dag vantaði upp á að þijár vikur væru liðnar frá kaup- unum og ekkert farið að bóla á starfsmönnum Pósts og síma var enn slegið á þráðinn til að athuga hvernig mál stæðu. Þjónustufulltrú- inn var vinsamlegur líkt og í fyrra skiptið, sagðist athuga málið og tók niður nafn og síma. Hringdi hún skömmu síðar og sagði mennina koma undir lok næstu viku. Betur gæti Póstur og sími ekki boðið. Kunningi Víkveija var ekki ánægð- ur með þetta svar og maldaði í móinn og sagðist lýsa yfír furðu sinni yfir þessum vinnubrögðum Pósts og síma. Konan ítrekaði að betur væri ekki hægt að gera. xxx MEÐ ólíkindum er að Póstur og sími skuli ekki leggja meiri metnað í þjónustu sína við við- skiptavini en raun ber vitni um og að það þurfi að bíða í fjórar vikur eftir einföldum hlut sem þar á ofan hefur verið mikið auglýstur og al- menningur þannig hvattur til að nota. I fyrra skiptið sem kvartað var sagði þjónustufulltrúinn að það væri svo mikið að gera að ekki væri hægt að komast yfir að anna eftirspurn. Vera kann að rétt sé, en skal ekki mæta þeirri eftirspurn á einhvern annan og vænni hátt? Þá er'einkennilegt að Nýheiji skuli taka þátt í selja viðskiptavinum sínum tölvu með því fororði að aðeins nokkra daga taki að fá teng- ingu þegar raun ber vitni um ann- að.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.