Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.10.1997, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Að sjá fyrir vandamál ÞEGAR Kristinn Arason fæddist, hinn 17. júní 1971, var pabbi hans, Ari Krist- insson, hljómborðsleikari í hljómsveitinni Trix og hafði aldrei komið nálægt kvikmyndagerð. Arin liðu, drengurinn stækkaði, pabbinn varð kvikmynda- tökumaður og leikstjóri, en reyndi að forða drengn- um frá kvikmyndagerð- inni. I dag hefur Kristinn Arason, eða Diddi, samt sem áður verið fram- kvæmdastjóri þriggja kvikmynda í fullri lengd, og hefur ein þeirra, Blossi/810551, þegar ver- ið frumsýnd. - Hvenær byrjaðir þú að vinna í kvik- myndum? „Ég kom fyrst nálægt kvikmyndagerð þeg- ar pabbi og Friðrik Þór voru að gera Rokk í Reykjavík. Þá sást pabbi aldrei heima og til að sjá mig fékk ég stundum að fljóta með og var látinn búa til rafmagnssnúrur í kjallaran- aim hjá Villa Knudsen." - Hefur þú lært eitthvað í sambandi við kvikmyndagerð? „Nei, en ég var með mikla ljósmyndadellu þar sem ég lokaði mig inni í myrkrakompu í nokkur ár, en hef svo ekki tekið eina ljós- mynd síðan ég var 16 ára. Annars langar mig að læra framkvæmdastjórn og framleiðslu til að framleiða mínar eigin kvikmyndir. Á íslandi hefur það aldrei verið virt að framleiðandinn á mjög stóran hluta í bíó- myndinni því það er venja að leikstjórar framleiða sjálfir sínar hugmyndir. Það mun breytast og framleiðandi mun velja handrit og leikstjóra til framleiðslu." - I hverju felst starfframkvæmdastjóra? „Framkvæmdastjóri bíómyndar tekur handritið, brýtur það niður og býr til tökupl- an. Hann ræður starfslið til myndarinnar í samráði við leikstjóra og framleiðendur. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Sumir vita jað strax, aðrir aldrei. Kristinn Arason sagði Hildi Loftsdóttur hvernig hann varð framkvæmdast j óri _____bíómynda._____ Hann sér um að leysa þau vandamál sem koma upp daglega, og að sjá fyrir vandamál svo þau komi ekki upp. Eftir upptökurn- ar fylgir hann myndinni alveg þangað til hún kemst á hvíta tjaldið." - Þurfa framleiðendur ekki að vera sérstakar manngerðir? „Þetta er bara sölu- mennska, og það er nú eitt sem ég hef ágætis reynslu af. Eg var sölustjóri hjá GP húsgögnum í tæp fjög- ur ár, og var ákveðinn í að snerta ekki kvikmyndagerð. Eg stefndi að því að reka mína eigin verslun en fékk nóg af sölumennskunni og fór í langt sumarfrí. Ég aðstoðaði reyndar þrjá daga í september við leikmynd Djöflaeyjunnar. I maí var ég ennþá í Djöfiaeyjunni, og var að semja við Vilhjálm Ragnarsson, framkvæmdastjóra Blossa, um starf í þeirri mynd. Eftir nokkurt þvarg sam- þykkti ég að vera gripill, en heyrði svo ekkert frá Vilhjálmi í tvo daga. Ég fór niður á skrif- stofu Kvikmyndasamsteypunnar og var þá sagt að mæta á tökustað kl. sjö morguninn eftir. Þegar við pabbi vorum að keyra heim spurði ég hann hvað ég ætti að gera í mynd- inni. Þegar hann sagði að ég ætti að vera framkvæmdastjóri fékk ég smávægilegt taugaáfall! Villi var nefnilega búinn að taka við annarri mynd á írlandi sem flýttist og þurfti því að fara þangað. Eg kom því inn á öðrum töku- degi og mæti á tökustað sem framkvæmda- stjóri, yngri og óreyndari en flestir, eða allir. Þannig byrjaði ég á þessari vitleysu." - Varþetta ekkigóð reynsla? „Ég fékk alveg ótrúlegt tækifæri til að læra því það eru forréttindi að fá að læra af mis- tökum. Það er stundum dýrt en maður lærir að kyngja mistökunum og að muna að gera öðruvísi næst. Eftir þetta var ég tökustaða- DIDDI ætlar að framleiða kvikmyndir í framtíðinni. msmm Morgunblaðið/Kristinn stjóri í Maríu, og síðan framkvæmdastjóri dönsku myndarinnar Vildspor og fjölskyldu- myndarinnar Stikkfrí sem pabbi leikstýrir. - Lá beint við að þú tækir að þér fram- kvæmdastjórnina á Vildspor? „Sl. haust kom leikstjórinn Simon Staho til landsins með söguna sína sem hann vildi upp- haflega að gerðist í eyðimörk Arizona. Peter Aalbæk Jensen, sem er stærsti framleiðand- inn á Norðurlöndum, sagði honum að það væri miklu styttra til íslands og að hér væru miklu fallegri eyðimerkur sem hann trúði ekki en kom samt. Ég var fenginn til að sýna Simoni aðstæður á íslandi og seinna bað hann um að ég yrði framkvæmdastjóri. Það var mjög gaman að vera með í verkefni frá upphafi. Ég er nú reyndar búinn að fylgj- ast með þróun Stikkfrí síðan Hrafn Gunn- laugsson sagði pabba sögu sem síðar varð að þessu handriti. Vildspor er nú í eftirvinnslu í Danmörku og verður frumsýnd í mars. Stikk- frí verður íslenska jólamyndin í ár." - Ertu þakklátur pabba þínum fyrir að hafa ráðiðþig íBlossa án þess að spyrja þig álits? „Já, ég verð að viðurkenna það, og ég er mjög heppinn að fá að starfa við það sem ég hef áhuga á. Eða það er kannski spurning um hvort maður sé heppinn að hafa áhuga á því sem maður starfar við." - Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við Jsetta starf? „Skemmtilegast er þegar maður er að sjá afrakstur þess leiðinlega verða að einhverju góðu." Skemmtanir ¦ WALL OF SOUND er breskt plötufyr: irtæki sem sérhæfir sig í danstónlist. í vetur stendur Wall of Sound fyrir sérstök- um kvöldum í öllum helstu stórborgum Evrópu og f Reykjavík. Diskótekarinn Touche úr Wiseguys leikur á fyrsta Wall of Sound kvöldinu ásamt Agent Dan úr hljómsveitinni Agent Provocateur og Monkey Mafía. Fyrstu kvöldin verða sem hér segir: Tunglið fimmtudaginn 9. okt. 16 ára aldurstakmark. Sérstakir gestir verða hljómsveitin Súrefni. Föstudags- kvöldið 10. okt. Félagsmiðstöðin Fjörgyn kl. 20.30-23.30 og Tunglið kl. 24-3. Laugardagskvöld Dynheimar Akureyri, 16 ára aldurstakmark. ¦ VEGAMÓT, Veghúsastíg, eru opin öll kvöld vikunnar til kl. 1 og til kl. 3 föstu- dags- og laugardagskvöld. ¦ SMEKKLEYSUKVÖLD verður haldið í Þjdðleikhúskjallaranum fimmtudags- kvöld til að fagna útgáfu á fjórum fyrstu diskunum í svokallaðri Lúðraseríu Smekkleysu. Þær hljómsveitir sem koma fram að þessu sinni eru: Kvartett Ó. Jóns- son & Grjóni. Rokkabillýband sem leikur af breiðskífunni Karnival í Texas, tilrauna- hljómsveitin Sigur Rds sem gefur sýnis- horn af skífunni Von, PPPönk sem kynnir iög af plötunni PP.ep. og Bag of Joys sem kynnir smáskífuna Eins og ég var motta. Tónleikarnir hefjast kl. 23 en húsið opnar kl. 22. Aðgangseyrir er 300 kr. og verða diskarnir seldir á tilboðsverði á tónleikun- um. ¦ KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI heldur tónleika á Gauk á Stöng fimmtudags- kvöld. Hjómsveitin er á förum til Lundúna til að spila þar á tvennum tónleikum og taka upp nýtt myndband. Tönleikarnir hefjast kl. 22.30 og auk þeirra koma fram hljómsveitirnar Emmet og Danmodan. Stínga bongd ber bumbur á milli atriða. Verð 400 kr. ¦ GRANDROKK, Klapparstíg 30. Sýru- polkahljómsveitin Hringir leikur föstu- dags- og laugardagskvöld lög úr ýmsum áttum. Hljómsveitina skipa þeir Hörður Bragason á Farfíza (hljómborð), Kristínn H. Arnason, gítar, og Kormákur Geir- harðsson á trommur. ¦ KRINGLUKRAIN Hljómsveitin SÍN leikur fimmtudags-, föstudags-, laugar; dags- og sunnudagskvöld frá kl. 22. I Leikstofunni föstudags- og laugardags- kvöld leikur Ómar Diðriksson trúbador. ¦ KAFFI AKUREYRI Á fimmtudags- og fóstudagskvöld leika Gulli og Maggi tón- list við allra hæfi og taka við óskalögum frá gestum. Á laugardagskvöld er dans- leikur með Rut Reginalds og hljdmsveit. ¦ VÍKIN, HÖFN í HORNAFHtÐI Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Lífvera. ¦ DANSHÚSIÐ f GLÆSIBÆ Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur hljóm- sveitin Upplyfting og Ari Jdnsson. Húsið opnar kl. 22 báða dagana. ¦ SHÍ OLIVER Gleðigjafinn André Bachman syngur og skemmtir gestum föstudags- og laugardagskvöld. í tilkynn- ingu segir að troðfullt hafi verið út úr dyr- um og að með Andra hafi troðið upp Mófreður gamli, Stefán frá Útistöðum og Laddi sjálfur. Brandarakeppni með bjór- bragði fór svo fram og er ætlunin að end- urtaka leikinn um þessa helgi. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir. ¦ 8-VILLT leikur á frlandi, Kringlunni, föstudagskvöld og síðan á Herrakvöldi Fáksmanna laugardagskvöld. ¦ VAGNINN, FLATEYRI Bubbi Morthens heldur tónleika frá kl. 21. Eftir Wmleikana leikur Hljómsveit Ómars Ðiðrikssonar og hún leikur einnig laugar- dagskvöld. Októberfest stendur yfir í mat og drykk. ¦ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtudags- kvöld verða tónleikar með Kalla qg stelp- unum í Kolrðssu krókríðandi. A föstu- dags- og laugardagskvöld leikur rokk- popp bandið Kirsuber og á sunnudags- kvöld verður síðan Bítlakvöld með Sixties. B.P. og þegiðu Ingibjörg blús-rokka á mánudags- og þriðjudagskvöld og á mið- vikudagskvöldið leikur Skítamdrall. ¦ NAUSTKJALLARINN er opinn fóstu- dags- og laugardagskvöld. Dúettinn KOS leikur til kl. 3. ¦ REYKJAVÍKURSTOFA (áður Geirs- búð). Opið föstudags- og laugardagskvöld til kl. 3. ¦ NAUSTIÐ Opið frá fimmtudegi til sunnudagskvölds til kl. 1 og fóstudags- og laugardagskvöld til kl. 3. Eldhúsið opnað kl. 19. Marion Herrera frá Frakklandi leikur matartónlist á hörpu. ¦ GRAND HÓTEL v/Sigtún Á fimmtu- dags-, föstudags- og laugardagskvöld leik- ur Gunnar Páll fyrir matargesti frá kl. 19-23. ¦ FJÖRUGARÐURINN er opinn um helgina. Veislur haldnar að hætti víkinga. KOLRASSA krókríðandi verður með tdnleika á Gauknum fimmtudags- kvöld. Víkingasveitin leikur fyrir dansi. Veit- ingahúsið Fjaran er opið öll kvðld og í há- deginu fimmtudag til sunnudags. Jón Mbller leikur ljúfa píanótónlist föstudags- og laugardagskvöld. ¦ KÚREKINN, Hamraborg 1-3, verður með dansæfingu föstudagskvöld frá kl. 21. Þess má geta að Kúrekinn er með sýning- arhóp. ¦ NÆTURGALINN, Snúðjuvegi 14, Kdp. Á fóstudagskvöld leika Lúdó og Stefán. Á laugardagskvöld leikur Hljómsveit Önnu Vilhjálms og á sunnudagskvöld leikur Hljómsveit Hjördísar Geirs gömlu og nýjn dansana frá kl. 10-1. ¦ HÓTEL SAGA Fimmtudags- og sunnu- dagskvöld er Mímisbar opinn frá kl. 19-1. Föstudags- og laugardagskvöld opið frá kl. 19-3. Hilmar Sverrisson leikur fyrir gesti. ¦ GULLÖLDIN Á föstudags- og laugar- dagskvöld leikur hljómsveit Stefáns P. og Pétur Hjálmarsson. Á þriðjudagskvöld fer fram Foster rafmagnspflumdt og hefst það kl. 20. Skráning stendur yfir. ¦ FEITI DVERGURINN Á föstudags- og laugardagskvöld leikur Rúnar .Iiilíusson. ¦ CAFÉ AMSTERDAM Á fimmtudags- kvöld verður Hooch-kvöld. Þrír á 990 kr. SMEKKLEYSUKVOLD verður haldið í Þjdðleikhúskjallaranum fimmtudagskvöld þar sem fram kemur m.a. hljdmsveitin Ó. Jdnsson & Grjdni. D.J. Fúsi froskur leikur. Á fóstudags- og laugardagskvöld leikur D.J. Birdie. ¦ KAFFI AUSTURSTRÆTI Á fóstu- dagskvöld leikur dúettinn Hálfköfldttir frá kl. 23-3. ¦ ÍRLAND Á fimmtudagskvöld frá kl. 23.30 leikur Scruffy Murphi og á fóstu- dagskvöld leikur hljómsveitin 8-vilIt. Á laugardagskvöld leikur Ken Hennigan írska matartónlist og síðar um kvöldið leikur hljómsveitin Karma til kl. 3. ¦ RÁÐHÚSKAFFI AKUREYRI Nú um helgina leikur Dægurlagalújdmsveit Eyj- dlfs Kristjánssonar. Hljómsveitina skipa auk Eyjdlfs Kristjánssonar þeir Örvar Aðalsteinsson, Ingi Gunnar Jdhannsson og Bergsteinn Björgúlfsson. ¦ THE DUBLINER Danshljómsveitin Yf- ir strikið leikur föstudags- og laugardags- kvöld. ¦ SÓLDÖGG leikur laugardagskvöld á Inghdli, Selfossi. Hljómsveitin hefur verið iðin við spilamennsku að undanfbrnu en hún er nú í Stúdíó Sýrlandi að taka upp geisladisk sem kemur út fyrir jól. ¦ BUTTERCUP leikur fóstudagskvöld á Rdsenberg. Hljómsveitina skipa: Valur Sævarsson, Davi'ð Þdr Hlinason, Heiddi og Símon Dungal. Stúlkur eru sérstak- lega boðnar velkomnar og er frítt inn fyrir þær í boði hljómsveitarinnar. ¦ HÖRÐUR TORFA heldur áfram hring- ferð sinni um landið og leikur fimmtudags- kvöld á Hdtel Reynihlfð, Mývatni, fóstu- dagkvöld í Deiglunni, Akureyri, laugar- dagskvöld í Leikfélagi Dalvíkur - Ungd, sunnudagskvöld á Hdtel Ólafsfirði og mánudagskvöld í Félagsheimilinu Múla, Grímsey. ¦ SKÍTAMÓRALL leikur á Hdtel íslandi laugardagskvöld á lokahófi KSÍ. Opnað fyrir almenning kl. 23.30. ¦ BLUES EXPRESS leikur fimmtudags- kvöld á The Dubliner og laugardagskvöld á Blúsbarnum. ¦ GREIFARNIR leika í Stapanum, Kefla- vík, laugardagskvöld. ¦ KAFFI REYKJAVÍK Hljómsveitin Hunang leikur föstudags- og laugardags- kvöld. Á sunnudags- og mánudagskvöld leika þau Rut Reginalds og Birgir J. Birg- isson. ¦ REGGAE ON ICE leikur föstudags- kvöld í Sjallanum, Akureyri. Með hljóm- sveitinni verður leynigestur. ¦ GOS leikur föstudagskvöld í Gjánni, Selfossi, og laugardagskvöld á Kristiáni IX, Grundarfirði. ¦ VESTANHAFS leikur um helgina á The Dubliner.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.