Morgunblaðið - 09.10.1997, Side 57

Morgunblaðið - 09.10.1997, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 57 FOLK I FRETTUM Kryddpíur prófa „sitt lítið af hverju“ BRESKI kryddkvintettinn Spice Girls stóð fyrir uppákomu á mánu- dag þar sem væntanleg plata sveit- arinnar, „Spice World“, var leikin fyrir fréttamenn og aðdáendur á táningsaldri. Var plötunni lýst þannig af kryddpíunum að hún inni- héldi „sitt lítið af hverju“. Á plötunni verður fönk, rokk, diskó, popp, soul, suður-amerísk og jafnvel stórsveitartónlist. Fyrsta plata sveitarinnar, „Spice“, seldist í 18 milljónum eintaka og segja kryddpíumar að nýju lögin endur- spegli reynslu þeirra síðan þeim skaut upp á stjömuhimininn. „Petta er draumóraplata," sagði Geri Halliwell, en hún er þekkt sem sterka kryddið. Mel C lofaði því að boðskapur kryddpíanna, „stelpu- kraftur" eða „Girl Power“, yrði áfram ráðandi. „Þetta snýst ekki um útlit... heldur hvernig manni líð- ur innra með sér.“ Kvikmyndin „Spice World, the Movie“ verður frumsýnd 26. desem- ber og fjallar um fimm daga í lífí kryddpíanna. „Þar verður hægt að skyggnast inn í heim kryddpíanna," sagði Melanie Brown, sem einnig er þekkt sem Mel B. FJÖLSKYLDAN sem keypti miða númer 50 þúsund og hlaut málsverð á Mirabelle að launum. 50 þúsund á Bean UM HELGINA kom fimmtíu þús- undasti gesturinn á stórslysa- myndina um Bean sem sýnd hefur verið undanfarnar vikur í Háskóla- bíói, Regnboganum og Borgarbíói á Akureyri. Iljónin Sigurlaug Sveinsdóttir og Arngrímur Frið- geirsson og börn þeirra Guðgeir, Birgir og Birgitta keyptu miða númer 50 þúsund í Háskólabíói sfð- astliðinn sunnudag og fengu að launum málsverð á veitingastaðn- um Mirabelle. Kvikmyndin um Bean er hugar- fóstur breska gamanleikarans Rowan Atkinsons og handritshöf- undarins Richard Curtis. Sá síðar- nefndi átti einmitt heiðurinn af Fjórum brúðkaupum og jarðarför, en Bean stefnir hraðbyri í að slá aðsóknarmet hennar sem vin- sælasta mynd sem Bretar hafa gert. Einnig er allt útlit fyrir að hún verði vinsælli en Lygari, lygari eða „Liar, Liar“ og þar með vinsælust hérlendis fram að þessu á árinu sem er að líða. Happdrætti Há- skóla íslands hefur gefið út Happaþrennur með Bean þar sem auk peningavinninga eru tvær Toyota Corolla-bifreiðar aðalvinn- ingar. f síðustu viku vann Ómar Örn Smith fyrri Toyotuna, en sú síðari verður dregin út í byijun nóvember. fondital OFNAR SEM ENDAST * Steyptir úr sterkri álblöndu. * Fulllakkaðir - auðveld þrif. * Fljótir að hitna. * Flestar stærðir fyrirliggjandi. * HAGSTÆTT VERÐ Hringás ehf. Langholtsvegi 84, sími 533 1330. ^RS/% PIURNAR Geri Halliwell, Melanie Brown, Melanie Chisholm, Victoria Addams og Emma Bunton. Afmælistilboð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.