Morgunblaðið - 09.10.1997, Síða 58

Morgunblaðið - 09.10.1997, Síða 58
58 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ SARAH Je^sonYoák blaða- mannafund megrun- Bandaríkjunum. EPLIÐ fékk Sarah að gjöf frá Leonore Tedeshi sem missti 40 kíló með hjálp „Weight Watchers" megrunarkúrs. íiniiimii Gott vero og lipur þjónusto SKUTAN Hólshrauni Hafnarfirði sími: 555 1810 ► SARAH Ferguson kom fram í fyrsta sinn opinber- lega í Bandaríkjunum á mánudag eftir lát Díönu prinsessu. Fergie, eins og hún er gjarnan kölluð, hóf vinnu sína á vegum „Weight Watchers International“ og mun kynna nýjan megrun- arkúr en markaðssetningu hans var frestað þegar prinsessan lést svo skyndi- lega. „Ég veit að Díana myndi vilja að ég héldi áfram. Við verðum að halda áfram, ekki satt? Við verðum að gera það vegna þeirra sem eru í kringum ----1 okkur,“ sagði fyrrum H hertogaynjan Fergie. í J nýlegu sjónvarpsvið- «1 tali lýsti Fergie því yf- ir að hún saknaði Díönu og hugsaði til hennar á hverjum degi. Rithöfundurinn Andrew Morton, höf- undur ævisögunnar „Diana, Her True Story“, bætti 18 þús- und óhamingjuorðum Díönu við bókina sem var gefin út að nýju eftir lát hennar í end- urbættri útgáfu. Morton hefur lýst því yfir eftir dauða prinsessunnar að hún hafí verið eina heimild bókarinnar. í bók- inni kemur meðal annars fram að nóttina áður en Diana giftist Karli Bretaprins hafi hún feng- ið mjög slæmt kast af lotu- græðgissjúkdómnum sem hrjáði hana. í bókinni segir ennfremur að í brúðkaupsferðinni hafi parið rifist heiftarlega vegna ástar Karls á Camillu Parker Bowles. Þegar Sarah Ferguson var spurð út í bók Andrew Mortons sagði hún að bókin væri aðeins ein af mörgum bókum um prinsessuna og að hveijum sé í sjálfsvald sett hvað hann geri. Barist við aukakílóin USTAKOKKAR OG DÁSAMLEGUR MATUR ! LancbArægur & elskaðura Tilboðsréttir Þessi er sælgaeti: HVÍTIAUKS- PASTA með ristuðum humri og hörpuskel AÐBNSKR.1290,- IIMBaBIBBM HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálst val: Súpa,salatbarogheitur matur, margartegundir. KR.790/ Barbequegrilluð GRÍSA- LUND meö kaldri grillsósu og rauölauksmarmelaði AÐBNSKR. 1390,- Grillaður LAMBA- VÖÐVI með bakaöri kartöflu og bemaisesósu AÐBNS KR. 1490,- Glóðuð KJÚKLINGA BRINGA með engifer og hunangl AÐÐNSKR. 1390,- Hún er engri lík þessi LÚÐU- PIPARSTEIK með hvítlauks- og Pernod-rjóma AÐBNSKR. 1390,- ffimifuliti í o/tmntvindtim réttiun er rjómuliiyutl xm/ýmt’tþc ^JjöllireijUtir mlatlmrinn otj hinn ómótsltvSileiji tnlmr ú ejlir. Tilboð öll kvöld PÖTTURINN I og um helgar. OG pflNI Bamamatseðill fyrir smáfólkið! BRRUTfiRHOLTI 22 SlMI 551-1690 FÓLK í FRÉTTUM STEINUNN Ólína, Þröstur Leó, Ólafur Darri og María í hlutverkum sínum sem starfsmenn Lísubakarís. Karólína fær sér sopa bakvið hveitipoka Eg leik Karólínu sem er kökugerðar- kona í Lísubakaríi. Hún er um sextugt og má muna sinn fífil fegri, hún er orðin ansi drykkfelld," segir María Guð- mundsdóttir um hlutverk sitt í kvikmyndinni Perlum og svínum, sem frumsýnd verður í kvöld. Þar fer þessi óþekkta leikkona með hlutverk Karólínu kökugerðarmeistara. „Hún er að laumast með pela bakvið hveiti- poka í vinnunni,“ heldur María áfram. „Hún var ágætis kona en hefur lent á skjön við lífið. Hún á dótturina Mörtu sem hún býr með en þær eru ekki miklar vinkonur og geta hvorki verið sundur né saman. Karólína var mjög flink og gerði góðar kökur og var mikils met- in hjá sælkerum bæjarins, þannig að vinur hennar kemur að heimsækja hana eftir að kökurnar hennar fara að seljast því hann þekkti aftur handbragðið á kökunum.“ - Hvernig fékastu þetta hlutverk? „Ég er hjúkrunarfræðingur, komin á eftir- laun, og byrjaði að leika með Leikfélagi Mosfellssveitar fyrir 5-6 árum. Það var al veg frábært að sldpta svona um og fara að leika. Við höfum verið að taka að okkur aukahlutverk í bíómyndum, og ég var í „Djöflaeyjunni“ en var reyndar klippt út. Þar kynntist ég Óskari og hann hringdi svo í mig og spurði hvort ég vildi koma og lesa hlutverk Karólínu. Ég var nú aldeilis hissa því það eru stórir atvinnuleikarar í þessari mynd eins og Ólafía Hrönn, Jóhann og Stein- unn Ólína og allt þetta yndislega fólk. En Oskar er alveg frábær og kenndi mér mikið, svo þetta gekk upp þótt ég viti ekki enn hvemig útkoman er. Það verður að sýna sig hvort ég passa í hlutverkið eða ekki. Ég held að Óskar hafi tekið talsverða áhættu með svona óreynda leikkonu." - Hvernig leið þér að leika á móti þessum frægu leikurum? „Mér fannst nú stundum eins og ég væri amma þeirra, en þetta er svo skemmtilegt og hresst fólk að maður fann ekkert fyrir því að ég ætti ekki heima á meðal þeiiTa. Þau hjálp- uðu mér öll heilmikið, studdu við bakið á mér og sýndu mér að ég gæti þetta. Ég hef ekkert séð myndina ennþá, þetta - kemur því allt í ljós á frumsýningunni. Ég kvíði ekkert fyrir, hlakka bara til. Hinir leik- ararnir eru allir svo góðir að það horfa allir á þá.“ - Hvað tekur við eftir frumsýninguna? „Við eram á kafi í leikfélaginu að leika leik- ritið „Stálblóm“ eftir Robert Harling. Það var sett upp á Akureyri 1991 og Signý Pálsdóttir þýddi það. Við erum sex konur með kvenleik- stjóra og stefnum á að frumsýna í næsta mánuði. Hvað varðar kyikmyndaframann held ég að honum sé lokið. Ég get ekki ímyndað mér að það sé mikill áhugi fyrir mér, við eigum svo gott og ungt fólk í leikarastéttinni. En ég mundi ekki hugsa mig um tvisvar ef mér yrði boðið annað hlutverk," sagði María Guð- mundsdóttir leikkona reynslunni ríkari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.