Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.10.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 25 LISTIR Morgunblaðið/Kristinn AÐSTANDENDUR Gallerís Njálu, f.v. Hlín Agnarsdóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Sigrún Gylfadóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson, Aslaug Leifsdóttir, Vignir Jóhannsson, Guðni Franzson og Sigurður Kaiser. Njála á svið Borgarleikhússins • FRUMTEIKNINGAR og myndir af Dodda, einu af hugarfóstrum breska barna- bókahöfundarins Enid Blyton, verða boðnar upp hjá Sotheby’s í lok mánaðarins. Það var hins vegar hollenski listamaðurinn Harmsen Van Der Beek, sem gæddi Dodda lífi. Elstu mynd- irnar eru frá 1949 en á þeim tæplega fimmtíu árum sem lið- in eru, hafa bækurnar um Dodda verið gefnar út í tuttugu löndum og þær selst í meira en 200 milljónum eintaka. Flestar myndirnar eru vatns- litamyndir og er söluverðmæti þeirra frá rúmum 11.000 kr. ísl. og upp úr. NÝTT íslenskt nútímaleikrit, Gallerí Njála, eftir Hlín Agnars- dóttur, sem jafnframt er leik- s^jóri, verður frumsýnt í Borgar- leikhúsinu 6. nóvember næstkom- andi. Hópur leikhúslistafólks vinnur að uppsetningu leiksýningarinnar þar sem efniviðurinn er að miklu leyti sóttur í Brennu-Njálssögu eða Njálu. Framleiðandi sýning- arinnar er menningarfyrirtækið Nótt & Dagur en það stóð m.a. fyrir Bítlatónleikum í Háskóla- bíói, ásamt Sinfóníuhljómsveit Is- lands fyrr í sumar. Gallerí Njála er tvíleikur sem segir frá dramatísku ástarsam- bandi menntakonu og rútubíl- stjóra. Júlíus Sveinsson, 37 ára rútubílstjóri og listamaður í frí- stundum og Hafdís Hafsteinsdótt- ir, 31 árs leiðsögumaður og bók- menntafræðingur á leið í doktors- nám, kynnast á ferð sinni um Njáluslóðir. Með þeim takast spennandi kynni sem leiða okkur inn í dularfullan myndheim Njálusögu. Með hlutverk Júlíusar fer Stef- án Sturla Sigurjónsson og Sigrún Gylfadóttir fer með hlutverk Haf- dísar. Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður hefur skapað 12 myndverk sem notuð verða í sýningunni og Guðni Franzson tónlistarmaður semur tónverk sem flutt verður undir senum eins og um kvikmyndatónlist sé að ræða. Leikmynd er unnin af Vigni Jóhannssyni myndlistarmanni og búninga gerir Aslaug Leifsdóttir. Lýsing er í höndum Jóhanns Bjarna Pálmasonar og um brellur sér Björn Helgason. Aðstoðar- maður leiksljóra er Þórný Jó- hannsdóttir og framkvæmdastjóri er Sigurður Kaiser. Sýningum lýkur Handverk & hönnun SÝNINGU Lóu frá Akureyri á leðurfatnaði lýkur laugardag- inn 18. október. Lóa verður til viðtals í galleríinu frá kl. 14-17 föstudag og 13-17 laugardag. Gallerí Fold Málverkasýningu Ingibjarg- ar Hauksdóttur, Þræðir, lýkur sunnudaginn 19. október. Á sama tíma lýkur kynningu á vatnslitamyndum Ásu Kristín- ar Oddsdóttur. Galleríið er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 14-17. Gallerí Stöðlakot Grafíksýningu Sigríðar Önnu Nikulásdóttur, Furðu- fuglar, lýkur á sunnudag. Gall- eriið er opið frá kl. 14-18. Gallerí Geysir Síðasta sýningarhelgi Egils, „Svartur þúsundkall" í Gallerí Geysir, sem staðsett er í Hinu húsinu við Ingólfstorg, fer nú í hönd, en sýningunni lýkur mánudaginn 20. október. Galleríið er opið virka daga frá kl. 10-22 og um helgar kl. 13-18. Nýjar bækur • TANNLÆKNA TAL 1854- 1997 er komið út. Ritstjóri er Gunnlaugur Haraldsson, þjóð- háttafræðingur en ritnefnd af hálfu Tannlæknafélags íslands skipa Gunnar Rósarsson, Gunn- ar Þormar (formaður), Jónas Birgisson, Jónas Geirsson, Páll Jónsson og Sigurjón Sigurðsson. Efnt var til útgáfu Tannlækna- talsins í tilefni þess að nú í októ- ber eru liðin 70 ár frá stofnun Tannlæknafélags íslands. Leysir það af hólmi eldra verk sem gefið var út 1984 og er til muna stærra, hefur að geyma 385 æviskrár með myndum en hið fyrra 246. Verkið er vandað að allri gerð, í stóru broti og 433 bls. að stærð. Auk meginhluta Tannlækna- talsins, æviágripa tannlækna sem hafa starfað hér á landi, er marg- víslegt annað efni í ritinu. Ber þar fyrst að nefna ítarlega sögu tannlækn- inga á íslandi eftir Lýð Björns- son, sagnfræð- ing. Þá eru í rit- inu skrá um stjórnir Tann- læknafélagsins frá upphafi, skrá um heiðursfélaga Tannlæknafé- lagsins, kandídataskrá og viðauki um tannlækna erlendis af íslensk- um uppruna. Útgefandi erÞjóðsaga efh., verkið ergefið út að frumkvæði Tannlæknafélags íslands. Gunnlaugur Haraldsson Sigjús Hallílórsson, minningailonicikiu. íHáskólabíói sunnudaginn 19.okt. kl. 16:00 Miðasala er hafin í Háskólabíói. Númeruð sæti. Öll tónlistin verður eftir Sigfús Halldórsson, m.a. þrjú óbirt lög og nýr texti eftir Ómar Ragnarsson, sem er kynnir tónleikanna. Dagskrá: Karlakór Reykjavikur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar og léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur undir stjórn Jóhönnu Þorhallsdóttur syngja. Píanóleik annast Jónas Ingimundarson, Sigurður Marteinsson og Aðalheiður Þorsteinsdottir. Strengjakvintet leikur ásamt flautu, óbói, klarinettu og horni. Tónleikarnir eru haldnir að frumkvæði Lionsklúbbsins Ægis, en Sigfús var Lionsfélagi í áratugi. Ágóði rennur til líknarmála m.a. til verkefna að Sólheimum í Grímsnesi o. fl. gggr; Styrktaraðilar tónleikanna: ......... _ . CÖ PIONEOl .fM Landsbanki SJOVAbfTALMENNAR (gflOgMSSON íslands lágmulo s Slm, 533 2800 Bonklallratandsnanna iwniigiip^ meiri þœgindi-meiri íburður-meiri gæði ! MITSUBISHI iniikluin nu'Uun I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.