Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstiréttur telur konu ekki hafa fengið rétta meðferð á Kvennadeild Fær 1,7 milljónir í bætur vegna tjóns eftir fæðingu HÆSTIRETTUR hefur dæmt ís- lenska rikið til að greiða konu 1,7 milljónir króna í bætur, með vöxtum frá nóvember 1990, vegna líkams- tjóns sem hún varð fyrir eftir fæðingu bams á Kvennadeild Landspítalans. Þá var ríkinu einnig gert að greiða konunni 700 þúsund krónur í máls- kostnað. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í október í fyrra að sýkna bæri ríkið, þar sem um óhapp hefði verið að ræða, sem ekki hefði tekist að koma í veg fyrir þrátt fyrir gott eftirlit og fagleg vinnubrögð starfsfólks á Kvennadeild. Fæðingin í nóvember 1990 gekk erfiðlega og fékk konan mænudeyf- ingu. Atta tímum eftir fæðinguna var þvagleggur settur upp, en fjarlægður morguninn eftir þegar konan var flutt á sængurkvennagang. Allan þann dag og langt fram á næsta dag tókst konunni ekki að losna við þvag nema lítið í einu og yfirfylltist þvagblaðran. Afieiðingin varð sú, að konan hefur enga þvaglátaþörf og á sífellt á hættu að blaðran yfirfylltist á ný, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir starf- semi hennar. Þá kvaðst konan hafa fengið endurteknar þvagfærasýking- ar eftir fæðinguna. Meðferð ekki í samræmi við aðstæður Hæstiréttur segir, að á sjúkrahús- inu hafí legið fyrir skrifleg fyrirmæli um ráðstafanir til að koma í veg fyr- ir skaða eins og þann, sem konan varð fyrir. Yrði að telja að þeim fyrir- mælum hafí ekki verið fylgt eins og aðstæður kröfðust. „Úrræði, sem beita átti við þessar aðstæður þegar eða fljótlega eftir fæðinguna, voru fyrst viðhöfð 8 klukkustundum eftir fæðinguna. Eins og málið liggur fyrir verður ekki talið útilokað að sá skaði, sem fram kom rúmum tveimur sólar- hringum síðar, verði að einhveiju leyti rakinn til þessa,“ segir Hæstiréttur og telur jafnframt ljóst að erfíðleikar konunnar með þvaglát hafí haldið áfram eftir að hún var fiutt á sængur- kvennagang. „Þykja líkur hafa verið leiddar að því að meðferð hennar þar hafí ekki verið með þeim hætti, sem krefiast varð miðað við aðstæður, og allt of seint hafí verið brugðið á það ráð að leggja þvaglegg að nýju,“ seg- ir Hæstiréttur og bætir við að að öilu þessu virtu þyki ríkið verða að bera bótaábyrgð á tjóni konunnar. Örorka konunnar var metin 100% í sex vikur og varanleg örorka 10%. Hæstiréttur dæmdi konunni 1,4 millj- ónir í bætur vegna tekjutaps og 300 þúsund króna miskabætur. Bætumar bera vexti frá nóvember 1990 til júní 1995 og dráttarvexti frá þeim degi til greiðsludags. / Þriggja hæða W viðbygging ■l inngangur/ /'/ Glerskáli / jijj Nýbyggingar Háteigsskóli - viðbygging (Áður Æfingaskóli Kennaraháskóla íslands) NÝBYGGINGAR Ný þriggja hæða viðbygging - Lengd tengibygging r Glerskáli VESTURHLIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Furður veraldar I JL-HÚSINU við Hringbraut verða opnaðar tvær sýningar á morgun, Furður veraldar, þar sem ýmsar mannlegar furðuverur verða sýndar, og vaxmyndasafn Þjóðminjasafnsins, sem hefur ekki verið til sýnis í 25 ár. Á furðusýningunni verður m.a. eftir- líking af höfði konunnar með asnaandlitið. Formaður Alþýðubandalagsins ræðir sameiningarmál á landsfundi Óskar eftir umboði til að gera málefnasamning MARGRÉT Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, segir að í drögum að ályktun sem fram- kvæmdastjórn flokksins hafí sam- þykkt að leggja fyrir landsfund í byijun næsta mánaðar sé lagt til, að formanni flokksins verði veitt umboð til að kanna grundvöll fyrir málefnasamningi milli félagshyggju- flokkanna. I ályktun kjördæmisþings Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi eystra, sem samþykkt var um síðustu helgi, segir að tæpast sé raunhæft að gera ráð fyrir sameiginlegu framboði stjórnarandstöðuflokkanna í næstu alþingiskosningum. „Það er eðlilegt að það séu skiptar skoðanir um þetta. Menn vilja sjá um hvað samstarfíð á að snúast áður en menn taka ákvörðun. Það sem kemur til með að ráða öllu í þessu efni er að það takist samstaða um málefni. Það hefur ekki verið mikil bein málefnavinna í gangi einfald- lega vegna þess að landsfundur Al- þýðubandalagsins 1995 veitti foryst- unni ekki heimildir til að fara í bein- ar samningaviðræður við aðra flokka. Það var aðeins ályktað um að auka samstarf við félagshyggju- flokkana. Það er því eðlilegt að menn álykti í þessa veru núna því enn hefur ekki verið sýnt fram á neinn málefnagrundvöll," sagði Margrét. Annar landsfundur í vor Margrét sagði að ef landsfundur- inn veitti formanni flokksins umboð til að hefja formlegar málefnavið- ræður yrði væntanlega boðaður ann- ar landsfundur næsta vor. Hún sagð- ist reikna með að það yrði gert hvern- ig svo sem niðurstaðan yrði í þessum viðræðum því að landsfundur þyrfti að marka stefnu um framhaldið. I Fyrsta skóflustunga nýrr- ar álmu Háteigsskóla FYRSTA skóflustunga að viðbygg- ingu Háteigsskóla, sem áður hét Æfingaskóli Kennaraháskóla ís- lands, verður í dag, föstudag. Eldri hluti skólans er 2.700 fermetrar að stærð en nýja viðbyggingin verður 1.480 fermetrar. í nýrri álmu er gert ráð fyrir verk- menntastofum, bókasafni, tölvu- stofu, lesveri og almennum kennslu- stofum fyrir unglingastig. Einnig er gert ráð fyrir félagsaðstöðu fyrir unglingana í einnar hæðar útbygg- ingu á 1. hæð. Gera þarf breytingar á eldri hluta skólans til að koma fyrir heimilisfræðistofu og aðstöðu fyrir heilsdagsskóla og móttökudeild nýbúa. Nýbyggingin tekur mið af eldra skólahúsi hvað varðar útlit og gerð. Áætiaður kostnaður með öilum bún- aði er 260 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdum verði að fullu lokið í ágúst á næsta ári. Teikningar af viðbyggingunni gerði Helga Gunnarsdóttir arkitekt. Teikningamar eru nú í grenndar- kynningu. Veriö velkonun! DAGSKRA 25.10. '97 I Tæknivai Skeifunni | kl. 10.30 11.30: j Kennsluforrit i Námsgágnastofnunar I Kennari verdur ! Hildigunníir Halldórsdóttir j frá N.nmgangastofnun. j Taeknival Hafnarfirðí | kl. 12.30-13.30: | Kennsluforrít j Námsgagnastofnunar ; Konnari veróur : Hildigunnur Halldórsdóttir I fró Nárnsgangastofnun. Tæknival Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík í dag og á morgnn Um 15.000 flokks- félagar á kjörskránni PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosning- anna í vor hefst í dag. Kosið verður í dag og á morgun, og að sögn Ágústs Ragnarssonar, starfsmanns Sjálfstæðisflokks- ins, er stefnt að því að úrslit liggi fyrir um miðnætti á laugardags- kvöld. Kjörfundur hefst klukkan 13 í dag í Valhöll, húsi Sjálfstæðis: flokksins við Háaleitisbraut. í dag er kosið þar í öllum kjör- deildum og lýkur kjörfundi klukkan 21. Á morgun, laugardag, er hins vegar kosið á sex stöðum í borg- inni og eru kjörstaðir opnir frá klukkan 10-19. Kjörstaður á Kjalarnesi f Hótel Sögu, C-sal, verður kjörstaður fyrir íbúa í Vesturbæ, Miðbæ, Austurbæ og Norður- mýri. í Valhöll er á laugardag kjör- hverfi fyrir Hlíða- og Holta- hverfi, Laugarnes- og Lang- holtshverfi og Háaleitis- og Smáíbúðahverfi og Bústaða- og Fossvogshverfi. íbúar í Árbæjar- og Selás- hverfi og Ártúnsholti kjósa í Hraunbæ 102b en íbúar í Breið- holtshverfum kjósa í Álfabakka 14a. Kjörstaður fyrir íbúa Graf- arvogshverfa er í Hverafold 1-3 á laugardag og sjálfstæðismenn á Kjalarnesi kjósa í Fólkvangi á laugardag. Allir félagar í sjálfstæðisfé- lögum í Reykjavík og Kjalarnes- hreppi, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri síðari próf- kjörsdaginn mega taka þátt í prófkjörinu. Einnig stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins, sem náð hafa 18 ára aldri á kosninga- daginn í vor, hinn 23. maí 1998, og undirrita inntökubeiðni í sjálf- stæðisfélag fyrir lok kjörfundar. Til að kjörseðill teljist gildur þarf að kjósa átta frambjóðend- ur; hvorki fleiri né færri. Auð- kenna skal þá frambjóðendur sem ætlunin er að kjósa með tölustaf í röðinni frá 1-8. Til að prófkjörið teljist bind- andi þurfa meira en 50% þeirra um það bil 15.000 sjálfstæðis- manna sem eru á kjörskrá að taka þátt í því. Þeir frambjóðendur fá bind- andi kosningu sem fá flest at- kvæði í viðkomandi sæti ef þeir hljóta alls meira en helming greiddra atkvæða í prófkjörinu. 21 frambjóðandi Sá sem hlýtur t.d. bindandi kosningu í 1. sæti þarf að fá 50% greiddra atkvæða og auk þess flest atkvæði allra frambjóðenda í 1. sæti. Bindandi kosningu í 2. sæti hlýtur sá sem fær helming greiddra atkvæða og flest at- kvæði allra frambjóðenda í 1. og 2. sæti. Bindandi kosningu í þriðja sæti hlýtur sá sem fær helming greiddra atkvæða og flest atkvæði frambjóðenda í 1., 2. og 3. sæti og síðan koll af kolli. Frambjóðendur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík eru 21: Anna F. Gunnarsdóttir, Ág- ústa Johnson, Árni Sigfússon, Baltasar Kormákur, Bryndís Þórðardóttir, Eyþór Arnalds, Friðrik Hansen Guðmundsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hall- dóra M. Steingrímsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Inga Jóna Þórðar- dóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Kristján Guðmunds- son, Linda Rós Michaelsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Snorri Hjaltason, Svanhildur Hólm Valsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Unnur Arngríms- dóttir. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.