Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 7 FRÉTTIR * Verkefnið Island án eiturlyfja 2002 * Islenska verk- efnið vekur athygli út- lendinga FULLTRÚAR ECAD, samtaka evrópskra borga gegn eiturlyfj- um, hittu fulltrúa verkefnisins ísland án eiturlyfja 2002 á fundi hér á landi um síðustu helgi. Verkefnið hefur vakið nokkra athygli erlendis. Dögg Pálsdóttir, formaður stjórnar islenska verkefnisins, sagði að fundurinn hefði verið liður í undirbúningi alþjóðlegrar ráðstefnu, sem halda á í Stokk- hólmi í maí á næsta ári. „Stokk- hólmur er menningarborg Evr- ópu 1998 og Svíar vilja gjarnan nota tækifærið og halda ráð- stefnu um fíkniefnavandann, í samvinnu við ECAD,“ sagði Dögg í samtali við Morgunblaðið. Mengun í höfnum á ábyrgð sveit- arfélaga LÖGUM samkvæmt bera sveitar- stjórnir ábyrgð þegar mengun verður í höfnum og gera lögin jafnframt ráð fyrir að hafnaryfirvöld hefji tafar- lausar aðgerðir til að koma í veg fyrir eða draga úr menguninni. Að sögn Davíðs Egilsonar, forstöðu- manns mengunardeildar sjávar hjá Hollustuvernd ríkisins, er til búnaður gegn mengun sjávar á Seyðisfírði, sem þegar hefði átt að grípa til þeg- ar olíumengunar varð vart í síðustu viku. „Fyrsta regla er að slá utan um oliuna þegar ekki er vitað um umfangið og gera ráð fyrir að meng- unin sé meiri en sýnist í fyrstu," sagði hann. I lögunum er gert ráð fyrir að Hollustuvernd ríkisins í samvinnu við Landhelgisgæslu og Siglingastofnun hafi lögsögu þegar mengun verður utan hafnarsvæða. „Þetta er ekki mjög skynsamleg skipting en svona eru lögin,“ sagði Davíð og benti á að í umhverfisráðuneytinu lægju fyrir drög að reglugerð, þar sem reynt er að taka á skiptingu ábyrgðar á mengunarslysum. „Fyrsta ábyrgð er hjá þeim sem veldur menguninni og ef honum tekst ekki að draga úr henni þá er lagaleg ábyrgð á sveitarfélaginu ef óhappið á sér stað á hafnarsvæði,“ sagði hann. „Eftir að atburðurinn er orðinn er beðið um lögregluskýrslu og í þessu nýja kerfí er það ríkislögregl- an, sem tekur skýrslu og tekur síðan ákvörðun um kæru en það verður að taka lögregluskýrslu til að fá hlut- lausa lýsingu á allri atburðarásinni á staðnum." Davíð sagði að það færi eftir umfangi hvort fulltrúar frá Hollustu- vernd væru kallaðir til þegar um hafnir væri að ræða en telur skyn- samlegt þegar umfangið er jafn mik- ið og á Seyðisfirði að leitað sé til Hollustuverndar. „Þennan skaða er mjög erfítt að bæta þegar komið er út í umhverfið og það er mjög erfitt að ná olíunni þegar hún hefur dreift sér,“ sagði hann. „Best er að ná henni sem fyrst.“ Morgunblaðið/Arnaldur FULLTRÚAR borga funda um fíkniefnamál, J. Ben Jenkins frá Kanada, Dögg Pálsdóttir, formaður íslands án eiturlyfja 2002, Peter Rigby, breskur formaður stjórnar ECAD, og Torgny Petterson, sænskur framkvæmdastjóri ECAD. „Verkefni okkar, sem miðar að eiturlyfjalausu íslandi árið 2002, hefur vakið töluverða athygli og stefnt er að þvi að gera því góð skil á ráðstefnunni." Bandarískar borgir slást í hópinn Dögg sagði að í Kanada hefðu borgir bundist samtökum í bar- áttunni gegn eiturlyfjum og einn- ig í Bandaríkjunum. „Fulltrúar kanadískra og bandariskra borga hafa óskað eftir að fá að taka þátt í starfi ECAD og þeir lýstu hrifningu sinni á islenska verkefninu. Það er mjög ánægju- legt að fá slíka gesti, sem stappa í okkur stálinu í stað þess að vera með úrtölur." Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. og 25. október 1997 Öflugur málsvari Gerum prófkjör sjálfstæðismanna að glæsilegu upphafi á harðri kosningabaráttu þar sem Reykjavík verður endurheimt undan stöðnun R-listans. Komandi borgarstjórnar- kosningar eru þær mikilvægustu í 16 ár. Stefnum samhent fram til sigurs með sterkan framboðslista. Júlíus Vífil í 4. sætið Þekking og reynsla: Júlíus Vífill býr yfir yfirgripsmikilU þekkingu og reynslu úr viðskiptum og Ustum sem gefa honum góöa fótfestu og víðsýni í flóknum viðfangsefnum borgarstjórnar. Festa og forysta: Við þörfnumst manns í borgarstjórn sem vaUnn hefur verið til trúnaóarstarfa og nýtur trausts samferðamanna sinna. Framsýni og ábyrgð: í félagsmálastarfi hefur Júlíus Vífill reynst ráðagóður baráttumaóur og boðberi nýrra tíma. Kjörstaðir verða opnir: Föstudaginn 24. október frá kl. 13-21 í Valhöll Háaleitisbraut 1. Öll kjörhverfi saman. Laugardaginn 25. október frá kl. 10-19 á sex stööum í sjö kjörhverfum. Upplýsingar um prófkjörið í síma 515 1700. Öflugt atvinnulíf: Öflugt atvinnuUf undir forystu sjálfstæðismanna er lykilatriði á komandi kjörtímabiU. Skynsamleg fjármálastjórn: Hvernig til tekst í rekstri Reykjavíkurborgar snertir fjárhag okkar alUa og ræóur því hvað borgarsjóður hefur til ráðstöf- unar til aö veita borgarbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Trúnaður: Endurheimtum þann trúnað og þaó traust sem nauðsynlegt er að ríki milU milU borgarbúa og kjörinna fulltrúa í borgarstjórn. Blómlegt mannlíf: Einfalt stjórnkerfi, kröftugt lista- og menningarUf, góðir skólar, öflug þjónusta við okkar yngstu og elstu borgara, gerir Reykjavík að blómlegri borg. Stuðningsmenn. Kosninqaskrifstofan er að Suðurgötu 7 • Opió föstudag kl. 13-22 og laugardag kl. 10-19 • Sími 561 7640 • Símbréf 561 7643
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.