Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 11 FRÉTTIR Viðhorfskönnun hjá Dagvist barna Böm byiji tveggja ára eða eldri á leikskóla Dagvist barna - Viðhorfskönnun 1997 Hvað telur þú að sé æskilegasti. dvalartími barns að jafnaði á leikskóla m.t.t. þarfa barnsins? 1 Hvenær að þínu mati er æskilegt | fyrir börn að byrja í leikskóla? j 4 klst. 5 klst. 6 klst. 7. klst. 8-9 16% ; 24% 51% '/2-1 árs 11/2 árs 2 ára og eldrl 19% 28% ■ 53% l Mjög göð Hvaða afstöðu finnst þér eftirtaldir aðilar hafa til leikskólauppeldis og umönnunar barna? Foreldrar Ráðamenn Frekar göð Frekar léleg I IHll IIC MÍÖQ ll borgarinnarla Almenning.EI' mm ...31.%... 5i? 28% Hvernig telur þú að samskipti Mjöggóð Frekargóð Hvorkiné Mjógjtem Dagvistar barna (stofnunarinnar í heild) séu við foreldra almennt? Ertu stolt(ur) af starfi þínu hja Dagvist barna? 49% 36% Mjög stolt(ur) Litið eða ekki Frekar stolt(ur)__________stolt(ur) 56% 10% Ert þú ánægð(ur) eða I óánægð(ur) með starf þitt? | Telur þú að starfi þínu fylgi mikið eða lítið andlegt álag? Telur þú að starfi þínu fylgi mikið eða lítið líkamlegt álag? Mjög ánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Hvorki né Mjör 57% 9% Frekar og 37% 47% n% l mikið Frekar mikið Frekar oi Hvorki né mjög 19% 46% 20% MEIRA en helmingur starfsmanna Dagvistar bama telur að æskilegast sé fyrir böm að byija tveggja ára eða eldra á leikskóla og meira en helmingur telur einnig að æskilegasti dvalartími barns á leikskóla með til- liti til þarfa barnsins sé sex klukku- stundir á dag. Flestir starfsmenn á leikskólum em einnig ánægðir með starf sitt, en telja að því fylgi mikið andlegt og líkamlegt álag. Þetta kemur meðal annars fram í viðhorfskönnun sem Dagvist barna hefur látið framkvæma meðal starfs- manna sinna. Hjá stofnuninni starfa nær 1.600 manns og svöruðu tæp- lega ellefu hundmð spurningum í könnuninni. Viðhorfskönnunin er hluti af stefnumótun til ársins 2002 sem unnið hefur verið að innan stofnunarinnar undanfarið hálft annað ár. Síðustu rhánuði hefur verkið verið að taka á sig lokamynd og hafa fjölmargir vinnuhópar unnið að afmörkuðum verkefnum á þessu sviði. Fjöldi starfsmanna hefur kom- ið að verkinu, en alls eru verkefna- hóparnir tæplega þijátíu talsins og taka um það bil sextíu manns beinan þátt í mótun framkvæmdaáætlunar. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Dagvistar barna, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að á vinnu- stöðum eins og leikskólum skipti andrúmsloftið mestu máli um árang- ur starfsins. Niðurstöður könnunar- innar sýndu að starfsandinn á leik- skólum almennt væri góður og það væri mjög ánægjulegt. „Við erum að reka mjög góða leikskóla í dag. Niðurstaða könnunarinnar sýnir að það er ríkjandi góður starfsandi og hann skiptir öllu máli í uppeldis- starfi eins og fram fer á leikskólun- um,“ sagði Bergur ennfremur. Frumkvæði fær að njóta sín í viðhorfskönnuninni kemur fram að 98% starfsmanna líkar vel eða sæmilega við yfirmenn sína. Starfs- menn eru jafnframt beðnir um að gefa yfirmönnum sínum einkunn á bilinu 1 til 5 og fær fjórðungur ein- kunnina fimm og 38% einkunnina 4. 26% fá einkunnina 3 og 11% ann- aðhvort einkunnina 1 eða 2. Þá telja langflestir starfsmanna að samstarf starfsstétta á vinnustaðnum sé frekar gott eða mjög gott eða 77% saman- lagt. Þá telja 85% starfsmanna að þeir geti sjálfir haft áhrif á starfs- svið sitt og litlu færri eða 83% segja að þeir fái oft sjáifir að taka sjálf- stæðar ákvarðanir í starfi sínu og 82% telja að þeir fái að nota hæfi- leika sína og frumkvæði í starfi. 72% segja að þeim finnist auðvelt að koma nýjum hugmyndum á framfæri. Þá er spurt hvort fólk sé ánægt eða óánægt með starf sitt. Fram kemur að 31% er mjög ánægt með starf sitt 57% frekar ánægð, en ein- ungis 3% eru mjög eða frekar óánægð. 37% telja að starfinu fylgi mikið andlegt álag og 47% að álagið sé frekar mikið. Einungis 5% telja að andlega álagið sé frekar eða mjög lítið. 19% segja að starfinu fylgi mik- ið líkamlegt álag og 46% til viðbótar telja líkamlega álagið frekar mikið. 90% stolt af starfinu Þá eru 90% starfsmanna mjög eða frekar stolt af starfi sínu. Einnig er spurt af afstöðu starfsfólks til Dag- vistar barna, þ.e.a.s. stofnunarinnar í heild og telja 95 hana mjög góða, 39% frekar góða og 46% sæmilega. 92% telja að fjölga þurfi karlmönn- um í uppeldisstörfum hjá Dagvist barna. 53% telja æskilegt fyrir börn að byija í leikskóla tveggja ára eða eldri, 28% eins og hálfs árs og 19% hálfs til eins árs. 51% telur að æski- legasti dvalartími barns á leikskóla sé sex stundir, 24% fimm stundir og 16% fjórar stundir. Einungis 7% telja sjö stundir æskilegasta dvalar- tímann og 2% átta stundir. Fram kemur að 92% tekst frekar vel eða mjög vel að samræma fjöl- skyldulíf sitt starfi og vinnutíma. 12% telja að Dagvist barna sinni sínu faglega uppeldishlutverki vel og 58% að hún geri það frekar vel. 26% segja að hún geri það hvorki vel né illa. Þá telur tæpur helmingur eða 49% að samskipti Dagvistar við foreldra séu frekar góð, 7% að þau séu mjög góð og 36% að þau séu hvorki góð né slæm. 51% telur að auka þurfi foreldra- samstarf og 47% að það sé gott eins og það sé nú. 67% telja að aðbúnað- ur á vinnustað sé annaðhvort mjög góður eða frekar góður, en 26% að hann sé annaðhvort mjög eða frekar lélegur. 41% starfsfólks er mjög ánægt með vinnutíma sinn og 42% eru frekar ánægð. Loks eru 68% ánægð með vinnuaðstöðuna á sínum vinnustað og 32% eru óánægð. Vönduð aðferðafræði Umsjón með verkefninu hafa þau Anna Hermannsdóttir fræðslustjóri og Þórður Sverrisson hjá ráðgjafafyr- irtækinu Forskoti, undir forystu Bergs Felixsonar, framkvæmdastjóra Dagvistar barna. Anna sagði í sam- tali við Morgunblaðið að markmiðið með þessari könnun meðal starfs- manna væri að fá fram viðhorf þeirra og ábendingar í ýmsum málum. Einn- ig að fá fram stöðu mála nú áður en ráðist yrði í breytingar til að hafa til samanburðar til að meta árangur þeirra aðgerða sem ráðist yrði í. Þórður Sverrisson sagði að það væri samdóma álit þeirra sem að stefnumótuninni hefðu komið að hér væri á ferðinni vinna sem væri til fyrirmyndar fyrir stofnanir innan borgarinnar. „í vinnunni er fylgt vandaðri aðferðafræði sem gerir alla vinnu mjög markvissa og virkjar auk þess mikinn fjölda starfsmanna beint og óbeint. Áhersla er lögð á virka upplýsingamiðlun til allra starfs- manna Dagvistar barna um fram- gang verkefnisins. Það er lykilatriði til þess að starfsmenn skilji mikil- vægi vinnunnar og þann árangur sem stefnt er að,“ sagði Þórður einnig. Sjálfstæðisfólk SAMSTAÐA TIL SIGURS Borgarstjómarkosningamar í maí eru einhverjar þær mikilvægustu í langan tíma. Ég hvet ykkur eindregið til að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í dag og á morgun. Með góðri þátttöku í prófkjörinu leggur sjálfstæðisfólk grunn að góðum árangri í næstu borgarstjórnarkosningum. Mér þætti vænt um að fá áframhaldandi stuðning ykkar í 2 sæti listans. 2. sætið Kosningaskrifstofa í Borgartúni 33, símar 552 2123 552 7111.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.