Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR f f í Formaður V élstj órafélags íslands um ummæli formanns LÍÚ vegna verkfallsboðunar Afstaða formanns LIU forkastanleg og dæmalaus HELGI Laxdal, formaður Vélstjórafélags ís- lands, segir að það séu nýtískulegar aðferðir til að ná saman í kjaradeilu að lýsa því yfir að menn ætli sér ekki að tala saman. Hann segir að þessi afstaða formanns LÍÚ að hafna viðræðum fyrirfram sé forkastanleg og dæma- laus, en Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði í Morgunblaðinu í gær vegna verkfalls- boðunar vélstjóra á stærri skipum fiskiskipaflot- ans frá áramótum að engum tilgangi þjónaði að halda samningafund. Helgi sagði að enginn fundur hefði verið boðaður með samningsaðilum og aðeins einn fundur haldinn síðastliðið vor, en eftir hann hafi verið tekin ákvörðun um verkfallsboðun- ina. Hann sagði að þetta mál væri eins og öll önnur deilumál leysanlegt. „En það er ekki leys- anlegt ef menn segja það fyrirfram að það sé ekki hægt að leysa það og ætla ekki að tala um það við nokkurn mann. Það er mjög ein- falt, en ég hélt að það hvíldi nú meiri ábyrgð á formanni LÍÚ en þetta,“ sagði Helgi. Útvegsmenn hafa lagt fram kröfur Hann sagði að það væru ekki bara vélstjórar sem hefðu lagt fram kröfur, útvegsmenn hefðu gert það einnig. Það hefðu verið lagðar fram óskir um að skiptahlutföllum á minni skipum yrði breytt, þar sem fækkað hefði í áhöfn frá þvi samningar þar um voru gerðir á sínum tíma. Þeir hefðu lýst því yfir að þeir væru tilbúnir til þess að ræða þetta og reyna að finna á þessu einhverja skynsamlega lausn. Sama gilti um þá kröfu útgerðarmanna að minnka veik- indarétt. „Með sömu formerkjum og Kristján talar um kjarasamninga, þá auðvitað neitum við að tala við hann um þetta,“ sagði Helgi. Hann sagðist ekki ætla að gera lítið úr því að vélstjórar á fiskiskipaflotanum hefðu góð laun. Það sýndi fyrst og fremst að útgerðinni vegnaði vel og væri ekkert nema gott um það að segja. Það væri hins vegar nauðsynlegt til að hafa málið í réttu samhengi að gera saman- burð á þessum launum og þeim menntunarkröf- um sem gerðar væru til vélstjóra um borð í þessum stóru skipum. Hlutakerfið hefði verið fundið upp fyrir að minnsta kosti hálfri öld og þá hefði nánast engrar menntunar verið kraf- ist, enda skipin miklu minni þá. Núna væru þetta hins vegar fljótandi verksmiðjur og í sam- ræmi við það væru kröfurnar allt aðrar. Svo dæmi væri tekið hefðu Færeyingar gert samn- inga við Grænlendinga og þar væri um að ræða þau launahlutföll sem vélstjórar gerðu kröfu um. Það gilti einnig um fiskimannadeild Alþjóðaflutningaverkamannasambandsins að þar hefðu verið samþykkt launahlutföll eins og vélstjórar legðu til á hentifánaskipum. „Eg held að Kristján verði nú aðeins að hugsa þetta. Þessi sífelldi þvergirðingsháttur í honum að segja ævinlega nei, ég held að hann komist ekki langt á honum,“ sagði Helgi. Hann sagði að til viðbótar hefði formanni LÍÚ tekist að æsa aðrar starfsstéttir yfirmanna um borð gegn vélstjórum og hefði tekist það alveg ótrúlega vel. Þó hefði honum ekki tekist að hafa áhrif á Sjómannasambandið. Það væri á engan hátt rétt að vélstjórar væru að lýsa yfir stríði gegn öðrum starfsstéttum um borð, þó þeir fylgdu eftir réttmætum kröfum sínum vegna stóraukinna námskrafna sem gerðar væru til þeirra. Með sama hætti mætti segja að kennarar væru að lýsa yfir stríði við þá sem ynnu við hliðina á þeim með kröfum sínum. Þrefalt lengri menntun en skipstjóramenntun Helgi sagði að kröfur vélstjóra væru vel rök- studdar. Vélstjórar væru að fara fram á þessar breytingar á grundvelli langrar menntunar sem væri sennilega þrefalt lengri en hjá skipstjór- um. Vélstjórar á skipum með öflugri vél en 1.500 kílóvött þyrftu að eiga fimm ár að baki á skólabekk og auk þess starfa tvö ár í smiðju áður en þeir fengju réttindi en skipstjórar væru sennilega með tveggja ára nám að baki. „Ég er ekki að búa til einhveijar deilur á miíli skipveija. Þetta er bara staðreynd máls- ins. Ég veit ekki betur en að háskólamenntaðir menn fari fram á sérstakar launabreytingar vegna menntunar, þótt þeir séu að vinna ná- kvæmlega sömu störf og maðurinn við hliðina á þeim,“ sagði Helgi. Lægstu taxt- ar hækka um 50% EDDA Rós Karlsdóttir, hagfræð- ingur hjá kjararannsóknarnefnd, sagði á þingi VMSÍ að lágmarks- laun myndu hækka um 50,5% frá 1994-1998 og miðað við verðbólgu- spár myndi þetta þýða 38% kaup- máttaraukningu. Þetta kæmi kon- um og ungu fólki einkum til góða. Edda Rós benti á þá staðreynd að frá 1980 hefðu launataxtar hækkað um 2.200%. Verðbólga hefði hins vegar oft verið miklu meiri en taxtahækkanir. Kaupmáttur hefði tekið mikla dýfu 1983 og aftur 1989. Á síðustu árum hefði kaupmáttur vaxið hægt en örugglega og hefði núna náði því sem hann var 1980. Kaupmáttur á næsta ári yrði því í sögulegu hámarki. ----♦ ♦ ♦---- Kosið um varaformann NÆR ÖRUGGT er talið að kosið verði í embætti varaformanns Verkamannasambands íslands á þingi þess í dag. Signý Jóhannes- dóttir, formaður Vöku á Siglufirði, hefur lýst því yfir að hún bjóði sig fram. Verulegar líkur eru taldar á að Sigríður Ólafsdóttir, varafor- maður Dagsbrúnar, bjóði sig fram á móti henni. Þingi VMSÍ lýkur í dag með kosningum. Utsendingar Matthildar heíjast í dag ÚTSENDINGAR nýrrar útvarps- stöðvar, Matthildar FM, hefjast í dag kl. 10 frá Hverfisgötu 46. Útvarpsstöðin, sem rekin er af Islenzka fjölmiðlafjelaginu, send- ir út á tíðnisviðinu 88,5, undir slagorðinu „Númer eitt á FM“. Stöðin verður með útsendingar á tónlist og fréttum allan sólar- hringinn. Fyrst í stað ná útsend- ingarnar til Faxaflóasvæðisins. Fyrir 24-54 ára Dagskrá Matthildar FM verður sniðin að þörfum hlustenda á aldrinum 24 til 54 ára. Fréttir verða sendar út frá kl. 8 til 12, á klukkutíma fresti. Starfsfólk stöðvarinnar hefur allt komið að fjölmiðlum áður. Útvarpsstjóri er Rúnar Sigurbjartarson, Ingvi Hrafn Jónsson er fréttastjóri, dagskrárgerðarmenn eru þau Valdís Gunnarsdóttir, Axel Axels- son, Sigurður Hlöðversson, Edda Björgvinsdóttir, Súsanna Svav- arsdóttir, Heiðar Jónsson, Val- garður Einarsson og Jón Axel Olafsson. Jóhann Garðar Ólafs- son sér um tæknideildina, en markaðsdeild manna þau Páll Heiðar Pálsson, Sigurbjörn Þór- mundsson, Kolbrún Harðardóttir, Halldór Einarsson, Erling Ág- ústsson og Herdís Þorgeirsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn o IÐNAÐARMAÐUR BORGARSTJÓRN G ristján undsson HUSASMIÐ Kosningaskrifstofa er í Skipholti 50b. Opið er virka daga kl. 17-22 og um helgar kl. 13-18. S: 552 6127 & 552 6128 Hreinsað við Tjörnina TJÖRNIN er ein af perlum borgarinnar og mikill fjöldi fólks leggur leið sína þangað allan ársins hring. Miklu skipt- ir að snyrtilegt sé á þessum viðkvæma stað í hjarta borgar- innar og með það í huga lögðu starfsmenn borgarinnar sig alla fram við að þrífa á Tjarn- arbökkunum í gær. Andstaða við séreignarsjóði innan VMSI Yfir helmingur iðgjaldsins færi í tryggingakaup KÁRI Arnór Kárason, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norður- lands, segir að verði teknar upp einstalingstryggingar muni tæp- lega helmingur af lífeyrissjóðsið- gjaldi karla og meirihluti iðgjalds kvenna fara í að kaupa lágmarks- tryggingu af tryggingarfélagi. Hann segir að ef lífeyrir ætti að erfast til maka myndi tryggingar- þáttur lífeyrissjóðanna minnka um 25-30%. Kári Arnór flutti erindi á þingi Verkamannasambandsins. Hann varaði þar eindregið við hugmynd- um um að auka valfrelsi í lífeyris- málum og um að afnema skylduað- ild að lífeyrissjóðum. Núverandi líf- eyriskerfi byggðist á hóptryggingu sem væri óháð kynferði, lífslíkum, fijósemi, giftingar- eða skilnaðar- líkum og líkum á örorku. Ef hópur- inn ætti að vera skyldugur til að tryggja einstaklinginn yrði einstakl- ingurinn að vera skyldugur til að vera í hópnum. Tryggingar kvenna dýrari Kári Arnór sagði að meiri óvissa og áhætta fylgdi einstaklingstrygg- ingum en hóptryggingum og þess vegna væri einstaklingstrygging dýrari. Hann tók dæmi af einstakl- ingi sem hefði 120 þúsund krónur í laun á mánuði og greiddi 12 þús- und krónur í lífeyrisiðgjald. Karl í séreignarsjóði myndi greiða rúm- lega 5.000 krónur í að kaupa lág- markstryggingu af tryggingarfé- lagi sem tryggði honum lífeyri til æviloka og örorkubætur. Konan þyrfti hins vegar að greiða um 8.000 krónur af iðgjaldinu í kaup á þessari lágmarkstryggingu. Ástæðan fyrir þessum mun væri sú að konur lifðu lengur en karlar. Maður sem greiddi í almennu lífeyr- issjóðina greiddi hins vegar tæplega 3.000 krónur til að tryggja sér þessa lágmarkstryggingu og kyn- ferði skipti þar ekki máli. Meira yrði því eftir hjá honum til að greiða eftirlaun. Ef maður sem greiddi í séreignarsjóð keypti enga trygg- ingu og tæki út allan lífeyrinn á 15 árum fengi hann hærri ellilíf- eyri, en sá sem væri í almennu líf- eyrissjóðunum eða um 120 þúsund á mánuði í stað 85 þúsund króna. Kári Arnór sagði að sú gagnrýni beindist oft að almennu lífeyrissjóð- unum að makinn fengi ekki neitt út úr þeim ef lífeyrisþeginn félli frá við lok starfsævi og áður en hann hæfi töku lífeyris. Það væri hins vegar ekkert flókið mál að láta líf- eyriseign félaga í almennu sjóðun- um erfast til maka ef menn vildu gera slíka breytingu. Breytingin þýddi hins vegar að 25-30% af sjóð- unum myndi erfast og þar með myndi hlutur samtryggingar í sjóð- unum lækka um sama hlutfall. Hann benti jafnframt á að ef að lífeyriseign væri látin erfast væri það ekki unga fólkið sem nyti þess. Stærstur hlutinn færi til fólks á sextugsaldri sem væri að erfa for- eldra sína. Sú spurning hlyti að vakna hvort þetta fólk þyrfti á kjarabótum að haida. Ályktun um lífeyrismál verður afgreidd á þingi VMSÍ í dag. í umræðum á þinginu kom fram að lífeyrismál væru hluti af samnings- bundnum kjörum launafólks og ef stjórnvöld breyttu lífeyriskerfinu jafngilti það uppsögn samninga. Verulega andstaða kom fram við hugmyndir um að draga úr sam- tryggingu í lífeyriskerfinu og auka vægi séreignar. 1 I I I I ) I i L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.