Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Bygging alkó- hólverksmiðju íathugun SKIPULAGS- og tækninefnd Reykjanesbæjar hefur fyrir sitt leyti mælt með 4 hektara lóðarum- sókn ískems hf. undir eimingar- verksmiðju fyrir iðnaðaralkóhól sem fyrirhugað er að reisa í ná- grenni Saltverksmiðjunnar á Reykjanesi. ískem er hlutafélag í eigu Hitaveitu Suðurnesja auk inn- lendra og erlendra aðila. Undirbúningur staðið yfir á annað ár Að sögn Jóns Björns Skúlason- ar, atvinnuráðgjafa hjá Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykja- nesbæjar, er nú verið að leggja lokahönd á arðsemiskönnun fyrir verksmiðjuna jafnframt því sem unnið er að umhverfismati. Hann segir að það muni væntanlega liggja ljóst fyrir um áramót hvort af byggingu verksmiðjunnar verður. Undirbúningur þessa máls hef- ur farið nokkuð hljótt en unnið hefur verið að undirbúningi þess í tæp tvö ár. Að sögn Jóns Bjöms munu u.þ.b. 20 ný störf verða til, verði af byggingu verksmiðjunnar. Sem fyrr segir stendur til að eima þar iðnaðaralkahól og verður hrá- varan til framleiðslunnar flutt hingað frá Suður-Afríku. Hluti fullunninnar afurðar verð- ur síðan fluttur út á ný en einnig er gert ráð fyrir því að selja hluta framleiðslunnar hér innanlands. Standa þessa dagana yfir viðræður við hugsanlega söluaðila. Jarðgufa ræður staðarvali Jón Björn segir þetta staðarval fyrst og fremst skýrast af því gufuafli sem þarna sé að finna. „Með því að nýta jarðgufuna er talið að þarna verði um að ræða mun ódýrara vinnsluferli en ann- ars staðar,“ segir Jón Bjöm. SAMSKIP: KkUTHAFAR í október 1997 Hluthafar Nordatlantic T. Gmbh. ( Mastur hf. Sund hf. Samherji Ehf. alþýðubankans Flutningar hf. BM flutningar hf. Baldur Guðnason Samvinnulífeyrissj. Ólafur Ólafsson Sæmundur Guðlaugsson Guðmundur P. Davíðsson VÍS Hekla Lsj. Verslunarmanna Lsj. Austurlands Þróunarfélag íslands Róbert Wessman Hlutafé milljónir kr. Lsj. Norðurlands 1,3 0,1 I Lsj. rafiðnaðarmanna 1,2 0,1 li Aðrir 8,8 1,0 0 1 SAMTALS 900,0 100,0 LANDSBANKINN hefur selt um 18% hlut sinn í Samskipum hf. Eftir sölu bréfanna er Nordatlantik Transport Gmbh, fyrirtæki Ólafs Ólafs- sonar, forstjóra og eigenda Bruno Bishoff-skipafélagsins, í Þýskalandi með tæplega 36% hlut í félaginu. Gínur og herðatré Vandað, sterkt og smekklegt Margar gerðir - gott verð J|rOfnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiöja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Nýheiji selur 15% hlut sinn í Hug-forritaþróun NÝHERJI hf. hefur selt 15% hlut sinn í hugbúnaðarfyrirtækinu Hug- forritaþróun. Félagið sjálft leysti bréfín til sín, en ekki liggur fyrir hver endanlegur kaupandi þeirra verður. Hugur hf. og íslensk forritaþró- un hf. sameinuðust um síðustu ára- mót undir nafni Hugar en fyrirtæk- ið er í daglegu tali kallað Hugur- forritaþróun. Við sameininguna varð til eitt stærsta hugbúnaðarfyr- irtæki landsins með 70 starfsmenn og starfsemi í Kópavogi, á Akur- eyri og í Glasgow. Það hefur sér- hæft sig í þróun og sölu lausna fyrir Concorde XAL-viðskiptahug- búnað, þ. á m. tímaskráningarkerf- anna Bakvarðar og Útvarðar. Jafn- framt hefur félagið annast þjónustu vegna ÓpusAllt-hugbúnaðar. Frosti Siguijónsson, forstjóri Nýheija, sagði í samtali við Morg- unblaðið að tveir aðilar hefðu sýnt því áhuga að kaupa bréfin og ann- ar þeirra gert tilboð sem þótt hefði mjög viðunandi. „Við höfum verið að selja minnihlutaeign okkar í félögum vegna endurskipulagn- ingar fyrirtækisins. Hinu er ekki að leyna að við höfum áhuga á að halda áfram góðu samstarfi við Hug. Það breytir engu um það hvort við eigum hlut í fyrirtækinu eða ekki.“ Meðal hluthafa í Hug-forritaþró- un eru Tæknival með 15_% hlut og fyrrverandi eigendur íslenskrar forritaþróunar hf. með 30%. Samlíf býður nýja líf- tryggingu SAMEINAÐA líftryggingafélagið hf., Samlíf, hyggst á næstunni kynna nýja tryggingu sem nefnd er Sparnaðarlíftrygging. Hug- myndin með þeirri tryggingu að steypa líftryggingu og reglulegum sparnaði saman í eina heild. Þann- ig verði lagður góður grunnur að fjárhagslegu öryggi hins tryggða og fjölskyldu hans bæði í nútíð og framtíð, að því er segir í frétt frá félaginu. Viðskiptavinir fá svigrúm til þess að laga Sparnaðarlíftrygg- ingu að sínum þörfum og greiðslu- getu. Þeir geta t.d. valið um líf- tryggingaríjárhæð, mánaðarlega greiðslu sína, lengd samningstíma | ogr ávöxtunarleiðir sparnaðar- ins; í því efni mun félagið bjóða úr- | val sjóða, sem eingöngu skipta við traust og viðurkennd fjárfestinga- fyrirtæki, bæði íslensk og erlend. Þegar samningstíma lýkur er sparnaðurinn greiddur út með ein- * greiðslu. Samkvæmt upplýsingum ; frá Samlífi mun félagið setja | Sparnaðarh'ftrygginguna á markað | fyrri hluta næsta mánaðar. Stærsta líftryggingafélagið Samlíf er stærsta líftrygginga- | félag landsins með um 49% mark- | aðshlutdeild og nú eru rúmlega 30 ' þúsund manns tryggðir hjá félag- | inu. Flestir viðskiptavina félagsins eru með hefðbundnar líftryggingar en það hefur frá árinu 1993 boðið lífeyristryggingar, meðal annars í samvinnu við séreignarlífeyrissjóð- I inn ALVÍB. Samlíf hefur nýlega flutt aðal- skrifstofur sínar úr húsi Sjóvár- Almennra í nýtt húsnæði á 7. hæð í Kringlunni 6, sem áður hét Borg- arkringlan. Aðaleigendur félagsins Samlíf eru Sjóvá-Almennar og Tryggingamiðstöðin. -inn i næstu öld Feet You Wear Handboltaskór Equipment Stabil M m adiWEAR ytrisóli PU millisóli ^ <J | j 11 [ J’ j adiPRENE undir hæl og Iramfæti Kringlunni 8-12 • Sími 568 6010 ABB leggur nið- ur 10.000 störf Ztirich. Reuters. ABB, Asea Brown Boveri, hinn kunni sænsk-svissneski verkfræði- risi, hefur ákveðið að leggja niður 10.000 störf í Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum, en færa út kvíarn- ar í Asíu. Fyrirtækið ætlar að veija 850 milljónum dollara á fjórða ársfjórð- ungi til endurskipulagningar. Tekj- ur á þessu ári munu minnka um 100 milljónir dollara vegna tafa á gerð Bakun-stíflunnar í Malaysíu og 100 milljóna dollara gjalds frá Adtranz sameignarfyrirtæki ABB og Daimler-Benz í Þýzkalandi. Göran Lindahl aðalframkvæmda- stjóri sagði að endurskipulagningin væri kröftugt svar við gjaldeyris- umrótinu í Asíu, sem mundi um skeið leiða til harðari samkeppni í heiminum. Lindahl sagði hins vegar að þeg- ar til lengri tíma væri litið mundi lækkun nokkurra asískra gjald- miðla bæta samkeppnisstöðu þess- ara landa og 100 deilda ABB þar. Hlutabréf í ABB lækkuðu um 58 svissneska franka í byijun, en seinna nam lækkunin 40 svissnesk- um frönkum. Skjótt brugðizt við í yfirlýsingu frá ABB sagði Lindahl að með því að bregðast skjótt við „drögum við úr hættu á verulega meiri áhrifum á atvinnu í vestrænum fyrirtækjum okkar til langframa". Með endurskipulagningunni heldur ABB áfram á þeirri braut að færa umsvif sín til þróunar- landa. Á árunum 1990-1996 var bætt við 56.000 störfum í Austur- Evrópu og Asíu, en fækkað var um 59.000 störf í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. í árslok 1996 voru starfsmenn ABB í heiminum 215.000, þar af 33.000 í Asíu. Þeir 10.000 sem sagt verður upp starfa aðallega í Þýzkalandi, Bandaríkjunum, Sviss, Ítalíu, Spáni of Svíþjóð og eru um 10% starfs- manna ABB í þessum löndum. Hagnaður ABB fyrstu níu mán- uði ársins minnkaði óvænt um 4% í 774 milljóna dollara vegna minni tekna Adtranz og minni tekna af orkuframleiðslu. Sala á síðustu níu mánuðum minnkaði í 22,5 milljarða dollara úr 23,5 milljörðum, en pantanir jukust um 13% í 28,1 milljarð doll- ara. ABB hefur einnig dregið úr fyrri spám um hagnað og býst nú við að tekjur á árinu verði „nokkuð" minni en 1996 þegar nettóhagnaður nam 1233 milljónum dollara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.