Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Karlakórinn Fóstbræður syng- ur á Akureyri KARLAKÓRINN Fóstbræður efnir til tónleika í Akureyrar- kirkju á morgun, laug- ardag, kl. 17. Á efnis- skránni kennir ýmissa grasa og flutt verða verk eftir innlenda og erlenda höfunda. Þó ber hæst frumflutning nýs tónverks eftir Hróðmar Inga Sigur- björnsson, en hann er um þessar mundir bú- settur á Akureyri. Um verk sitt segir tónskáldið: „Dr ramis cadunt folia - fyrir karlakór og orgel - var samið á árunum 1994-97 fyr- ir Karlakórinn Fóstbræður að beiðni Árna Harðarsonar, söng- stjóra Fóstbræðra, og er verkið tileinkað honum. Textinn er feng- inn úr ástarkvæði eftir óþekktan höfund, sem varðveitt er í 13. ald- ar handriti. Vérkið skiptist í fjóra samtengda hluta eftir erindum kvæðisins og er samið í „gömlum stíl“, þar sem eftirlíkingar og kan- ónar af ýmsu tagi ráða ferðinni.“ Verkið tekur um 20 mínútur í flutningi. Flytjandi ásamt Fóst- bræðrum er Björn Steinar Sól- bergsson, organisti Akureyrar- kirkju. Þá er á efnisskránni atriði úr óperunni Galdra-Lofti eftir Jón Asgeirsson, sem var frumflutt af íslensku óperunni á Listahátíð vor- ið 1996. Þar syngur Þorgeir J. Andrésson einsöng, bæði aríur og með kómum, en hann söng hlutverk Galdra- Lofts í fyrrgreindri uppfærslu. Einnig verður á efnisskránni Fjórar bænir Frans frá Ássisi eftir franska tón- skáldið Francis Pou- lenc. Þessar bænir eru skrifaðar fyrir karla- kór án undirleiks og hafa ekki fyrr heyrst fluttar í heild sinni hér á landi. í söngferð Fóst- bræðra til Akureyrar verða félag- ar úr Gömlu Fóstbræðrum með í för. Þeir munu syngja nokkur lög á tónleikunum, en í lokin munu kórarnir sameinast og syngja saman tvo óperukóra, Pílagríma- kórinn úr Tannháuser eftir Wagn- er og Prestakórinn úr Töfraflaut- unni eftir Mozart. Stjórnandi Fósbræðra er Árni Harðarson og stjómandi Gamalla Fóstbræðra er Jónas Ingimundar- son, en hann mun einnig annast píanóundirleik á tónleikunum. Fjöldi söngmanna verður samtals rúmlega 70, þar af er fjöldi starf- andi kórfélaga 51. Tónleikar þessir verða endur- teknir að hluta til í Hallgríms- kirkju í Reykjavík laugardaginn 8. nóvember. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson LISTIR „Brákin“ afhjúpuð á Búðar- kletti Borgarnesi. Morgunblaðið. LISTAVERKIÐ „Brákin" eftir Bjarna Þór Bjarnason verður afhjúpað á morgun, laugardag kl. 14, á Búðarkletti i Borgar- nesi. Við athöfnina flytur Stefán Skarphéðinsson sýslumaður og formaður menningarmálanefnd- ar Borgarbyggðar ávarp. Þá flyt- ur Snorri Þorsteinsson forstöðu- maður Skólaskrifstofu Vestur- lands ræðu um ambáttina Þor- gerði brák. Af Búðarkletti blasa við Brákareyjar úti fyrir Borgarnesi og Brákarsund þar sem Þorgerð- ur lagðist til sunds á flótta undan Skalla-Grími sem „kastaði eftir henni steini miklum og setti milli herða hennar og kom hvártgi upp síðan“, eins og segir í Egils- sögu. Viðurnefni Þorgerðar er dreg- ið af nafni áhalds sem notað var við að elta skinn og var gjarnan búið til úr hrútshomi. Ekki er ólíklegt að Þorgerður hafi haft þann starfa að vinna skinn en einnig má benda á samlíkinguna við að gera skinnið þjált til notk- unar og svo að ala upp óþjálan pilt og gera úr honum mann en Þorgerður var jafnframt fóstra Egils. Þá er einnig gaman að sjá líkinguna sem felst í heiti sunds- ins, Brákarsund, en þar gengur sjórinn fram og aftur eins og skinn í brák. Morgunblaðið/Theodór LISTAMAÐURINN Bjarni Þór Bjarnason á vinnustofu sinni. Það var árið 1995 sem menn- ingarmálanefnd Borgarbyggðar efndi til samkeppni um minnis- merki um Þorgerði brák, fóstru Egils Skallagrímssonar. Alls bár- ust yfir 30 tillögur og hlaut til- laga Bjarna Þórs Bjarnasonar frá Akranesi fyrstu verðlaun. Verðlaunin voru afhent við opn- un sýningar á tillögunum sem bárust Safnhúsi Borgarfjarðar 13. janúar 1996. Verk Bjarna Þórs er byggt á því að áhald það sem notað var við að elta skinn kallaðist brák og var það gjarnan gert úr hrúts- homi eins og áður hefur verið nefnt. Bjarni Þór fæddist 1. júlí 1948 og hefur nú búið alllengi á Akra- nesi þar sem hann hefur stundað list sína og kennt við Brekku- lækjarskóla jöfnum höndum. Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1980 og hefur haldið sjö einka- sýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum auk þess sem hann hefur unnið bókaskreytingar og leikmyndir. Hann er nú bæjar- listamaður Akraness. Að afhjúpuninni lokinni verð- ur opnuð sýning á málverkum Bjarna Þórs í Safnhúsi Borgar- fjarðar kl. 15. Við opnunina leik- ur Klakakvintettinn nokkur lög, en það er tréblásturskvintett sem starfar á Norðurlandi. Kvintett- inn skipa Páll Barna Szabó frá Laszló í Ungveijalandi sem leik- ur á fagott, en hann er tónlistar- kennari á Sauðárkróki, Laszló Czenek leikur á franskt horn; hann kemur einnig frá Ungverja- landi og kennir nú á Húsavík, Björn Leifsson klarinettuleikari, sem kennir við Tónlistarskóla Akureyrar, Jaqueline F. FitzGib- bonleikur á óbó en hún kemur frá Irlandi og kennir nú á Akur- eyri og Anton Fournier frá Kanada sem leikur á þverflautu, en hann kennir nú á Húsavík. Sýning Bjarna verður svo opin á virkum dögum frá kl. 14-18 til 15. desember nk. Jazzbræð- ur á Jómfrúnni DJASSTÓNLEIKAR á vegum djasskúbbsins Múlans á Jóm- frúnni, Lækjargötu 4, verða í kvöld, föstudag, kl. 21. Þeir Jazzbræður.Ólaf ur Jóns- son, tenórsaxófón, Ástvaldur Traustason, píanó, Þórður Högnason, kontrabassa, og Pétur Grétarsson, trommur, munu halda uppi stemningu, en þeir komu fyrst fram á síðustu Rú- Rek-hátíð. Nú sem þá munu þeir flytja hefðbundinn djass, bæði þekkta standarda og eigin tón- smíðar. JAZZBRÆÐUR leika á Jómfrúnni. Mikið úrval af nýjum og nýlegum gardínuefnum á frábæru verði. Einnig ódýrir borðdúkar og ýmis gjafavara. Verid velkomin Gardínulagerinn í Firði í miðbæ Hafnarfjarðar, Fjarðargötu 13-15. Opið mánudag til föstudags frá kl. 13-18. Laugardag frá kl. 10-14. Argasta klám LEIKLIST K 6 m c d í u I c i k h ú s i ð í Mögulcikhúsinu KÓMEDÍA ÓPUS EITT Leikarar og höfundar. Elvar Logi Hannesson og Róbert Snorrason. Miðvikudagur 22. október. SÝNING félaganna Loga og Ró- berts fer hægt af stað. í byijun, bæði vegna þess að formið var ný- stárlegt og allt í hægagangi, vöktu lætin í krakka á fyrsta bekk oft meiri eftirtekt en það sem fram fór á sviðinu. Smám saman vöndust svo þessir skrýtnu karakterar og áhugi vaknaði á því sem þeir tóku sér fyr- ir hendur og létu út úr sér, bæði í mæltu máli og tilheyrandi plönturík- inu. Hugurinn reynir alltaf að skilja hlutina með því að draga þá í dilka. Skilgreiningin fýsískt leikhús, þ.e. leiklist þar sem textinn verður undir í baráttu við líkamstjáningu og fjöl- bragðalist, er ekki að öllu leyti rétt. Til textans mátti á köflum rekja bróðurpartinn af þeim áhrifum sem sýningin vakti. Það var einmitt sam- spil textans og hreyfinganna sem er hennar aðal. Hinsvegar má með sanni segja að hún takist á loft ein- mitt þegar hreyfingarnar ná yfir- höndinni og sérstaklega þegar þær eru á skjön við textann, þ.e. þegar textinn segir frá einhveiju einföldu en leikið er undir á hreyfingarnar sem gera merkingu textans fárán- lega og bráðfyndna. Best var þetta heppnað undir lok- in, þ.e. í „Bósasögukafianum" og því sem leiddi af honum. Eins og sagt er í verkinu verður að hafa eitt- hvað sem trekkir að áhorfendur og hvað er betur til þess fallið en ein- mitt klám (bragð sem undirritaður notaði einmitt til að vekja athygli með sláandi fyrirsögn hér að ofan). Morgunblaðið/Þorkell ELVAR Logi Hannesson og Róbert Snorrason bregða á leik. Bósasaga er sú íslensk fornsaga sem þekktust er fyrir blautlegt innihald. Sú staðreynd að Bósasögutengingin er bellibragð leiðir áhorfandann inn í leikhús sem rífur niður eftirvænt- ingar hans og viðteknar skoðanir íslensks nútímasamfélags á því hvernig kynmök eru túlkuð á sviði. Útkoman verður hræðilega fyndin og sérstaklega kitlandi auðvitað fyr- ir þá sök að leikendur eru tveir karl- menn, sem þeir notfæra sér til að nugga sér upp við önnur tabú. Sýningin er stutt, og eiga bestu kaflarnir sér nokkurn aðdraganda sem mætti vera kraftmeiri og betur unninn. En vissir hlutar sýningarinn- ar eru eitthvað nýtt og ferskt sem ætti að kitla hláturtaugar allra sem kunna að taka sjálfa sig ekki of hátíðlega. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.