Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jón Hálfdán Þorbergsson fæddist á Galtarvita hinn 12. september 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 11. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Rannveig Jónsdótt- ir, yfirsetukona, f. 29. nóvember 1902, d. 17. maí 1985, og Þorbergur Þor- bergsson bóndi, f. 23. janúar 1902, d. 4. júní 1982. Rann- veig og Þorbergur giftust 29. des. 1926, fyrstu árin bjuggu þau í Miðvík við Aðalvík en gerast vitaverðir í Galtarvita (Keflavíkurvita við Súganda- fjörð) frá 1931-1941, síðan eru þau í Súðavík. Jón Hálfdán átti fimm systkin, þau eru: Elías Gunnar, f. 22. sept. 1926, Guð- rún Þórey, f. 22. sept. 1926, Ragnar Hermann, f. 15. mars 1928, Halldór Svanmundur, f. 15. apríl 1930, d. 22. apríl 1984, og Salbjörg Olga, f. 8. febrúar 1933. Jón kvæntist Sigríði Ebenes- ardóttur 30. apríl 1955. Sigríður er Bolvíkingur, f. 31. des. 1931. Börn Jóns og Sigríðar eru: 1) Stúlka, óskírð, f. 16. júlí 1951, d. sama dag. 2) Randver, bif- reiðastjóri, f. 25. september 1952, ókvæntur, hann á eina dóttur, Steinunni Sigríði. 3) Valgeir Ómar, vélfræðingur, f. 23. júlí 1955, kvæntur Guð- laugu Traustadóttur, skrif- Elsku pabbi minn, þá er þessari þautagöngu þinni lokið, og stórt er tómarúmið sem þú skilur eftir í hjarta okkar. Það var mikil ánauð er Drottinn lagði á þig með þessum sjúkdómi, mann er aldrei varð mis- dægurt, en þú tókst honum með þínu alkunna jafnaðargeði, varst vinnandi fram á síðasta dag, kvart- aðir ekki heldur hafðir áhyggjur af öðrum. Það er mikill missir við frá- fall þitt, en þökk sé Guði fyrir þá miklu gæfu, að hafa fengið að njóta handleiðslu þinnar og umhyggju í þessu Iífi. Þú gafst okkur börnum og seinna barnabörnum allt það 'besta sem finnst í mannlegu eðli, alltaf var hægt að leita til þín með öll vandamál og þú leystir þau. Eitt bamabarna þinna, hún Tinna María, sagði: „Hann afi skammaði mig aldr- ei, hann talaði alltaf við okkur,“ það Iýsir vel góðmennsku þinni, að hlusta á alla, heyra þeirra sjónarmið og miðla frá þínu stóra hjarta. Elsku mamma, Guð gefi þér styrk á þessari sorgarstund, minningin um góðan eiginmann og föður mun lifa með okkur öllum. Þakka þér fyrir lífíð, elsku pabbi. Ómar. stofukonu, þeirra börn eru Tinna Mar- ía, f. 26. ágúst 1982, og Jón Elmar, f. 17. ágúst 1984. 4) Ebe- neser Aðalsteinn, vélfræðingur, f. 18. janúar 1958, í sam- búð með Láru Við- arsdóttur, þeirra barn er Alexander Elís, f. 17. maí 1993, áður átti Ebeneser Sigfríði Sunnu, f. 22. nóv. 1982. 5) Guð- mundur Páll, lög- regluvarðstjóri, f. 5. sept. 1963, kvæntur Berglindi Sif Benidiktsdóttur, húsmóður, þeirra börn eru Kamilla Dögg, f. 28. mars 1988, Eðvarð Páll, f. 22. júní 1990, og Hulda Elísa, f. 6. okt. 1994. 6) Elísabet Mar- ía, húsmóðir, f. 15. mars 1967, gift Jens Níelssyni, húsasmið, þeirra börn eru Auður, f. 24. maí 1989, og Guðrún, f. 22. maí 1993. Jón lauk sveinsprófi í bif- vélavirkjun hjá Sveini Egils- syni hf. 1954 og varð meistari í þeirri iðn árið 1958. Eftir sveinsprófið starfaði hann hjá Vélsmiðjunni Þór á Isafirði til 1960, en flyst þá til Reykjavík- ur. Hann starfaði fyrst hjá Hemli hf., en síðan við fyrir- tæki sitt Vélverk hf., sem hann stofnaði ásamt Trausta Þor- lákssyni árið 1963, og starfaði við það til æviloka. Útför Jóns fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi og tengdapabbi. Með miklum trega og söknuði kveðjum við þig. En við vitum að á móti þér er tekið opnum örmum í guðsríki, slíkum gæðamanni, sem öllum var svo góður og hugsaði minnst um eigin velferð i erfíðum veikindum. Allar minningar um þig einkennast af blíðu og hlýju. Guð geymi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Beta og Jens. Það er með hryggð í huga, að ég tek mér penna í hönd, til að skrifa hinstu kveðju til vinar míns Jóns H. Þorbergssonar bifvélavirkja- meistara. Leiðir okkar lágu saman fyrir um það bil 40 árum, tókst þá strax með okkur vinskapur sem enst hefur alla tíð síðan. Þegar ég læt hugann reika til þess tíma er við byijuðum að starfa saman, koma upp í hugann þínir starfshæfileikar, dugnaðurinn og ekki síst góðvildin sem þú sýndir öllum sem til þín þurftu að leita. Það sannaðist þegar við við byij- uðum okkar fyrirtækjarekstur sam- an, að þú hafðir þessa eiginleika í mjög ríkum mæli, það er ekki lítið lán að eiga slíkan samstarfsfélaga og vin í öll þessi ár og get ég aldrei fullþakkað þér fyrir það. Stórt skarð hefur myndast í fjölskyldur okkar, nú þegar þú ert farinn, en við mun- um öll ætíð minnast þeirra fjölmörgu gleðistunda sem við áttum saman. Minningin um þig mun ávallt lifa með okkur. Fjölskylduböndin eru sterk og samgangur milli heimila okkar til fyrirmyndar. Gestrisnin í Garðsenda 7 er ógleymanleg og alltaf var um nóg að tala. Nú þegar ég og fjölskylda mín kveðjum í hinsta sinn okkar einlæga vin, viljum við senda eiginkonu hans og fjölskyldu okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Elsku Sigga mín, við vitum að sorgin er mikil og biðjum við góðan Guð að veita þér og fjölskyldu þinni styrk á þessum erfiðu tímamótum. Trausti Þorláksson. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þegar við fréttum af andláti, okk- ar elskulega afa, sem var búinn að vera svo Iengi mikið veikur, urðum við mjög leið. Okkur hafði verið sagt að honum myndi ekki batna. Við urðum sár því að við hefðum átt að eiga svo langan tíma eftir með hon- um, hann var alltaf svo góður og skemmtilegur. Hann vildi allt fyrir okkur gera þótt honum liði illa í sín- um veikindum. Elsku afi, takk fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman. Guð geymi þig. Kamilla, Eðvarð og Hulda. í dag verður lagður til hinstu hvílu tengdafaðir minn Jón Þor- bergsson, eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hann háði það stríð í tæp þtjú ár, en aldrei heyrði mað- ur hann kvarta, þótt það sæist að honum liði mjög illa, frekar spáði hann í hvernig öðrum liði. Mín fyrstu kynni af Jóni voru þegar ég og sonur hans, Guðmund- ur, fórum að vera saman, tók hann mér mjög vel og mér leið alltaf vel í návist hans. Hann sýndi mér og börnunum ávallt mikla umhyggju, hann var afi af lífi og sál. Þótt þessi erfiðu veikindi heijuðu á hann, reyndi hann að vera eins mikið með börnunum og hann gat. Þegar við Guðmundur fluttum frá Bolungarvík til Reykjavíkur, tók hann á móti okkur af miklum höfð- ingsskap og var þá ekkert til spar- að. Ég er þakklát fyrir þann stutta tíma sem við áttum saman eftir að ég flutti til Reykjavíkur og gat kíkt við eins oft og ég vildi, þótt það væri sárt þegar maður vissi hvert stefndi. Það var aðdáunarvert hvað tengdamóðir mín stóð sig vel í þess- ari baráttu með honum. Um leið og ég kveð þig, þakka ég fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman og gott verður að eiga í minningunni, bið ég Guð að styrkja Siggu, börnin, tengdabörnin og barnabörnin á þessari erfiðu stundu. Guð geymi þig, elsku tengdapabbi. Þín Berglind. í dag kveðjum við fjölskyldan í Bröndukvísl mann sem átt hefur stóran sess í hjörtum okkar allra í langan tíma. Við teljum okkur hafa átt miklu láni að fagna að hafa not- ið áratuga vináttu og hlýju Nonna okkar. Þegar ég horfi á fjölskyldu mína, hnípna yfir missinum, geri ég mér fyrst grein fyrir hversu stórt skarð þessi jákvæði og trygglyndi vinur skilur eftir sig. Frá því að ég var lítil voru Nonni og Sigga frænka mín stór hluti af iífi mínu, hlý, skemmtileg og frábærir vinir í gegn- um súrt og sætt. Vinátta sem varað hefur í yfir 40 ár geymir með sér margar hugljúfar minningar, minn- ingar sem taka mig aftur til þess tíma er foreldrar mínir og Nonni og Sigga hlógu og skemmtu sér við spilamennsku, við krakkarnir pöss- uðum yngri börnin, og mæður okkar bökuðu og elduðu saman. Þegar við hjónin stofnuðum svo heimili okkar efldust enn vinaböndin, og fóru syn- ir okkar ekki varhluta af virðingu, velvilja og gestrisni þeirra hjóna, og hafa alla tíð farið með tilhlökkun á fund þeirra. Við minnumst með hlý- hug ótal dýrmætra samverustunda þar sem við spiluðum á spil og gít- ar, sungum og hlógum af lífinu og tilverunni. Nonni var sannarlega trygglyndur og glaðvær maður sem ávallt lét gott af sér leiða. Hann var hógvær og sterkur, og fram á síð- asta dag var alltaf stutt í brosið. Elsku Nonni, við munum alltaf vera þakklát fyrir að hafa átt eins góðan dreng og þig að vini. Blessuð sé minning þín. Elsku Sigga, Randver, Ómar, Ebbi, Gummi, Beta og ijölskyldur. Við vitum að sorgin er mikil, því mikilvægur hlekkur í keðjunni er farinn á vit feðra okkar, og við biðj- um Guð að gefa öllum styrk til að vinna úr sorginni. Kristrún, Jón, Pétur, Gunnar og Friðrik Már. í dag kveðjum við mág minn, svila og okkar besta vin, Jón H. Þorbergs- son eða Nonna eins og hann var nefndur í vina hópi. Þótt vitað hafi verið um tíma að það styttist í kveð- justundina vegna veikinda hans er svo sárt að kveðja. En í Spámannin- um segir einmitt. „Talaðu við okkur um sorgina. Sorgin er gríma gleðinn- ar. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú JÓN HÁLFDÁN ÞORBERGSSON + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ANDRÉS SIGURÐUR SIGURJÓNSSON, Aðalstræti 19, Þingeyri, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku- daginn 15. október, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 25. október og hefst athöfnin kl. 14.00. Kristrún Klara Andrésdóttir, Völundur Þorbjörnsson, Guðrún Björg Andrésdóttir, Þáll Sævar Sveinsson, Ásta Kristín Andrésdóttir, Guðmundur Páll Andrésson, Sigrún Berglind Andrésdóttir, Sigurjón Hákon Andrésson, Sólveig Sigurjónsdóttir, Ólafía Sigurjónsdóttir, Elínborg G. Sigurjónsdóttir og fjölskyldur. Útför eiginmanns míns, föður, fósturföður og afa, KRISTMANNS HREINS JÓNSSONAR frá Efra Hóli ( Staðarsveit, Höfðagötu 27, Stykkishólmi, fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 25. október kl. 13.30. Jarðsett verður á Staðastað. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Stykkishólmi. Fransiskussjúkrahúsið í Árný M. Guðmundsdóttir, Edda Sóley Krístmannsdóttir, Jón Ingi P. Hjaltalín, Kristján Viktor Auðunsson, Hildur K. Vésteinsdóttir, Þröstur Ingi Auðunsson, Wioletta Maszota, Arna Dögg J. Hjaltalín, Alfreð Már J. Hjaltalín. ert glaður og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Nú þegar við kveðjum Nonna verða minningarnar um hann ljósar og skýrar og munu lifa með, okkur áfram og fyrir þær viljum við þakka. Aliar eru þær góðar, allt frá því er ég var barn og hann kom heim sem kærasti Siggu systur, og fram til síð- asta dags. Einlægni og vinátta hefur ætíð verið okkar á milli. Við Grímur byijuðum okkar búskap heima hjá þeim á Kleppsveginum. Þótt húsið væri lítið var alltaf nóg pláss fýrir alla og gestrisnin í fyrirrúmi enda var oft gestkvæmt hjá þeim. Margar ánægjustundir hefur fjöl- skylda okkar átt með þeim gegnum árin og góðar minningar eigum við frá mörgum ferðalögum bæði inn- anlands sem erlendis. Nonni var sú manngerð sem skynjaði þörf mannsins fyrir kær- leika og gaf af bestu getu. Hann var svo sáttur við lífið og hafði þessa innri ró sem við öll sækjumst eftir. Það kom líka fram í veikindum hans hversu mikinn styrk og kærleika hann hafði og miðlaði öðrum. Hann stóð heldur ekki einn í baráttu sinni, átti ástríka konu sem stóð sem klett- ur við hlið hans. Börn, tengdabörn og barnabörn veittu honum styrk og gleði allt til hinstu stundar. Sigga og Nonni voru samrýnd hjón sem fögnuðu af einlægni hveij- um áfanga í lífinu bæði hjá þeim sjálfum svo og öðrum. Ávallt voru þau til staðar á hátíðarstundum með örlæti og rausnarlegri gjafmildi. Gleðin við að gefa var helsta ein- kenni Nonna. Viljum við hér með færa fram þakkir okkar fyrir allt sem hann var okkur. Biðjum við algóðan Guð að gefa Siggu, Randveri, Ómari, Ebba, Gumma, Betu og fjölskyldum þeirra styrk í sorg þeirra. Þau hafa mikið misst, en við vitum að þau hafa mikið að þakka fyrir. Guð blessi hann í nýjum heim- kynnum ljóss og friðar. Vala, Grímur og Ævar. í dag kveð ég kæran frænda minn, Jón Þorbergsson, sem lést fyrir aldur fram úr illvígum sjúk- dómi sem hann hafði barist við á þriðja ár. Þú varst einn af mínum kærustu og uppáhalds frændum. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast ykkur Siggu sem fulltíða kona þegar við fórum saman í utanlandsferð 1984 ásamt foreldrum mínum, Ragnari bróður þínum og konu hans. Það var yndislegt að sjá ykkur frænd- urna, hvernig þið stóðuð saman sem einn í rökræðum við konurnar ykk- ar um ýmis mál. Ég var oft á öðru máli en þið skemmtuð ykkur hið besýa. Ég minnist líka 27. desember sl. þegar þú leiddir einkadóttur þína upp að altarinu. Stoltið og reisnin leyndi sér ekki þrátt fyrir að sjúk- dómurinn væri farinn að segja til sín. Þú varst farinn að grennast aðeins, en þú gast gert grín af því og sagðir að það væri þó einn ljós punktur í þessu öllu samar. því þig hefði alltaf langað til að vera grennri. Þú varst ekki maður sem barst tilfinningar þínar á torg. Ég sá þig sem feiminn og hlédrægan mann sem bar sitt í hljóði en það var alltaf stutt í brosið og hláturinn og þá ljómaði allt andlitið eins og sólin. Ég gleymi aldrei samtölunum sem við áttum saman, þá fann ég hversu hlýr maður þú varst og hvað það var auðvelt að þykja vænt um þig. Ég er alveg viss um að hann Halldór bróðir þinn hefur verið ná- lægt brosandi með útbreiddan faðminn til að taka á móti þér þeg- ar þú kvaddir þennan heim og fórst á vit æðri heims þar sem enginn sársauki er. Góði guð veittu Siggu, sem stóð svo dyggilega með eiginmanni sín- um i veikindum hans, og börnunum þeirra styrk í missi sínum. Vertu sæll kæri frændi. Helga Óladóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.