Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSGEIR SKÚLASON + Ásgeir Skúlason fæddist í Reykjavík 22. júlí 1927. Hann lést 17. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Skúli Sveins- son vélsljóri, fædd- ur 19. nóvember 1895 á Hömrum í Eyrarsveit, Snæ- fellsnesi, og kona > hans Hallfríður Ás- geirsdóttir, fædd 18. janúar 1896 á Ósi við Steingríms- fjörð í Stranda- sýslu. Ásgeir var elstur þeirra systkina sem komust á legg, en elstur var Ásgeir Bjarni, f. 1926, en hann dó aðeins árs gamall. Næstur Ásgeiri var Svavar, verktaki í Hafnarfirði, f. 1928, siðan Elínborg, en hún drukknaði í æsku, f. 1930, þá Trausti, bóndi í Skógarnesi, Miklaholtshreppi, f. 1933, þá Ellert, vélaverktaki í Njarðvík, f. 1935, og Guðrún, húsmóðir í Njarðvík, f. 1937. Ásgeir kvæntist eftirlifandi konu sinni Sigrúnu Sigurðar- dóttur 11. september 1948. Hún fæddist í Hafnar- firði 16. júní 1927. Foreldrar hennar voru Sigurður Krisljánsson, vél- stjóri í Hafnarfirði, og Valgerður Ivarsdóttir. Þau Sigrún og Ásgeir eignuðust sex mannvænleg börn en þau eru: Guðmundur, f. 1947, véltækni- fræðingur, kvænt- ur Jakobínu Sigur- rós Sigurðardóttur. Gréta, f. 1948, kennari, gift Konráði Erlendssyni kennara. Hallfríður Ólöf, f. 1953, gift Jack Dennis, Bandaríkjunum, þau eru skilin. Skúli Snæbjörn, f. 1954, vélvirki, kvæntur Elínu Halldóru Hermannsdóttur. Val- geir, kvæntur Önnu Margréti Guðmundsdóttur en þau skildu, Valgeir er nú í sambúð með Rannveigu Lilju Garðarsdóttur. Barnabörnin urðu 14 talsins þar af 13 á lífi og langömmu- og Jangafabörnin 5 talsins. Utför Ásgeirs fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ásgeir lærði rennismíði í Vél- smiðju Hafnarfjarðar og Vélsmiðju Magnúsar og Héðins í Innri-Njarð- vík 1945-1949 og lauk fyrra bók- námi í Iðnskólanum í Hafnarfírði en seinni hlutanum í Iðnskólanum í Keflavík. Hann gerðist vörubíl- stjóri á eigin bíl 1953-63 en þá ‘‘"Yéðst hann sem verkstjóri til Vél- smiðju Njarðvíkur. Eins og títt var með vélsmiðjur hér áður fyrr voru járnsmíðafögin aðallega fjögur: vél- virkjun, rennismíði, eldsmíði og plötu- og ketilsmíði. Gengu járn- smiðir yfírleitt jöfnum höndum í allar greinar. Ásgeir var af þeim sem til þekktu talinn mjög hæfur iðnaðarmaður enda var hann um langt árabil próf- nefndarmaður í járniðnaði og for- maður síns félags, Járniðnaðarfé- lags Suðurne^ja ásamt því að eiga sæti í fulltrúaráði Iðnaðarmannafé- lags Suðurnesja. Ásgeir greindist fyrst með krabbamein skömmu eftir hjartaað- 'gerð sem hann gekkst undir 1995 og barðist hart gegn þeim válega sjúkdómi, fór hann m.a. á meðferð- arstofnun í Mexíkó. Við Ásgeir kynntumst fyrst árið 1953 þegar hann hóf vörubílaakstur á eigin bíl, en 1957 stofnuðum við ásamt fleirum fyrirtækið Járn- og pípulagningaverktakar Keflavíkur hf. sem undirritaður hefur séð um rekstur á síðan. Ásgeir réðst síðan til starfa hjá fyrirtækinu 1968 og vann þar í nokkur ár og reyndist í hvívetna hinn besti starfskraftur eða þar til hann hóf eigin rekstur með útleigu á loftpressum, sem síð- ar varð sandblástursfyrirtækið Rás ; hf. í Njarðvík. Það hefur síðan reist sér myndarlegt verkstæðishús á Fitjabraut 4, Njarðvík og gat hann þvl sandblásið bæði úti og inni og gengur reksturinn vel. Keflavíkur- verktakar hafa þurft mikið á hans þjónustu að halda í gegnum árin og hefur hann í hvívetna staðið við sína samninga óaðfínnanlega. Þeir bræðurnir Ellert og Ásgeir byggðu saman þriggja hæða mynd- arlegt hús á Grundarvegi 21, Njarð- vík, og bjó Sigrún manni sínum þar yndislegt heimili en þau fluttu í það árið 1960 og bjuggu þar saman í sátt og samlyndi þar til Ásgeir lést. Einnig festu þau kaup á sumarbú- staðnum Sunnuhlíð á Laugarvatni fyrir tveimur árum og voru þar síð- ast vikuna áður en Ásgeir lést. Þau áttu einnig annað hugðarefni en það var ferðabíll, sem Ásgeir var að gera upp til að ferðast á innan- iands. Það má því með sanni segja að kallið hans hafi komið of fljótt, en vegir guðs eru órannsakanlegir. Um leið og ég kveð góðan vin og samstarfsfélaga bið ég góðan guð að blessa Sigrúnu og fjölskyld- una um alla framtíð. Ingvar Jóhannsson. Kveðja frá tengdadætrum. Ásgeir var kærleiksríkur, einlæg- ur, hvetjandi og þolinmóður. Hann hafði þann hæfileika að laða það besta fram í fólki og umhugað var honum um alla sem minna máttu sín. Umgengni hans við börnin okk- ar einkenndist af þolinmæði og sér- stakt lag hafði hann á að vekja áhuga þeirra til góðra verka. Fjölskyldu- og vinatengsl voru Ásgeiri mjög mikilvæg. Það mátti vel greina í afmælum og á öðrum fagnaðarfundum fjölskyldunnar Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnsiukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins i bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæii að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað viðhmeðalllnubil og hæfilega llnuiengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ML. . í Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 I HOTEL LOFTLEIÐIR J ic l'l'ajli A 1 I M O Tl II Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA sem haldnir hafa verið undanfarin ár í sumarbústað Ásgeirs og Sig- rúnar að Laugarvatni. Þar hafði Ásgeir mikla ánægju af að dvelja og ánægðastur var hann ef öll fjöl- skyldan gat verið nærri. Það að fá að kynnast Ásgeiri hefur gefíð okkur dýrmætt vegar- nesti. Hann fékk okkur til að líta á lífíð og tilveruna frá öðru sjónar- horni. Hann var okkur góður tengdafaðir og börnunum okkar einstakur afí. Fyrir það færum við honum okkar bestu þakkir. Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þökkum hér. Þinn kærleikur i verki var gjöf, sem gleymist eigi, Og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðard.) Elsku Ásgeir. Það er von okkar að þegar þú kemur á áfangastað ferðalags þíns verði þér allir vegir færir og að þú látir gott af þér leiða þar eins og þú gerðir á meðan þú varst meðal okkar. Við biðjum góðan Guð að styrkja Sigrúnu og aðra aðstandendur í sorginni. Rósa, Elín, Rannveig og Hafdís. Kæri afi. Fyrir fáum vikum komst þú í heimsókn til mín og kærasta míns. Þú varst eins hress og þú átt að þér að vera. Við dáð- umst að því hversu meðvitaður, raunsær og opinn þú varst um sjúk- dóm þinn. Þú ræddir það fram og aftur við okkur hvað væri búið að gera og hvað væri hugsanlega hægt að gera. Það eina sem er öruggt í þessu lífí er að við deyjum einhvem tíma og þú ætlaðir bara að reyna njóta sem best þess sem eftir væri af þeim tíma sem þér væri ætlað- ur. Þetta er dæmigert um það hvernig þú varst stoð og stytta okkar sem stöndum þér næst, í því að standa með þér í þinni hetjulegu baráttu við sjúkdóminn. Það var ekki þér líkt að gefast upp. Þar sem við sátum hjá þér um daginn varð ekki hjá því komist að rifja upp okkar samverustundir. Það sem mér er minnisstæðast er að mörgu leyti táknrænt fyrir það sem þú gafst af þér. Það var á þeim árum er við bjuggum á loftinu hjá ykkur ömmu. Við systkinin komum niður til ykkar á morgnanna og þú gafst okkur hafragraut með lýsi. Á sunnudagsmorgnum fórstu svo allt- af með mig í sund. Árshátíð sund- ferðanna var svo á sumrin þegar sem flest af barnabörnunum voru í Njarðvík. Þá tókst þér einhvern veginn að koma okkur öllum fyrir aftan í Toyotunni og sýndir okkur borgina og Viðey. Þá var farið í Laugardalslaugina og á Bæjarins bestu á eftir. Þessu sáðirðu hjá okkur sem best þú gast; hollt mataræði og hreyfing. Þú gleymdir ekki andan- um í líkamsræktinni. Þú kenndir okkur að læra að meta samveruna með hvort öðru og alltaf varstu til- búinn að ræða og íhuga málin sam- an, sama hvað það nú var. En nú ertu farinn. Fullvissa mín um að nú líði þér vel hjálpar mér að horfast í augu við fráhvarf þitt. Eg er þakklát fyrir að hafa feng- ið að alast upp í návist þinni. Megi guð varðveita þig og styrkja ömmu og okkur öll hin í sorginni. Þín, Áslaug. Það voru miklir uppgangstímar í Viðey vorið 1922 þegar Kárafélag- ið haslaði sér þar völl og settist í bú Milljónafélagsins, sem hafði lagt upp laupana árið 1914. Miklar end- urbætur voru gerðar á mannvirkj- um stöðvarinnar, m.a. var hafskipa- bryggjan stækkuð, en hún var hin fyrsta sinnar tegundar við Faxaflóa og ein af hinum fyrstu á öllu land- inu, og rafstöð var sett upp í eynni. Sjö árum síðar er enn tekið risa- skref í framfaraátt þegar þar er reistur einn af þremur fyrstu bens- íntönkum á landinu. Viðey hafði allt frá 1908 verið meginbirgðastöð Hins íslenska steinolíuhlutafélags. Þar var þá strax byggð fyrsta olíu- bryggja landsins og þangað var fljótandi eldsneyti íslendinga flutt í tunnum frá útlöndum og sett þar á land. Frá olíustöðinni í eynni voru tunnurnar svo fluttar til Reykjavík- ur og út um land. Við þau miklu tímamót þegar bensíntankurinn reis í Viðey fluttist þangað fjölskylda sem átti eftir að setja mikinn svip á mannlíf í eynni næstu árin. Þar voru á ferðinni hjónin Hallfríður Ásgeirsdóttir og Skúli Sveinsson. Skúla beið það verkefni að annast fyrir Kárafélagið flutninga milli lands og eyjar. Meginverkefnið var daglegur flutningur á bensíntunn- um, auk fólks og hvers konar far- angurs. Þau hjón voru ekki ein á ferð, þeim fylgdu börn þeirra sem áttu eftir að verða félagar mínir og vinir er fram liðu stundir. Ás- geir var þeirra elstur, var á fjórða ári þegar þetta gerðist. í þeirri miklu uppsveiflu sem þá var í eynni hefði fáa grunað að innan tveggja ára yrði ævintýrinu lokið, en svo fóru leikar að Kárafélagið hætti starfsemi árið 1931. Þegar Kárafélagið var einnig búið að leggja upp laupana og ysinn og þysinn af hinni umfangsmiklu starfsemi þagnaður, lagðist tímabil kyrrðar og kyrrstöðu yfir mannlífið. Eitt hélst þó óbreytt, bensínflutn- ingarnir milli eyjar og lands, því bensíntankurinn stóð enn á sínum stað og hann þurfti að nota. Skúli hélt áfram að annast flutningana og fjölskylda hans og Hallfríðar var kyrr í eynni ásamt sárafáum öðrum fjölskyldum. Börnin í eynni voru ekki mörg en undu sér vel í hinu friðsæla umhverfí, þar sem þau höfðu yfirgefin mannvirki fiskveiði- stöðvarinnar að leikvangi, fjöl- breyttar fjörur og fjölskrúðuga móa og mýrar. í svo þröngu samfélagi hefur hver einstaklingur mikið vægi og kynni verða náin. I viðeyska barna- hópnum skar Ásgeir Skúlason sig úr og hafði mótandi áhrif sökum einstakra mannkosta sem ein- kenndu hann alla ævi. Hann var hæglátur, prúður, einlægur en jafn- framt einbeittur ef því var að skipta. Mörg eru þau atvik sem upp komu í bernskuleikjum okkar og starfi sem hrannast fram í minningunni á þessum tímamótum, þegar okkar kæri bernskufélagi er kvaddur, en verða ekki tíunduð hér. Hins vil ég minnast að eftir að brottfluttir Við- eyingar stofnuðu með sér átthaga- félag var Ásgeir einn af máttar- stólpum þess. Án framlags hans og fjölskyldu, bræðra hans og fjöl- skyldna þeirra hefði félagsstarfið orðið erfíðara og svipminna. Ásgeiri var mjög umhugað um framgang Viðeyingafélagsins og sparaði hvorki fé né fyrirhöfn 'ef fé- lagið þurfti einhvers með. Eiginkona hans, Sigrún Sigurðardóttir, studdi hann með ráðum og dáð og því var það sjálfsagt og eðlilegt að þau hjón voru kjömir heiðursfélagar Viðey- ingafélagsins fyrir nokkrum árum. Ásgeir barðist árum saman við erfiðan sjúkdóm sem hann að lokum laut í lægra haldi fyrir. Hann glímdi við þann sjúkdóm af sama æðru- leysi og alltaf hafði einkennt hann. Hálfum mánuði áður en sjúkdómur- inn lagði hann endanlega að velli sótti hann afmælisveislu sonar míns í félagsheimili Viðeyinga í gamla vatnsgeyminum í eynni. Hann kom þangað helsjúkur, studdist við tvo stafi, en lét sem ekkert væri og fagnaði með fjölskyldu minni. Ásgeir vissi að hveiju hann gekk en hann kom til þess að gleðjast með glöðum og til þess að líta í hinsta sinn sínar hjartkæru bernskustöðvar. Nú lítur hann yfir þær af öðrum hæðum. Með Ásgeiri er genginn góður drengur, vammlaus maður, sem sárt er saknað af fjölskyldu og vin- um. Viðeyingar biðja honum og öllu hans fólki blessunar. Orlygur Hálfdanarson. Mig langar til að kveðja vin minn og fyrrverandi vinnufélaga með nokkrum orðum. Þegar ég var í Vélsmiðju Njarðvíkur fyrir rúmum þijátíu árum fór fram mikil endur- skipulagning á vélsmiðjunni, og þurfti þar á meðal að ráða nýjan verkstjóra. Þá kom enginn annar til greina en Ásgeir Skúlason renni- smíðameistari, og kom í ljós, að það var rétt ákvörðun. Við áttum mjög gott samstarf á fjórða ár, en þá fórum við báðir til annarra starfa. Ásgeir átt mjög gott með að um- gangast fólk og var hvers manns hugljúfi. Hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki og rak það með ágætum í áratugi. Við Helga þökkum Ás- geiri fyrir góða viðkynningu og vin- áttu og vottum Sigrúnu, fermingar- systur minni, og afkomendum dýpstu samúð okkar með, að því er okkur finnst, ótímabært fráfall Ásgeirs Skúlasonar. Gísli Júiíusson. TRYGGVI BJARNASON + Tryggvi Bjarnason fæddist á Bassa- stöðum við Stein- grímsfjörð 22. jan- úar 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, 13. október siðastlið- inn. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason og Anna Áskelsdóttir. Eiginkona hans er Arnfríður Bene- diktsdóttir. Börn þeirra eru: Svanur, kona hans er Ásdís Garðarsdóttir. Jón, kona hans er Guðbjörg Jóhann- esdóttir, Anna Guðriður. Barnabörnin eru 10 og barna- barnabörnin eru 10. Útför Tryggva fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það kemur margt upp í hugann nú þegar þú ert farinn frá okkur. Minningarnar streyma fram. Minn- ingar sem allar eru ljúfar og kær- ar. Kærastar eru þó minningarnar um þig með börnunum mínum. Þú og Egill að fara í gönguferð eða þá eitthvað að smíða í geymsl- unni. Þú gangandi um gólf með Þóri Inga þeg- ar hann var veikur. Berglind að lauma sinni hönd í þína þegar þið voruð að horfa á eitt- hvað spennandi í sjón- varpinu. Þú að segja þeim sögur. Fyrir þetta og miklu meira langar mig að þakka þér, þó mest fyr- ir að standa alltaf með okkur. Þakka þér fyrir ást þína og umhyggju. Minning þín lifir með okkur. Þín dóttir, Anna Guðríður. Kveðja til langafa Nú er afi langi dáinn. Það verður skrýtið að koma í heimsókn á Lind- argötuna, og enginn afí til að labba til og stinga litlum lófa í hlýja hönd undir sæng. En við vitum, að núna líður afa vel. Guð geymi ömmu löngu. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Langafabörnin, Jón Ingi, Sindri Már, Herdís Dögg og Guðbjörg Sara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.