Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðmundur Jó- hann Gíslason fæddist á Ríp í Hegranesi, Skaga- firði, 21. janúar 1912. Hann lést á Landspít- alanum 15. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigurlaug Guð- mundsdóttir og Gísli Jakobsson, ábúendur 2Tþar. Bróðir hans er Valtýr Gíslason, f. 23.12. 1922. Eiginkona Guð- mundar var Guðný M. Þórðardóttir, f. 5. ágúst 1909, d. 29. apríl 1983. Börn þeirra eru: Sig- urlaug, f. 13.8. 1943, hennar syn- ir eru Kristinn Ragnar og Guð- mundur Jóhann Hallbergssynir. Synir Guðmundar eru Hallberg Bryi\jar, Axel Darri og Guð- mundur Jóhann. Þórður Stein- grímur f. 30.6. 1945, eiginkona Nú, þegar komið er að leiðarlok- , nm, langar okkur til að skrifa nokk- *r minningarorð um hann Guðmund afa og tengdapabba. Hann afi var orðinn þreyttur og sárþjáður af lang- varandi heilsuleysi, en hann lét samt ekki á neinu bera, kvartaði ekki, alveg sama á hveiju gekk, alltaf hélt hann reisn sinni, alveg fram á síðasta dag. Það eru orðin 14 ár síð- an Guðný amma lést. Við bræðurnir vorum kornungir og Steinunn Tinna ófædd, þannig að við munum lítið eftir henni, en hún var okkur bræðr- unum afskapiega góð og kærleiksrík '5fcnma og sem tengdamóðir mín einnig. Blessuð sé minning hennar. Þau hjónin reistu sér myndarlegt heimili í Vallargerði 6 í Kópavogi með fallegum garði, en Guðmundur var mikill áhugamaður um garð- rækt. Þær eru orðnar margar plönt- urnar í okkar lóð sem eru ættaðar úr garðinum hans. Við minnumst veiðitúranna sem við íjölskyldan fórum með „Afa í Valló“, eins og við kölluðum hann, fyrst í Brúará og síðar í Veiðivötn og á fleiri staði, þeir eru orðnir æði margir, og alltaf var jafngott og upplífgandi að hafa hann með í ferð- um. Þegar hann hætti að geta farið með okkur, fannst okkur eitthvað ^.’o tómlegt. Það bara vantaði hann Guðmund! Það var hreint aðdáunar- vert að fylgjast með honum við veiði- skapinn síðustu árin, oft og tíðum sárkvalinn af þrautum í líkama, en hann lét sig bara hafa það, áhuginn var svo mikill að lifa lífinu lifandi. Já hann Guðmundur var þijóskur. Það hálfa væri nóg! Guðmundur var mikill barnavinur. Þá er okkur systkinunum eitt sér- staklega minnisstætt frá veiðitúrun- um með honum afa, en það var „veiðikaffið" hans. Það leyndist nefnilega alltaf eitthvað spennandi í gamla bakpokanum sem heillaði barnsaugun og kitlaði bragðlaukana, og svo á heimleiðinni úr veiðiskapn- „*j!jn var stoppað við sjoppu og keypt- ur „veiðiís" á línuna. Guðmundur sat aldrei iðjulaus, fjölskyldan, garðurinn, pólitíkin, veiðiskapurinn, félagsmálin, menn og málefni áttu hug hans alian. Öll- um vildi hann hjálpa, gefa og að- stoða eftir megni, og undir það síð- asta kvaddi hann okkur systkinin með góðum heilræðum og hvatning- arorðum. Hann hefur skilað vel unnu dagsverki og dó hvíldinni feginn, sáttur við guð og menn. Elsku Guðmundur, við þökkum þér allar góðu stundirnar og kveðjum ^ig með söknuði. Guð blessi minn- ingu þína. Steingerður Agústsdóttir og barnabörnin, Guðni Þór, Ulfar og Steinunn Tinna. Mig langar að minnast afa með nokkrum orðum. Ég varð þess heið- ^lrs aðnjótandi að alast upp hjá honum og eftir að amma dó bjugg- hans er Steingerður Ágústsdóttir. Þeirra börn eru: Guðni Þór, Úlfar og Steinunn Tinna. Guðmundur nam bókbandsiðn á Hól- um í Hjaltadal árið 1929, flutti 20 ára til Siglufjarðar og vann þar ýmis störf, meðal annars við að kenna bókband. Hann flutti til Reykjavíkur árið 1941, og til Kópa- vogs árið 1950 og starfaði við bók- band til ársins 1965. Arin 1965 til 1971 var hann starfsmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Frá 1971 til 1996 vann hann á bæjarskrifstofum Kópavogs. Utför Guðmundar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. um við tveir saman og urðum mjög nánir. Þá var ég á unglingsárum og oft mikið líf og fjör. Vinahópur- inn var stór og Vallargerði var sam- komustaður okkar félaganna í mörg ár. Margar góðar minningar tengj- ast honum og húsinu hans. Til dæm- is sluppu fáir vina minna við að bragða á ýmsum tegundum matar sem tíðkaðist að borða í hans ung- dæmi. Þar á meðal voru súrsuð júg- ur, selshreifar, svartfuglsegg og sundmagar. Húsið hans fékk stund- um að kenna á því, einu sinni áttum við bræðurnir ásamt fleirum dúfur í kofa sem hann smíðaði. Svo óskemmtilega vildi til að dúfurnar sluppu upp á háaloftið og fór Kiddi bróðir á eftir þeim bak við veggþil. Það næsta sem heyrðist var brak og óhljóð og þegar betur var að gáð kom í ljós að Kiddi var ekki lengur uppi á háalofti, heldur niðri á stofu- gólfi, ómeiddur sem betur fer. Afa leist ekkert á þetta brölt okkar, en fyrirgaf okkur þó. Þegar við strák- arnir horfðum á kappleiki, slóst hann alltaf í hópinn og mátti varla á milli sjá hver lifði sig meira inn í ieikinn, hann eða við. Það var gaman að því að hvað afi átti mikla samleið með okkur strákunum og sterk tengsi sköpuðust milli margra félaganna og hans. Afí var mikill heiðursmaður og mjög örlátur á sjálfan sig. Ég minn- ist þess að þegar ég sem barn bar út Morgunblaðið var hann alltaf til- búinn að taka blaðabunkana inn og raða saman í tösku og hafa tilbúið heitt kakó, áður en ég fór á fætur. Hann var ávallt fyrstur til að gera öðrum greiða og nutum ég og fleiri oft góðs af því. Ég og synir mínir höfum misst mikið en eins og hann sagði sjálfur, var þetta rétti tíminn til að kveðja. Elsku afí, takk fyrir allt. Nafni þinn, Guðmundur J. Hallbergsson. Kveðja frá langafabörnum Fyrir hönd okkar langafabarna langar mig til að minnast með örfá- um orðum Guðmundar Gíslasonar en heima hjá mér er hann oftast nefndur afí gamli. Afi gamli lést á Landspítalanum 15. október sl. Kynni okkar hófust þegar móðir mín og dóttursonur hans hófu sam- búð. Þegar ég riíja upp hvað flaug í gegnum huga minn þegar ég hitti hann fyrst, þá hugsaði ég með mér hvað hann væri afaiegur, hann var svo hjartahlýr og góðlegur. Ávallt var hann vinalegur við mig, jafnvel þó að ég væri ekki eitt af hans al- vöru barnabörnum. Sérstaklega var gott að koma heim í Vallargerði, alltaf var fjölskyldu okkar velkomið að koma, sérstaklega var gaman að koma á þorranum, þá gæddu ailir sér á góðgæti afa gamla. Fljótlega varð hann langafi, kætti það hann mjög, enda var hann ekki í erfíðleik- um með það hlutverk. Bræður mínir þrír skipuðu sérstakan sess í hjarta hans og sýndi hann það margoft í verki hvað honum þótti vænt um þá. Þín verður sárt saknað af bræðrum mínum. Lífið var nú samt ekki alltaf dans á rósum hjá afa gamla. Honum fannst sérlega gaman að fara í veiði- túra og voru þeir ófáir sem hann fór í. Hans síðasti veiðitúr var í Veiði- vötn, eftir þann túr fór heilsa hans að bresta og náði hann sér aldrei að fullu á ný. Mikið áfall var fyrir hann og fjölskylduna þegar það kom í ljós að fjarlægja þyrfti annan fót- inn. Samt sem áður hélt hann áfram að vera jákvæður og bjartsýnn. í seinni tíð eftir að móðir mín og Gummi slitu samvistum, hitti ég hann sjaldnar en samt sem áður breyttist viðmót hans ekki gagnvart mér. Elsku afí okkar, nú ertu horfinn úr þessu jarðneska lífi. Við viljum þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum með þér. Söknuðurinn er sár en við vitum að þú varst hvíldinni feginn. Nú hvílir þú í faðmi drottins og þér líður aftur vel. Við kveðjum þig með sárum söknuði og kærleik í huga. Vertu sæll afi okkar og hvíl þú í friði. í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (P.Þ.) Elsku Gummi pabbi, við vottum þér okkar dýpstu samúð. Auðbjörg Brynja, Hallberg Brynjar, Axel Darri og Guðmundur Jóhann. Vinur minn, Guðmundur Jóhann Gíslason bókbindari, er látinn. Eftir hetjulega baráttu kvaddi hann sáttur við Guð sinn og samferðamenn, þakklátur fyrir 85 ára lífstíð sína. Ég kynntist Guðmundi Gíslasyni skömmu eftir 1950, þegar leiðir okk- ar lágu saman í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar þar sem Guðmundur vann við bókbandsstörf og ég átti oft er- indi þangað á þeim árum. Við tókum fljótt tal saman um stjórnmál og ljóst var frá öndverðu að þar vorum við svo sannarlega á sama báti. Ekki leið á löngu þar til við vorum orðnir samstarfsmenn á vegum Sjálfstæð- isflokksins í harðri baráttu, hvor í sinni heimabyggð. Kjördæmabreyt- ingin 1959 leiddi svo til þess að byggðarlög okkar, Hafnarfjörður og Kópavogur, urðu í sama kjördæmi, Reykjaneskjördæmi, og samstarf okkar varð nánara eftir því sem árin liðu. Við alþingiskosningarnar 1967 urðu breytingar í forystuliði okkar. Horfinn var mikilhæfur flokksforingi og mér hafði verið falin forysta fyr- ir frambjóðendum Sjálfstæðisflokks- ins í kjördæminu. Það var afar mikil- vægt að fá til liðs við okkur dug- mikla og ósérhlífna baráttumenn úr framvarðarsveit flokksins, sem reiðubúnir voru til þess að leiða með frambjóðendum og stjórna þessari þýðingarmiklu og vandasömu kosn- ingabaráttu. í raun var valið á þeim þremur mönnum sem tóku þetta starf að sér auðvelt, svo áhrifamikl- ir forystumenn voru þeir hver á sín- um stað. Auk Guðmundar Gíslasonar völdust í hópinn þeir Alexander Magnússon, Keflavík, og Jóhannes Petersen, Hafnarfirði, en Guðmund- ur kveður nú síðastur þessara heið- ursmanna. Þeirra minnumst við sjálfstæðismenn með virðingu og þökk. Náið samstarf við Guðmund Gísla- son í þessari kosningabaráttu leiddi til vináttu okkar og afar náins sam- starfs. Mér varð ljóst að hvenær sem ég leitaði til hans var hann reiðubú- inn til aðstoðar og eitt mátti ég vera viss um, að hann sagði alltaf mein- ingu sína. Honum gat ég treyst til að segja mér skoðanir sínar á því sem aflaga fór og betur mátti gera, eins og því sem vel hafði verið gert. Stuðningur hans brást aldrei á hveiju sem gekk. Þegar ég lét svo af störfum á Alþingi breytti það engu, nema síður væri. Guðmundur sóttist ekki eftir mannaforráðum eða vegtyllum en í hópi sjálfstæðismanna var iiann sjálfkjörinn tii forystustarfa hjá þeim í Kópavogi, framkvæmdastjóri um tíma og heiðursfélagi þeirra. Hann hafði ástæðu til að líta stoltur yfír farinn veg og gleðjast yfir forystu- hlutverki sjálfstæðismanna í Kópa- vogi. Til Kópavogs fluttist Guðmundur Gíslason árið 1950 og þar byggði hann sér hús að Vallargerði 6. Þar festi hann rætur ásamt konu sinni, Guðnýju Þórðardóttur og börnum þeirra tveim, en konu sína missti Guðmundur 1983. Síðustu árin naut hann þar umönnunar dóttur sinnar, Sigurlaugar, sem bjó þar með honum ásamt syni sínum og sonarsonum hennar sem gerðu vini mínum, Guð- mundi, lífíð léttara þegar á móti blés. Guðmund J. Gíslason kveð ég að leiðarlokum með þakklæti fyrir vin- áttu hans og afar ánægjulega sam- fylgd. Stuðningur hans við mig og mína var ómetanlegur og verður ógleymanlegur. Ég og fjölskylda mín biðjum honum Guðs blessunar og við sendum börnum hans og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. Er það ekki áreiðanlegt, að Guð- mundur J. Gíslason var mesti sjálf- stæðismaður sem uppi hefur verið? Svo var ég spurður af góðum flokks- bróður í sundiaugunum eftir andlát Guðmundar hinn 14. þessa mánaðar. Líklega var nokkuð til í þessu. Guðmundur var eiginlega í huga margra okkar Kópavogsbúa hold- tekja Sjálfstæðisflokksins, ef svo má að orði komast. Hans fijóa lund var svo óþreytandi í að leita að far- sælum lausnum vandamála mann- legs lífs. Breyta, bæta, fegra. Eðlis- þættir góðs manns. Sjálfstæð- ismannsins Guðmundar J. Gíslason- ar. Eða bara mannsins Guðmundar Gíslasonar. Hversu oft má ég ekki minnast þess að síminn hringdi og hlýleg röddin tók á móti manni: „Sæll, elsku drengurinn." Og brátt snerist talið að einhveiju viðfangsefninu, sem átti hug hans um þessar mundir. Oftast einhver framfaramál sem komu flokkapólitík ekki nokkurn skapaðan hlut við. Hann hafði ákveðnar skoðanir hann Guðmundur og notaði símann til þess að tala fyrir þeim meðal vina sinna. I öllum flokkum auðvitað því að til framfara þarf víðtæka samstöðu. Hann var heldur ekki að hringja vegna sjálfs sín. Það var honum fjarri að vilja eitthvað í stjórnmálum þess vegna. Hann var að leitast við að bæta mannlífið með því að tala fyrir þeim málum, sem honum þóttu til framfara horfa. „Heldurðu ekki að ...“ Ef horium þóttu undirtekt- irnar í daufara lagi, þá brá hann á léttara hjal eða talaði um eitthvað annað. Það var ekki verið að pressa á neitt heldur að þreifa á huga fólks- ins og reyna að fá samtal vina til þess að finna lausnir á einhveijum vanda, sem hann hafði komið auga á. Og allt með þessum elskulega húmor og hlýju sem allt umvafði. Ég hygg að hann hafi átt marga elsku drengi sína vítt og breitt, sem hafi orðið símtala hans aðnjótandi og orðið betri og vísari af. Það er skarð fyrir skildi þegar maður gerir sér ljóst að nú hringir Guðmundur ekki oftar. Elsku kallinn eins og hann var í huga mínum. Guðmundur var forystumaður án þess að álíta sig það. Hann var þeirr- ar gerðar sem slíkir menn eru best- ir. Fremstir meðal jafningja. Yfirlæt- islaus en fasið þannig að menn lögðu við hlustirnar þegar hann tók til máls. Glæsimenni á velli og samsvar- aði sér vel. Hlýr og brosmildur og yfírleitt yfírvegaður í orðum sínum, þó að hann gæti stöku sinnum skeið- að fram úr sér í ræðustól. Þá sagð- ist hann stundum fá móral eins og sumir fá morguninn eftir. Auðvitað var hann hvorki skap- laus né gallalaus fremur en aðrir. En gallarnir voru bara færri en hjá mörgum öðrum. Og skapið tókst honum oftast vel að stilia með aldr- inum, þó að hann hafí haft nóg af því heima í Skagafirði að eigin sögn. Guðmundur vandaði nefnilega sitt líf og lagði sig fram um að ná þroska. Hann tók ungur þá ákvörðun að drekka ekki vín og stóð við það GUÐMUNDUR - JÓHANN GÍSLASON ævilangt. Hann kunni samt mætavel að gleðjast með fólki á góðum stund- um. Slíkir menn eru stórir í sjálfum sér, sem þurfa ekki á aðstoð vímu- gjafa að halda til þess að ná sátt við tilfinningar sínar. Sjaldgæfara en hitt. Bindindis- menn verða oft að þola kerskni brennivínskalla, sem svo sóa’ tíma sínum í eftirköstin. Og tíminn kemur aldrei tii baka. Tímanum týndi Guðmundur ekki og notaði hann vel til nytsamlegra hluta. Tíminn okkar er nefnilega bæði stuttur og dýrmætur, nokkuð sem við gleymum of oft. Guðmundur var maður gróðursins og birtuníar. Náttúrubarn sem undi sér vel við veiðiskap. Félagsvera, sem taldi ekki eftir sér tímann við störf við samfélagsmál og menning- armál. Meðan hann gat var hann tíðum í garði sínum að hagræða jurt- um og blómum. Margir voru þeir hnausar, sem vinir hans báru þaðan burt. Alveg eins og þeir báru frá honum hugsanir hans, sem þeir gróðursettu annars staðar án þess að gera sér grein fyrir. Þannig breiddust út spor og áhrif Guðmund- ar Gíslasonar. Þannig vildi hann hafa það. Hafa áhrif til góðs fyrir aðra. Ekkert fyr- ir sig sjálfan. Hann var sjálfum sér nógur um þau veraldlegu gæði, sem hann kærði sig um. Hann var hins vegar stórauðugur maður af gæsku og góðvild og jós af brunnum sínum til beggja handa. Hann frábað sér gjafír á tyllidegi fyrir fimm árum en sagði að við mættum minnast sín með því að gróðursetja tré einhvers staðar í bænum. Það höfum við sjálf- stæðismenn gert árlega og vonandi lengi enn. Já. Hann Guðmundur Jóhann Gíslason, bókbindari í Vallargerði, var líklega mesti sjálfstæðismaður, sem uppi hefur verið hér í Kópa- vogi. Æðrulaus hetja í þungum veik- indum og þjáningum síðustu áranna var hann sívinnandi að hugsjónum sínum. Breyta, bætra, fegra. Ef maður bæri gæfu tii þess að muna þetta fremur en að böðlast áfram á sinn venjulega hátt, þá væri margt öðru- vísi. Gamall maður kveður eftir langt og viðburðaríkt líf. Þrotinn að kröft- um og heilsu leggur hann á djúpið, sáttur við allt og hvíldinni feginn. Því er það virðing sem er ofar öðrum tilfinningum nú við leiðarlok. Þakk- læti fyrir samfylgd góðs drengs. Fyrir hönd sjálfstæðismanna í Kópavogi flyt ég fjölskyldu Guð- mundar kveðjur okkar. Hans minn- ing mun lifa með okkur. Vertu sæll, elsku drengurinn. F.h. fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Kópavogi, Halldór Jónsson. Það eru góðar minningar sem streyma um hugann nú þegar Guð- mundur Gíslason er kvaddur hinstu kveðju. Guðmundur var einn ötulasti bar- áttumaður fyrir máistað sjálfstæðis- stefnunnar, ekki aðeins á vettvangi sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi heldur var hann virtur langt út fyrir þær raðir. Hann sóttist ekki eftir metorðum fyrir sjálfan sig en kaus að vinna að sínum áhugamálum með hollráðum til þeirra sem hann treysti til að fylgja þeim eftir. Guðmundur var hreinskiptinn maður og velviljað- ur og var óragur við að segja hug sinn umbúðalaust, enda var hlustað á rödd hans þegar hann tók til máls á fundum, hvort sem það var í heimabyggð eða á landsfundum flokksins. Að leiðarlokum færi ég honum þakkir fyrir tryggð, vinsemd og hollráð sem ég hef notið frá hans hendi alla tíð frá því að kynni okkar hófust fyrir þremur áratugum. Ég sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Gíslasonar. Salome Þorkelsdóttir. „Blessaður nafni minn, hvað segir þú í dag, elsku drengurinn.“ Þessa kveðju fæ ég ekki lengur frá mínum góða vini, Guðmundi Gíslasyni. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.