Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.10.1997, Blaðsíða 64
Jtemát -setur brag á sérhvern dag! fltofgttulilftfrtfr @ BÚNAÐARBANKI ISLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5C91181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK GUNNLAUGUR Fínnbogason í lúkarnum á Norðurljósí við komuna til Isafjarðar í gærdag. Gassprenging í handfærabáti SPRENGING varð um borð í handfærabátnum Norðurljósi IS- 3 um klukkan 9 í gærmorgun er hann var staddur út af Hnífsdal á leiðinni á miðin. Tveir menn voru ^ á^im borð í bátnum, sem er af gerð- inni Sómi 800, bræðurnir Jónas og Gunnlaugur Finnbogasynir, og varð þeim ekki meint af. Talið er að leiðsla frá gasmið- stöð hafi gefið sig en bræðurnir voru að hita sér kaffi á eldavél er sprengingin varð. Eldur gaus upp í lúkarnum og talsverður reykur, en bræðrunum tókst að slökkva eldinn á stuttum tíma með hand- slökkvitæki. Eftir að slökkvistarfi lauk sigldu bræðurnir til hafnar á Isafirði. Nokkrar skemmdir urðu í lúkar bátsins. Rannsóknarlögreglan á Isafirði og fulltrúar Vinnueftirlits ríkisins eru með óhappið til rannsóknar. Síðdegis í gær lá ekki fyrir niður- staða um orsakir sprengingarinn- ar. Kennarar höfnuðu gagntilboði og viðræðum var hætt „Stál í stál“ og framhald óljóst MIKIL óvissa er um áframhald við- ræðna í kjaradeilu kennara og sveit- arfélaganna. Samninganefnd sveitar- félaga hafnaði í gærkvöldi gagntil- boði kennarafélaganna en bauðst jafnframt til að koma til móts við áherslu kennara á sérstaka hækkun lægstu launa, án þess að það hefði kostnaðarauka í för með sér. Stakk nefndin einnig upp á viðræðum um breytta samsetningu heildarlauna, þannig að vægi dagvinnulauna verði aukið en á móti verði að sama skapi dregið úr vægi yfirvinnu og sér- greiðslum." Samninganefnd kennarafélaganna hafnaði samstundis þessu gagntil- boði sveitarfélaganna og var þá við- ræðum hætt. Sáttatillaga ekki á döfinni Boðað verkfall grunnskólakennara hefst að óbreyttu á mánudag. Að sögn forystumanna deiluaðila er út- litið mjög dökkt í deilunni, viðræðum var þó ekki formlega slitið í gær- kvöldi þar sem Þórir Einarsson rík- issáttasemjari hefur boðað samn- inganefndirnar til fundar kl. 10 í dag. Ekki kemur til álita að leggja fram sáttatillögu eins og staðan er nú þar sem svo mikið ber í milli deiiuaðila, að sögn Þóris. Hann sagði að málin væru komin í sjálfheldu en þó yrði reynt að halda áfram. „Það er stál í stál. Þeir halda stíft við gagntilboðið frá þvi í gær, sem felur í sér rúmlega 41% launahækk- un. Við höldum okkur við okkar efnahagsramma upp á tæp 28%, með einhverju svigrúmi varðandi lægstu laun. Þarna er því veruleg gjá á milli og það situr allt fast,“ sagði Jón G. Kristjánsson, formaður samninga- nefndar sveitarfélaganna. Kennarar gagnrýna harðlega til- lögu sveitarfélaganna um breytta samsetningu heildarlauna. „í sumar urðu tveir draugar einkum þess valdandi að allt fór í hnút, annars vegar hugmyndir þeirra um vinnu- tíma og hins vegar að menn borguðu sér sjálfir launahækkanir með því að færa úr einum vasa yfir í annan. Nú er sá draugur endurvakinn," sagði Eiríkur Jónsson, formaður KÍ. „Ég skil ekki hvað þeim gengur til. Nú kjósa þeir að draga þetta upp aftur á viðkvæmu augnabliki. A þessari stundu er ég afskaplega svartsýnn. Ég óttast mjög afleiðing- arnar af þessu tilboði og er hræddur um að mörgum sé misboðið. Þetta er lítilsvirðing við skólastarf í landinu og aðallega þá sem þar starfa og jafnframt við foreldra og böm. Það verður eitthvað mikið að gerast ef menn ætla að afstýra því að til verk- falls komi,“ sagði Eiríkur. Borgarstjóri óttast langt verkfall Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri átti í gær fund með fulltrú- um stjórnar Skólastjórafélags Reykjavíkur og Kennarafélags Reykjavíkur að ósk borgarstjóra, þar sem farið var yfir stöðuna í kjaradeilunni. Ingibjörg sagði að staðan væri mjög alvarleg og kvaðst óttast að ef ekki næðust samningar áður en verkfall á að hefjast gæti það orðið mjög langt. Afkoma sauðfjárbænda versnaði enn í fyrra AFKOMA sauðfjárbænda versnaði enn á síðasta ári. Hins vegar hefur hægt á afkomurýrnuninni sem gæti bent til þess að botninum sé náð á árinu 1996. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagþjónustu landbún- aðarins um þróun sauðfjárbúskap- ar, sem unnin var fyrir Egil Jónsson stjórnarformann Byggðastofnunar. „Niðurstöður sýna glögglega að til þess að halda búum sínum í rekstri hafa sauðfjárbændur þurft að draga úr einkaneyslu, ganga á eignir og safna skuldum," segir í skýrslunni. I úttektinni kemur fram að skulda- byrði sauðfjárbúa jókst úr 69% í 93% sem hlutfall af veltu á árunum 1991- 1996 og eigið fé sauðfjárbúa rýrnaði að meðaltali um 30,5% á sama tíma eða um rúmlega 1,7 milljarða króna. Framleiðsla á kindakjöti dróst saman á þessu tímabili um 1.178 tonn. í annarri skýrslu um stöðu sauð- fjárbúskapar, sem þróunarsvið Byggðastofnunar tók saman fyrir stjóm stofnunarinnar, kemur m.a. fram að á árunum 1986-1996 fækkaði lögbýlum með sauðfé úr 3.976 í 2.444 og kindakjötsframleiðslu var hætt á 364 hreinum sauðfjárbúum á síðast> liðnum sex árum. Þrátt fyrir fækkun sauðfjárbænda hefur bústærð farið minnkandi. Einnig kemur fram í skýrslunni að einn af hverjum þrem- ur sauðfjárbændum telur líklegt að búskapm1 leggist af þegar hann hættir búskap. ■ Ganga á eignir/33 Lögfræðingur ASI gagnrýnir skipulag verkalýðshreyfíngarinnar 300 manns að svara í síma og færa bókhald ÁSTRÁÐUR Haraldsson, lögfræð- ingur ASÍ, sagði á þingi Verka- mannasambandsins í gær að brýnt væri að sameina alla verkalýðshreyf- inguna í ein heildarsamtök. Núver- andi skipulag væri úrelt vegna þess að það tæki ekki mið af breyttum að- stæðum. Hann sagði að nú störfuðu um 400 manns hjá verkalýðshreyf- ingunni og þar af gerðu um 300 ekki annað en að svara í símann og færa 'V’Skhald. Ástráður sagði að engar grund- vallarbreytingar hefðu verið gerðar á skipulagi verkalýðshreyfingarinn- ar frá um 1940. Það skipulag sem hefði orðið til á fyrri helmingi aldar- innar hefði orðið til við ákveðnar for- sendur sem væru breyttar í dag, en skipulaginu hefði ekki verið breytt. •■^Verulegar breytingar væru að verða á ríkisrekstrinum og verka- lýðshreyfingin væri í vandræðum með hvernig hún ætti að bregðast við því. Þetta hefði leitt til átaka milli verkalýðsfélaga m.a. í kringum Póst og síma. Deilan um skólaliðana væri annað dæmi. Búast mætti við að þessum ágreiningsefnum ætti eftir að Qölga. Það væri hins vegar ekki neinn grundvallarágreiningur innan verkalýðshreyfingarinnar um stefnu og af þeim sökum væri ekkert í veg- inum fyrir því að hún sameinaðist. Sjúkrasjóðir verði sameinaðir Ástráður sagði að launamenn á ís- landi væru u.þ.b. 115 þúsund í dag og launagreiðslur til þeirra næmu um 130 milljörðum á einu ári. Fé- lagsgjöld af þessari upphæð næmu u.þ.b. 1,3 milljörðum. „Hvað er hægt að gera með svona stærðir? Hvað er- um við að gera núna með þessar stærðir? Ég held að það séu í námunda við 400 stöðugildi í vinnu hjá verkalýðshreyfingunni í dag þeg- ar allt er talið. Ég giska á að af þess- um 400 séu a.m.k. 300 í því að svara í símann og færa bókhald." Ástráður hvatti til þess að verka- lýðshreyfingin sameinaði alla sjúkra- sjóði verkalýðsfélaga í landinu. Þar með yrði til geysilega öflugur sjóður og enginn vafi léki á að þar með sparaðist mikill bókhaldskostnaðui-. Ástráður sagði að ef verkalýðs- hreyfingin sameinaðist undir sæmi- lega góðu skipulagi yrði hún svo sterkt afl að hún gæti náð fram markmiðum sínum. Það yrði ekki hægt að ganga framhjá henni. Hreyfingunni væri hins vegar oft att saman innbyrðis og spáði því að það myndi gerast þegar búið væri að ná samningum við kennara. Morgunblaðið/Árni Sæberg Málað á öðrum fæti ANNAÐ hvort er stutt niður eða þessi málari ekki loft- hræddur, úr því hann stendur á öðrum fæti í stiganum eins og ekkert sé. Enn er verið að mála um alla borg og þessi málari var að störfum á Kleppsveginum. Hlutdeild krökabáta í þorskafla ekki aukin HLUTDEILD krókabáta í heildar- þorskaflanum verður ekki aukin frá því sem samkomulag varð um milli sjávarútvegsráðuneytisins og Landssambands smábátaeigenda vorið 1996 þegar ákveðið var að hlutfallstengja fastar þorskveiði- heimildir krókabáta og miða við þá- gildandi 155 þúsund lesta heildar- afla, að sögn Þorsteins Pálssonar sj ávarútvegsráðherra. Fram kom hjá ráðherranum á að- alfundi LS í gær að hlutfallsteng- ingin hefði nú með hækkandi heild- arafla aukið þorskveiðiheimildir krókabáta um meira en 40% frá fiskveiðiárinu 1995/1996 þegar sam- komulagið var gert. Heimildimar hefðu farið úr 21.500 lestum í 30.302 lestir. ■ Hlutdeild krókabáta/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.