Morgunblaðið - 26.10.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 B 3
Guðmundar Sivertsen, greiðslu
skólakostnaðar í þrjú misseri yfir-
standandi árs. Guðmundur Sivert-
sen var af Gaimard settur í mennta-
stofnun de. M. Pelassy, rue des
Postes, þar sem hann hlaut mjög
góða menntun, þar á meðal í tónlist
og skilmingum. Eftirfarandi bréf
hans til Galmards frá 27. júní 1837
ber þess vitni, en þá virðist hann
vera í góðri heimavist. Hann er m.a.
óþolinmóður vegna tafa við innritun
til prófs í Sorbonne og biður
Gaimard um að kippa í tauminn,
sem virðist hafa tekist, því Guð-
mundur Sivertsen hlaut gráðuna
Bachelier es Lettres frá Sorbonne.
I bréfinu segir:
Mér er heiður að því að flytja M.
Gaimard virðingu mína og segja
honum að ég kom heim til hans kl.
9.30 í morgun. Par sem ég hitti
hann ekki heima lagði ég leið mín a
til M. le Baron Taylor (hann var for-
seti Minjanefndar borgarinnar og
áhi-ifamaður í menningu og listum)
þar sem ég beið til kl.11.30. Þar eð
ég var úrkula vonar um að hitta
hann þar og M. Taylor var að fara út
fór ég. Eg vildi líka tilkynna M.
Gaimard að ég er á kafí í að fínna
flautu. Eg hefí sagt við einn af félög-
um mínum, sem leikur fyrstu flautu
í leikhúsinu, að einn bræðra minna,
sem sé listamaður úti í sveit, vilji
kaupa góða flautu og beðið hann um
að segja mér hvert sé listamanns-
verðið á slíkum grip. Hann segir að
fyrir góða flautu þurfí 250-230
franka. Það er verðið sem amatörar
eru látnir borga 300 fyrír. Hann
kveðst mæla með þessu verði og að
hann skuli fá það fyrir mig svo ég
verði ekki hlunnfarinn...“
Að vel fór á með þeim Guðmundi
og fóstra hans vitnar þetta bréf frá
12. júní 1837 til Gaimards um:
„Við ætlum að hittast á miðviku-
dag eða fímmtudag, en til að ég geti
faríð út verðið þér að láta mig hafa
nótu til M. Plassy, því annars segir
hann að þér hafíð aðeins gefíð hon-
um fyrírmæli um að ég megi fara út
á sunnudögurn. I gær beið ég eftir
yður fram að hádegi, en þar sem ég
hélt að þér hefðuð farið til Versala
þá notaði ég tímann til að spóka mig
það sem eftir var dagsins og kom
heim á réttum tíma. Eg eyddi
1 tveimur tímum í skotsalnum hjá M.
, Ladez við að horfa á bróður hans
skjóta með úrvalsgríp frá Italíu. Við
gætum kannski faríð næsta mið-
vikudag til M. Saint-Marc Géra-
' hardin: Mælt var með tveimur af
nemendum M. Maury við hann og
voru báðir teknir. Þó held ég að þeir
hafí verið þeir lélegustu af okkur
öllum."
Og bókarhöfundur hefur bætt við
eftir að hafa lesið heimildir, og sýnir
i það að Guðmundur hefur verið fat-
I aður á góðum stöðum: „Gaimard
bar mikla umhyggju fyrir sínum
unga skjólstæðingi. Hann lét klæð-
skera Politekníska skólans sauma
föt á hann, MM Vilmette og Vogt 25
rue Croix-des-Petit-Champs; en
þessi ungi íslendingur, rótlaus og
rómantískur að eðlisfari, hlaut í
Frakklandi ömurleg örlög.“ Þarna
vísar hann í endalok Guðmundar Sí-
vertsen sem við komum að svolítið
' síðar. Benedikt Gröndal segir kald-
| hæðnislega í Dægradvöl að hann
, hafi komist í mikla hylli hjá
Gaimard og öðrum höfðingjum, orð-
ið embættismaður og steypt sér eða
dottið út um glugga í Neapel og svo
dáið. Gröndal vísar um þetta í La-
bonne.
Stökk út um glugga
Dr. Henri Labonne, ritari Land-
I fræðifélagsins í París segir svo frá
^ piltinum Guðmundi Theodori Sí-
l vertsen í riti sínu 1888 um ferðalag
’ um ísland og Færeyjar, að hann sé
annar þeirra ungu Islendinga sem
voru menntaðir á kostnað frönsku
ríkisstjórnarinnar: „Hann samdi sig
á skömmum tíma að siðum Parísar-
búa, talandi tungu okkar á jafnasna-
legan hátt og varð í raun fósturson-
ur Gaimards, sem kom honum í að
verða aðstoðaryfirlæknir. Hann var
I orðinn einn af glæsilegustu liðsfor-
fc ingjum í Afríkuher okkar, þegar
k velgerðarmaður hans gerði boð fyr-
“ ir hann. Gaimard tilkynnti honum
fírna glaður að til stæði að hækka
hann til majórstignar og þeir
ákváðu að ferðast saman um Ítalíu
til að fagna þessum gleðilegu tíma-
mótum. En í Napóli batt þetta ves-
alings barn Norðursins af einhverj-
um óþekktum ástæðum enda á líf
sitt með því að kasta sér út um
glugga". Óg Labonne bætir við að
kannski hafi það að hafa fyrir aug-
um Vesuvius fyllt þennan óláns-
mann söknuði og heimþrá og minnt
hann á eldfjöllin heirna..." Semsagt
að heimþrá hafi grandað honum.
Enginn veit í rauninni hvað kom
yfir Guðmund og sumir trúa illa
sögunni um að hann hafi ætlað að
fyrirfara sér. Hann átti bróður í
Kaupmannahöfn, Bjarna Sivertsen,
og munu þeir bræður alltaf hafa
skrifast á. Bjarni var mikill náms-
maður, varð stúdent úr Bessastaða-
skóla með mjög góðum vitnisburði
1836, sama árið og bróðir hans fer
til Parísar og tók þar tvö lærdóms-
próf 1837 með fyrstu ágætiseinkunn
og lauk skriflegu prófi í málfræði
1843, en þá var heilsa hans, sem
lengi hafði verið veil, að þrotum
komin. Hann komst þó heim til for-
eldra sinna og lést á heimili þeirra
úr meinsemd í hné 1844. Bréfin
milli þeirra bræðra virðast ekki
hafa komið heim með honum. Hafa
a.m.k. ekki fundist hér.
Þarna endar saga þessa efnis-
manns Guðmundar Sívertsen, sem
var orðinn læknir og einn af virt-
ustu liðsforingjum í her Frakka,
l’Armé d’Afrique de Nord. Hvað
gerðist veit enginn. Einhver heim-
ildalaus orðrómur kom upp, kennd-
ur við Benedikt Gröndal, um að
hann mundi hafa verið fallinn fyrir
absintinu, þeim hinum görótta anis-
drykk, en ekki gat ég fundið þau
ummæli Benedikts þar sem hann
talar um Guðmund í Dægradvöl.
Ekki er heldur vitað nákvæmlega
um dánardægur hans né hvar hann
er grafinn. E.t.v. má finna það í
skráningarskýrslum hersins úti í
Vincennehöll, sem ég hafði ekki
tækifæri til að leita að, með reynslu
af því hve óendanlega tafsamt og
óaðgengilegt það er. Sigurður segir
að Jean Lavie hafi ekki fundið neitt
í plöggum Gaimards varðandi afdrif
Guðmundar Sívertsens.
Annar fslendingur í París
Dr. Labonne talar í sinni grein
um tvo íslenska pilta sem Paul
Gaimard hafi fengið heimild hjá
konungi til að mennta í París. Hvað
varð um hinn? Benedikt Gröndal
segir að „hinn var enginn kosinn".
En í myndum þeim sem leiðangur
Gaimards gerði af Islendingum er
mynd af ungum manni, Kristjáni
Gunnlaugi Briem, syni Gunnlaugs
Briem sýslumanns og Valgerðar
Ámadóttur prests í Holti, sem kann
að vera ástæðan til þess að haldið
var að hann hefði farið með
Gaimard. En hann var þá þegar í
París. Dr. Labopne segir í ferða-
sögu sinni um Island frá þessum
tveimur piltum undir sama for-
merki, enda eru myndirnar af þeim
úr „Myndum Mayers“ eins höfund-
armerktar. Hann segir:
„Þegai- ég kom inn í stofuna (í
Hruna), sá ég þessum góða presti til
mikillar furðu mynd sem ég þekkti
strax eftir að hafa séð hana í
frönsku riti. Þessi mynd var árituð
af Mauri og letrað á hana „sam-
Ert þú að
tapa réttindum?
Eftirtaldir lifeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1996:
Lífeyrissjóður Austurlands
Lífeyrissjóður Norðurlands
Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi
Lífeyrissjóður Bolungarvíkur
Lífeyrissjóður sjómanna
Lífeyrissjóður Vestfirðinga
Lífeyrissjóðurinn Framsýn
Lífeyrissjóður Suðurnesja
Lífeyrissjóður Vestmanneyinga
Lífeyrissjóðurinn Hlíf
Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík
Lífeyrissjóður Vesturlands
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
FAIR ÞU EKKI YFIRLIT
en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af
ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki
saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi
lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en I, nóvember nk,
Við vanskil á greiðslum iðgjalda I lifeyrissjóð
er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á
meðal má nefna:
ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI
liðBIIU IGII3I pms
í lögum um ábyrgdarsjód launa segir meðal annars:
Til þes að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna
gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits
ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu
vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyris-
sjóði til afrit launaseðla fyrir það tlmabil, sem er í vanskilum. Komi
athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður ein-
ungis ábyrgur fyrír réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því
markí sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunn-
ugt um iðgjaldakröfuna.