Morgunblaðið - 26.10.1997, Side 13

Morgunblaðið - 26.10.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 B 13 En þau skiptust á, höfðu náð tveimur miðum fyrir tilstilli aðdá- endaklúbbsins, sem gagnaðist mér ekki síður. Hin tvö sætin þeirra voru uþþi á áhorfendapöll- unum. Hljómsveitin Blues Traveler hit- aði upp og byrjaði á tilsettum tíma 20:30. í fyrsta skipti síðan Quireboys hituðu upp í Newcastle fyrir 7 árum leiddist mér ekki upphitunin. Ástaeðan var sú meðal annars, að sæmi- lega vel heyrðist til þeirra, svo hafa heyrzt lög með þeim í út- varpi hér heima, þar á meðal, Hook, sem þeir tóku prýðilega. Eftir tæpar 50 mínútur var þeirra þætti lokið og nærri öll sæti set- in. Greinilegt var að þótt hljóm- sveitin næði að skemmta áheyr- endum voru þeir algert aukaat- riði. Venjulega er hljómþurður svo slæmur meðan á upphitun stendur að flestum leiðist. Trompin út! Laust eftir níu var spennan orðin mögnuð. Þegar upphafs- stefið var leikið af bandi fór mikill fögnuður um sviðið. 1 myrkrinu byrjaði Keith því næst að leika upphafsstefið í Satisfaction við ópskaplegan fögnuð. Nú fóru í hönd stórkostlegar stundir. Svið- ið Ijómaöi og Mick Jagger söng þennan 32 ára gamla neyzlu- söng, sem við strákarnir við Ljósafoss, héldum í gamia daga að hefði verið bannaður vegna titilsins. Löngu seinna upplýstist að dónaskapurinn var fólginn í því að vísa til mánaðarlegra at- Nú lækkaði verðið „niðri á gólfi“ ( samtals 370 dollara með kostnaði, um 26.700 krónur íslenzkar. ( mér hummaði. Póstur og sími hf. fann númer fyrirtækisins Ticketmaster á austurströndinni, sem átt einn miða. Mér varð orðfall af undrun og spurði hvar hann væri. „Svæði 619“ var svarið, „viltu miðann eða ekki?“ Pá fór allt af stað og gekk á endanum upp, þökk sé vin- um og ættingjum. Skúli bróðir minn benti mér á að Anita vinkona okkar væri flutt frá Colorado til Penn- ___ sylvaníu. Pau B-TVPE ( John ætluðu að sækja mig á JFK flugvöllinn við New York. Lagt var upp í „pílagrímsförina" 6. október 1997 eftir erilsamar vikur. í góðu samræmi við vei- ‘ -'ee’.te< 'T1012 03 }} £r» 3“ 1 THE ROLLIHG STOHEb ROXN OR fiT OETERftHS STftuIuH _ •mceaXE ho coheros 0R_^c°R°nDH G0CT97 SUH OCT 12 1397 7;30PH gengni komandi daga búa Anita og John í New Hope. Á föstudegi sagði Rúna frænka si svona: „Það var eitthvað um þá í blaðinu í dag. Viltu sjá það?“ Delaware County Daily Times var sótt í förgunarbunk- ann, og víðtal við Marilou Regan, 45 ára húsmóður og móður Keith, 18 ára, og Brian 13, ára, lesið næsta dag. „Bezt að hringja og láta vita af sé“r. „Þú getur ekki komið alla leið frá íslandi og setið efst og aftast. Viltu tvo ósótta miða á 22. bekk og ganga í aðdáenda- klúbbinn?" Á leið út að borða spurði ég Eric sonarson Rúnu hvort hann hefði áhuga á að koma með á tón- leikana, tækist að útvega miða. Hann var til í það, ætlaði að skutla mér og sækja hvort sem var. Nú var lesið inn á símsvarann. Daginn eftir hringdi Marilou, ætlaöi á völlinn, en hringja um eittleytið. Klukkan varð tvö, þá símsvarinn, en um hálf fjögur náði ég sam- bandi við Keith. Jú, mamma var á leiðinni. Loks hringdi hún: „Sæktu miðana, komdu með þinn, ég tek hann upp í.“ Það var kátur ísfirðingur, sem settist í 22. röð um kvöldið, orðinn félagi í aðdáendaklúbbi, og veröíð; tveir miðar á 75 dollara stykkið. Sá hlær bezt sem síðast hlær. Við Eric komum timanlega enda ástæðulaust að vera á síðustu mínútu. Það þarf að finna Píla- stæði og gá hvort eitthvað er um að vera þar. Bandaríkjamenn stunda það sem kallað er „tailgat- ing“ fyrir tónleika. Skottlokinu (tailgate) er svipt upp og þjór og aðrar veitingar dregnar fram. Þar sem við lögðum var mikið fjör í gangi. Bezt væri að nota tækifær- ið og fá af sér eina mynd með gestunum. Slíkt reyndist auðsótt mál. Spurt var hvaðan við værum. Mikla athygli vakti að (slendingur skyldi mættur á svæðið. Vinahjón Eric’s reyndust vera þarna og enn meiri varð forvitnin þegar ferða- langurinn svaraði aðspurður að hann væri lögreglustjóri. Boðið var upp á snafs og bjór, kúbverska vindla og svo gekk jónan á milli. Hið fyrra var þegið, en ekki vindlarnir og vindlingurinn. Þá skyndilega var mál til komið að fara inn á leikvanginn. Nú mátti ekki gleyma að kaupa bol og fleira. Það var ótrúlega gaman að ganga alls staðar í gegn, og sýna miða á 22. bekk, sem tryggði okkur prýðilega sýn á sviðið, án þess að vera of nálægt. ímyndaðu þér, lesandi góður, að þú sért á samkomu þar sem rúm 20% íslenzku þjóðarinnar mæta, eða sem svarar helmingi allra Reykvíkinga. Stærstu skröll um verzlunarmannahelgi blikna fullkomlega í samanburði. Það er alltaf jafn gaman að virða fyrir sér fólkið. Undirritaður var fjarri því að teljast meðal elztu manna þarna og við hlið mér sat fyrst 16 ára stúlka með móður sinni og síðan 11 ára bróðir hennar með föður sínum. Sá hlær bezt sem síðast hlær! ROLLING Stones, mesta rokksveit allra tima, hóf tón- leikahald á Soldier Field í Chicago 23. september síð- ast liðinn. Þegar um ferðina fréttist tók hjarta undirritaðs að slá hraðar. Hinn 19. ágúst kom í Ijós að fyrstu tónleik- arnir á austurströndinni yrðu í Phila- delphia í Pennsylvaníu 12. október 1997. Þeir yrðu mínir fimmtu í röðinni, hinir fyrstu á Veterans Stadium i Philadelphia 31. ágúst 1989, þá St. Andrews Park, Newcastle 18. júlí 1990, Mile High Stadium, Denver, Colorado, USA, 15. september 1994 og Wembley Stadium, London, 15. júlí 1995. Fylgzt er með upphafinu í Bandaríkjunum og síðar í Englandi. Nú voru góð ráð dýr. Öllu þarf að púsla saman í einu, miða á tónleika, flugfari, gistingu og ferðum til og frá flugvöllum. En hvaða leið er eiginlega fær til að fá miða á tónleika? Á upphafstónleika Steel Wheels ferðar Rolling Stones 1989 seldist allt á klukkutíma! Ein milljón manna vildi fá miða. Við borguðum „Scalper“( fláir hausa) 125 dollara fyrir 28,5 dollara miða. Eða hvemig fær maður miða á tónleika með Rolling Stones? Á netinu virtust tveir kostir í boði, að kaupa miða niðri á vellinum fyrir 350 eða 450 dollara. Sá dýrari vildi fá tékka strax. Miðamir komu fyrst f sölu 6. sept- ember og heldur dökkt útlit. Rúna, afasystir konu minnar, sem hefur búið í Philadelphia f hálfa öld, vildi gjarnan fá mig aftur í heimsókn, þó þær miðist við tónleika Rolling Stones. Hinn 12. september hringdi ég aftur f Richard Dixon, skemmtilegt nafn, ekki satt? burða í lífi kvenna. BBC kunni ekki að meta slíka hreinskilni. „Maybe baby better come back next week, can’t you see l’m on a loosing streak,” söng Jagger í orðastað stúlkunnar i textanum. Svo var keyrt á fullu. Jagger kom í hverjum frakkanum af öðr- um, hvftum svörtum og skreytt- um og fór úr þeim öllum, að vfsu misjafnlega hratt. Það var gam- an að sjá mína menn svo nærri. Ef kíki var brugðið fyrir augun mátti telja hrukkurnar í andliti þeirra. Við gríðarleg fagnaðarlæti keyrði hljómsveitin þétt og vel æfð inn í It’s Only Rock ‘n Roll og svo af feiknakrafti í Flip the Switch af Brigdes to Babylon. Þetta lag segir Mick að sé hið hraðasta á ferlinum og taki öðr- um fram. Nú kom aðstoðarliðið á vettvang, Bernard Fowler, Lisa Fischer, Blondie Chaplin og Bobby Keys. Mick lét hvíta frakkann róa. Áheyrendur kunnu vel að meta lagið og ekki minnk- aði fögnuðurinn þegar Let’s Sþend the Night Together hljóm- aði. Þvílfkt og annað eins. Það lá við að þetta væri of gott til að vera satt. Áheyrendaskarinn var mjög fljótur að að taka við sér. Næst kom Gimme Shelter, en þar átti Lisa drjúgan þátt, um var að ræða nánast dúett með Jag- ger, sem snaraði sér úr vestinu. Keith var í fínu formi, sleppti sí- garettunni smástund og brosti, greinilega ánægður með lífið. Lisa söng eins og engill og hóf lagið í nýjar hæðir. Nú var ekki annað hægt en slaka á. Þá kom ein perlan enn. Mick tók upp kassagítar og sló fyrstu tónana í lagi sem ekki hef- ur heyrzt á tónleikum fyrr en í þessari lotu, Sister Morphine, af Sticky Fingers, 1971. Strákarnir minntu helzt á gamla blúsmenn, tilfinningin var þarna og Ronnie stóð sig með ágætum. Anybody Seen My Baby af nýju plötunni var nokkuð gott, kvartað hefur verið undan því að sveitin hafi ekki náð jafn góðum tökum á því á tónleikum eins og plötunni. Mér fannst sú gagnrýni ekki rétt- mæt að þessu sinni. Myndband- ið við lagið var sýnt á stórum hringlaga skermi fyrir aftan mitt sviðið, sem vakti sérstaka at- hygli fyrir hárfína skerpu. Svartur frakki og beint f 19th Nervous Breakdown. Það er eins og þeir hafi engu gieymt, strákarnir. Þriðja og síðasta lag- ið af nýju plötunni að þessu sinni var Out of Control. Michael Davis úr New West Horns, en þeir aðstoðuðu í nokkrum lög- um, tók langt sóló á básúnu og Mick á munnhörpu. Aðeins slaknaði á spennunni. Hljómsveitin tók upp þá nýj- ung að þessu sinni að leyfa væntanlegum tónleikagestum að velja lag á heimasíðu sinni á vefnum. Memory Motel af Black and Blue frá 1976 varð fyrir val- inu. Jagger settist við píanóið, af tegundinni Korg, og hóf leikinn. Ég beið spenntur eftir tvísöng hans og Keiths. Það voru engin vonbrigði, röddin að vísu hásari en fyrir tveimur áratugum. Svo stóð Jagger upp og greip raf- magnsgítar og keyrt var inn í Miss You, svarti frakkinn fauk. Lagið var í lengra lagi við góðar undirtektir. Að því loknu kynnti Mick félaga sína og hjálpar- kokka, en það gleymdist að kynna hann, enda þekktu hann ábyggilega allir. Að venju var hinum hógværa Charlie Watts fagnað sérstaklega vel. Keith tók nú tvö lög og sá ókynnti hvarf af sviðinu. Um Keith Ric- hards verður seint sagt að hann sé mikill söngvari, en hann hefur sjarma og naut sín f Ail About You af Emotional Rescue frá 1980 og I Wanna Hold You af Underecover frá 1983 við gríðar- legan fögnuð. Þegar hér var komið sögu höfðu þeir leikið í eina og hálfa klukkustund og engin þreytumerki að sjá, ólíkt Sting í Laugardalshöllinni síð- asta sumar. Nú reis upp svið frammi á vellinum milli áhorfenda og brú af sviðinu teygði sig þangað. Þeir félagar ásamt Darryl Jones og Chuck Leavell gengu eftir brúnni og hófu leikinn á litla sviðinu, sem rétt rúmaði þá, með Little Queenie eftir Chuck Berry. Nærri þriggja áratuga gamall draumur minn rættist, að fá að heyra þá taka lagið á sviði. Að vísu var það galli að þurfa að snúa sér við til að sjá þá, en kom ekki að sök því þeir sneru nánast bökum saman og skiptu um stöðu svo allir gætu séð. Enn greip Jagger gítarinn og lék undir í Crazy Mama af Black and Blue. Þessari lotu lauk með Last Time á fullri keyrslu. Þeir gengu svo til baka eftir gang- veginum milli sætanna og Keith heilsaði aðdáendum á báða bóga. Sumir eru heppnari en aðrir. Á meðan hljómaði forritaður sambataktur af bandi og þegar á svið kom var Sympathy for the Devil tekið með trompi. Mick var kominn í einn frakkann enn. Nú var rokkað af fullum krafti, Tumbling Dice var næst og Honky Tonk Women, eina lagið sem undirritaður hefur sungið sem einsöngvari! En Keith lék með Leavell á píanóið og hin ' fræga rauða tunga snerist á skjánum. Þegar Start Me Up var hálfnað gaf gítar Ronnie Wood sig. Óneitanlega var skrýtið að sjá hann leika á „Luftgítar” smá- stund. Jumping Jack Flash var í lengra lagi og undir lokin gaus upp eldur framan við sviðið, þannig að okkur hitnaði af. Við gríðarleg fagnaðarlæti gengu þeir af sviðinu. Skömmu síðar hóf Rolling Stones að leika lokalagið, Brown Sugar, og Jagger var í rauðum frakka með grænan trefil og gaf ekkert eftir fremur en aðrir. Sam- leikur þeirra Keiths og Ronnies var frábær, eins og allt kvöldið. Um það bil 2 klukkustundum og , 20 mínútum eftir að þeir byrjuðu leikinn hurfu þeir af sviðinu. Við sem eftir sátum fengum flug- eldasýningu meðan hljómsveitin kom sér af svæðinu. Reyndar mætti segja að um hefði verið að ræða flugeldasýningu í óeigin- legri merkingu allan tímann. Til hvers? Var öll fyrirhöfnin þess virði? Já, svo sannarlega. Það er svo gott að hafa eitthvað að hlakka til. Allar væntingar stóðust og „ miklu meira en svo. Rolling Stones hafa elzt betur en allar rokksveitir. Ef eitthvað er, þá eru þeir þetri en nokkru sinni fyrr. Síðustu 16 mánuði hefur undirritaður séð um það bil 25 meira og minna heimsþekkta tólistarmenn, þar á meðal David Bowie, Van Morri- son og Moody Blues, sem stóðu sig áberandi betur en yngri listamenn Að öðrum ólöstuðum taka Rolling Stones þeim fram um sviðið, umgerðina að öðru leyti, og vandaðan flutning og innlif- un. Þeir kunna lika að velja sér aðstoðarmenn, sem sést á því að sumir þeirra hafa verið með mörgum sinnum áður, aðrir eru nýir, eins og Blondie Chaþlin. Þannig er það einfaldlega. Mönnum kann að finnast þeir misgóðir, en við þessi rúmlega 55 þúsund skemmtum okkur prýðilega fyrir hálfum mánuði, líka þeir sem telja nauðsynlegt að hlusta á nútímatónlist undir öðrum áhrifum en tónlistarinnar einnar. Hvað mig varðar er ég í sjö- unda himni, af 22 lögum voru 12 sem ekki höfðu verið leikin á hinum tónleikunum 4, sem áður voru sóttir. Eins og á fyrri tón- leikum var sviðið listaverk eitt og sér, byggt á sögninni um Ba- bylon, gullitað með viðeigandi hofsúlum og tveimur uppblásn- . um babýlonskum konum. Saga Rolling Stones er engu lík. Hún er hluti heimsmenning- arinnar hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Á árinu 1997 hafa tvær hljómsveitir reynt að fara á stóru íþróttaleikvangana. Hin er U2 með Pop Mart, sem sagt er að hafi gengið misjafn- lega, ekki verið uppselt og þar fram eftir götunum. Með Fíla- delfíu má reikna með að milli 400 og 450 þúsund manns hafi séð Rolling Stones í haust. Það eru forréttindi að fá að vera í þeim hópi og njóta þess for- dómalaust, hafa gaman af. Síð- an hafa fleiri bætzt í hópinn. Það er aumt líf ef aldrei er gam- an. Þá er menningin snauð. Galla sögunnar læt ég öðrum eftir að sinni. En gaman væri að sjá þá i Madison Square Gar- den í New York í desember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.