Morgunblaðið - 07.11.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.1997, Blaðsíða 24
 ' ■* * r-r-r . ... • , — r t <T' Trr,') 24 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Innsýn í hugarheim rútubílstjóra Morgunblaðið/Ásdís HLÍN Agnarsdóttir nær fram þvílíkum leik hjá leikurunum tveim- ur að undrun sætir: Stefán Sturla Sigurjónsson og Sigrún Gylfa- dóttir í hlutverkum sínum. LEIKUST Nó11 og Dagur á litla sviói Borgarleik- hússins GALLERÍNJÁLA Höfundur og leikstjóri: Hlin Agnars- dóttir. Tónlist: Guðni Franzson. Söngur: Sigrún HjáJmtjsdóttir. Lýs- ing: Jóhann Hjarni Pálmason. Brell- ur: Björn Helgason. Búningar: Ás- laug Leifsdóttir. Myndverk: Gabríela Friðriksdóttir. Leikmynd: Vignir Jó- hannsson. Leikarar: Sigrún Gylfa- dóttir og Stefán Sturla Sigurjónsson. Fimmtudagur 6. nóvember. HLÍN Agnarsdóttir er mikilvirk þessa dagana, síðasta sunnudag og tvo næstu er sýnt leikrit eftir hana í sjónvarpinu og í gærkvöldi var frumsýnt nýtt sviðsverk á litla sviði Borgarleikhússins. Viðfangsefni Hlínar er hér sálarlíf karlmanns, nánar tiitekið einhleyps langferða- bifreiðarstjóra sem hefur frá bam- æsku sökkt sér ofan í Brennu-Njáls- sögu. Líf hans hefur á einhvem undarlegan hátt litast af Njálu, og mun þetta áhugamál hans jaðra við þráhyggju. Hann kynnist leiðsögu- manni, námskonu á leið út í fram- haldsnám í bókmenntafræðum, og viðhorf þeirra hvort til annars, til lífsins og til Njálssögu rekast á. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Leikurinn dansar á milli þess að vera raunsönn lýsing á lífí viðkunn- anlegs sérvitrings í borginni og fant- asía um sálarlíf hans. Persóna hans er samt alltaf samkvæm sjálfri sér en persóna leiðsugumannsins skapar ekki nauðsynlegt mótvægi því hún er of fráhrindandi og ótrúlegt að hann falli fyrir henni. Hvað kómík snertir era fjölmargir möguleikar í samskiptum leiðsögumanna og er- lendra ferðalanga ónýttir enda sjald- gæft að slíkir hafí nokkum áhuga á fomsögunum. Að því undanskildu að vera ágætis persónulýsing vantar mikið á að leikverkið myndi sann- færandi heild, til þess er byggingu verksins of áfátt. Lánsfjaðrir úr Njálu skreyta textann vítt og breitt en þótt þær og nútímatextinn kallist stundum skemmtilega á verður út- koman hvorki fugl né fískur. En hér kemur leikstjórinn til sög- unnar og bætir úr því sem á skorti hjá höfundi. í samvinnu við glúrið tónskáld, ljósahönnuð, brellumeist- ara, leikmyndateiknara, búninga- hönnuð og myndverkahöfund skapar hún mjög skemmtilega og hugvit- samlega umgjörð um verkið. Hlín Agnarsdóttir notar yfírburðatækni sína og kraft til að kreista út alla þá möguleika sem búa í texta verks- ins og nær fram þvflíkum leik hjá leikurunum tveimur að undrun sæt- ir. Verkið er samið að beiðni Stefáns Sturlu og sýnir vel hvar hans styrk- ur sem leikara liggur. Hér leikur hann hógværlega á allan tilfínn- ingaskalann, sýnir lipurð og leikni í líkamsbeitingu og hrífur áhorfend- ur með sér þegar hann bregður sér í gervi Júlíusar Sveinssonar. Sigrún Gytfadóttir blómstrar hér undir styrkri stjórn og tekst að blása þvi lífi í persónu Hafdísar Hafsteins- dóttur sem möguleiki er á. Annarsvegar segir verkið okkur ekkert nýtt um áhrif fomsagnanna á líf okkar í dag og því síður um Njálssögu sjálfa. Hinsvegar er leik- sýningin dægilegasta kvöld- skemmtun og það er gaman að fylgjast með sérstaklega vel unnum leik í samspili við vandlega sam- setta umgjörð, brellur og skilirí. Þó að þarna sé list augnabliksins í fyr- irrúmi er þetta framúrskarandi leik- hús! Sveinn Haraldsson Norrænir haust- menning- ardagar í Helsingfors Í NÓVEMBER verður efnt til nor- rænna haustmenningardaga í Helsingfors og verða þá á dagskrá ýmsir menningarviðburðir og ólík- ir. Mánudaginn 10. nóvember verður helgaður „Orðinu i norðri. Þá verður kveikt á kertum í bóka- söfnum borgarinnar og í skini kertaljósanna lesa rithöfundar og leikarar upp, m.a. kafla úr Egils sögu Skallagrímssonar. Ljósmyndarinn Tuomas Manninen hefur tekið ljósmyndir af venjulegri fjölskyldu frá hverju Norðurlandanna. Sýning hans er sögð vera stærsta norræna sýning sem um getur - ljósmyndir þekja 392 fermetra og verður þeim stillt upp í sýningargluggum við Mannerheimvágen í miðborginni. Norræn leiklist, tónlist, kvik- myndir, myndlist og dans verður auk þess í boði þessa menningar- daga. Jólalög í hátíðarútgáfu Geislaplata með jólalögum sem sungin eru af bassasöngvaranum Matti Salminen við undirleik kammersveitarinnar Avanti verð- ur opinber hátíðarplata, gefin út í tilefni af 80 ára fullveldisafmæli Finnlands, 6. desember. Það er hátíðarnefndin Finnland 80 sem veitt hefur geislaplötunni þennan opinbera stimpil. Framleiðandi er alþjóðlega orgelvikan í Lahti en þar fór hljóð- ritunin fram í nóvember í fyrra. GULLÝ Hanna, Keld Andersen og Soren Christensen. Vísnatónleikar Gullýjar Hönnu í Norræna húsinu Sinfónían og Sakari Nýjar bækur • AGGA Gagg: Með skollum á Ströndum er eftir Pál Hersteinsson. Bókin greinir frá dvöl hans norður í Ófeigsfirði á Ströndum árin 1978 og 1979, þar sem hann dvaldist að mestu leyti einn við rannsóknir á vistfræði tófunn- ar. Þótt rann- sóknir Páls hafi vakið athygli meðal vísinda- manna, er hér ekki um fræðibók að ræða, heldur lýsir Páll á léttan og gamansaman hátt samskiptum sín- um við Strandamenn, villta og oft óblíða náttúra og ekki síst tófuna Jensínu sem var einhver víðförlasta íslenska tófan fyrr og síðar. Útgefandi er Ritverk. Bókin er 171 bls., prentuð í Odda. Verðkr. 2.980. • VEGURINNtil Hólmavíkurer eftir Óskar Áma Óskarsson. „Sól í Hrútafirði, varðskip lónar inni í þröngum fírðinum og vegurinn til Hólmavíkur ang- ar af ævintýrum eins og ilmvatn á fögram konu- hálsi. En þangað er ég víst ekki að fara.“ Vegurinn til Hólmavíkur er dagbók ferðalangs. Óskar Ámi fer um fásótta staði á íslandi og skissar upp það sejn fyrir augu ber - land og menn. Óskar Ámi er kunnur fyr- ir ljóðabækur sínar og ljóðaþýðingar. ÚtgefandierBjartur. Bókin er prentuð í prentsmiðjunni Gutenberg. Hún er 800 síður. Kápugerð annað- ist Snæbjöm Amgrímsson. Verð: 1.980 kr. GULLÝ Hanna Ragnarsdóttir vísnasöngvari og lagahöfundur heldur tvenna vísnatónleika í Nor- ræna húsinu. Fyrri tónleikarnir era á sunnudag kl. 16 og síðari á mánu- dagskvöld 10. nóvember kl. 20.30. Með Gullý Hönnu leika þeir Keld Andersen á gítar og Soren Christen- sen á hljómborð og harmóniku. Á tónleikunum verða flutt lög eftir Gullý Hönnu við ljóð eftir m.a. Davíð Stefánsson, Hugrúnu og fleiri íslenska höfunda, en einn- ig flytur hún víðkunna norræna vísnasöngva og má nefna höfund- ana Benny Andersen, Thorstein Bergman, Cornelis Vreeswijk o.fl. Gullý Hanna hefur verið búsett í Danmörku frá 1975, er hún flutti þangað ásamt eiginmanni sínum, Gísla Guðjónssyni skipstjóra, og tveimur sonum. Hún hóf að syngja með Vísnavinum í Svendborg 1981. 1989 gaf hún út fyrsta hljómdiskinn, „Drommen", og síð- an hafa komið út þrír aðrir hljóm- diskar. Á þeim síðasta, „Sangen til dig“/Nordiske viser, eru flest lögin frumsamin en einnig eru lög eftir þekkta norræna lagasmiði, s.s. Peter Aagaarad, Birger Sjö- berg, Bengt Ahlfors og Sigmund Groven. Gullý Hanna hefur fengið mikið lof í dönskum blöðum fyrir ágætan söng og lagasmíð, segir í fréttatilkynningu. Aðgangur að tónleikunum er kr. 500. TONLIST Iláskólabíö SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt var sú níunda eftir Gustav Mahler. Stjóraandi var Petri Sakari Fimmtudagurinn 6. nóvember, 1997. TÓNLEIKARNIR hófust á því að hljóðfæraleikarar stóðu upp úr sætum sinum og gengu í salinn til áheyrenda og útdeildu blaði, stíluðu til áheyrenda, með ósk um stuðning þeirra í kjarabaráttu hljóðfæraleik- ara. Þar er þess getið að bæði eiga hljóðfæraleikarar að baki langt og erfitt sérnám og liggja auk þess flestir með þau hljóðfæri, sem leik- ið er á og nema verðmæti þeirra trúlega vel yfir hundrað milljónir. Þegar áheyrendur höfðu meðtekið kröfublað hljóðfæraleikara og þeir snúið aftur til sæta sinna, svöruðu áheyrendur bón þeirra með lófataki. Á efnisskránni var eitt tónverk „sú níunda", eftir Gustav Mahler, sem er eitt af sérstæðustu tónverk- um tónlistarsögunnar, eins konar tilfínningalegt uppgjör manns, sem margt hefur lifað og veit, að maður- inn með ljáinn stendur í skugganum og bíður færis. í verkinu má heyra depurð, háðskan hlátur þess sem í raun er hræddur, athugasemdir um samferðamenn og að lokum kveðju, sem fyrst er þrungin af sársauka og trega, sem að lokum leitar sam- lags við þögnina, er upphefur allar tilfínningar í kyrrð óendanleikans. Sú níunda er mikið skáldverk og tókst Petri Sakari að draga fram skálskap verksins og sérstaklega í hinum áhrifamikla strengjaleik lokakaflanas, sem í heild var vel fluttur og náði Sakari að móta áhrifamikið niðurlagið sérlega glæsilega. Hljómsveitin átti marga fráblega vel leikna kafla og gott jafnvægi var á milli hljóðfærahóp- anna en hljómsveitin var mun fjöl- mennari en á venjulegum tónleik- um. Fjöldi einstaklinga fékk að leika smá einleiksstrófur enda er ritháttur Mahlers á þann veginn, að hjóðfæraleikararnir fá oft að „tala“ einir og það einatt fallegustu tónhendingarnar, eins t.d. örstutt sellósóló, sem Bryndís Halla Gylfa- dóttir lék mjög vel í niðurlagi loka- kaflans. Hornistarnir með Josehp Ognibene i fararbroddi, voru góðir en homin voru í miklu uppáhaldi hjá Mahler og Guðný Guðmunds- dóttir, konsertmeistari og Helga Þórarinsdóttir lágfiðluleikari léku nokkrar einleiksstrófur og svona mætti lengi telja upp, margt það sem sérlega vel var gert. Flutningur „níundu“ eftir Mahler er mikill sigur fyrir Sinfóníuhljóm- sveit íslands og Petri Sakari og mun rétt að geta þess að fáar stofn- anir íslenskar standa Sinfóníu- hljómsveit íslands framar í því verki að sanna þjóðum, að hér á landi búi menningarþjóð og víst hefur sveitin unnið vel, svo að ekki er fráleitt að vitna til Biblíunnar að „verður er verkamaðurinn launa sinna“. Það er næsta víst, að menn- ingin er dýr og vilji menn eiga sér stundarvist í garði fagurra lista, þarf að hlúa að þeim viðkvæma gróðri, sem listir eru. Það tekur langan tíma að rækta þann garð en örstutta stund að troða hann niður og hvar ætti þá hversdagurinn sér skjól frá amstri daganna? Jón Ásgeirsson Óskar Árni Óskarsson i I I I. I » í » » L l » » ! I r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.