Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vangaveltur um að kosningar kunni að vera á næsta leiti á Spáni Þjóðernissinnar hafa í hótunum við Aznar I BAKSVIÐ Ummæli eins af þingleiðtogum katalónskra þjóðernissinna hafa orðið til þess að magna á ný vangaveltur um að senn verði boðað til þingkosninga á Spáni. Ásgeir Sverrisson segir frá hótunum þjóðernissinna og veltir fyrir sér stöðu José María Aznar forsætis- ________ráðherra og flokks hans.________ ÞJOÐERNISSINNAR í Katalóníu á Norðaustur- Spáni hafa hótað að láta af stuðningi við ríkisstjóm José María Aznar forsætisráðherra í næsta mánuði verði ekki veruleg breyting til batnaðar á þessu sam- starfi. Ummæli sem þessi teljast að öllu jöfnu ekki til landsjálfta-tíðinda í spænskum stjórnmálum því þjóð- ernissinnar í Katalóníu hafa löngum beitt hótunum til að þvinga fram stuðning við hagsmunamál sín. Meiri alvara kann hins vegar að vera baki hótuninni nú auk þess sem vera kann að Aznar forsætis- ráðherra meti stjórnmálastöðuna á þann veg að kosningar gætu reynst honum og Þjóðarflokknum (PP) sem hann stýrir, hagkvæmar. Þjóðernissinnar í Katalóníu verja minnihlutastjórn Aznars ásamt bræðraflokkum sínum í Baskalandi og á Kanarí-eyjum. Mest hefur farið fyrir Katalónunum enda hafa þeir 16 menn á þinginu í Madrid og hafa lengi verið raunverulegt stjórnmála- afl á landsvísu á Spáni. Fullvíst er að Aznar myndi boða til kosninga létu þeir af stuðningi við stjórn hans. Viðvarandi spenna Hótunin um að sMta samstarfmu kom fram á þinginu í Madrid á þriðjudag er Joaquim Molins, tals- maður katalónskra þjóðernissinna þar, lýsti yfir því að „sennilega yrði óhjákvæmilegt að binda enda á stuðninginn" hefðu samskiptin ekki batnað í desembermánuði. Talsmað- urinn miðaði hótun sína við þann mánuð þar sem þá er fyrirhugaður næsti fundur Aznar og Jordi Pujol, leiðtoga katalónskra þjóðernissinna. Daginn eftir sagði Pujol að þjóðern- issinnar vildu að ríkisstjórnin sæti út kjörtímabilið en hann gæti aðeins ábyrgst stuðning við hana út þetta ár. Gert er ráð fyrir að fyrrnefndur fundur fari fram milli jóla og nýárs. Þessi orð talsmannsins og Pujol eru til marks um þá viðvarandi spennu sem einkennir spænsk stjórnmál. Ekki er nema mánuður liðinn frá því að þeir Aznar og Pujol komu saman í Moncloa-höllinni í Madrid, aðsetri forsætisráðherrans, og lýstu yfir því að samstarfið stæði traustum fótum. Því hefðu þjóðern- issinnar heitið því að styðja ríkis- stjórnina og tryggja pólitískan stöð- ugleika í landinu fram í janúar 1999 hið minnsta. Aznar og PP-flokknum hefur verið umhugað um að innsigla stuðninginn fram yfir endurskoðun Maastrieht-sáttmálans til að tryggja að Spánverjar verði í hópi stofn- þjóða Efnahags- og myntbandalags Evrópusambandsins (EMU). Erfiðar samþykktir Ýmsar ákvarðanir stjórnarinnar og forystu PP frá því að þessi fund- ur var haldinn hafa hins vegar sýni- lega hleypt illu blóði í Pujol og und- irsáta hans. PP-flokkurinn í Val- encia greiddi atkvæði með sam- þykkt sem gekk gegn svonefndri „einingu katalónsku tungunnar" en þjóðernissinnar í Katalóníu líta svo á að valencianska sé ekki sérstök mállýska heldur einungis eitt af- brigða katalónsku. Rfldsstjórnin birti síðan tilskipun um reglur þær sem gilda skyldu um þjóðsöng Spánar sem þjóðernissinnar töldu að einkenndist af lítilli nærgætni við sjónarmið þeirra þrátt fyrir að þær hefðu reynst nokkuð útvatnaðar miðað við fyrstu drög. Hið sama átti agtwW*""*" Bókmennta- viðburður Þegar Sigfús Daðason lést fyrir tæpu ári lét hann eftir sig handrit að þessari Ijóðabók. Einnig er kominn út hljómdiskur með Ijóðalestri Sigfúsar. „,.. eitt af stóru skáldum aldarinnar sendir samtímanum kveðju sína... merk tíðindi og fagnaðarefni." Dagur FORLAGIÐ ií'i JOSÉ María Aznar, forsætisráðherra Spánar, (t.v) ásamt Jordi Pujol, forseta sjálfssljórnarinnar í Katalón- íu, og leiðtoga CiU. Pujol hefur líf minnihlutastjórnar Aznars í hendi sér og hefur tryggt bandalagi katalónskra þjóðernissinna, CiU, mikil áhrif í stjórnmálum á landsvísu á síðustu árum. síðan við um breytingar á löggjöf um hælisveitingar flóttafólki til handa. Nýjasta umkvörtunarefni ráðamanna í Katalóníu varðar hins vegar breytingar sem menntamála- ráðherra Spánar, Esperanza Ag- uirre, hefur boðað á fyrirkomulagi kennslu m.a. í sögu Spánar, sem þjóðernissinnar telja einnig að sé óvirðing við sérstöðu þeirra innan konungdæmisins. Er þeim alvara? Spænska dagblaðið El Mundo hafði á miðvikudag eftir ónefndum samverkamönnum Pujols að fund- urinn með Aznar í desember yrði einungis til þess að slíta samstarf- inu og ákveða kosningadaga á næsta ári tækist ekki að lægja öld- urnar. Þessir heimildarmenn sögð- ust almennt líta svo á að stuðningi við stjórnarflokkinn yrði hætt á næsta ári og þá boðað til kosninga. Getgátum í þá veru höfnuðu hins vegar viðmælendur blaðsins í röð- um stjórnarliða. í fréttum dagblaðsins El País sagði hins vegar að ráðamenn Con- vergencia Democratica, annars tveggja flokkanna sem mynda bandalag katalónskra þjóðernis- sinna, CiU, hefðu í samtölum við blaðið lagt á það áherslu að þeir vildu viðhalda samstarfinu við stjórn Aznars. Von þeirra væri sú að takast myndi að hreinsa and- rúmsloftið og koma á sáttum til þess að stjórnin gæti starfað áfram út árið 1998 þannig að ekki þyrfti að breyta fyrirliggjandi áætlunum um kosningar. Þessir heimildarmenn blaðsins sögðu ljóst að opinber um- mæli á borð við þau sem Molins lét falla væru til þess fallin að auka þrýstinginn á ríkisstjórnina. Staða PP styrkist Spurningin sem brennur á spænskum stjórnmálaskýrendum er því sú hvers vegna Aznar og PP- flokkurinn ýmist beiti sér fyrir eða samþykki frumvörp og tilskipanir sem augljóslega verði til þess að styggja þjóðernissinna. Forsætis- ráðherrann telji augsýnilega að það þjóni nú hagsmunum hans að skapa spennu í þessum samskiptum. Nokkuð snarpar breytingar hafa orðið í spænskum stjórnmálum á síðustu fjórum mánuðum eða svo. Margt bendir til þess að staða Azn- ars sé nú sterkari en eftir kosning- arnar í marsmánuði í fyrra. Bæði hafa persónulegar vinsældir hans aukist lítillega en mestu skiptir að stuðningur við ríkisstjórn hans hef- ur vaxið ef marka má skoðanakann- anir. Efnahagsástandið á Spáni er enda með skásta móti um þessar mundir. Hagtölur allar eru fremur jákvæðar (3,5% hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi) ef undan er skílið at- vinnuleysið sem er um 20% prósent og hið mesta innan Evrópusam- bandsins. Verðbólga er hins vegar hverfandi og halli á rekstri ríkis- sjóðs er innan marka þeirra sem skilgreind hafa verið fyrir aðild að EMU. Þá hafa vextir lækkað nokk- uð ört að undanförnu eða um 1,5% á þessu ári. Á þessum árangri hamrar ríkisstjórnin og eignar sér hann að fullu, öldungis skilyrðislaust eins og pólitískra ráðamanna er siður. EMU-aðildin er efst á forgangslista ríkisstjórnar Aznars og liggja póli- tískar röksemdir þar að baki. Áfall í Galicíu Fleira kemur til. Sósíalistaflokk- urinn, PSOE, sem var í stjórn á Spáni frá 1982 til 1996, varð fyrir þungu höggi í þingkosningunum sem fram fóru í Galicíu, einu sjálfs- stjórnarhéraðanna 17, í liðnum mánuði. Meirihluti PP þar á þingi hélt auðveldlega velli en þjóðernis- sinnar bættu við sig verulegu fylgi. Vera kann að Aznar gæti hugsað sér að nýta sér þær áhyggjur sem þessi sigur þjóðernissinna þar hefur vakið víða á Spáni. í kosningabar- áttu gæti honum þá gefist tækifæri til að höfða enn frekar til þess hluta spænskra kjósenda sem áhyggjur hefur af uppgangi þjóðernissinna og einingu rfkissins. Aznar gæti þá stillt flokki sínum upp sem eina val- kostinum og vísað til dapurlegs árangurs Sósíalistaflokksins í Galic- íu máli sínu til stuðnings. Astæða er til að leggja áherslu á að hér er um að ræða vangaveltur, sem eru til þess eins fallnar að út- skýra hvaða ástæður hugsanlega gætu legið að baki þeirri ákvörðun Aznars að ögra þjóðernissinnum og jafnvel boða til kosninga. Reynslan kennir og að hyggilegt er að taka hótunum Jordi Pujols með hæfileg- um fyrirvara. Staða katalónskra þjóðernis- sinna í spænskum stjórnmálum gæti aftur á móti gjörbreyst tækist Aznar eftir kosningar að mynda nýja ríkisstjórn án stuðnings þeirra. Þeir yrðu þá hornreka í stjórnmála- lífi á landsvísu og gæti sú staða haft víðtækar afleiðingar. Jafnframt hafa ýmsir séð teikn á lofti um að samstaðan í þingmannahópi CiU sé ekki eins og best verði á kosið og kaus dagblaðið ABC, sem er hlið- hollt ríkisstjórninni, að setja hótanir Joaquim Molins í það samhengi á fimmtudag. Stöðumatið ræður Þjóðernissinnar munu nú vafa- laust leita leiða til að þrýsta enn frekar á ríkisstjórnina í þeirri von að takast muni að ná fram mála- miðlunum er þeir geti sætt sig við. Á það ekld síst við um breytingar á kennslu í mannlegum fræðum, eink- um sögu Spánar, sem Aguirre menntamálaráðherra telur þörf á að samræma þvert á vilja ráðamanna í Katalóníu. Sé þessi greining rétt munu þjóðernissinnar þá þurfa að stíga erfiðan línudans í þeirri trú að stöðumat forsætisráðherrans sé ekki það að heppilegt sé að láta slitna upp úr samstarfinu. Talsmenn stjórnarflokksins hafa fyrir sitt leyti lýst yfir því að ekkert það ágreiningsmál sé til staðar er réttlæti vangaveltur um að kosning- ar kunni að vera í vændum. Tals- maður PP á þingi sagði að þvert á móti einkenndi „stöðugleiki" þetta samstarf stjórnarinnar og CiU, líkt og samþykki fjárlagafrumvarpsins bæri glögglega vitni en það fékk þinglega afgreiðslu með stuðningi þjóðernissinna í Katalóníu, Baska- landi og á Kanarí-eyjum. Formæl- andi sósíalista á þingi, Juan Manuel Eguigaray, sagði hins vegar ljóst að miklir erfiðleikar hefðu skapast i þessu samstarfi og greina mætti „kosningalykt í loftinu." Laugavegl 18 * Stml 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfmi 510 2500 Ekki flogið um aldamót? Amsterdam. Reuters. HOLLENSKA flugfélagið KLM greindi frá því á fóstudag að sum- ar vélar félagsins muni ekki fara í loftið 1. janúar árið 2000 ef alda- mótatölvuvírusar ógna flugöryggi á einhverjum leiðum. Sagði talsmaður KLM að félag- ið myndi á næsta ári standa fyrir ráðstefnu í tengslum við átak til þess að deila upplýsingum með keppinautum og upplýsa almenn- ing. Hugo Baas, talsmaður flugfélags- ins, sagði ólíklegt að allar vélar fé- lagsins myndu stöðvast af þessum sökum. Þegar hefur eitt aðaltölvu- kerfi fyrirtækisins verið endurbætt og vel gengur að halda áætlun um umbætur fyrir aldamótin. Vegna flókinna tengsla milli tölvukerfa sem notuð eru við stjórn t.d. flugumferðar og ratsjár þarf félagið að ganga úr skugga um að hvergi séu veikir hlekkir, að sögn Baas. „Ef við fáum á til- finninguna er nær dregur árinu 2000 að við höfum ekki fulla stjórn á öllum þáttum keðjunnar ein- hversstaðar þá munum við ekki fljúga á þeim leiðum." í l I \ r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.