Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÆTTU þessu væli, elskan. Það er líf eftir Jón Baldvin. Við höfum nú spaugstofuna enn . . . FÍB leitar nýrra leiða til að bjóða bestu kjör á farsímum FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda mun leita annarra leiða til að bjóða félagsmönnum bestu kjör á farsím- um nú þegar Póstur og sími hf. hefur dregið til baka tilboð sitt til félagsmanna FÍB í kjölfar úrskurð- ar samkeppnisráðs um að tilboðið stangist á við samkeppnislög. Þó kemur til greina að FIB semji sér- staklega við Póst og síma hf. um að sértilboð fyrirtækisins á farsím- um standi áfram en það verði óháð samningi um afnotagjöld. Seljendur farsíma hafa haft samband við FÍB í tilkynningu frá FÍB kemur fram að samningar við aðra aðila komi einnig til greina og nokkur fyrirtæki sem selja farsíma hafí haft samband við FÍB í því sam- bandi. Samkvæmt úrskurði Samkeppn- isráðs eru þeir félagsmenn sem keypt hafa síma af Pósti og síma hf. samkvæmt tilboðinu óbundnir því skilyrði tilboðsins að geta ein- göngu skipt við Póst og síma hf. næstu tvö ár komi samkeppnisaðili í farsímaþjónustu inn á markaðinn. Tónfeikar í Háskólabíói fimmtudagínn 20. nóvember kl. 20:00 Hljómsveitarstjóri: Kynnir: Petri Sakari Sigurður Ingvi Snorrason Drengja- og telpnameist- arar í skák DRENGJA- og telpnameistaramót íslands í skák lauk á sunnudaginn. Keppendur voru 45 talsins og skák- meistari í drengjaflokki varð Sigurð- ur Páll Steindórsson og í telpna- flokki Ingibjörg Edda Birgisdóttir. Sigurður Páll hlaut 8 V2 vinning af 9 mögulegum, Hjalti Rúnar Ómars- son fékk 7 vinninga og í 3.-5. sæti með 6 72 vinning urðu Guðmundur Stefán Pétursson, Ómar Þór Ómars- son og Eiríkur Garðar Einarsson. Ingibjörg Edda hlaut 5 ‘/2 vinning í telpnaflokki, Anna Lilja Gísladóttir hlaut 4 vinninga og Ágústa Guð- mundsdóttir 3 vinninga. -----♦ ♦ ♦---- Leifur Þórarinsson: För Wolfgang A. Mozart: Klarínettkonsert Jean Sibelius: Sinfónía nr. 4 Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói vi& Hagatorg Sími: 562 2255 Fax: 562 4475 Veffang: www.sinfonia.is Mibasala á skriístofu hljómsveitarinnar og vib innganginn Bilun hjá símanum BILUN varð í skiptistöð Pósts og síma í Landssímahúsinu í um eina klukkustund eftir hádegi í gær. Bil- unin olli truflunum á símasambandi hjá stærri fyrirtækjum og stofnun- um í Reykjavík sem eru tengdar skiptistöðinni með beinu innvali, m.a. hjá Landspítalanum. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsinga- fulltrúa P&S, hafði tekist að gera við bilunina um kl. þijú í gær. Erindi og námsstefna um sállækningar Einstaklingnrimi í hópnum o g tengsl hans við hópinn Colin James UUNDIR yfirskrift- inni „Einstakling- urinn í hópnum og tengsl hans við hópinn" stendur Þerapeia, Suður- götu 12, næstkomandi fimmtudag 20. nóvember kl. 20:30 fyrir fyrirlestri í Odda, Háskóla íslands, og námsstefnu um sama efni á föstudag og laugardag. Fyrirlesari er Colin James, þekktur enskur sálgrein- andi frá Cambridge. Á námsstefnunni stendur til að fara meðal annars yfir helztu hugtök sálgreining- ar að fomu og nýju, ræða um vaxandi mikilvægi við- fangstengslakenninga (object-relations theoríes) fyrir meðferð og mann- skilning. Fyrirlesturinn er öllum opinn en námsstefn- unni er fyrst og fremst ætlað að höfða til fagfólks á sviði geðheil- brigðisfræða og mannvísinda. I símaviðtali fyrir komu sína hingað til lands fékk Morgunblaðið Colin James til að skýra nánar frá efni fyrirlestrar síns. - Getur þú gefíð iesendum yfírlit yfír þær kenningar, sem þú hyggst fjalla um? „Það sem ég ætla að tala um er að við emm öll hluti hóps, af einni eða annari gerð. Við gleymum því mjög oft, hve háð við emm hópum. Ég reyni að skýra tengsl ein- staklingsins við hópinn og hinar ýmsu aðferðir sem menn hafa þró- að til að nálgast þetta viðfangs- efni, og gildi hvors tveggja. Maður að nafni Foulkes lýsti einstaklingnum þannig, að hann væri hluti hóps eins og af samof- inni heild, en við séum háðari hóp- um en við gemm okkur almennt grein fyrir. Við leitumst við að vera óháð, sjálfstæð. En við emm mjög háð öðru fólki. Freud fjallaði þannig um þróun mannsins, að hann væri í upphafi algerlega háður móðurinni og síðan fjölskyldunni. Það sem hópsálgrein- ing hefur bætt við þetta er að hversu sjálfstæð sem við verðum losnum við aldrei frá þeirri þýð- ingu, því vægi sem hópar hafa fyr- ir líf okkar. Kenningarnar sem ég notast við þegar ég reyni að skilja þessi fyrir- bæri em annars vegar kenningar Freuds, frá því snemma á ferli hans og allt fram til dauðdaga hans, auk kenningar sem nefnd er viðfangs- tengslakenning. Þessi kenning leggur áherzlu á, hvað varðar ein- staklinginn sem slíkan, hversu háð- ur hann er fjölskyldunni, foreldmn- um og hveijum öðmm. Freud aftur á móti leggur mest upp úr því, að við höfum eðlislægar þarfir, sem krefjast fullnægingar. Viðfangstengslakenn- ingin felur í sér, að meginmarkmið okkar sé að eiga samskipti við annað fólk, og geðheilsa okkar sé háð því hvem- ig þessum samskiptum er háttað. Gildi þessara kenninga er, sam- kvæmt minni reynslu af því að starfa að sálgreiningu bæði á ein- staklingum, pöram og hópum, er að þegar við höfum einu sinni sætt okkur við það hve háð við eram öðrum en okkur sjálfum getum við lært heilmikið af þessari vitneskju og orðið óhræddari við að tengjast öðru fólki.“ Styrkleiki einstaklingsins tengist því beint, hversu vel við emm, hvert fyrir sig, í stakk búin til að bera traust til þess hóps, sem við lifum í. Öll lifum við í margs konar hóp- ► Colin James, MPhil, MB, Ch.B, FRCPsych., er sálgrein- andi, hópsálgreinandi og ráð- gefandi geðlæknir. Hann er víð- menntaður á þessu sviði og þekktur heima fyrir og erlendis fyrir störf sín, skrif, fræðslu og handleiðslu. Meðal annars hefur hann unnið gott starf á þessu sviði á hinum Norðurlöndunum. Hann býr og starfar í Cam- bridge, Englandi. um, sem einnig blandast í huga okkar. - / hvetju felst munurinn á nýj- ustu kenningunni og þeim eldrí? „Munurinn á sér rætur í verkum Freuds, en í þeim er eitt og annað að finna, sem bendir í áttina að því, sem nýja kenningin gengur út á, þar sem mest er lagt upp úr því að einstaklingurinn sé háður hópnum, fjölskyldunni, umhverf- inu, nágrenninu, vinnustaðnum, þjóðfélaginu, heiminum. Einkum vegna þess að boðskipti hafa vaxið svo hröðum skrefum, þrátt fyrir allar hörmungar og stríð mannkynsins, þá emm við, innst inni, að leita eftir „hinni fullkomnu veröld“, sem mjög ólíklegt er að hægt sé að öðlast. Þar sem við emm háð öðmm, bijótast vonbrigði okkar út í árásargimi, sem jafnframt er kjamaatriði í mannlegri hegðan." - Er þá hæfíleikinn til að tjá sig í hópnum lykilatríði í nýjustu sál- greiningaraðferðinni? „Hér er um tvo ólíka hluti að ræða, sem rétt er að greina á milli. Annar er sálgreining sem slík og hitt er hvernig hún er notuð til að hjálpa okkur að skilja okkur sjálf í sambandi við annað fólk.“ „Ég get lýst kjama viðfangsefn- isins með dæmisögu. Sumir segja, að nú búist nýfætt barn við eðlilegu, uppbyggilegu umhverfi, erfðafræðilega. Síðan fæðist þetta barn inn í fjölskyldu, vex og verður þátttak- andi í samfélaginu. Þá rekur það sig á það, að heimurinn er ekki eins fullkominn og vonir stóðu til. Þetta leiðir til innri togstreitu. Þessi togstreita getur verið spillandi, en hefur einn- ig skapandi eiginleika. Það verk- efni, sem felst í því að miðla málum milli einstaklingsins og hópsins, skilar bæði einstaklingnum og hópnum áfram.“ „Heilbrigð samfélög þarfnast heilbrigðs fólks. Heilbrigt fólk þarfnast heilbrigðra samfélaga." - Og þörfnumst við þá sálgrein- ingarinnar til þess að viðhalda heil- brigði þeirra? „Við þurfum á aðferðum sál- greiningarinnar að halda til að skilja samhengi hlutanna, já.“ Snýst um tengsl ein- staklingsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.