Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 10

Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Umhverfisráðherra hóflega bjartsýnn á að niðurstaða fáist í Kyoto Veikir stöðu, áhrif og ímynd Islands að vera ekki aðili GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfísráðherra sagðist á Alþingi í gær telja ólíklegt að takast muni að leysa úr öllum ágreiningsmálum á Kyotofundinum um losunarmörk gróðurhúsalofttegunda, og sagðist hann vera hóflega bjartsýnn á að niðurstaða fáist í Kyoto. „Náist hún ekki þar verður áfram haldið og samningum lokið á 4. þingi aðildar- ríkja á næsta eða í síðasta lagi þamæsta ári. Ég tel mjög mikil- vægt að við íslendingar verðum aðilar að þeirri niðurstöðu,“ sagði umhverfísráðherra í ræðu um skýrslu sem hann hefur lagt fram um loftslagsbreytingar. „Rammasamningur með fyrir- hugaðri Kyotobókun verður í fram- tíðinni einn mikilvægasti alþjóða- samningurinn sem gerður hefur verið og hann kann að hafa veruleg áhrif á öll alþjóðleg samskipti. Ríki sem kjósa að standa utan fyrirhug- aðrar Kyotobókunar munu væntan- lega ekki verða talin jafntrúverðug í samstarfi um önnur umhverfismál og jafnvel einnig önnur alþjóðamál sem ekki tengjast umhverfismálum. Það kynni því að veikja stöðu og áhrif íslands á alþjóðavettvangi meðal annars í málum er tengjast mengun hafsins, ef við kjósum að standa ekki að bókuninni,“ sagði Guðmundur. Neikvæð áhrif á afkomu sjávarútvegs og ferðaþjónustu „Tvær mikilvægustu atvinnu- greinarnar hér á landi eru sjávarút- vegur og ferðaþjónusta. Kjósi ís- land að standa utan fyrirhugaðrar Kyotobókunar, kann það að veikja þá jákvæðu umhverfisímynd sem reynt hefur verið að skapa í tengsl- um við þessar atvinnugreinar. Enn fremur er hugsanlegt að fijáls fé- lagasamtök reyni að draga athygli að afstöðu íslenskra stjórnvalda og það geti vaidið þessum atvinnu- greinum einhveiju tjóni. Þetta gæti haft neikvæð áhrif á afkomu sjávar- útvegs og ferðaþjónustu, en verður að skoða í ljósi þess að losunarmörk kunna einnig að skerða möguleika til þróunar og vaxtar í þessum greinum. Þá má vera að ýmis erlend fyrirtæki sem að öllu jöfnu teldu atvinnulíf á íslandi álitlegan fjár- festingarkost, héldu að sér höndum ef á alþjóðavettvangi yrði dregin upp dökk mynd af umhverfisstefnu íslenskra stjórnvalda. Einkum á þetta við ef íslensk stjórnvöld ná ekki að skapa trúverðuga stefnu og markmið sem samræmast al- mennum markmiðum rammasamn- ingsins," sagði ráðherrann enn- fremur. Guðmundur sagði að enn væru mörg óleyst ágreiningsefni í fyrir- Morgunblaðið/Kristinn ODDVITAR ríkisstjórnarinnar, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Davíð Oddsson forsætis- ráðherra, tóku báðir undir þá skoðun í umræðunum að Island ætti ekki að sætta sig við að ekki væri tekið tillit til íslenskra hagsmuna í Kyoto-bókuninni. liggjandi samningsdrögum sem fjalla á um á Kyotofundinum. Sagði hann möguleika til lausnar einkum virðast vera þrjá: 1) flatur niður- skurður eða óbreytt losun miðað við árið 1990, 2) samningur þar sem tekið verði tillit til sérstakra að- stæðna, en að losunarmörkin verði innan ákveðins ramma, eða 3) samningur þar sem einstök ríki settu sér í raun sjálf þau mörk sem þau telji raunhæf og sanngjörn og að um það verði síðan fjallað í samn- ingaviðræðunum hvort mörkin séu eðlileg. „í fyrirliggjandi samningsdrög- um eru nokkrar tillögur um ákvæði sem eiga að tryggja sveigjanleika til að draga megi úr losun gróðurhú- salofttegunda á sem hagkvæmast- an hátt. í þessu sambandi hafa meðal annars komið fram tillögur um að hægt verði að eiga viðskipti með losunarkvóta á milli ríkja og að fleiri en eitt ríki geti haft sam- vinnu um framkvæmdir sem miða að því að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Um þessi atriði er enn nokkur ágreiningur, sérstak- lega varðandi tillögur um að ríki skuli geta átt viðskipti með losun- arkvóta fyrir gróðurhúsaloftteg- \ -l:. | §|||S 1 ALÞINGI undir. ísland hefur haft jákvæða afstöðu til ákvæða sem skapa sveigjanleika við framkvæmd samningsins," sagði hann. Óverjandi að ísland standi utan Kyotosamningsins Össur Skarphéðinsson, þing- flokki jafnaðarmanna, sagði m.a. eftir framsögu umhverfisráðherra, að það væri ekki siðferðilega veij- andi fyrir íslendinga að standa utan við Kyotosamninginn. Hann fjallaði ennfremur um nauðsyn þess að draga úr losun óæskilegra efna út í andrúmsloftið og sagði að sam- kvæmt þeim stóriðjudraumum sem iðnaðarráðherra hefði boðað væri gert ráð fyrir framkvæmdum sem legðu til tvöfalda losun gróðurhúsa- lofttegunda á íslandi á við það sem viðgengist í dag. Taldi Össur að af þessu væri hægt að draga eina niðurstöðu og hún væri sú að stóriðjustefnan sem hefði verið fylgt hér á landi væri gjaldþrota. Sagði Össur að þegar Islendingar stefndu tugum prósenta fram úr því marki, sem þeir hefðu áður sett sér um losun gróðurhúsa- lofttegunda, eins og fram hefði komið hjá umhverfisráðherra, sæi hann enga leið nema þá að byija á því að svipta öllum stóriðjudraum- um út af borðinu eða að minnsta kosti slá þeim á frest. í máli Hjörleifs Guttormssonar, þingmanns Alþýðubandalags og óháðra, kom m.a. fram að hann hefði áhyggjur af því að ríkisstjórn- in stæði ekki að baki umhverfisráð- herra í þessu máli. Bað hann um það að Alþingi veitti stuðning við skynsamleg samningsmarkmið þannig að reynt yrði að sjá fyrir hagsmunum Islands eins og mögu- legt væri. Aðalmarkmiðið væri þó að taka þátt í alþjóðasamningi sem tæki skref í þá átt að leysa þau vandamál sem blöstu við við losun gróðurhúsalofttegunda. Kristín Halldórsdóttir, þingmað- ÞINGKONUR Kvennalistans ásamt Sighvati Björgvinssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur, þingflokki jafnað- armanna, og Sigríði Jóhannesdóttur, Alþýðubandalagi og óháðum, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um fæðingar- orlof. Ér í frumvarpinu m.a. lagt til að fæðingarorlof verði lengt úr sex mánuðum í tólf mánuði. Af þeim tólf mánuðum verði sex mánuðir sérstaklega ætlaðir móður, þrír sér- staklega ætlaðir föður en þremur mánuðum geti foreldrar skipt að vild. Taki faðir ekki fæðingarorlof sem honum sé sérstaklega ætlað fellur sá hluti orlofsins niður. Gert er ráð fyrir að lenging fæðingarorlofs fari fram í áföngum. Þá er lögð til sú breyting á 3. gr. laga um fæðingarorlof að föður verði tryggður sjálfstæður réttur til fæð- ingarorlofs í tvær vikur á fyrstu átta vikunum eftir fæðingu barns. Felur Frumvarp til laga um fæðingarorlof 3 mánuðir sérstak- lega ætlaðir föður þessi réttur það í sér að faðir geti hvenær sem er á fyrstu átta vikunum frá fæðingu bams verið heima ásamt móður á fullum launum. I greinargerð frumvarpsins segir að flutningsmenn leggi mikla áherslu á nauðsyn þess að tryggja mun betur rétt beggja foreldra til töku fæðingarorlofs, m.a. þriggja og hálfs mánaða sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs. „Það er mat flutningsmanna að á meðan kynbundinn launamunur er eins mikill og raun ber vitni verði slíkt ekki gert með því að heimila feðmm að taka hluta af leyfí móður,“ segir í greinargerð. „Hér er því lagt til að feður fái tveggja vikna fæðingar- orlof á launum á fyrstu átta vikun- um eftir fæðingu barnsins, sem sé óháð fæðingarorlofi móður og hans að öðru leyti og þriggja mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs sem einungis þeir geti nýtt.“ Ennfremur er það mat flutnings- manna að nauðsynlegt sé að breyta fyrirkomulagi á greiðslum í fæðing- arorlofi. Þeir leggja því til með frum- ur Kvennalista, gagnrýndi það helst í ræðu sinni að þær aðgerðir sem nefndar væru í skýrslu umhverfis- ráðherra og miðuðu að því að vinna gegn loftslagsbreytingum væru ekki nógu metnaðarfullar. Sagði hún m.a. að þær aðgerðir væru marklausar nema lagt væri í þær fé og að í fjárlagafrumvarpinu væri ekki hægt að sjá merki um slíkt, Hagsmunir ráða einnig för Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, sagðist telja það eðlilegt að íslendingar gerðu þær kröfur að ónýttum orkulindum þeirra yrði haldið utan við samninginn sem fjalla á um á Kyotofundinum. „Nú má vel vera að einhver sé þeirrar skoðunar að við eigum alls ekkert að fara út í neina stóriðju," sagði hann. „Mér heyrðist það á háttvirt- um þingmanni Össuri Skarphéðins- syni að hann væri þeirrar skoðunar og boðaði þar mikla stefnumörkun Alþýðuflokksins,“ sagði ráðherra og taldi að fyrrverandi iðnaðarráð- herra, Jón Sigurðsson, yrði ekki sammála þessari nýju stefnu Al- þýðuflokksins. „Við Islendingar verðum einfald- lega að vera menn til þess að halda fram okkar sérstöðu og fara þess á leit að það sé tekið tillit til henn- ar, en ekki hlaupa á eftir öllu sem Evrópusambandið segir í þessu efni og Bandaríkjamenn," sagði ráð- herra. Sagði hann m.a. að búið væri að taka ýmislegt út úr í undir- búningi samningsins. Til dæmis væri þar ekki gert ráð fyrir því að flugið væri þar með eða samgöngur á milli landa og fraktflutningaskip. „Þannig að það liggur fyrir að menn eru að gera ýmsar undanþág- ur sem henta ýmsum ríkjum betur en öðrum,“ sagði hann. „En eigum við að kyngja þvi þegjandi að ís- lenskar orkulindir verði ekki nýttar í þágu stóriðju vegna þess að það hentar ekki stefnumörkun annarra ríkja?“ Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sagði m.a. í ræðu sinni að stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki hefði ótvírætt komið fram. „En á hinn bóginn er það jafn rétt að ísland hefur ekki þrátt fyrir þá stefnumörkun nokkru sinni afsalað sér ákvörðunarrétti til loka málsins í hendur annarra þjóða,“ sagði hann. „Það hefur ekkert ríki gefið til kynna, svo mér sé kunn- ugt, að það muni skrifa undir þessa niðurstöðu, sem kann að verða í Kyoto, algjörlega óháð því hvernig niðurstaðan verður.“ Benti forsætisráðherra á að við undirbúning samningsins væri ekki eingöngu tekið mið af óskeikulum vísindalegum forsendum heldur einnig hagsmunum þjóða. „Eða hvaða vísindi eru það, þegar menn eru að hugsa um loftslag og skaðs- amar lofttegundir, að ákveða það að flug sé ekki með eða farskip séu ekki með,“ spurði hann. „En fiski- skip á hinn bóginn, þau skulu öll talin með,“ sagði hann einnig. Ráð- herra sagðist ennfremur ekki telja það vænlegan kost, ef mál skipuð- ust þannig, að íslendingar stæðu utan við samninginn. varpinu að foreldrar fái full laun í fæðingarorlofi eða samsvarandi hlutfall launa ef um hlutastarf sé að ræða. Fæðingarorlofssjóður stofnaður Jafnframt er lagt til að stofnaður verði sérstakur sjóður, fæðingaror- lofssjóður, sem sé varðveittur hjá Tryggingastofnun ríkisins. „Greiðsl- ur úr þeim sjóði eiga að tryggja foreldrum full laun í fæðingarorlofi samkvæmt nánari reglum sem ráð- herra setur, en fjármunir sjóðsins greiðast eins og fæðingardagpen- ingar úr lífeyrisdeild Trygginga- stofnunar ríkisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Útgjöld Iíf- eyristrygginga vegna greiðslna úr fæðingarorlofssjóði skulu greidd af framlagi atvinnurekenda til lífeyris- trygginga,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfar- andi mál eru á dagskrá: 1. Skyldutrygging lífeyris- réttinda. 1. umræða. 2. Aukinn réttur foreldra vegna veikinda barna. Fyrri umr. 3. Framhaldsskólar. 1. umr. 4. Almannatryggingar. 1. umr. 5. Takmörkun á hrossabeit og fjölda hrossa. Fyrri umr. 6. Réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu. Fyrri umr. 7. Náttúruvernd. 1. umr. 8. Tekjuskattur og eignar- skattur. 1. umr. 9. Landgræðsla. 1. umr. 10. Goethe-stofnunin í Reykjavík. Fyrri umr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.