Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18.NÓVEMBER1997 19 VIÐSKIPTI Fulltrúi Skanska fjallar um samningsstjórnun á hádegisverðar- fundi Islensk-sænska verslunarráðsins „Góð reynsla af stórum verkefnum hérálandi“ STIG Eriksson hefur starfað sem samningsstjóri (contract manager) hjá sænska verktakanum Skanska í nokkrum stórum verkefnum hér á landi, sem Skanska hefur unnið að með ístaki. Má þar nefna Vest- fjarðagöng, Hvalfjarðargöng og nú síðast Sultartangavirkjun. Stig mun flytja erindi á hádegis- verðarfundi íslensk-sænska versl- unarráðsins nk. fimmtudag á Hót- el Sögu, þar sem umræðuefnið verður undirverktaka og fram- kvæmd alþjóðlegra byggingar- verkefna. Þar mun hann fjalla um hvernig verkefnum af þessari stærðar- gráðu sé stýrt, hvernig gengið sé frá undirverktöku og framkvæmd verkefnanna sjálfra stýrt. Þá mun hann fjalla um reynslu sína af slík- um verkefnum hér á landi og víðar í heiminum. Stig hefur gegnt ýmsum störf- um hjá Skanska í verkefnum í Túnis, Indónesíu, Sri Lanka, Lesot- ho og Zambíu. Undanfarin ár hef- ur hann sinnt samningsstjórnun fyrir Skanska í Svíþjóð, á Islandi og í Afríku. Aðstæður til framkvæmda svipaðar hér og í Skandinavíu Stig segir að framkvæmd stærri verkefna hér á landi sé ekkert flóknari heldur en í öðrum þróuðum ríkj- um og reynsla hans af því að vinna hér sé á heildina litið góð. „Ef við berum þetta saman við Asíu og Afríku, þá er mun meiri birgðir og þjón- ustu að finna hér á landi í þessum heim- sálfum. Staðsetningin hér á landi skapar því engin vandamál og er raunar ekkert frá- brugðin því að vinna verk annars staðar á Norðurlöndum. Hér getum við líka fengið undirverktaka til flestra þeirra verka sem við ekki getum unnið sjálf. Við höfum líka átt í mjög góðu samstarfi við umboðs- aðila fyrir vinnuvélar, eins og Cat- erpillar og Volvo. Þá höfum við líka yfir að búa mjög fullkomnu birgðabókhaldi og erum beintengd við birgðastöðvar Skanska erlend- is. Það gerir okkur kleift að fylgj- ast mjög vel með því sem við eigum á lager og hversu hratt við erum að nota það. Þetta auðveldar okkur mjög að panta viðbótarbirgðir auk þess sem það tekur okkur aðeins fáeinar sekúndur." Nú hefur þú unnið að stjórn framkvæmda við Hvalfjarðargöngin. Hefur sá mikli hraði sem verið hefur á framkvæmdum þar skapað einhver vanda- mál, t.d. hvað varðar þátt undirverktaka? „Það eru reyndar ekki margir undir- verktakar sem vinna við Hvalfjarðargöng, þó að íjöldi þeirra eigi eftir að aukast nokkuð á lokastigum verksins. Hins vegar hefur hraði framkvæmdanna ekki valdið neinum veruleg- um vandamálum. Verkið hefur gengið hraðar fyrir sig en ráð var fyrir gert af fáeinum ástæðum. Meðal annars hefur vatn í göngun- um verið mun minna en búist var við, við bættum við fleiri vöktum en gert var ráð fyrir í upphafi, auk þess sem verkið hefur gengið mjög vel. v Við gröftinn sjálfan höfum við hins vegar nánast ekkert reitt okk- ur á undirverktaka. í lokafrágang- inum reiðum við okkur hins vegar meira á undirverktaka en þeir hafa getað hafið verkið fyrr en upphaf- lega var gert ráð fyrir.“ Stig Eriksson LIFEYRISSJOÐUR STARFSMANNA RÍKISINS VELJIÐ FYRIR 1. DESEMBER Sjóðfélagar sem kjósa að færa sig úr B'deild sjóðsins í A-deild þurfa að tilkynna sjóðnum þá ákvörðun sína fyrir 1. desember 1997. SVIPMIKILL EÐALVAGN Hyundai Sonata er flaggskip Hyundai flotans; frá aðeins 1.778 þúsund krónum! svipsterkur og glæsilegur bíll á góðu verði. Hyundai er breiður og rúmgóður eðalvagn með 139 hestafla 2000 vél og er einstaklega lipur og mjúkur í akstri. Tveir liknarbelgir, ABS bremsukerfi, styrktarbitar í hurðum o.fl. tryggir öryggi farþeganna. N Ú E R LAG - SONATA B&L, Suðurlandsbraut 14 & Ármúla 13, Simi: 575 1200, Söludeild: 575 1220, Fax: 568 3818, Email: bl@bl.is, Internet: www.bl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.