Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 20
I 20 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Olíurisar farnir að fá olíu úr Kaspíahafinu Bakú. Reuters. ÁTTA milljarða dollara fyrirtæki olíurisa í heiminum, ATOC, hefur dælt fyrstu hráolíunni frá olíusvæð- um Azerbaijans á Kaspíahafi. Fyrstu 1.000 tonnunum var dælt af Chirag-svæðinu, einu þriggja olíu- svæða þar sem vinnsla fer fram. AIOC er undir forystu bandalags British Petroleum (BP) og Statoil í Noregi. BP á 17,13% hlut í fyrirtæk- iu og Statoil 8,56%. Aðrir aðilar að samstarfinu eru Amoco í Bandaríkjunum (17,01%), Exxon (8%), Unocal (Bandaríkjun- um) (10,05%), Pennzoil (Bandaríkj- unum) (4,82%), Ramco (Bretlandi) (2,08%), LUKOIL í Rússlandi (10%, TPAO í Tyrklandi (6,75%), Delta Nimir í Sádi-Arabíu (1,68%) og Itoc- hu í Japan (3,92%). Ázerska ríkisol- íufélagið SOCAR á 10% hlut. Landið fær um 80% af ágóðanum af verk- inu, sem mun taka 30 ár. Upphaflega ætlaði AIOC að byrja að dæla olíunni 28. ágúst, en því var frestað nokkrum sinnum. „Samningur aldarinnar" Samningurinn var kallaður „samningur aldarinnar" þegar hann var undirritaður 1994. Hann var fyrstur níu samninga við erlend olíu- fyrirtæki, sem Azerbaijan hefur gert um olíuvinnslu úr Kaspíahafi. Ef samningunum verður hrundið í framkvæmd að öllu leyti eru þeir 30 milljarða dollara virði. AIOC telur að hægt verði að dæla upp 650 milljónum tonna af olíu frá hinum þremur olíusvæðum. Búizt er við að framleiðslan komist í 700-800.000 tunna á dag fyrir 2007-2010. Fyrsta olían mun renna um þúsud kílómetra langa olíuleiðslu frá Bakú til rússnesku Svartahafshafnarinnar Novorossiisk og var hún tekin í notk- un í síðasta mánuði. Um hana hefur farið hráolía frá azerska ríkisolíufé- laginu, SOCAR. AIOC hyggst senda 120.000 tonn af hráolíu þessa leið, sem liggur um uppreisnarsvæðið Tsjetsjeníu, fyrir árslok. Unnið er að endurbótum á annarri olíuleiðslu til Svartahafs- hafnar Georgíu í Supsa og verður hún tilbúin fyrir árslok 1998. Nýhafin olíuframleiðsla Azera þykir benda til þess að þeir muni skipa sér aftur í fremstu röð olíu- framleiðenda í heiminum eftir margra ára hnignun. Tölvuþjálun Windows • Word Internet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeiö þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduö kennslubók innifalin í veröi. Innritun stendur yfir. m Fjdrfestu í framtíðinnil Tölvuskóli íslands BILDSHOFÐI 18, SIMI 567 1466 TILBOÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg STJÓRNENDUR Skeljungs komu saman til nokkuð óvenju- legs fundar á fimmtudagmorg- un á Grand Hótel. Þar hlýddu þeir á Cor Herkströter, æðsta yfirmann Shell-samsteypunnar kynna nýjar áherslur írekstrin- um og ávarpaði hann þar sam- tímis öll Shell fyrirtæki í heimin- um, en þau er að finna í um 110 löndum í dag. Á fundinum var í fyrsta sinn tekið í notkun nýtt myndfunda- kerfi sem gerir Shell-samsteyp- unni kleift að eiga samskipti við aðildarfyrirtæki sín hvar sem er í heiminum með þessum hætti. Að sögn Gunnars Kvaran, upplýsingafulltrúa Skeijungs, er gert ráð fyrir því að stór hluti * A heims- fundi hjá Shell samskipta við höfuðstöðvar fyr- irtækisins muni fara fram með þessum hætti í framtíðinni. Jafn- framt sé stefnt að því að fundir þessir geti orðið gagnvirkir, en enn sem komið er sé þó aðeins um að ræða hefðbundna útsend- mgu. Gunnar segir að á fundinum hafi yfirmenn Shell kynntþað sem kalla megi framtíðarsýn fyrirtækisins. „Það má segja að fyrirtækið sé að móta sína ímynd til næstu ára. Það hefur verið í talsverðri sjálfsskoðun að undanförnu. Þannig er Shell farið að huga mikið að framtíð- arorkugjöfum og er farið að leggja talsvert mikið fé í þróun- arvinnu t.d. hvað varðar vind- og sólarorku. Við erum ekki dæmigert Shell félag því samsteypan á aðeins lítinn hluta í Skeljungi en okkur fannst það engu að síður mjög athyglisvert að fylgjast með þessu, enda kemur markaðs- setning og þróunarstarf Shell erlendis til með að nýtast í okk- ar starfi,“ segir Gunnar. Levi Strauss lokar ellefu verksmiðjum New York. Telegraph. LEVI Strauss, hinn kunni galla- buxnaframleiðandi, hefur ákveðið að loka 11 verksmiðjum í Banda- ríkjunum og segja upp þriðjungi starfsfólks í Bandaríkjunum og Kanada vegna harðrar samkeppni og minnkandi eftirspurnar. Niðurskurðurinn fer fram á næsta ári og verður 6,395 sagt upp störfum, eða 17% af starfsliði Levis. Fækkunin kemur í kjölfar tilkynningar í febrúar þess efnis að fyrirtækið mundi leggja niður 1000 störf á þessu ári. Gordon Shank, forseti Levi Strauss í Vest- urheimi, sagði: „Dregið hefur úr vexti í fataiðnaði á sama tíma og við getum framleitt fleiri gallabux- ur vegna aukinnar skilvirkni.“ Harðnandi samkeppni Hönnuðir á við Donna Laran, Ralph Lauren og Calvin Klein hafa veitt Levi Strauss harðnandi sam- DowJones hækkar um yf- mánaðarins ir 100 Punk!? nóvember: Skrautlistar* 20% afsl. I *Gildir um fjórar algengustu tegundir lista: A2, D, E og F. Metraverð á listum: A2, áður 130 kr. Nú 104 kr. D, áður 120 kr. Nú 96 kr. E, áður 60 kr. Nú 48 kr. F, áður 90 kr. Nú 72 kr. I METRO VEGGFOÐRARÍNM I New York, London. Reuters. DOW JONES vísitalan hækkaði um 100,20 punkta í 7672,68. eftir opnun í Wall Street í gær í kjölfar mikilla hækkana japanskra hluta- bréfa og gengi evrópskra bréfa hækkaði líka. Nikkei hlutabréfavísitalan í Tókýó hækkaði um tæplega 8% og það leiddi til hækkana á öðrum Asíumörkuðum áður en áhrifanna fór að gæta í New York og Evr- ópu. í Wall Street hækkaði Dow um 90 punkta eða rúmlega 1% á 10 fyrstu mínútunum. Hagtölur, sem sýna litla verðbólgu, höfðu einnig áhrif á bandaríska fjárfesta. Vakti mikla furðu W MAIARINN SKEIFUNNI 8 • S: 581 3500 • 568 7171 Útsölustaðir um land allt: LÍMMIÐAPRENT Dropinn, Keflavík ■ Húsasmiöjan, Keflavík ■ Húsasmiöjan, Hafnarfiröi ■ Kvistur, Hverageröi • V.G. Búöln, Selfossi • S.G. Búöin, Selfossl ■ S.G. Búöin, Hvolsvelli • Reynlsstaöur, Vestmannaeyjum • Klakkur, Vík • KASK, HÖfn • KASK, Djúpavogi • Hermann Nielsson, Egilsstööum • Nýung, Eskifiröi ■ K.F. Héraösbúa, ReyðarfirÖi ■ Byggt & Flutt, Neskaupstaö • Verslunin Vík, Neskaupsuö • Ingólfur Arason, Vopnaflröi • K.Þ. Smiöjan, Húsavlk • Utaland, Akureyri • KEA, Akureyri • K.F. Skagfirðinga, Sauöárkrókl • K.F. Húnvetninga, Blönduósi • K.F. V-Húnvetninga, Hvammstanga • Metró, ísafiröi ■ Byggir, PatreksfirÖi ■ Skipavík, Stykkishólml • Hamrar, Crundarfiröi • Utabúöin, Ólafsvík • Metró, Borgarnesi • Metró, Akranesi • TrésmlÖjan Akur, Akranesi Þegar þig vantar límmiðal Skemmuvegi 14 • 200 Kópavogur Sími: 587 0980 • Fax: 557 4243 Farsími: 898 9500 Hækkunin í Tókýó vakti mikla furðu. Alls hækkaði Nikkei vísital- an um 1200 punkta - sem er fjórða mesta prósentuhækkun sem um getur í Japan í Bretlandi var ekki búizt við meira en 1% hækkun á FTSE 100 vísitölunni eftir uppsveifluna í Tókýó og því vakti furðu að 3% hækkun varð í London. Verðbréfa- salar höfðu búizt við 30 punkta hækkun, en hækkunin varð 130 punktar. Þó var bent á að viðskipti í London væru dræm og þegar á daginn leið dró úr hækkuninni, en hún nam þó 2%. í Frankfurt hækkaði DAX vísi- talan um 1,7%, en IBIS DAX hafði hækkað um 3% síðdegis. í París hafði orðið um 2,5% hækkun síð- degis. Gull hefur ekki verið lægraí rúm 12 ár London. Reuters. VERÐ á gulli hafði ekki verið lægra í 12 1/2 ár á föstudag. Lokaverðið var 302,55 doll- arar únsan, en síðdegis hafði verðið lækkað í 301,75 dollara, lægsta verð síðan í marzbyijun 1985. Um tíma lækkaði verðið í 300 dollara. Á fimmtudag seldist gull á 308,15 dollara. „Ef verðið lækkar í 300 dollara getur það hæglega lækkað í 290 dollara áður en varir,“ sagði miðlari. Gullverðið hefur farið lækk- andi síðan það hækkaði um tíma í 416,25 dollara í febrúar í fyrra. Verðið hefur lækkað að undanförnu á sama tíma og seðlabankar hafa velt þvi fyrir sér opinberlega hvað þeir eigi að gera við gullbirgðir sínar. Seðlabankar og fleiri stofn- anir, eins og Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn (IMF) eiga um 35.000 tonn af gulli. Ársfram- leiðslan nemur um 2500 tonn- um. kepnni með nýjum tegundum. Sears Roebuck og J. C. Penney hafa einnig verið fyrirtækinu erfið- ir viðureignar. Aðrir gamalkunnir gallabuxnaframleiðendur hafa átt í erfiðleikum. V.F. Corp., sem framleiðir Wrangler og Lee galla- buxur, skýrðu frá uppsögnum fyrr á þessu ári vegna dræmrar sölu. Levi gefur ekki upp hagnað, en sala fyrirtækisins í fyrra jókst um 6% í 7,1 milljarð dollara. i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.