Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 28

Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ A A mörk- um hins sýnilega MYMDLIST M ;í I v (> r k TUTTUGU FERMETRAR VESTURGÖTU 10A JÓN BERGMANN KJARTANSSON Til 23. nóvember. Opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 15-18. TUTTUGU fermetrar er ekki stór sýningarsalur, en hefur þó komið sér rækilega á blað fyrir ágætar sýningar. Það hlýtur því að vera akkur fyrir listamenn að fá þar inni þótt hugmyndin um að „vinna sig upp“ sé víðs fjarri ís- lenskum listveruleik. Nú sýnir þar Jón Bergmann Kjartansson, ung- ur málari, sem lærði í Enschede í Hollandi og Dyflinni á írlandi. Verk Jóns virðast við fyrstu sýn mjög hefðbundin og ef til vill eilítið kraftlítil. Við nánari skoðun kerm- ur þó ýmislegt í ljós sem veit á ónumda möguleika. í lítilli þrenn- ingu, Falið, með mynd af ljóni, taugakerfi og frumusvamli reynir Jón að bregða ljósi á það sem okk- ur er hulið, eða öllu heldur sýna gestum fram á allan þann aragrúa fyrirbæra sem þeir vita af en sjá sjaldan eða aldrei. Sýnileg tilvera okkar er eins og það sem sést af ís- jakanum, einber tíund af öllu því sem undir býr. Hvernig á þá myndlistin að láta sér nægja að damla í þessu sýnilega yfirborði ef heimurinn er svona margfalt um- fangsmeiri? Svona spurningum virðist Jón Bergmann velta fyrir sér frá ýms- um hliðum. Ónemanlegur vængja- sláttur kólibrífuglsins, gagnsær hliðaruggi skrautfisksins og ógreinilegir þræðir gluggatjald- anna eru meðal þeirra fyrirbæra örveraldarinnar sem listamaður- inn lætur sig varða. Vissulega á Jón langt í land tæknilega séð. Myndir hans eru óþarflega tilfinningalausar ef mið- að er við næmi hans fyrir smáat- riðum. En með jafnskýr markmið í farteskinu og fram koma á þessari litlu sýningu er engin ástæða til að örvænta um árangur hans i fram- tíðinni. Það er þráfaldlega betra að vita hvert maður stefnir þótt tæknilega eigi maður langt í land en vera kominn að landi án þess að vita til hvers var lent. Halldór Björn Runólfsson Meiriháttar heilsueftii Polbax eykur andlegt og líkamlegt þol Blóma- frjókorn og fræfur + SOD ofnæmis- prófað. Fólk kaupir POLBAX aftur og aftur. Ungir sem aldnir nota POLBAX með góðum árangri. íþróttafólk notar POLBAX. Fæst hjá: Árbæjar Apóteki, Blómavali, Fjarðarkaupum, Heilsuhúsinu, Kringlunni og Skólavörðustíg, Heilsuvali, Heilsuhominu Akureyri, Heilsulindinni Keflavík, Mosfells Apóteki. BIO-SELEN UMB. SÍMI 557 6610 RAUNVERULEG íslensk gleði, eftir Birgi Andrésson. Höfundurinn er með gítar, en við hlið hans situr Bjarni Þórarinsson. Hlýja og kuldi MYMDLIST Nýlistasafiiið RAGNA HERMANNSDÓTTIR, BIRGIR ANDRÉSSON, RALF SAMENS, BKH GUTMANN, HANNESLÁRUSSON, SAM & BEN. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 23. nóvember. MEÐ nýjum sölum hefur sýning- araðstaðan í Nýlistasafninu stækkað og þar með geta fleiri listamenn sýnt þai- í einu. Það er spuming hversu heppilegt það er þegar þess er gætt að sýning eins og sú sem nú er uppi í sölum safnsins er ekki annað en sex- fóld einkasýning; sérsýningar fimm listamanna sem nánast eiga ekkert sameiginlegt annað en eitt og sama þakið um stundarsakir. Einhvern veginn er það svo að Nýlistasafnið með sitt mjög svo takmarkaða rými á erfitt með að elta Kjarvalsstaði í fjölda sérsýninga. Utkoman verður sú að allt er fljótandi í sýningum sem skarast en eru þó engin samsýning þegar vel er gáð. Listamennirnir njóta sín þó mis- jafnlega vel. Þau Hannes Lárusson og Ragna Hermannsdóttir eiga því láni að fagna að verk þeirra skarast ekki við list annarra. Svissneski listamaðurinn Ralf Samens er einnig undanþeginn öllu félagslegu sam- neyti þegar hann er ekki í hlutverki Sams í dúóinu Sam & Ben. Birgir Andrésson og þýski listamaðurinn Benny (BKH) öutmann mæta hins vegar afgangi í svokallaðri gryfju, stærsta og neðsta sal Nýlistasafns- ins, ásamt einu af sameiginlegum verkum Sams & Bens. A einum stað tengist Birgir reyndar viðfangsefni Gutmanns með nærveru sinni í einni af 30 ijósmyndum listamannsins á vesturvegg gryfjunnar og því getur verið freistandi að gh'ma við þá þraut að fínna tengsl milli verkanna í hin- um ólíku sölum. Myndröð Gutmanns snýst um gylltan skemil sem gott er að hafa fyrir flökkukoll og tylla sér á í staðin fyrir að húka á hækjum sér þegar maður rekst á einhvem kunnugan. Skemillinn og gylling hans er í und- arlegu ósamræmi við kalt og óper- sónulegt Berlínarumhverfið þar sem steinsteypan hrá ræður ríkjum og virðist skjóta loku fyrir öll mannleg samskipti. Sem táknmynd horfínnar menningar, ef til vill handverks- menningarinnar sem Paul Valéry saknaði svo sárt - en enn má sjá austurlenska silfursmiði sitja á slík- um kollum og banga út keröld á tyrkneskum basartorgum - kemur gyllti skemillinn heim og saman við mynstrið sem ræður upphengi ljós- myndanna á veggnum. Vegferð föru- mannsins virðist einmitt teikna útlín- ur Aladdínlampans góða úr Þúsund og einni nótt. Gæti hugsast að hann væri tyrkneskur innflytjandi? Slíkt kæmi vissulega heim og sam- an við hin dæmigerðu flökkukvæði fyrri tíðar þar sem hinn veglausi finnur hvergi frið því hann er bæði vinalaus, málvana og hvarvetna framandi. Hamingjan virðist ætíð koma þar sem förumaðurinn var eft- ir að hann sjálfur er horfinn í braut. Þetta ósætti veru og vitundar stað- festir Birgir sínum megin við gryfj- una með myndröð af horfnum gleði- stundum. Birgir virðist nota gamlar ljósmyndir úr dæmigerðum, íslensk- um partíum til að rétta sig af, eða öllu heldur leiðrétta endurminning- una með útsmognu háði. Ljósmyndin frystir miskunnarlaus stundina sem virkar svo ljúf í endurminningunni. Nálægðin verður ekki annað en sam- fundir tveggja eða fleiri sambands- lausra einstaklinga sem útiloka frek- ari samskipti með fyllirí og flótta inn í eigin hugarheim. Myndin af honum og Bjarna Þórarinssyni er því eins lags heimfærð endurgerð af Absinti Degas frá öldinni sem leið. Milli Birgis Andréssonar og Benny Gutmanns hafa Ben & Sam - Gutmann og Samens - komið fyrir hrúgu af drasli á gólfinu undir fyrir- sögninni Til lengdar er ekki um neinn annan valkost að ræða en hlutabréfið. Þessi dæmigerða fyrir- sögn úr fjármálaheiminum, valin af handahófi af forsíðu þýsks dagblaðs í miðri hrúgunni, nýtist iistamönnun- um tveim tO samanburðar á and- stæðum mannlegi'a umsvifa. Væri fyrirsögnin botnuð með orðinu lista- verkið í stað hlutabréfið mundi setn- ingin fá allt aðra og háleitari merk- ingu. Og þó er ekkert sem mælir því mót að listaverk geti verið fullgild ávísun á hlutbréf og öfugt. Ætti ég mér eitt stykki Rembrandt eða van Gogh væri það ábyggilega á við væn- an bunka af aksíum í kvótamiklu út- gerðarfyrirtæki. A miðhæðinni hefui- Ralf Samens hreiðrað um sig á skrifstofunni fryrr- verandi með samsetningu af tveimur brjóstmyndum úr leir í anda Gi- acomettis. Þær sitja einangraðar hvor á sínu borðinu og stara um- komulausar út í tómið, umsetnar mislitum þvottaskálum með hvítum þvotti úr undnu kertavaxi, marandi eins og nærfatnaður í vatnsborðinu. Milli þeirra er hægindastóll með vaxþvotti sem hefur verið undinn ut- an um annan arminn. Samens hefur mikla tilfinningu fyrir innbyrðis tengslum efnis og rýmis. Hversu fá- tæklegt sem samsafn hans virðist vera í smáatriðum nær hann að skapa óvenjulega margrætt and- rúmsloft með litlum tilkostnaði. Sá hæfileiki að gera sér mat úr litlu eru svissnesk gildi par excellence. Með því að tefla til dæmis saman tveimur, ólíkum efnistegundum með annarri styttunni tekst honum að magna ákveðna sérstemmningu kringum hana, eins konar helgileik í kulda- le^ri einmanakenndinni. I myrkrakompunni inn af gömlu skrifstofunni hefur Ragna Her- mannsdóttir hreiðrað um sig með sýningarvél og hringekju fulli'i af lit- skyggnum. í stað einfaldrar filmu í hverjum ramma hefur Ragna skellt saman tveim skyggnum og þannig blandast tvær myndir saman í ljós- inu á veggnum. Uppistaðan í þessu einfalda verki eru ferðamyndir frá ýmsum stöðum. Tvöföldunin hefur í fór með sér dýptarbrigði sem virka þegar best lætur eins og skyggnurn- ar öðlist þriðju víddina og sumir hlutar myndanna standi nær áhorf- andanum en aðrir hopa. Þetta er langbesta verk Rögnu sem ég hef séð og hefur henni þó oft tekist L’ABSINTHE, 1876, eftir Edgar Degas. Fyrirsæturnar voru grafík- listamaðurinn Marcellin Desboutin og leikkonan Elien Andrée. býsna vel upp í sjálfsprottnu hug- myndaflugi sínu. Lestina rekur Hannes Lárusson í gamla SUM-salnum með einkar lunkið verk sitt Hlýja. Á gólfinu hef- ur hann komið fyiTr allsérstæðri kabyssu, að hálfu leyti heimasmíð- aðri í hálfkúbískum stíl, sem hann kyndir eins og útlærður baðstofu- meistari svo viðar- og tjöruangan fyllir allan salinn. Framan við ofninn heíúr hann smíðað tvær raðir af bekkjum með ígreyptri setu eins og þeirri sem prýddi forðum sætið í myndbandsverki hans á Vesturgöt- unni. Þá hefur hann klætt alla veggi SÚM-salarins með léreftsræmum, þrykktum með viðaráferð. Líkt og verkið á Vesturgötunni ber Hlýja höfundi sínum fagurt vitni. Yfirsýn yfir það sem á undan fór ásamt spartanskri, en skýrri fram- setningu gefa verkinu þann þunga sem þarf til að snerta gesti sem hætta sér upp á skörina. Ef list Hannesar hefur liðið eilítið fyrir skort hans á skynrænni tilfinningu má staðfesta að hér hafi hann yfir- unnið þann vanda og gott betur. Áhorfandinn finnur nefnilega einkar vel fyrir návist listamannsins þótt hann sé víðs fjarri. Reyndar er hann mun nálægari í fjarveru sinni nú en þá þegar hann sat kviknakinn í eigin persónu eins og klassískt víngoð í sjónvarpinu á Vesturgötunni með laufhaddinn líkastan sundhettu. Af þessu má sjá að sýning fimm- menninganna í Nýlistasafninu á sér lausbeislaðan samnefnara í þeim fé- lagslega táknheimi sem lýtur að mannlegum samskiptum, einmana- kennd, firringu, þörf fyrir hlýju og gagnstæðri löngun til að láta sig hverfa á vit hins óþekkta og ævin- týralega. Með almennilegum inn- gangi að slíkum vangaveltum og nauðsynlegum upplýsingum um sýnendur hefði mátt koma ríkuleg- um og nauðsynlegum ábendingum til áhorfenda, verkunum og listamönn- unum að meinalausu. Nýlistasafnið er alltént safn með allri þeirri upp- lýsingaskyldu sem í viðhenginu felst. Nýl isías«Tfnið GESTUR í SETUSTOFU: SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR LANDSLAG Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 23. nóvember. EFTIR að Nýlistasafnið fékk síð- ustu andlitslyftinguna og sla-ifstofan var flutt í gömlu setustofuna hefur sýningasvæðið stækkað til muna. Að vísu var pallinum fórnað með því að koma þar fyrir þunglamalegum við- arhúsgögnum sem ekki venjast, hversu jákvæða sem gestir reyna að gera sig gagnvart svo furðulegri skátasmíð. Sigríður Björnsdóttir - svokallaður „gestur í setustofu" - geldur ómaklega íýrir hina mis- heppnuðu innréttingu en hún sýnir 17 lítil landslagsmálverk á pallinum og hafa hlédrægar myndir hennar tilhneigingu til að blikna í skugga allra viðardrumbanna. I jafn panel- kiæddu umhverfi sem Nýlistasafn- inu er óþai-ft að ofgera sölunum frekar með svo klunnalegri hráka- smíð. Raunar mundi öll list njóta sín mun betur á pallinum ef húsgögnin væru fjarlægð, eða þeim skipt út fyr- ir finni, léttari og öðru fremur hlut- lausari bekki. Forsvarsmenn safns- ins ættu ef til vill að snúa sér til aust- urríska myndhöggvarans Franz West og falast eftir einu af hinum látlausu borðstofusettum hans. Ef það er buddunni ofviða mætti biðja Ólaf Svein um að lána safninu kass- ana sína. Ef ég man rétt voru þeir hlutleysið uppmálað. Enda þótt ég hafi séð sterkara framlag frá Sigríði eiga smámyndir hennar skilið betri félagsskap. Þær bestu lýsa nefnilega næmi hennar fyrir birtubrigðum í rökkurtíðinni og þarfnast því rólegra rýmis en palls- ins á Nýló til að fínstillingin njóti sín. Reyndar býr Sigríður yfir allri þeirri kunnáttu sem prýða má góðan smá- myndamálara. Sú kunnátta kveður á um að inntakið yfirskyggi stærðina svo áhorfandinn gleymi smæð mynd- arinnar og fínnist hún óendanleg í öllu sínu lítilræði. Vandinn er sá að Sigríður lætm- of mikla hlédrægni, of litla skapsmuni eða skort á metnaði draga úr „árunni“ í flestum mynd- anna, en áran er eins og Walter Benjamin orðaði svo vel „...einstæð opinberun fjarskans hversu nálægur sem hann er.“ í listum dugar engin varfærni eða hálívelgja. Það sannast reyndar á framlagi Sigríðai’. í þeim myndum þar sem hún keyrir upp kraftinn og skapið nær hún að yfirgnæfa smæð stærðanna með eftirminnanlegum hætti. Ef til vill er galdurinn ekki fólginn í öðru en losa sig við lands- lagið um leið og áhrifamætti birtu- brigðanna er haldið til haga. Alltént er það ekki mikið sem á vantar svo myndröðin geisli öll eins og glæsileg sería í skammdeginu Halldór Björn Runólfsson I l ! t {

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.