Morgunblaðið - 18.11.1997, Side 30

Morgunblaðið - 18.11.1997, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar plötur • ÓPERUARÍUR eru í flutningi Kristins Sigmundssonar, bass- barítón, við undirleik Sinfóníu- hljómsveitar Is- lands undir stjórn Arnold Östman. A hljómplöt- unni syngur Kristinn ellefu aríur úr óperum - eftir Mozart, Rossini, Gounod, Bizet, Verdi, Puccini og Tsjaikovskí. „Hin djúpa og blæ- brigðaríka rödd Krístins Sig- mundssonar nýtur sín vel í þess- ari fjölbreytilegu tónlist, hvort sem leikið er á strengi alvöru eða léttúðar," segir m.a. í kynningu. Kristinn hefur sungið inn á geislaplötur hér heima og tekið þátt í erlendum hljóðritunum með ýmsum hljómsveitum og hljóm- sveitarstjórum og hefur m.a. sungið inn á hljómdiska sem gefn- ir ei-u út af Decca. Hann er nú fastráðinn við óperuna í Dresden í Þýskalandi. Sinfóníuhljómsveit Islands leik- ur undir stjórn sænska hljóm- sveitarstjórans, Arnolds Östman, sem meðal annars hefur stjórnað flutningi á öllum helstu óperum Mozarts á hljómpiötum. Geislaplötunni fylgir bæklingur með söngtextum og upplýsingum um flytjendur og tónverkin. Ut- gefandi er Mál og menning. Verð: 1.980 kr. Breska listaverka- markaðnum ógnað London. Reuters. HINN umsvifamikli list- og forn- munamarkaður á Bretlandi er í hættu vegna skattareglna Evr- ópusambandsins, ESB. Uppboðs- markaðurinn er sá næststærsti í heimi á eftir lista- og fornmuna- markaðnum í New York. Hefur innflutningur á verkum til Bret- lands frá löndum utan ESB dreg- ist saman um 40% frá árinu 1994 er Evrópusambandið setti á 2,5% virðisaukaskatt á þau verk. Nú íhuga sérfræðingar ESB að tvö- falda þennan skatt árið 1999. Auk virðisaukaskattshækkunar íhugar ESB að tryggja lista- mönnum fæddum á þessari öld, og erfingjum þeirra, 2-4% greiðslu af verkum þeirra sem seld eru fyrir meira en 1.000 ecu, um 82.000 ísl. kr. Slíkar reglur eru nú þegar í gildi í mörgum Evrópulöndum en þær hafa ekki tekið gildi í Bretlandi. Talsmenn bresku uppboðsfyrir- tækjanna eru að vonum uggandi um framhaldið. „Eg hef unnið á listaverkamarkaðnum í 26 ár og ég held að ég hafí aldrei vitað honum hafa verið eins alvarlega ógnað og nú,“ segir Anthony Browne, ráðgjafi hjá Sotheby’s uppboðsfyrirtækinu. Rök Evrópusambandsins fyrir hækkuninni eru þau að samræma eigi skattareglur í löndum þess. Andmælendur fyrirhugaðrar hækkunar minna hins vegar á að uppboðsfyrirtækin bresku eigi fyrst og fremst í harðri sam- keppni við fyrirtæki utan Evrópu og með hækkun dragi mjög úr samkeppnishæfni þeirra. Þá hefðu höfundagreiðslur þær sem ESB leggur til, náð til um 16% þeirra verka sem seld voru á síð- asta ári í Bretlandi. Um 44% allrar listaverkasölu heims fer fram í New York, 6% í París og 28% í London. Um 40.000 manns starfa í og í tengsl- um við bresku uppboðsfyrirtækin og velta þeirra nemur um 2,2 milljörðum punda, um 264 millj- örðum ísl. kr. á ári. Háskólatón- leikar í Nor- ræna húsinu Háskólatónleikar verða í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 19. nóvember kl. 12.30. Svava Kristín Ing- ólfsdóttir mezzo- sópr- an syngur spænska söngva við undirleik Iwona Jagla. Verkin sem flutt verða eru eftir Fernando Obradors (1897-1945) og En- rique Granados (1867- 1916). Svava Kristín Ingólfsdóttir lauk söngkennaraprófi frá Söngskóla Reykjavíkur vorið 1992. Hún hefur einnig sótt einkatíma og masterclass nám- skeið hjá André Orlowitz, pró- fessor, í Reykjavík og Kaup- mannahöfn. Svava hefur víða komið fram sem einsöngvari, auk þess sem hún hefur sungið með ýmsum kórum. Hún er söngkennari í Reykjavík og á Laugavatni, í Tónlistarskóla Amesinga. Ywona Jagla er fædd í Pól- landi. Hún lauk einleikaraprófi í píanóleik frá Tónlistaraka- demíunni í Gdansk árið 1983. Aður en hún lauk námi hóf hún störf við söng- og kammer- deild skólans. Hún var æfinga- stjóri Operuhússins í Gdansk 1983- 1990, en í september 1990 flutti hún til Islands. Hér hefur hún starfað hjá íslensku óper- unni undanfarin ár, auk þess sem hún kennir við Söngskól- ann í Reykjavík. Jafnframt hef- ur Ywona víða komið fram sem píanóleikari á einsöngstónleik- um. Verð aðgöngumiða er kr. 400. Ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírteina. Dagskrá Háskólatónleika má nálgast á vefnum. Slóðin er: http://www.rhi.hi.is/Iunnag/ton lisVtonleikar.html Svava Kristín Ingólfsdóttir Brotin og heildirnar MYNPLIST Gerðarsafn LEIRVERK GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR Opið alla daga nema mánudaga frá 12-18. Aðgangseyrir kr. 200. Sýning- in stendur til 21. desember. Sýning- arskrá kostar kr. 100. LEIRINN er fjölnýtilegur, enda hafa menn mótað af honum ótal gagnlega hluti gegnum aldimar. Sé réttri tækni beitt við mótun hans og brennslu virðist stundum sem formun leirsins séu nær engin tak- mörk sett og leirlistamenn hafa not- að sér þetta til að ná fram ótrúlega fjölbreyttum blæbrigðum í verkum sínum. Tæknin er mikilvægur þáttur í vinnu leirlistamanna, kannski jafn- vel mikilvægari en í mörgum öðram listgreinum vegna þess hve efnið er í eðli sínu viðkvæmt og vinnsluferlið - einkum kannski brennslan - hættulegt; þar getur margra daga vinna orðið að engu án þess að lista- maðurinn fái rönd við reist. Það er því ekki óeðlilegt að stundum virðist lögð ofuráhersla á tæknina og að eitthvað þyki jafnvel flott bara „af því það er svo erfitt“. Það er eðlileg- ur hluti af þroskaferli listamanna að leitast sífellt við að styrkja tök sín á tækninni og fmna nýjar úrlausnir. Um það er gott eitt að segja svo framarlega sem það gleymist aldrei að hlutur verður ekki að listaverki fyrir það eitt að það sé erfitt að búa hann til. Það hefur verið gaman að íylgjast með því hvernig leirlist hefur eflst á íslandi og þróast úr handverki einu í fullmótuð listaverk. Handverkið hlýtur að sjálfsögðu alltaf að vera sú undirstaða sem byggja þarf á, en til að gera af því listaverk þarf aðra hugsun og sterka heildarsýn. Þar þarf að móta hugmyndir, ekki bara leir. Verkin á sýningu Guðnýjar í Gerðarsafni falla í nokkra flokka, allólíka. í verkunum sem fyrst verða fyrir áhorfendum þegar geng- ið er inn í salinn notar hún mynstur til að vekja dulúð í annars einföld- um verkum. Þar eru annars vegar stór ker sem standa á gólfi og á þeim má greina kringum opin eins konar teinungamunstur sem þó virðist hálfvegis burtmáð, eins og það sé smátt og smátt að hverfa. A leirbrotum sem hanga á veggnum má sjá svipað munstur og aftur fær maður það á tilfinninguna að hér sé aðeins um leifar að ræða, brot af einhverju sem áður var stærri heild. I heildina verður þó ekki ráðið; hún er glötuð og eftir standa bara brot- in. Saman minna kerin og brotin á veggnum á samband okkar við lið- inn tíma, ekki aðeins vegna þess að munstrið er gamalt, heldur fyrst og fremst vegna þess að þau era eins og þekking okkar á hinu gamla, brotakennd og að miklu leyti máð burt. Þessi tilfinning fyrir sögunni birtist líka í verkum sem standa úti fyrir salnum og áhorfendur geta skoðað gegnum gluggann, en þau verk era þó ekki nærri eins áhrifa- mikil. Aðrir flokkar á sýningunni ná ekki að túlka jafn skýra og sterka heildarhugsun og þessi munstraðu verk. Verkin „Skurn“ eru til dæmis nokkuð úr samhengi við ar.nað á sýningunni og myndröðin „Æxlun“ sömuleiðis, þótt þar takist Guðnýju reyndar á skemmtilegan hátt að gefa tilfinningu fyrir formleysu eða formi í mótun í harðan brenndan leirinn. En annar umfangsmesti flokkurinn á sýningunni, „Fræ“, er hins vegar afar athyglisverður. Þar er raðað saman á vegg sjötíu og tveimur litlum leirmyndum sem all- Toppurín^^Sag? Blomberq Mannrán sett á svið KVIKMYNDIR Stjörnubfó RÁÐABRUGGIÐ „EXCESSBAGGAGE" Leikstjóri: Marco Brambilla. Fram- leiðandi: Bill Borden. Aðalhlutverk: Alicia Silverstone, Benicio Del Toro, Christopher Walken, Jack Thomson og Harry Connick yngri. Columbia. 1997. í BANDARÍSKU gamanmyndinni Ráðabrugginu leikur unglingastjarn- an Alicia Silverstone milljarðaerf- ingja sem finnst gaman að hrella pabba sinn með því að sviðsetja mannrán. Hún vill vinna athygli hans með því að láta hann halda að henni hafi verið rænt. Benicio Del Toro leikur bílaþjóf sem stelur bflnum sem Alicia notar við sitt „mannrán" með henni innaborðs svo hann breytist úr bílaþjófi í fullgildan mannræningja á einu bretti og mjög gegn sínum vilja. Það er ekki margt um þessa mynd að segja. Hún er enn eitt dæmið frá Hollywood um pínulitla og ómerki- lega sögu sem blásin er upp í næstum því tveggja klukkutíma þras um ekki neitt. Alicia og Benicio rífast eða vingast eftir því hvemig klukkan slær án þess úr því verði nein veraleg skemmtun. Christopher Walken set- ur upp sinn gamalkunna, sálarlausa morðingjasvip í leit að parinu en er gersamlega óútskýrð persóna. Astralski leikarinn Jack Thompson hefur ekki sést lengi á tjaldinu og velur ekki beint stórstykki fyrir end- urkomu sína; hann virðist þjást meira sem leikari en faðir í myndinni. Poppleikarinn Harry Connick yngi'i er skemmtilegur í hlutverki vinar Benicios og það er Benicio einnig sem maður er veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið mestalla myndina. Tilgangurinn með gerð Ráða- braggsins virðist sá að nýta sér vin- sældir Silverstone á meðal ungling- anna. Ef aðrar ástæður lágu að baki eru þær a.m.k. ekki sýnilegar á tjald- inu. Arnaldur Indriðason Nýjar plötur SÖNGPERLUR er hljómplata með Elínu Ósk og Hólmfríði Sigurð- ardóttur. Elín Ósk Óskarsdóttir syngur mörg af sínum eftirlætis sönglögum, íslenskum og erlendum ásamt ítölskum óperuaríum. Meðal efnis á disknum eru aríurnar O mio babbino caro og Un del di vedremo eftir Puccini og Suicidiol úr óperunni La Gioconda eftir Ponchielli, Med en vandlilje eftir Grieg, Den första kyssen og Svarta rosor eftir Sibel- ius, Til skýsing eftir Emil Thorodd- sen, Vorgyðjan eftir Árna Thorstein- son og Jeg elsker dig eftir Jón Þór- arinsson. Alls er diskurinn um 76 mínútur að lengd. Meðleikari Elínar Óskar er Hólmfríð- ur Sigurðardóttir. Þær hafa starfað saman undanfarin sjö ár, og er þetta fyrsti sameiginlegi hljómdiskur þeirra. Útgefandi er Japis. Hljómplatan er 76 mínútur að lengd og fóru upptökur fram í Víðistaða- kh-kju í Hafnarfírði. Upptökustjórí var Halldór Víkingsson. Verð: 1.999 kr. Elín Ósk Óskarsdóttir Frátekið borð á Leymbarnum FRÁTEKIÐ borð, örlagaþrangin kómedía í einum þætti eftir Jónínu Leósdóttur, verður sýnd á Leyni- barnum í Borgarleikhúsinu mið- vikudagskvöldið 19. nóvember kl. 21. í tilefni af 30 ára leikafmæli Soff- íu Jakobsdóttur, sem er þennan dag, verður þessi eina sýning á Leynibamum og er ókeypis að- gangur. Frátekið borð tekur um 35 mín. í sýningu. GUÐNÝ beitir munstri til að vekja óm liðins tíma í verkum sínum. ar era nokkurn veginn í sömu stærð og áþekkar að formi, þótt engar tvær séu alveg eins. Fræ þessi era síðan skreytt á mismunandi hátt og í þeim birtast ólík litbrigði. Þar sem þau hanga öll saman á veggnum virðist áhorfandanum við fyrstu sýn að þau myndi sterka heild og hafi einhverja sögu að segja, en þegar nánar er að gáð era þau bara safn sjálfstæðra smáverka, röð hagan- lega gerðra hluta sem mynda í raun ekkert stærra samhengi. Fræjun- um mætti í raun raða saman á hvaða veg sem er og hve mörgum sem er í einu; áhrifin yrðu þau sömu, því þau bæta í rauninni engu hvert við annað og nafnið sem teng- ir þau saman nær ekki að kveikja í þeim neina sterka heildarhugsun. Þótt fræin hafi ekkert sýnilegt notagildi ná þau ekki að miðla okk- ur meiru en valdi listakonunnar á handverkinu. Það era tvímælalaust munstruðu verkin sem áðm' vora nefnd, sér í lagi „Brotin" sem hanga á langvegg salarins, sem standa upp úr á þess- ari sýningu Guðnýjar. I þeim nær hún að túlka á einfaldan og hispurs- lausan hátt skýra hugleiðingu um skilning okkar á umhverfinu og sög- unni, djúpa dulúð og eftirsjá eftir því sem liðið er og verður aldrei höndlað að nýju. Jón Proppé

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.