Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 31 JAN Henrik Kayser, t.v., lék verk eftir Harald Sæverud í Lista- safni íslands. Rammislagur þjóðfrelsis Það blundar lítil kona ... TONLIST Listasafn íslands PÍ ANÓTÓNLEIKAR Verk eftir Harald Sæverud. Jan Henrik Kayser, píanó. Listasafni Islands, laugardaginn 15. nóvember kl. 18. EINANGRUN okkar frá um- heimi kemur ekki sízt niður á sam- bandinu við önnur Norðurlönd. Hvað þekkjum við t.d. af norræn- um tónskáldum, þegar Grieg, Ni- elsen og Sibelius sleppir? Að því leyti gerum við ekki upp á milli „frændþjóðanna" í landsuðri og ijarskyldari Evrópuþjóða, og verð- ur sjálfsagt lítil breyting á, meðan þjóðinni er haldið í vistarbandi vegna samgöngukostnaðar. Enn leita hlutfallslega fáir Skandinavar á íslenzka hljómleikapalla, og sam- bandsleysisins sér dagleg merki í innlendum ljósvakaijölmiðlum, tónleikadagskrám og úi’valsfátækt reykvískra hljómplötuverzlana. Það er því fagnaðarefni þegar hingað berst flytjandi sem ekki aðeins er með verk norræns höf- undar utan áðurgetins þrístirnis í farteskinu, heldur nýtur þar á ofan þeirrar sérstöðu að hafa starfað náið með tónskáldinu. Hér var um að ræða norska tónskáldið Harald Sæverud (1897-1992), er lézt fyrir fimm árum, og kom Jan Henrik Kayser píanóleikari, landi hans og nánast löggiltur málsvari á hvítum nótum og svörtum, hingað í tilefni af aldarafmæli tónskáldsins á veg- um norska menntamálaráðuneytis- ins. Þó að Sæverud sé eitt ástsæl- asta tónskáld Norðmanna á þess- ari öld, er ekki þar með sagt að hann sé sérstaklega kunnur út fyrir landsteina, og hefur hann þó samið m.a. 9 sinfóníur og nýja tónlist við Pétur Gaut, er þykir standa fyrirrennara hans, Edvard Grieg, sízt á sporði. Fyrri hluta ævinnar samdi Sæverud aðallega hljómsveitarverk, en við upphaf þýzka hernámsins fór hann að sinna slaghörpunni meir, auk þess sem tónsköpunin færðist öll í auk- ana, eða eins og hann sagði, „nú verðum við að gera andanum eins hátt undir höfði og hægt er til mótvægis við ofbeldið". Fyrir utan þessa ytri nauðsyn voru heimilisaðstæður tónskáldinu hagstæðar. Hann hafði þá kvænzt auðugri konu (ótilgreind í annars veglegum kynningarbæklingi norsku utanríkisþjónustunnar) og voru þau nýflutt í risavilluna Sil- justöl á fögrum stað í útjaðri Björg- vinjar, þegar þýzki herinn ruddist norður fyrir Skagerak. Þar samdi Sæverud megnið af dagskrárefni kvöldsins, sem Jan Henrik Kayser kynnti mjög skemmtilega, enda þótt sumir áheyrendur ættu eflaust svolítið erfitt með bergenska bak- tunguerrið. Þegar hæst bar eftir hlé, var engu líkara en að dansk- ameríski tónmenntaháðfuglinn Victor Borge væri kominn á stjá í bezta formi. Eftir nokkur æskuverk, þ.á m. 5 Capricci Op. 1 er kváðu hafa vakið hrifningu Carls Nielsens, lék Kayser 7 „létt“ verk úr safninu Lette stykker Op. 14; mjög áheyri- legar og skemmtilegar bagatellur, og ekki kröfulausar fyrir píanist- ann, enda kvað titillýsingarorðið fremur eiga við aðgengileika í hlustun en í framkvæmd. Endaði sýnishornið á einu kunnasta smá- verki Sæveruds, Rondo Amoroso, er virtist ekki laust við latnesk dæguráhrif frá t.a.m. Buenos Air- es. Á eftir fylgdi Silju-slaatten Op. 17, orkuþrungið verk með sér- kennilega þrískipta hendingabygg- ingu; e.k. norsk Allegro Barbaro, og algjör andstæða við þarnæsta verk, hin örlítið austrænt lituðu impressjónísku Fugleflöyt-tilbrigði Op. 36 (1968). Síðast á dagskrá var Slaatter og stev fra Siljustöl Op. 22 (1943), fimmþætt verk og fjölbreytt, er endar á einu kunnasta lagi Sæ- veruds, Kjempeviseslaatten. Varð sá slagur fljótlega að frelsismarsi norskrar andspyrnuhreyfingar; þrammandi ágengt stef, sem hljómaði líkt og sjálf Dofratröllin væru gengin úr björgum til höfuðs óboðnu gestunum úr suðri. Leikur Kaysers einkenndist af öryggi þess er ekki aðeins þekkir tónefnið í bak og fyrir, heldur einnig höfund þess, hugsanahátt hans og persónusérkenni. Mest áberandi fyrir Sæverud-túlkun Kaysers voru e.t.v. hinar tíðu og oft nærri því hranalegu styrkand- stæður, er gátu skotið upp kolli þegar minnst varði. Á sterkustu stöðum nötraði salur Listasafnsins og skalf, og fylgdi óhjákvæmilega eyrnaglamrandi aftast í sal, sem þó minnkaði stórum í fremri sæt- um. En Kayser gat líka spilað veikt, og þó að pianissimo-tónn hans væri kannski ekki sá al-dún- mýksti sem maður hefur heyrt, var formtilfinning píanistans al- gjör og framsetning hans einkar sannfærandi. Sæverud-kynning þessi var kær- komin tilbreyting frá miðevrópsku klassistunum, er enn virðast hafa tögl og hagldir í hérlendu kam- mer- og einleiksframboði, og verð- ur vonandi til að einhveijir einleik- arar okkar og kammertónlistar- menn þori að gá betur hvað leyn- ist rétt handan við heygarðshornið. RíkarðurO. Pálsson LEIKLIST Ríkissjónvarpið AÐEINS EINN: FRJÓSEMIN Höfundur: Hlín Agnarsdóttir. Leik- stjóri: Viðar Víkingsson. Stjórn upp- töku: Sigurður Snæberg Jónsson. Myndataka: Dana F. Jónsson, Einar Páll Einarsson, Einar Rafnsson, Jón Víðir Hauksson og Gylfi Vilberg Arnason. Hljóð: Gunnar Hermanns- son og Vilmundur Þór Gíslason. Hljóðsetning: Agnar Einarsson. Lýs- ing: Árni Baldvinsson og Ellert Ingi Harðarson. Förðun: Málfríður EU- ertsdóttir og Ragna Fossberg. Bún- ingar: Ingibjörg Jónsdóttir og Stef- anía Sigurðardóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Leikarar: Axel Freyr Kristinsson, Edda Heið- rún Backmann, Iris Friðriksdóttir, Karen Harpa Kristinsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Steinn Armann Magnús- son, Stemunn Olafsdóttir og Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir. Auk þess kom Léttsveit Kvennakórs Reykja- víkur fram. Sljórnandi Léttsveitar- innar: Jóhanna Þórhallsdóttir. Sunnudagur 16. nóvember. LOKAÞÁTTUR sjónvarpsleik- ritsins Aðeins einn kom nokkuð á óvart. Ekki er að efa að margir hafa velt fyrir sér hvert höfundur Haydn leikur með Rolling Stones FIÐLULEIKUR er ekki hefð- bundin leið til frægðar og frama í heimi rokksins, en hún hefur reynst Lili Haydn, 26 ára fiðlu- leikara frá Los Angeles vel. Haydn, sem tók upp nafn hins löngu liðna tónskálds þegar hún var tólf ára, spilaði fyrir skemmstu inn á fyrsta geisladisk sinn. Þar ægir saman áhrifum Brahms og Tsjaikovskís við pönk, fönk og popp í tónsmíðum Haydn. En þrátt fyrir að fyrsti diskurinn sé rétt nýkominn út er Haydn engu að síður vel þekkt í heima- landi sínu, hefur komið fram á tónleikum með fílharmóníunni í Los Angeles, Rolling Stones, Tom Petty og No Doubt. verksins myndi leiða áhorfendur næst í þessari smásjárskoðun sinni á samskiptum kvenna (og eins karls) við kvensjúkdómalækninn rómaða. Að vanda var sjónum beint að einni vinkvennanna þriggja eins og í hinum þáttunum, í þetta sinn að hinni stelsjúku þriggja barna móður og Jáglaunakennara, Ólöfu. Steinunn Ólafsdóttir sýndi berlega hve örvæntingarfull hún varð við fréttirnar um að fjórða barnið væri á leiðinni. Það er vart hægt að ætla neinum svo illt að hafa gert því skóna að landsmenn myndu skemmta sér yfir ógöngum aum- ingja konukindarinnar, en óneitan- lega vaknar sá grunur að einmitt svona sé í pottinn búið. Við íslend- ingar vitum jú af sárri reynslu að skemmtiefnishöfundum í sjónvarpi er bókstaflega ekkert heilagt. Og víst var þetta bráðfyndið og svo öll vandræðin og óþægindin hjá stallsystrunum í kringum óléttuna. Fjölgosinn Jóhann hafði aftur á móti tvíeflst og skartaði nú flagara- flaggi á höfðinu. Steinn Ármann fann sig mun betur í nýjum og sterkari Jóhanni og lék á als oddi. Enn var það Kjartan Guðjónsson í hlutverki Hákons/Hönnu sem stóð með pálmann í höndunum. Það er augljóst að Kjartan er hæfileikarík- ur sjónvarpsleikari auk þess að hafa þann hæfileika að geta háal- varlegur farið með fjarstæðufyndn- ustu línur. Á þetta reyndi t.d. þegar Hákon er orðinn að Hönnu. Auðvit- að er Hanna „stór“ kona og tekur sitt pláss en Kjartan var enn áhrifa- meiri í hlutverkinu vegna þess að hann fór ekki yfir strikið. í þessum síðasta þætti var Hákon auðvitað miðpunktur alls og það kemur í ijós að hann er sá eini sanni sem titill leikritsins vísar til. Þó finna mætti að því að höfundur láti tengingu við raunveruieikann lönd og leið við að binda endahnútinn á hina lausu þræði verksins, má einn- ig benda á að það sem þarna gerist er ekki ómögulegt þótt það sé mjög fjarstæðukennt. Það sem skiptir mestu máli er að í staðinn fyrir staðnaðan húmor og ómarkvissan leik í miðhlutanum kemur lokahiutinn sífellt á óvart og þar kemst höfundur að rökrænni niðurstöðu. Auk þess er gamanið af þeirri tegund sem sennilega er hvað áhrifamest við að vekja hlátur áhorfenda - þ.e. á mörkum velsæm- isins. Þarna hefur Hlín með hug- kvæmni og (kvenlegu?) innsæi tekist að stýra framhjá hættulegustu boð- unum og halda heilu skipi í höfn flytjandi farm af þeim sérstaka hú- mor sem hún er landsþekkt fyrir. Sveinn Haraldsson Schubert o g Brahms berts, þeim er hann gerði við ljóð Rellstabs. Það var eins og að bæði píanóleikarinn og söngvar- inn fyndu sig ekki í þessum verk- um og að lögin væru ekki nægi- lega vel samæfð. Hver sem orsök- in er, var flutningur beggja langt frá því að vera með þeim hætti sem búast hefi mátt frá hendi flytjenda. í lögunum eftir Brahms var söngurinn í heild sama marki brenndur og undir lokin á köflum óviss í tónstöðu. Varla er hægt að skilja hvers vegna, því John A. Speight er góðut' tónlistarmað- ur og hefur sýnt það með órækum hætti, bæði sem tónskáld og söngvari, svo að þarna er um einhvers konar mistök að ræða. Aukalag tónleikanna var Wanderers Nachtlied, við eitt frægasta ljóð Goethes og var þetta undurfagra söngverk sér- lega vel flutt. Við Islendingar eigum ljóð, er fjallar um kyrrðina með svipuðum hætti og gert er í Næturljóði ferðamannsins, eftir Goethe en það er „Sofnar lóa, er löng mjó, ljós á flóa deyja; verður ró um víðan sjó, vötn og skógar þegja,“ en svo kvað Þor- steinn Erlingsson. Jón Ásgeirsson Umboðsmenn um land allt: Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi.Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Buðardal Vestfiröir: Geirseyrarbúðin.Patreksfirði.Rafverk, Bolungarvlk. Straumur.ísafirði.Norðurland: Kf. Steingrimsfjarðar.Hólmavík.Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.Skagfirðingabúð.Sauðárkróki.KEA, Siglufirði. KEA, Ólafsfirði. KEA byggingavörur.Lónsbakka.Akureyri.KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Lónið, Þórshöfn.Urð, Raufarhöfn. Verslunin Ásbyrgi, Kópaskeri. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum.Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.Verslunin Vik, Neskaupstað.Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn.KASK, Djúpavogi.Kf Stöðfirðinga, Stöðvarfirði.Hjalti Sigurðsson, Eskifirði. Suðurland: Klakkur.Vík. Rafmagnsverkstæði KR, Hvolsvelli.Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn.Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. TÓNLIST Gerduberg LJÓÐASÖNGUR John A. Speight og Sveinbjörg Vil- hjálmsdóttir fluttu söngva eftir Schubert og Brahms. Sunnudagur- inn 16. nóvember, 1997. SENN líður að lokum afmælis- ársins þar sem haldið er upp á 200 ára fæðingarafmæli Franz Schuberts og 100 ára dánaraf- mælis Jóhannesar Brahms enda hafa sum verka þessara snillinga verið margflutt á árinu. John A. Speight og Sveinbjörg Vilhjálms- dóttir fluttu á „Kammer - og ljóðatónlistarhátíð Gerðubergs söngva eftir Schubert og Brahms og hófu tónleikana með þremur fiskimannasöngvum, fyrst Der Fischer, við kvæði eftir Goethe, Das Fischermádchen við kvæði eftir Heine og síðast Fischerweise við kvæði eftir Schlechta. Lögin voru að mörgu leyti vel sungin en píanóleikurinn var aftur á móti óviss og vantaði oft syngj- andi mýkt, sem leikur svo vel við líðandi tónlínum laganna. Þetta var enn meira áberandi í sex lög- um úr „Svanasöngvum" Schu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.