Morgunblaðið - 18.11.1997, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.11.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 33 Jólalög Diddúar JOLASTJARNA er safn 13 jólalaga í flutningi Sigrúnar Hjálmtýsdótt- ur, Diddú. Undirleik annast félagar úr Sin- fóníuhljómsveit íslands ásamt fleiri tónlistar- mönnum og kórsöngur er í höndum Hljómkórs- ins, skólakórs Kársnes- skóla og kórs Öldutúns- skóla. Þórir Baldursson útsetti og stjórnaði hljómsveit og framleið- andi plötunnar er Björg- vin Halldórsson. Sigrúnu hafði lengi gengið með hugmynd að jólalagaplötu í maganum þegar tæki- færið gafst loks nú síðsumars. „Þetta eru allt þekkt erlend jólalög sem ég syng annars vegar með „gömlu“ Spil- verks rödd minni og hins vegar sígildu röddinni í hátíðlegri lögum, sem ég hef reyndar gert mik- ið af að syngja á jólum undanfarinna ára. Það var gaman að vinna að þessari plötu þó ekki sé laust við að manni finn- ist undarlegt að vera að lofsyngja jól á síðsumar- kvöldum!" segir Sigrún. „En lengi lifir í gömlum glæðum, eins og kom í ljós þegar ég fór að beita „görnlu" röddinni aftur og ég vona að tónlistin eigi því eftir að höfða til sem flestra.“ Á næsta ári snýr Sigrún sér aftur að óperusöngnum þegar gefínn verð- ur út geisladiskur þar sem hún syng- ur þekktar óperuaríur. JÓLASTJARNA, nýr geisladiskur Sigrún- ar Hjálmtýsdóttur. . . . alveg magnaður fjandi! TONLIST Illjómdiskar ÞRÍR HEIMAR í EINUM NÝ ÍSLENSK RAFTÓNLIST ErkiTónlist sf kynnir tónlist eftir Kjartan Ólafsson. Samantekt: Þrir heimar í einum, Tvíhljóð, Skamm- degi. Flyljendur: Hilmar Jensson (jassgítar í Skammdegi), Kjartan Ólafsson (tölvuhljómborð í Saman- tekt, Tvíhljóð I og Skammdegi), Matthias Hemstock (slagverk í Skammdegi), Pétur Jónasson (klass- ískur gítar í Tvíhljóð I og Skamm- degi). Stjórn upptöku: Kjartan Ólafs- son. Hljóðvinnsla: Tvíhljóð I - Ari Daníelsson og Sveinn Ólafsson. mjóðupptaka: Skammdegi - Rík- harður H. Friðriksson. Tækniaðstoð: Samantekt - Shinji Kanki. Stafræn hljóðvinnsla: Tónver Tónlistai’skóla Kópavogs - Ríkliarður H. Friðriks- son. Framleitt (með styrk frá STEFi) af ErkiTónlist sf. ERKITónlist sf hefur starfað frá árinu 1985 og gefið út plötur og geisladiska með tónlist af ýmsu tagi, staðið fyrir tónlistarhátíðunum Erk- iTíð í samv. við Ríkisútvarpið, unnið að þróun tónsmíðaforritsins CALMUS og starfað að uppbyggingu tónlistar á Internetinu (uppl. úr bæklingi). Þá er að minnast nánar á tónsmíða- forritið CALMUS (Calculated Music), en Kjartan Ólafsson hefur unnið að hönnun þess og þróun frá 1988. For- ritið er fyrir nútímatónlist, með sér- hönnuð tól og „aðgerðir“ til að takast á við tónsmíðarleg atriði þessarar tegundar tónlistar. Tónsmíð samin með aðstoð CALMUS er byggð upp af tóneiningum af mismunandi gerð- um og stærðum. Tónsmíðarleg fram- vinda í CALMUS er bæði línuleg og samhliða (lagræn og hljómræn), þar sem forritið semur hverja tóneiningu á fætur annarri samtímis því að stýra samhliða laglínugerð og hljómafram- vindu fyrir sérhverja tóneiningu. (Sbr. Nýjar bækur • HUNDRAÐ Ijóð og lausavísur er eftir Jón Sigurðsson frá Skíðsholt- um, og gefin út í tilefni 100 ára afmælis Jóns, f. 15. nóvember 1987, d. 30. jan- úar 1992. Ljóðin valdi Sesselja Davíðs- dóttir. Útgefandi og styrktarmað- ur útgáfunnar er Hjörleifur Sig- urðsson, bróðir höfundar. Bókin er 176 bls., prentuð í Odda hf. Bókin er væntanleg í bókabúðir fyrirjól. Verð: 2.995 kr. bækling). Og þá er það tónlistin sjálf - en um hana sagði kona nokkur, sem viðstödd var frumflutning á Skammdegi: „Þetta var engin tónlist, bara hrekkir og hávaði . . . Ég vissi þegar ég sá bijálæðisglampann í aug- um Kjartans að það var eitthvað hræðilegt í vændum!“. - Og satt er það: þetta er magnaður íjandi - skáldlegur og á köflum hrífandi. Sjaldan hafa leyndardómar skamm- degis opinberast í jafn háskalegri feg- urð! Fróðánjndur þessi eru sérstak- lega skrifuð fyrir flytjendur verksins, en hljóðritun er frá tónleikum Lista- klúbbs Þjóðleikhússins 1996. „Í verk- inu er leitast við að blanda saman ólíkum tónlistarstefnum og tónsmíða- aðferðum, allt frá jazzi, nútímatón- list, rokki og popptónlist," brætt sam- an í eina heild! Samantekt (samið í tölvustúdíói Síbelíusarakademíunnar í Helsinki 1994) - örstutt brot (1-2 sek. hvert) tekin úr tónsmíðum höf. frá árunum 1986-94 (m.a. hljómsveitarverk, strengjakvartett, einleiksverk fyrir flautu og fyrir gitar og rafhljóðfæri, söngverk, píanóverk o.s.frv.), „með- höndluð og unnin með aðstoð marg- víslegra tóla og tækja“ og sett saman í eina tónsmíð - með aðstoð CAL- MUS. Ek. hálofta-Ódysseifskviða - sem „ijaraði út með kosmískum haf- meyjarsöng sem stappaði háskalega nærri því að vera fallegur . . . “ (Ríkh. Órn Pálss.). Tvíhljóð I var samið fyrir Pétur Jónasson gítarleikara 1993 og frum- flutt á Myrkum músikdögum sama ár. Síðar var verkið hljóðritað og sú upptaka endurannin og hljóðblönduð í tölvustúdíói Síbelíusarakademíunnar sumarið ’94. Þarna er teflt saman „nákvæmlega útreiknaðri tónlist” (með aðstoð CAMUS) og spuna tveggja hljóðfæraleikara. Tímasetn- ingar á tónhæðum og tímagildum (reiknaði hlutinn) eru ákveðnar með hliðsjón af „tóneininga- uppbygg- ingu“ verksins. Tóneiningamar eru hliðstæðar hljóðfæraflokkum hefð- bundinnar sinfóníuhljómsveitar (strengjahljóðfæri, tréblásarar, málm- o.s.frv.) og hafa sín sérstöku einkenni. Það er merkilegt að hægt skuli vera að semja jafn hrífandi mögnuð og sterk verk í heild sinni sem þessi - með fyrrgreindum aðferðum! En hvernig væri annars að gefa Ódys- seifskviðu með kyklópahljóðum og sírenusöng í geimnum smáfrí og fá eina ,jarðneskari“ hafgúu-óperu - „á letilegu svamli við framandi furðu- strönd” (sbr. R.Ö.P. um síðustu hljóma Skammdegis) með tilheyrandi reimleikum . . .? Þeir sem koma við sögu í flutningi verkanna (og upptöku) hljóta allir að vera snillingar - en mestu snillingam- ir eru auðvitað tónskáldið og forritið hans. Fáðu þér þennan hljómdisk, ef ekki gefíns þá kauptu hann - þó ekki væri nema til að hrella tengda- múttu eftirminnilega! Oddur B.jörnsson Jón Sig- urðsson frá Skíðsholtum LISTIR Trúarverk eftir Brahms ettum, gerði Brahms það ekki í fyrstu útgáfu þess. Fyrsti þáttur verksins er nokkuð frekur við sópranraddirnar, sem áttu svo- lítið erfitt í upphafi en að öðru leyti var verkið vel flutt. Seinna kórverkið var Schicksalslied op. 54 en þetta Örlagaljóð er stund- um nefnt „litla sálumessan“ eft- ir Brahms, Vinur Brahms, Al- bert Dietrich, segir frá því, er nokkrir félagar, ásamt Brahms voru á gönguferð í Wihelmsha- ven, sumarið 1868 og hafði Brahms leikið á als oddi fyrri hluta gönguferðarinnar en skyndilega orðið mjög alvarleg- ur og að lokum dregið sig í hlé. Félagarnir sáu hvar Brahms hafði tekið sér sæti niður við sjóinn og var að skrifa uppkast- ið af því sem síðar reyndist vera nefnt Örlagaljóð, við texta eftir Johann Fr. Hölderlin. Þetta fallega verk var í heild mjög vel flutt. Brahms gerir mjög strangar kröfur til þétt- leika raddanna og á köflum, helst þar sem tónmálið var ein- radda, var hljómurinn viðkom- andi radda oft einum of grannur en í heild stóð kórinn sig með prýði, þegar það haft í huga að ritháttur meistarans er oft bæði erfiður, hvað snertir tónsvið og krómatískt tónferli, sem gerir hinar ýtrustu kröfur til söngvar- anna varðandi tónstöðu og þá ekki síst túlkun. Jón Ásgeirsson Ath. í sömu vikii: Nántstcfnur uin markaössetningu á Nctinu, vcrðákvarðanir «g sölustjórnun TONLIST Dómkirkjan SÖNGTÓNLEIKAR Loftur Erlingsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, og Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar er einnig lék einleik á org- el kirkjunnar. Laugardagurinn 15. nóvember, 1997. LOKATÓNLEIKARNIR á tónlistardögum Dómkirkjunnar voru haldnir sl. laugardag og voru eingöngu flutt tónverk eft- ir Johannes Brahms en hundrað ár eru frá andláti hans. Fyrsta verk tónleikanna var mótettan 0 Heiland reiss die Himmel auf, sem kórinn flutti með íslenskum texta í þýðingu Helga Hálfdán- arsonar. Ekki var annað að heyra en textinn félli vel að til- brigðaleiknum hjá Brahms, sem ofinn var um sjálfan sálminn, Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt. Kórinn flutti mótetturnar vel. Fjórir alvarlegir söngvar op. 121, voru fluttir af Lofti Erl- ingssyni og Önnu Gunýju Guð- mundsdóttur. Þessir söngvar eru erfiðir í söng og þrátt fyrir smáraddbresti hjá Lofti voru þeir í heild vel fluttir. Hlutverk píanósins er mikilvægt og hefst t.d á löngu forspili, sem Anna Guðný lék mjög fallega. Fysti söngurinn er við texta úr Pred- ikaranum III, 19.-22. versi , er fjallar um örlög manna og dýra, örlög þeirra eru hin sömu: eins og skepnan deyr, svo deyr maðurinn, og allt hef- ur sama andann, og yfirburði hefur maðurinn enga fram yfir skepnuna, því allt er hégómi." Annar söngurinn er einnig úr Predikaranum IV, 1.-3. versi en þar er fjallað um „alla þá kúgun, sem viðgengst undir sólinni: þarna streyma tár hinna undirokuðu, en enginn huggar þá“. Texti Þriðja söngsins er tekinn úr Síraks- bók, Apókrýfubóka Bilbíunnar, er fjallar um að dauðinn sé velkominn þeim er bágt eiga. Lokasöngurinn er saminn við einn frægasta texta Biblíunnar úr fyrra Korintubréfi Páls postula XIII, 1.-3. og 12.-13. vers og er það tónverk sérlega glæsileg tónsmíð, _ sem var mjög fallega flutt. í heild var þessi dapurlegi en fagri laga- flokkur mjög vel mótaður af Lofti og Guðnýju. Tveir kóralforleikir fyrir orgel voru fallega fluttir af Marteini H. Friðrikssyni en það var Dómkórinn sem átti síðasta orðið á þessum tónlistardögum Dómkirkjunnar, með flutningi tveggja kórverka meistarans. Fyrra verkið var þriggja þátta „Hátíðar - og íhugunarvers“ fyrir tvöfaldan kór, við texta úr Biblíunni. Þrátt fyrir að verkið megi flokka með mót-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.