Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 35 AÐSENDAR GREINAR 40% aldraðra og ör- yrkja með tekjur und- ir lágmarkslaunum ALDRAÐIR hafa með eftir- minnilegum hætti mótmælt sífelld- um árásum stjórnvalda á kjör sín. Oánægja þeirra er skiljanleg, því ríkisstjórnin telur helst að finna matarholu með því að skerða kjör aldraðra, en hlífir stóreignamönn- um og fjármagnseigendum. Alvarlegasta atlagan að öldruðum og öryrkjum Af mörgu er að taka, þegar litið er yfir kjörtímabilið og þær aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar sem beinst hafa gegn kjörum aldraðra og ör- yrkja. Nýjasta aðförin að kjörum þeirra var að láta lífeyrisgreiðslur þeirra ekki fylgja launahækkunum í landinu, en lífeyrisgreiðslur hafa í áratugi fylgt hækkunum á viku- kaupi verkamanna. Hér er um að ræða grundvallarbreytingu á al- mannatryggingakerfinu og alvar- legustu atlöguna að kjörum aldr- aðra og öryrkja í langan tíma. Aðeins 14% aldraðra með tekjur yfir 136 þúsund kr. Það er mjög mikilvægt að leiða ríkisstjórnina af villu síns vegar, ef hún telur að breiðu bökin sé helst að finna í hópi aldraðra. Svar sem ég hef fengið frá heilbrigðis- ráðherra um kjör aldraðra og ör- yrkja ætti að vera ríkisstjórninni viðvörun. Þar má sjá að einungis 3582 af 27.250 öldruðum eða 14% 67 ára og eldri eru með tekjur yfir 136 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. Stór hópur með tekjur undir nauðþurftum Að öðru leyti má lesa þetta úr svari ráðherrans: - Tæplega 75% eða rúmlega 20 þúsund af um 27.250 öidruðum eru með undir 79 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt. Þar af voru 11.618 konur og 8.666 karlar. Nálægt 4 af hverjum 10 öldruðum og öryrkj- um eru með tekjur und- ir lágmarkslaunum, segir Jóhanna Sigurð- ardóttir, og enn mun sá hópur stækka um nk. áramót. - 9.880 aldraðir eða um 37% aldraðra höfðu grunnlífeyri og fulla tekjutryggingu, þ.e. rúmar 41 þús. kr. á mánuði. Þessi hópur getur ekki haft hærri viðbótartekj- ur en 19.339 eða um 60 þúsund kr. í heildartekjur. í þessum hópi eru nálægt helmingi fleiri konur en karlar eða 6.236 konur og 3.644 karlar. - 10 þúsund af rúmlega 27 þúsund öldruðum og 3.400 af 7.900 öryrkjum hafa aðeins frá 40-60 þúsund kr. í heildarfram- færslutekjur á mánuði. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR /ywWINDOWS Fjölþættar lausnir FjH KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun Þannig eru nálægt 4 af hveijum 10 öldruðum og öryrkjum með tekjur undir lágmarkslaunum og enn mun sá hópur stækka um nk. áramót þegar lágmarkslaunin í landinu fara í 70 þúsund krónur. Ekki er ólíklegt að þá þurfi meira en helmingur 67 ára og eldri í land- inu að búa við kjör sem eru undir lágmarkslaunum. Athyglisvert er einnig og kallar á frekari skýringu, að fjölgun í hópi öryrkja úr 3.456 í 7.834 sl. 10 ár skýrir heilbrigðisráðherra með því að vegna auk- ins atvinnuleysis á tímabilinu hafi öryrkj- ar átt erfitt með að fá vinnu og ýmsir misst vinnu sína. Hvað gerir ríkisstjórnin? Nú þegar ríkis- stjórnin hefur kippt úr sambandi ákvæðinu, sem tryggja á að greiðslur úr almanna- tryggingakerfinu taki sömu breytingum og vikukaup í almennri verkamanna- vinnu, verður eftir því beðið hvaða kjör ríkisstjómin mun skammta Jóhanna Sigurðardóttir öldruðum og öryrkj- um, þegar lágmarks- launin fara í 70 þús- und um nk. áramót. Aldraðir hafa lagt grunninn að þeirri vel- ferð sem við búum við í dag. Það er til skammar að stórum hópi aldraðra og ör- yrkja skuli búin kjör, sem eru langt undir lágmarkslaunum í Iandinu - launum sem þó er viðurkennt að séu langt frá því að standa undir brýnustu nauðþurftum heimil- anna. DENIS0N Vökvadælur 6-340 l/mín __ Þrýstingur upp^ í 290 bör Spilverk EBBHBD! Sími 544-5600 Fax 544-5301 Höfundur er alþingismaður. — Útsala \ * a skíðayörum! 18.-22. nóvember 30-70% Við rýmum fyrir ’98 árgerðinni af skíðavörum. 30-70% afsláttur af skíðum, skíðabúnaði, skíðasamfestingum, snjóbrettum, snjóbrettabúnaði og mörgu fleira. Ekki missa af þessu! SKATABUÐIN -SWRAK fWMtíK Snorrabraut 60 ■ Sími 561 2045 ■ skatabud@itn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.